Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 4. september 1993 DÝRARÍKI ÍSLANDS Fuglar 31. þáttur Branduglan tilheyrir ugluættbálk- inum, en þaðan svo ætt eiginlegra ugla, til aðgreiningar frá kransugl- um, en hvort tveggja eru þetta að mestu náttfuglar, sem lifa á smá- spendýrum, fuglum, skordýrum og fleiri hryggleysingjum. Fyrr- nefnda ættin, þ.e.a.s. eiginlegar uglur, sem hefur að geyma um 124 tegundir, einkennist öðru fremur af hringlaga ásjónu, en kransuglur, sem eru aftur á móti ekki nema 10 tegundir, eru með hjartaiaga andlit, ef svo má að orði komast, auk þess sem augun eru minni og fætur grennri. A Islandi lifa aó staðaldri ein- ungis tvær af þessum 134 ugluteg- undum heimsins, þ.e.a.s. snæugla og brandugla. Auk þeirra hafa flækst til landsins tvær að auki, eyrugla, sem reyndar telst núorðið vera algengur flækingur hér, og skopugla. Branduglan er töluvert minni en snæuglan, 33-40 sm á lengd, 300-500 g á þyngd, og meö 90- 110 sm vænghaf. Hún er ryðgul eða ljósgulbrún á bol og vængi, mcð dökkurn langrákum á baki og að neðanverðu. Stélið er þverrák- ótt og snubbótt. Vængir eru frem- ur langir og breiðir, og með svört- um bletti neðan á vænghnúa. Höf- uóið er, líkt og á öðrum uglum, hnöttótt, andlitið flatvaxið, og ut- an um ásjónuna móleitur, hvítjaðr- aður fiðurkrans. Nefið er svart og krókbogið. Augun sitja framan á höfóinu, og sér fuglinn því beint fram; þau eru sterkgul á litinn. Eyrnafjaðrir, svokallaðar, tvær, cru stuttar og eitt helsta greining- areinkenni til aó skilja branduglu BRANDUGLA (Asio flammeus) Sr. Sigurður Ægisson frá eyruglu, sem annars er mjög áþekk. Fætur eru snöggfiðraðir, og klærnar svartar og hvassar. Kynin eru mjög lík í útliti, en karlfuglinn þó ívió minni. Flugið er þytlaust, en reikult, og er venjulega flogió lágt og með tíðum renniflugslotum; þó kemur fyrir, að flogið sé hátt, en þá er hins vegar beitt djúpum vængja- tökum. Á jörðu niðri situr brand- uglan venjulega hokin, og er ákaf- lega stygg og vör um sig. Þessi uglutegund er hvort tveggja í senn, dag- og náttfugl, en er þó helst á ferli í ljósaskipt- unum, og iðkar veiðar á bersvæði. Koma þar aó góðum notum af- burða heyrn og frábær sjón. Aðal- fæóan hér á landi eru mýs, sem uglan gleypir í heilu lagi, en einnig tekur hún smáfugla, rottur og skordýr. Þá telja sumir, að branduglan geti fiskað í matinn, en það hefur ekki sannast enn. Branduglan er mun suðlægari tegund en frænka hennar, snæugl- an, og uppgötvaðist ekki sem varpfugl hér á landi fyrr en í byrj- un þessarar aldar. Fyrsta hreiðrið fannst í Holtum í Rangárvalla- sýslu árið 1912, en tegundarinnar fór þó ekki aó gæta að ráði, sem varpfugls, fyrr en á áratugnum 1920-1930. Fram aó þessurn hreiðurfundi, í byrjun aldarinnar, var brandugla þekkt sem flæking- ur hér. Nú verpir brandugla um allt land, að heita má, þ.e.a.s. á láglendi, en þó afar strjált. Hún er algengust sunnanlands og fyrir norðan, en tiltölulega fáséð vest- anlands og austan. Kjörlendið er einkum mýrlendi, lyngheiðar, kjarr og foksandshólar. Varpið hefst í byrjun maímán- aðar og sér kvenluglinn um hreið- urstörfin, en karlfuglinn aflar mat- ar. Hreiðrið er grunn skál eóa laut á jörðu niðri, falið innan um há- vaxió gras, lyng, hrís eða mýrar- gróður og fóðrað með ýmsum nærtækum efnum úr ríki náttúr- unnar. Kvenfuglinn verpir hvítum og möttum, kúlulaga eggjunum, sem geta verið á bilinu 2-10, með tveggja daga millibili, en byrjar þó strax að liggja á, þannig aö elsti unginn getur verið um tveggja vikna gamall, þegar sá yngsti er að koma úr eggi. Utung- unartíminn cr 3-4 vikur, og koma ungarnir í þennan heim blindir og heymarlausir og þannig algjörlega ósjálfbjarga. U.þ.b. hálfs mánaðar gamlir, og ennþá ófleygir, yfirgefa þeir hreiðrið. Þeir fara ekki langt, held- ur eru í felum í nágrenninu, innan um lyng og hrís, og láta vita af sér með hvæsi, þegar foreldrarnir koma af veiðum meó bráð. Að tveimur vikum liðnum eru þeir svo orðnir flcygir. Áfram eru þeir samt háðir foreldrunum um mat- föng, í nokkrar vikur a.m.k., eftir það. Erlendis ræðst cggjafjöldinn mjög af fjölda þeirra nagdýra, sem eru aðalfæða branduglunnar, og þegar best lætur, geta eggin oróið alltaó 14. I góðærum, þ.e.a.s. þegar fæðu- framboð er mikió, komast allir ungamir venjulega á legg, en í hallærum eru það hinir eldri, sem eiga betri möguleika, á kostnað hinna yngri, sem þá Ienda annað hvort í gini þurftafrekustu og stærstu unganna, eða þá jafnvel móöurinnar sjálfrar. Utan varptíma fara branduglur jafnan einförum, en í góðum músaárum eiga þær samt til aö veiða í hópum, einkum erlendis. Utbreiðslusvæði branduglunnar er mjög sérkennilegt, liggur á stóru belti hringinn í kringum jörðina á köldum og tempruðum svæðum, eins og t.d. á Islandi, Bretlandseyjum, Skandinavíu og um Evrópu, allt suður að Alpa- fjöllum, í Rússlandi að Svartahafi og Kaspíahafi og um M-Asíu og Síberíu og víðsvegar um Alaska og Kanada og norður-hluta Bandaríkjanna, en svo kemur mik- ið gap, eða allt þar til komið er til S-Ameríku miðrar, í Argentínu og Chíle og allt suður á Eldland. Ekki er alveg ljóst hvað verður um íslenskar branduglur á vet- urna. En ungi, merktur hér á landi, náðist síðar í Bretlandi, sem gefur til kynna, aó a.m.k. hluti stofnsins f'ari utan. Islenski branduglustofninn er ekki stór. Árið 1983 var hann áætlaður 150-300 pör. Branduglan á sér kannski fáa náttúrulega óvini hér á landi, scm hún þarf að óttast að ráói, nema þá ef vera skyldi minkur. En erlendis herja krákur mjög á egg og unga hennar, og eins rcfur, og er dæmi um það, aö í greni þar hafi einhverju sinni fundist leifar 8 fullorðinna brandugla og 68 unga. Elsti merkti fugl, sem mcnn þekkja, varó 12 ára, 9 mánaða og 13 daga gamall. Hann var merktur fullorðinn, í Hollandi, 6. júní árið 1930 og fannst dauður 19. maí ár- iö 1943. Brandugla með unga. (íslcnska Alfræðiorðabókin, 1991) Matarkrókurinn „Síldar- og rækjuréttirnir eru léttir og fljótlegir í matreiðslu“ - segir Anna Blöndal, tækniteiknari, sem kitlar bragðlauka lesenda DAGS Það er Anna Blöndal, tækniteikn- ari, sem að þcssu sinni laðar fram áhugaveróar uppskriftir fyrir les- endur „Matarkróksins“ meó ljúf- fengum réttum sem koma sitt úr hvorri áttinni. Síldar- og rækju- réttirnir eru léttir hádegisverðir eóa kvöldveróir enda tiltölulega fljótlegt að matreióa þá. Það sama veróur hins vegar ekki sagt um spaghettisósuna. Til þess aó njóta hennar þarf töluverðan undirbúning og tíma en þeim mun meira lostæti kemur fyrir augu sælkeranna. Meó steikinni er til tilbreytingar boðið upp á eitthvað annaó en sveppasósu sem er „heimsfræg" á Islandi. Spaghettisósa 2 stönglar sellerí 2 meðalstórir laukar I tsk. hvítlaukur I grœn paprika 10 stórir sveppir 1 gulrót 1 kg hakk I dós niðursoðnir tómatar 3 dl. tómatsafi 1 dós tómatpurré salt pipar basilicum oreganó steinselja I msk. sykur rauður pipar 10 msk. jurtaolía (þessi á að vera dálítið sterkur!) Jurtaolían er sett í pott og hit- uð og brytjað grænmetið látið krauma svolitla stund (ca. 5 mín). Síðan er hakkið sett út í og látið steikjast í 5-10 mín. Þá er tómöt- unum, safa og tómatpurré ásamt kryddinu bætt út í og látið krauma í 2'A klst ( + spaghetti ). Borió fram með snittubrauði eða hveitibrauðum (litlum). Sherrysíld lOflök marineruð síld (brytjuð). Kryddlögur: 10 msk. sherry 6 msk. sykur 2 msk. sítrónusafi dill og svört piparkorn eftir smekk. Hitið upp að suðu og kælið, hellið yfir marineruðu síldina og látið standa í 2 klst. Borið fram með seyddu rúgbrauði og smjöri. Fljótlegur rœkjuréttur (léttur hádegismatur) 400 gr rœkjur 1 grœn paprika í sneiðum 2 tómatar, skornir íbáta / kínakál eða icebergsalat, brytjað 4 harðsoðin egg, skorin í báta 1 rauðlaukur í sneiðum Grænmetinu og rækjunum er bland- að varlega saman í skál og eggjabátun- um raðað ofan á. Sósa: 1 dós sýrður rjómi (eða mayonna- ise) safi úr 2 appelsínum safi úr 'A sítrónu E.t.v. sykur að smekk. Borið fram með ristuðu brauði. Tilbreyting með steikinni /1 rjómi 1 tsk. hvítlaukur / tsk. paprikuduft / tsk. aromat eða laukduft I tsk. kúmen / tsk. season all, þ.e. chili pipar, cellerí, coriander, múskat og salt. /. tsk. turmerik / tsk. svarturpipar (heil korn) 1 msk. sinnep Kína-krydd (lítið) í stað kryddsins hér að framan má nota 2 msk. af „Garam ma- sala“ sem fæst í Hagkaupi. 1 laukur brytjaður í smátt og kryddið hrært saman við rjómann. Soðnar kartöflur settar í eldfast mót. Rjómanum hellt yfir. Þakið með gouda ostsneióum og parmesan osti stráó yfir ostinn. Bakað í ofni við ca. 180° þar til kominn er gullinn litur á ostinn. Borið fram með steiktu eða grill- uðu lambakjöti ásamt sveppum og snöggsoðnu spergilkáli. Athugið aö krydda kjötið ekki mikið, helst eingöngu með salti og pipar því kartöflumar og sós- an á þeim eru eldsteiktar. Anna fékk áskorunina um þátttöku í Matarkróknum frá systur sinni, Borghildi, sem kennir við Verkmenntaskólann og hún sendir boltann þangað aft- ur því hún skorar á Adam Ósk- arsson, kennara, að mæta í næsta matarkrók að liðnum tveimur vikum. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.