Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 20. maí 1993 Hvað er að gerast? Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Útgarði 1, Húsavík, þriðjudaginn 25. maí 1993 ki. 10.00, á eftlrfarandi eignum: Austurvegur 6, Þórshöfn, efri hæð, þingl. eig. Hjalti Jóhannesson, gerðabeiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild og Sýslumaður- inn á Húsavík. Baldursbrekka 9, Húsavík n.h., þingl. eig. Hermann Jóhannsson, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyris- sjóðurinn. Baughóll 19, þingl. eig. Aðalsteinn S. Isfjörð, gerðarbeiðandi Kaup- félag Þingeyinga. Brúnagerði 1, Húsavík, þingl. eig. Árni Logi Sigurbjörnsson, gerða- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Mikligarður hf. Garðarsbraut 13, e.h. og ris, Húsa- vík, þingl. eig. Svavar C. Krist- mundsson, gerðarbeiðandi Ríkis- sjóður. Hallgilsstaðir 1, Sauðaneshreppi, þingl. eig. Jónas Lárusson, gerðar- beiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild. Hamrar Reykjadal, íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, þingl. eig. Jón Fr. Benónýsson, gerðarbeið- andi innheimtumaður ríkissjóðs. Höfðavegur 20 n.h., Húsavík, þingl. eig. Grétar Jónasson, gerðarbeið- andi Tryggingastofnun ríkisins. Langanesvegur 19, Þórshöfn, þingl. eig. Magnús Jónsson, gerðarbeið- andi Tryggingastofnun ríkisins. Langanesvegur 28, Þórshöfn, þingl. eig. Kaupfélag Langnesinga, gerð- arbeiðandi Iðnþróunarsjóður. Litlagerði 4, Húsavík hluti, þingl. eig. Gestur Halldórsson, gerðar- beiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild. Mýlaugsstaðir, Aðaldælahreppi, þingl. eig. Arnar Andrésson, gerða- beiðendur Stofnlánadeild landbún- aðarins og Sýslumaðurinn á Húsa- vík. Pálmholt 3, Þórshöfn, þingl. eig. Fjóla Þorsteinsdóttir, gerðarbeið- andi Sjóvá-Almennar hf. Sandvík Öxarfjarðarhreppi, íbúðar- hús, þingl. eig. Hans Alfreð Kristjáns- son, gerðarbeiðandi innheimtumað- ur ríkissjóðs. Skútahraun 2a, Reykjahlíð, þingl. eig. Sæþór Kristjánsson, gerðar- beiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild. Sumarbústaður í landi Reykja II Hálshreppi, þingl. eig. Ármann Sverrisson, gerðarbeiðandi fslands- banki hf. Akureyri. Þór Pétursson ÞH-50, þingl. eig. Njörður hf., gerðabeiðendur Friðrik Sigurðsson, Höfnin Keflavík- Njarðvík, Landsbanki (slands Reykjavík og Lífeyrissjóður sjó- manna. Sýslumaðurinn Húsavík 18. maí 1993. Hringur, Eiríkur og Kjartan í Listhúsinu Þingi Næstkomandi laugardag kl. 15 opna þrír landskunnir listmálarar, Hringur Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson og Eiríkur Smith, sýn- ingu í Listhúsinu Þingi á Akureyri. Á sýningunni eru 30 olíumálverk og vatnslitamyndir. Verkin eru öll til sölu og fást með góðum kjör- um. Oli G. Jóhannsson og Lilja Sigurðardóttir, er fyrrum stóðu að rekstri Gallerý Háhóls, standa að sýningunni og er fólk hvatt til að láta ekki góöa sýningu framhjá sér fara. Sýningin verður opin um helgar frá kl. 15 til 22 og virka daga frá kl. 18 til 21. Sýningin stendur til 1. júní nk. Danski jasskvintettinn, Ja/.ztalk". „Jazztalk“ í Gagnfræða- skólanum Danski djasskvintettinn „Jazztalk“ heldur tónleika í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri nk. sunnudags- kvöld, 23. maí, kl. 20.30. Kvintett- inn leikur sveiflutónlist, einkum frá 3. og 4. áratugnum, en bossa- og blústónlist hefur einnig bæst á dagskrána. í kvintettinum eru Jörgen Kruse, píanó, Peter Bartels, bassi, Hanne Marie Lorenzen, söngur, og Morten Brink, tromm- ur. Frá Akureyri liggur leió fjór- menninganna til Reykjavíkur þar sem „Jazztalk" heldur tónleika á RÚREK jasshátíðinni. Frá íslandi fer hópurinn til Grænlands, þar sem hann heldur þrenna tónleika. Kredit á Dropanum Hin sívinsæla rokkhljómsveit Kredit spilar fyrir gesti Dropans í kvöld, annað kvöld og laugardags- kvöld. Hljómsveitin hefur tekið stakkaskiptum að undanfömu og mun frumflytja nýtt efni á Dropan- um. Kredit skipa Ágúst, bassi og raddir, Halli, raddir og gítar, Haukur, trommur, hljómtrommur og raddir og Ingvar Arinbjöm, gít- ar og raddir. Pláhnetan í ’ 29 Hljómsveitin Pláhnetan með Stef- án Hilmarsson í broddi fylkingar leikur fyrir dansi á skemmtistaðn- um 1929 á Akureyri annaó kvöld, föstudag. Þetta er fyrsti dansleikur hljómsveitarinnar, en á næstunni er væntanleg fyrsta hljómplata hennar. Þjóðlagarokksveitin Papar tekur lagið á efri hæð Café ’ 29 í kvöld, uppstigningardag. Andrea Gylfadóttir og blúsmenn hennar verða á Sjallakránni í kvöld. Blúsmenn Andreu Todmobile og Skriðjöklar í Sjallanum í kvöld verða Blúsmenn Andreu á Sjallakránni og annað kvöld leika svo Todmobile og er aðgangur ókeypis bæði kvöldin. Skriðjöklar sjá síóan um fjörið í Sjallanum á laugardagskvöldió, en ný hljóm- plata er væntanleg frá hljómsveit- inni og er útgáfudagur áætlaður 3. júní. Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son, trúbador, listamaður og veiði- maður stjómar fjöldasöng í Kjall- aranum í kvöld, annað kvöld og laugardagskvöld. Sönghátíð í Dalvíkurkirkju Annað kvöld, föstudag, kl. 21, verður sönghátíð í Dalvíkurkirkju til styrktar orgelsjóöi kirkjunnar. Fram koma Kór Dalvíkurkirkju, Kirkjukór Svarfdæla, Karlakór Dalvíkur, kvennakór og karlakvar- tett og einnig verður dúett og ein- söngur. Stjómendur eru Hlín Torfadóttir og Jóhann Ólafsson. Gestir kvöldsins verða Óskar Pét- ursson, tenór, og Guðrún A. Krist- insdóttir, píanóleikari. Aðgangs- eyrir er kr. 1000 fyrir fullorðna. Kristján Krist- jánsson. Heimspekifyrir- lestrar á Húsavík Næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.30 flytja heimspekingamir dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson og dr. Kristján Kristjánsson, sem báðir starfa við Háskólann á Akur- eyri, fyrirlestra í Félagsheimili Húsavíkur um efni er þeir nefna „á mörkum lífs og dauða“. Kristján fjallar fyrst um hugtakið líknar- dráp og hvort slíkt dráp sé sió- ferðilega réttlætanlegt í einhverj- um tilvikum. Guðmundur Heióar ræóir um spuminguna hvenær lífi manns sé lokið og hvort nýleg lagabreyting á skilgreiningu dauðahugtaksins veki upp einhver siðferðileg álitamál. Á eftir fyrir- lestrunum verður gefinn kostur á fyrirspumum og umræðum. Til fyrirlestranna er boóað í tilefni 75 ára afmælis Læknafélags Islands. Roar Kvam er stjórnandi Karla- kórs Akureyrar- Geysis.0 Vortónleikar Karlakórs Akur- eyrar-Geysis Karlakór Akureyrar-Geysir undir stjóm Roars Kvam heldur vortón- leika í Skemmunni á Akureyri í kvöld, uppstigningardag, kl. 20.30 og nk. sunnudag á sama tíma. Ein- söngvarar með kómum verða þeir Jón Þorsteinsson, tenór, og Micha- el Jón Clarke, baritón. Blásarasveit æskunnar Ieikur undir í tveim lög- um; Landkjenning eftir Grieg og Hermannakómum úr Faust. Á efn- isskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Þeir innlendu eru Ámi Thorsteinsson, Björgvin Guðmundsson, Jóhann Ó. Haralds- son, Karl Ó. Runólfsson, Jón Bjömsson, Sigvaldi Kaldalóns og Sigfús Einarsson. Lokadans- leikur „nikkara“ Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð heldur spilavist og loka- dansleik í Lóni við Hrísalund nk. laugardag. Spilavistin hefst kl. 20.30 og dansleikur kl. 23. Dagur aldraðra í Akureyrarkirkju Undanfarin ár hefur uppstigningar- dagur verið dagur aldraðra í kirkj- um landsins. Þetta hefur mælst vel fyrir og kirkjurnar verið þétt setn- ar. Aldraðir hafa tekið virkan þátt í helgistundum og leikmenn stigið í stólinn. í ár mun Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri, prédika við guðsþjónustuna, sem hefst kl. 14. Kór aldraðra á Akureyri mun leiða sönginn og organisti verður Sig- ríóur Schiöth. Aó messu lokinni verður kaffisamsæti í Safnaðar- heimili í boði sóknamefndar. Handavinnusýn- ing og kaffisala Hin árlega handavinnusýning og kaffisala heimilis- og dagvistar- fólks á Dvalarheimilinu Hlíð verð- ur nk. sunnudag, 23. maí, kl. 14 til 17. Söluhom verður meó handa- vinnu auk kaffisölu í borðstofu. Uppskeruhátíð Skákfélagsins Uppskeruhátíð Skákfélags Akur- eyrar verður kl. 14 á sunnudag í húsnæði Skákfélagsins við Þing- vallastræti. Afhent verða verólaun fyrir mót sem haldin hafa verið eftir áramót. Boðið verður upp á kaffi og að því búnu verður teflt. Allir eru velkomnir. Bólumarkaður í miðbænum Næstkomandi laugardag kl. 11 til 15 verður fyrsti Bólumarkaður sumarsins í göngugötunni á Akur- eyri. Þar verður á boðstólum fjöl- breytt úrval fallegra muna á sann- kölluóu markaðsverði. Mikið verður um að vera þennan dag og má búast við fjölmenni í miðbæn- um. Þeir sem óska eftir að nýta sér þjónustu þá sem Bólumarkaðurinn hefur upp á að bjóða (þaó er að leigja sér borð) er bent á snúa sér til Asthildar í síma 26869 á kvöld- in. Leðurblakan í Samkomuhúsinu Leikfélagar Akureyrar verður með tvær sýningar á Leðurblökunni eft- ir Johann Strauss um helgina. Fyrri sýningin verður annað kvöld kl. 20.30 og sú síðari á sama tíma á laugardagskvöldið. Elskhuginn í Borgarbíói Um helgina kl. 21 sýnir Borgarbíó á Akureyri myndimar Elskhuginn og Chaplin. Klukkan 23 verða sýndar myndimar No^ money og Night and the City. Á bamasýn- ingum á sunnudag verða sýndar myndimar Hakon Hakonsen og Burknagil. Okeypis verður á bamasýningarnar. Sænskur gestur í Púlsinum Sænski dansarinn Jazmine veröur gestur í Púlsinum í KA-heimilinu á Akureyri um helgina. Hún mun halda námskeið bæði á laugardag og sunnudag. MEN0R fréttir Laugardagur 22. maí, kl. 17:00 Skólaslit í Akureyrarkirkju. Mánudagur 31. maí. Karlakór- inn Heimir, Skagafirði, syngur í Dalvíkurkirkju kl. 15.30. Söng- stjóri Sólveig S. Einarsdóttir, und- irleikari Thomas Higgerson. Mánudagur 31. maí. Karlakór- inn Heimir, Tjamarborg í Ólafs- firði kl. 21. ]jj ENGIN HÚS ÁN HITA ]f1 Vortilboð Hreinlætistæki ★ Blöndunartæki Sturtuklefar ★ Sturtuhorn. Sýnum einnig flísar á gólf og veggi og Nomaco baðinnréttingar. mm Verslið við fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 HREINLÆTISTÆKI STURTUKLEFAR 0G HURÐIR BLÖNDUNARTÆKI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI Nauðungaruppboð Bifreiðamar GL-365 og IN-534 verða boðnar upp við lögreglustöðina á Raufarhöfn, fimmtudaginn 27. maí 1993 kl. 14.00. Ennfremur verða bifreiðarnar Þ-2539, LF-694 og LA-301 boðnar upp við lögreglustöðina á Þórshöfn sama dag kl. 16.00. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaðurinn Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.