Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 14

Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 19. janúar 1993 Minning tlngímar Eydal Fæddur 20. október 1936 - Dáinn 10. janúar 1993 Ástkær tengdafaðir okkar Ingi- mar Eydal lést á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar þann 10. janúar sl., aðeins 56 ára gamall. Ingimar tók okkur tengda- börnunum frá upphafi eins og eigin börnum af innileika og föðurlegri hlýju. Þá gerði hann í engu greinarmun á okkur og eig- in börnum í veraldlegri málum - öllu skyldi jafnt skipt. Hann var með eindæmum bam- góður og nutu barnabörnin hans þess ríkulega, þótt samfylgd þeirra yrði stutt. Persónuleiki hans birtist ekki síst í samskipt- um hans við börnin, þau ein- kenndust af umburðarlyndi, virð- ingu og áhuga fyrir starfi þeirra og leik. Þessir eiginleikar gerðu hann einnig að fyrirmyndar kennara. Ingimar var sonur hjónanna Pálínu og Harðar Eydal, sem bæði eru látin. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá heimili afa síns og ömmu, þeirra Ingimars Eydal og Guðfinnu Jónsdóttur, en afi hans var ritstjóri, skóla- stjóri og kennari á Akureyri. Bræður hans eru þeir Finnur (f. 1940) og Gunnar Eydal (f. 1943). Eftirlifandi eiginkona Ingimars er Ásta Sigurðardóttir (f. 1943), en þau giftust 30. desember 1961. Þau eignuðust fjögur börn, þau Guðnýju Björk (f. 1962), Ingu Dagnýju (f. 1963), Ingimar (f. 1966), og Asdísi (f. 1975). Barna- börnin eru þrjú, þeir Ingimar Björn Davíðsson (f. 1986), Bjami Gautur Eydal Tómasson (f. 1989), og Sigurður Jökull Eydal Tómasson (f. 1991). Þau Ingimar og Ásta veittu okkur frá upphafi mikinn stuðning, bæði fjárhagslegan en ekki síður félagslegan og siðferð- islegan. Ekki síst birtist hann í að styðja okkur til náms, en Ingimar leit á menntun sem eitt af grund- vallaratriðum lífsins. Ingimar var sparsamur og nýtinn, þótt öðrum væri hann örlátur. Hann kaus að aka á ódýrari bíl en gengur og gerist, af Skoda gerð, og höfum við tengda- börn hans öll ekið á slíkri bifreið um lengri eða skemmri tíma. Yfirleitt mátti engu henda, sem á annað borð nokkur kostur var að nýta. Hann kaus að njóta afrakst- urs brauðstritsins á annan hátt, t.a.m. með því að ferðast. Bæði var það til þess að rækta sam- bandið við sína nánustu, og að fræðast um siði og menningu annarra þjóða. Þar fór saman áhugi hans á listum og tækni, og áhersla lögð á að skoða sérstök bíla- eða flugvélasöfn, sem og sótt á slóðir Schuberts, Bachs eða Beethovens. Ingimar var skarpgreindur og fróðleiksbrunnur öllum þeim er til hans leituðu, hvort sem um var að ræða tónlist, tækni, vísindi eða stjórnmál, alls staðar var Ingimar vel að sér. Hann var alla tíð talsmaður jafnréttis og sam- vinnu, og var framsóknarmaður í víðri merkingu þess orðs. Hann hafði sterka siðferðiskennd, og því ákveðnar skoðanir á atburð- um líðandi stundar. Hann var og talsmaður landsbyggðarinnar, þó hann hafi fyrst og fremst verið Akureyringur. Hann var stoltur af sínu bæjarfélagi, þó einkum af því mikla skógræktarátaki sem þar hefur verið unnið. Ingimar var með afbrigðum gestrisinn, og var ákaflega vel hugsað um þá sem að garði bar. Heimili þeirra hjóna var líka með eindæmum gestkvæmt, vegna starfa Ingimars, ötulla starfa þeirra beggja að félagsmálum, og síðast en ekki síst hjálpsemi þeirra almennt. Þetta var hluti af þeirri lífssýn Ingimars að gera aldrei nokkurn mannamun, og reyndar birtist þessi víðsýni hans víðar, t.a.m. í tónlistinni þar sem Ingimar gat státað af þekkingu og færni á sviði ólíkra tónlistar- stefna. Hann var undrabarn í tónlist og fjölhæfari tónlistar- maður líklega vandfundinn. Hann kunni aragrúa af lögum frá öllum heimshornum og öllum tímum, sem hann gat leikið af fingrum fram. Hljómsveit hans var ávallt skipuð færustu tónlist- armönnum á sínu sviði. Þeir voru einnig nánir vinir, og því var um ákaflega samstilltan hóp manna að ræða. Það varð okkur ljósara í veikindum hans hversu stóran þátt starf hans í hljómsveitinni skipaði í lífi hans, þar sem hann reyndi oft umfram það sem heils- an leyfði, að taka þátt í störfum hlj ómsveitarinnar. Á heimili hans var jafnan glatt á hjalla, enda hafði Ingimar ríka frásagnargáfu og gott skopskyn. Hann var því jafnan hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom. Tónlist skipaði ríkan sess á heim- ilinu, bæði var mikið spilað af plötum af allrahanda tónlist, en einnig Iék Ingimar á flygilinn við fjölmörg tækifæri, bæði á hátíð- arstundu og okkur til skemmtun- ar og fróðleiks. Um þessi jól sát- um við saman eins og oft áður, og Ingimar rifjaði upp sögur og prakkarastrik af sér og bræðrum sínum, svo við grétum úr hlátri. Eins og svo oft áður spilaði Ingi- mar jólasálmana og við rauluðum með. Ekkert okkar grunaði þá hversu stutt væri eftir, slík var lífsorkan sem frá honum stafaði á þessum kvöldum. Það var gæfa okkar að fá að kynnast Ingimari Eydal, hann var einstakur maður, gegnheill, góð- ur vinur og kærleiksríkur. Við viljum enda þetta stutta innlegg okkar með lauslegri þýðingu erlends „ljóðs“. Þú ert einstakur „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjómar afrödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur“ á við þá sem em dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. Teri Fernandez. Tómas, Davíð og Anna Sigrún. Kveðja frá hljómsveitarfélögum Gamla árið hefur kvatt og nýtt ár tekið við. Flestir horfa fram á veginn með eftirvæntingu og gleði. En við megum ekki gleyma sorginni sem getur líka barið að dyrum. Þannig hugsuðum við þegar góður vinur og samstarfs- maður kvaddi þetta líf að kvöldi dags þann 10. janúar. Við vorum ekki tilbúin að missa hann, en vilji Guðs er mönnunum mátt- ugri. Okkur langar til að minnast hans, en óendanleg röð minninga kemur upp í hugann, og hvar á að grípa niður? Ingimar var fæddur 20. októ- ber 1936 og því aðeins 56 ára gamall þegar hann lést. Hann sýndi ótrúlegan viljastyrk í sam- bandi við sjúkdóm sinn og lét alltaf eins og ekkert væri að, enda hafði hann óbilandi trú á því, eins og við hin, að honum myndi batna. Við skiljum núna að hann hef- ur átt erfiðari daga en okkur nokkurn tíma grunaði. Þrátt fyrir það höfum við sjálfsagt öll gert okkur grein fyrir hvert stefndi, en ekki viljað viðurkenna það. Þeg- ar hann var spurður um líðan sína voru svörin yfirleitt þau, að hann væri hinn hressasti, og gaf ekkert eftir í spilamennskunni. Hann mætti alltaf til leiks þrátt fyrir hrakandi heilsu. Þegar á staðinn var komið og hann sestur við hljóðfærið, var eins og veik- indin væru ekki til. Hversu mikil- væg spilamennskan var honum sést best á því að hann mætti á síðasta dansleik ársins sem hljómsveitin spilaði á þann 26. desember. Reyndist það síðasta skiptið sem hann spilaði með henni. Ingimar var einn af þeim mönnum sem gat aldrei sagt nei ef hann var beðinn einhvers. Það var líka í hans anda að hafa nóg að gera. Svo mikið, að stundum botnaði enginn í því hvernig maðurinn réð við þetta. En allt gekk upp og hann skilaði öllum 'sínum verkefnum með sóma. Hann var mjög lífsglaður maður, það þekktu allir er kynnt- just honum. Léttleikinn og glað- værðin sem fylgdu honum smit- aði alla. Þær voru ófáar stundirn- ar sem við áttum í návist hans þar sem brandararnir fuku, enda kunni hann ógrynni af sögum og hafði alveg frábæra frásagnar- gáfu. Þetta varð oft til þess að afrakstur hljómsveitaræfinganna varð ekki alltaf sem skyldi. Þar var mikið spjallað og hlegið. Ekki síst átti hann það til að gera grín að sjálfum sér ef tækifæri gafst. Annað sem einkenndi hann var hversu mikla áherslu hann lagði á góða samvinnu í hljómsveitinni. Þó svo að hann væri driffjöðrin og sæi um að skipuleggja starfið, þá vildi hann alltaf hafa samráð við félaga sína. Hans hugsun var, að allir ættu að vera ánægðir, enda var samstarf- ið mjög gott. Hann var ekki bara hljómsveitarstjóri. Það sýndi umhyggja hans fyrir félögum sínum, og hann var alltaf manna fyrstur til að bjóða fram aðstoð sína ef eitthvað var að. Að hafa verið með honum í hljómsveit var vissulega gefandi og lærdómsríkt, en ef til vill höf- um við hin ekki alltaf gert okkur grein fyrir því sem skyldi. Oft voru ýmis málefni rædd og mis- munandi skoðanir komu fram. Þegar þau höfðu verið krufin til mergjar kom oftar en ekki í ljós að Ingimar hafði hugsað málið dýpra og þar af leiðandi var rétt leið valin. Þó að Ingimar væri þekktastur sem tónlistarmaður, þá átti hann sér óteljandi önnur áhugamál, og var vel heima í öllu sem viðkom tækni, vélum, framförum svo og þjóðmálum. í hópi gat hann not- ið sín vel og komist á virkilegt flug ef hann hitti fólk sem hafði sömu áhugamál og var tilbúið í spjall. Háa sem Iága átti hann til að reka á gat með yfirgripsmikilli þekkingu sinni. Hann þurfti að kryfja hvert mál til mergjar og helst að þreifa á því, jafnvel þó hann þyrfti að leggja á sig ferða- lag til útlanda til að kanna það til hlítar og sjá með eigin augum. Fjölmargar utanlandsferðir hljómsveitarinnar hafa líka að geyma ógleymanleg atvik svo sem ýmis konar uppákomur á flugvöllum, veitingahúsum og víðar. Of langt mál yrði að tíunda allt sem þar gerðist, en alltaf var tekið vel á móti hljóm- sveitinni hvar sem hún kom. Ingi- mar var alls staðar vel kynntur og átti vildarvini út um allan heim. Langt var í land að hægt væri að sinna öllum þeim fyrirspurnum sem bárust erlendis frá og þótti honum það miður. En, liðnir tímar, góðir tímar. Hvað svo sem morgundagur- inn ber í skauti sér munum við í hljómsveitinni og okkar fjöl- skyldur, ætíð minnast Ingimars sem góðs vinar. Manns sem markaði djúp spor í samtíðina, bæði í orði og verki. Minningin um þennan lífsglaða og góða dreng mun ætíð lifa. Elsku Ásta og fjölskylda. Þið eigið alla okkar samúð. Megi góður guð styrkja ykkur. Grímur, Leibbi, Snorri, Billi og fjölskyldur. Fáein kveðjuorð „Síst vil ég tala um svefn við þig. “ (Jónas Hallgrímsson) Einhvern veginn finnst mér að ég hafi aldrei skilið harm Jónasar við lát séra Tómasar Sæmunds- sonar eins vel og nú þegar Ingi- mar Eydal er í val fallinn á besta aldri. Engan þekkti ég dugmeiri, engan fjölhæfari, engan trúrri vinum sínum og þjóð. Óþreyt- andi var hann í baráttunni fyrir bjartri framtíð, fögru mannlífi, vímulausum lífsháttum. Síðast töluðum við saman á Þorláksdag. Bjartsýni, kjark og rósemi brast hann ekki þá fremur en endra- nær. Og mér fannst hann hlyti að verða heill með hækkandi sól. En það átti ekki fyrir Ingimar Eydal að liggja að verða gamall. Samt hefur maður um langan ald- ur vart minnst Akureyrar svo að hann kæmi manni ekki í hug. Svo drjúgan hlut átti hann í þeim hugblæ sem gæðir Akureyri sér- stæðum töfrum, gerir bæinn nor- rænni og evrópskari en aðra staði á íslandi. Slíkt er ekki algengt um menn, jafnvel ekki snillinga. En Ingimar var enginn venjuleg- ur maður. Hann var nánast heil stofnun. Ef fólk langaði til að flytja eitthvað af hugblæ Akur- eyrar suður - eða langt út í lönd - þá var nægilegt að sækja hann enda erfitt að flytja veðráttu og Vaðlaheiði. Snjall var hann við hljóðfærið. Það vissu flestir. En hann átti miklu fleiri strengi í næmri sál sinni en þann sem af flugu tónar. Hugurinn var frjór, viljinn ein- beittur, tilfinningarnar djúpar. Þess vegna var hann aldrei yfir- borðslegur, sjálfhverfur, óheill. Þess vegna náði hann að veita svo mörgum hlutdeild í lífsskynjun góðs listamanns. Þess vegna sló hann hinn hreina tón. Menn á borð við Ingimar Eydal eru það sem ritningar helgar nefna salt jarðar og ljós heimsins. Þeir gefa það mikið af sjálfum sér, brenna það björtum loga að í raun er undarlegt að þeir fuðri ekki upp sem blys á tiltölulega I skammri stund. Manni verður á að spyrja: Hvað gaf honum þann kraft sem stundum virtist ofur- mannlegur, þá starfsorku sem manni finnst óhugsandi að sé nú að engu orðin? Svarið er vinum hans að nokkru ljóst. Hann var óvenju vel af Guði gerður, hann fékk þeirrar konu sem honum var fyllilega samboðin og þau eign- uðust mannvænleg börn. Ham- ingju sína galt hann okkur með því að vera slíkur sem hann var. Við hjónin vottum Ástu Sig- urðardóttur og fjölskyldunni allri djúpa samúð, minnumst Ingi- mars Eydals með virðingu og þökk og í hug koma hendingar Þorsteins Valdimarssonar: „Sumir kveðja, og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng er aldrei deyr. “ Ólafur Haukur Árnason. Það reynist stundum erfitt að þurfa að deila einhverju með öðrum. Finnast jafnvel, að aðrir vilji þar eigna sér meira en okkur þykir gott. Að vera allra er ekki öllum gefið og slíkir einstaklingar þurfa að eiga sér styrkan grund- völl til lífsins. Ég hafði oft hugsað um vin okkar Ingimar Eydal í þessum anda. Honum tókst að vera allra og hann bar með sér ferskan og hressilegan tón hvar sem hann fór. Kynslóðabil var ekki til að hans mati. Þannig gat hann kom- ið inn í hvaða hóp sem var og hvort sem var talað eða spilað. Það var hlustað á hvoru tveggja og hann hafði einarðar skoðanir á hlutunum. En hann bar ávallt í fari sínu mildi og umburðarlyndi. Hann talaði sínu máli. Sagði sína meiningu og lífsskoðun en gætti þess að meiða engan með orðum sínum eða þröngva þeim upp á einn eða neinn. í þessum þætti lífs hans varð hann vinur og félagi, sem ljúft var að vera nálægt. Þannig vild- um við eiga hann og njóta nær- veru hans. Hverri bón tók hann jákvætt og ég hugleiddi oft hvort nei væri ekki til í huga hans. Ég hugleiddi stundum hvað fjölskylda hans segði, þegar ég og aðrir hreinlega eignuðum okkur hann. Samt vissi ég að þau áttu í honum alla hans helgustu þætti. Þessa hreinu tóna tilverunnar, sem hann vildi gefa þeim með kærleika sínum og umhyggju. Enda þótt Ingimar væri allra manna hj^Psamastur °g v*ld* hvers manns götu greiða, þá viss- um við öll, að hann kunni líka að segja nei. En það svar sneri öðru fremur að hans eigin lífi. Hann átti sér lífssýn og grund- völl lífsins, sem ekkert fékk haggað. Hann kunni að segja nei við öllu því sem deyfði skilning- arvitin og þorði að segja frá því hvar og hvenær sem var, að hann væri bindindismaður. Og þetta þótti mörgum ein- kennilegt, hjá manninum, sem hafði lifað og starfað í næstum öllum veitingahúsum landsins allt frá unga aldri. Hann sem allt tíð var manna hressastur og kátast- ur. Hjá honum var lífið besta víman. Lífið sem hann þakkaði og mat öðru meira. Og það vissu vinir hans, að hann átti sér sterka og einlæg trú til þess, sem lífið gefur. Hann átti hvatningu til okkar strákanna frá Akureyri, sem fór- um að læra guðfræði. Og þessi áhugi hans fylgdi okkur út í starfið, því hann var nálægur og hringdi síðast nú fyrir jólin, þeg- ar við gátum ekki hist í síðustu suðurferð hans. Það var því í senn auðvelt og ljúft að fá hann til samstarfs í kirkjulegu starfi. Hann bar djúpa virðingu fyrir öllu því, sem í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.