Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. mars 1994 - DAGUR - 7 Ótrúleg spenna í karlablakinu: KA deMarmeistari 1994 - eftir tvo góða sigra um helgina KA tryggði sér deildarmeistara- bikarinn í blaki eftir að hafa lagt HK og IS að velli um helg- ina. Fyrst lék liðið við HK á föstudagskvöld og vann 3:1 og eftir að Stjarnan hafði unnið Þrótt á laugardag var ljóst að KA þurfti að vinna IS a.m.k. 3:1 til þess að næla í bikarinn og það gekk eftir. ÍS hefði nægt að sigra í tveimur lotum til þess að hreppa bikarinn en KA-menn voru einbeittir og börðust vel fyrir sigrinum. Liðið mætir HK í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur- inn er í KA-húsinu annað kvöld kl. 20.00. Leikurinn gegn HK á föstu- dagskvöld var ekki sérlega vel leikinn en sigur KA var þó nokk- uö öruggur, 3:1. Liðiö tapaði lyrstu lotunni 15:10 cn vann næstu þrjár, 15:10, 15:8 og 15:10. Þegar KA-strákarnir mættu til leiks gcgn IS á laugardagskvöld var ljóst oröið aö þcir áttu góóa nröguleika á að vinna deildarbik- arinn. Liðió þurfti aöcins að vinna IS a.m.k. 3:1. Tækist ÍS-ingunr að Dcildarmcistarar KA í blaki 1994. Efri röð f.v.: Hjörn Gíslason, Guðmundur I*. Guðniundsson, Hafstcinn Jakobsson, Kristján Gunnarsson, Stcfán Magnússon, Aki Thoroddsen og Stefán Jóhannesson, þjálfari. Neðri röð f.v.: Hjarni Þórhallsson, Haukur Valtýsson, Davíð Ilúi Halldórsson, Friðmundur Guðmundsson, I’ctur Ólason, fyrirliði og Magnús Aðalstcinsson. Mynd: SV. íslandsmót 15-17 ára og U-21 árs í júdó: Glæsíleg uppskera hjá KA Um helgina fór fram íslandsmót 15-17 ára og U-21 árs í júdó. Uppskera júdódeildar KA var fádæma glæsileg. Af 9 flokkum sem félagið átti keppendur í vann það 6 og silfurverðlaun í hinum þremur. Af 14 möguleg- um verðlaunum vann KA 12 og aðeins 2 af 12 keppendum frá KA unnu ekki til verðlauna. I>eir töpuðu reyndar fyrir Akur- eyringum. Júdódeild KA vann til lang flestra verðlauna þeirra félaga sem þátt tóku. í 15-17 ára flokki tapaði Víðir Guömundsson úrslitaglímu í -55 kg flokki, Sverrir Már Jónsson og Atli Haukur Arnarsson sigruðu báðir meó yfirburðum í -65 og +65 kg flokki og Ólafur Magnús- soni vann brons í +65 kg flokki. í flokki U-21 árs tapaði Víðir aftur naumlega í úrslitaglímu en Sævar Sigursteinsson sigraði með fádæma yfirburðum í -65 kg flokki og sýndi aó hann er lang sterkasti júdómaóur landsins í þessum þyngdarflokki. Atli Hauk- ur tapaði úrslitaglímu í -71 kg flokki og Hinrik S. Jóhannesson vann til bronsverðlauna. I -78 kg flokki sigraði Friðrik Blöndal með stæl og Bergþór Björnsson vann brons. í -86 kg llokki vann síóan Þorvaldur Blöndal gull og sania gerói Gísli Jón Magnússon í +86 kg llokki. Jón Óðinn Óðinsson, þjálfari KA, kvaðst nijög ánægður með árangurinn, ekki síst þar sem einn sterkasti júdómaóur landsins, Rúnar Snæland, tók ekki þátt. Flestir þeir júdómenn sem hér hafa verið nefndir eru á förum til Skotalands þar sem þeir taka þátt í móti um páskana. Deildarkeppnin í blaki: Loka- staðan l.deild karla: KA 2013 7 49:34 1074:94849 Þróttur R 20 14 6 48:30 1001: 861 48 ÍS 2012 848:33 1027:92448 HK 20 11 943:35 976:89643 Stjarnan 2010 1039:44 991:1047 39 Þróttur N 20 020 9:60 610:1003 9 l.deild kvenna: Víkingur 20 15 549:21943:71049 Þróttur N 20 15 5 47:24918:745 47 ÍS 2013 746:22908:67546 KA 2011 9 36:34 848:838 36 HK 20 61428:45761:90428 Sindri 20 0 20 0:60397:903 0 Deildarkeppnin í blaki: sigra í tveintur lotum rnyndu þeir hampa bikarnum og KA lenda í öðru sæti. Tapaði KA hins vegar yrói þriðja sætið hlutskipti þeirra. Það var því ekki laust vió að tölu- verðrar spcnnu gætti þegar leikur liðanna hófst. Strax í upphafi varð IS fyrir áfalli þegar þjálfari þeirra og leik- maður meiddist og varð að fara af velli. IS missti dampinn, KA gekk á lagið og vann öruggan sigur í fyrstu hrinunni, 15:5. Onnur hrin- an var spennandi framan af. Heimamenn sýndu hvers þeir eru megnugir og unnu 15:8. Ekki leit vel út fyrir KA í þriðju hrinunni; staðan oróin 7:1 fyrir heimamenn og þeir til alls líklegir. Þá settu KA-strákarnir í fluggírinn, jöfnuðu 8:8 og unnu síðan hrinuna 15:10. Sagan endur- tók sig síðan í fjórðu lotunni. ÍS ■komst í 9:1 og allt leit út fyrir að bikarinn væri aö ganga KA úr greipum. Allt kom þó fyrir ekki. KA-liðið þjappaði sér saman, baróist sem einn maöur og jafnaði leikinn 10:10. Eftirleikurinn var síðan auðveldur og deildarbikam- um var hampað í leikslok. Þetta er í annað skipti sem KA vinnur þennan bikar. Aður geróist það 1989. Mesta breiddin „Við ætluðum okkur að vinna bæði deild og bikar og þegar bik- arinn gekk okkur úr greipunt vor- um við ákveðnir að taka þennan. Þetta var kaflaskipt hjá okkur í dag. Það er erfitt að halda dampi heilan blakleik en við lékum mjög vel í l'yrstu og fjóróu lotunni og þaö dugði. Við erum með lang- mestu breiddina í deildinni og hún á eftir að skila okkur langt þegar í úrslitakeppnina kemur,“ sagði Pétur Ólason, fyrirliði KA, kampakátur eftir að hafa lyft deildarbikarnum hátt í loft. SV Knattspyrna: Coca-Cola mótið hefst á fímmtudaghm Á flmmtudaginn (skírdag) hefst á Sanavellinum fyrsta utanhússmót ársins á Akur- eyri. Er það Coca-Cola mótið. Þáttökulið eru 4, Akureyrar- liðin KA og Þór, Magni og Þróttur Nes. og er leikin ein- föld umferð. Hver leikur verður spilaóur til þrautar og ef staðan er jöfn eftir 2x45 mín. fcr fram vítaspymu- keppni og síðan bráðabani cf úr- slit fást ekki eftir 5 spymur á lið. Leikjaniðurröðun er þcssi: Fimmtudagur 31. mars: Þór-KA kl. 11.00 Magni-Þróttur kl. 13.00 Föstudagur 1. apríl: Þór-Þróttur kl. 11.00 KA-Magni kl. 13.00 Laugardagur 2. apríl: KA-Þróttur kl. 11.00 Þór-Magni kl, 13.00 KA-stúlkur enduðu í ijórða sæti - leika gegn Vilingi í úrslitakeppninni KA-stúlkurnar léku tvo síðustu leikina í deildarkcppninni í blaki um helgina. Á föstudags- kvöldið sigruðu þær HK 3:2 og töpuðu svo 3:0 fyrir ÍS á laugar- dag. Liðið hafði fyrir helgina tryggt sér fjórða sæti deildar- innar og leikur gegn Víkingi í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur liðanna verður á fimmtudaginn (skírdag) kl. 13.00 í KA-húsinu. „Ég var þokkalega ánægð mcð leik okkar gegn HK, loksins þegar við fórunt í gang. Leikurinn á laugardag var hins vegar slakur; við höfðum ekki að neinu að keppa og létum IS rúlla yfir okk- ur. Mér líst vel á að mæta Víkingi í úrslitakeppninna og við munum gera hvað við getum til að vinna,“ sagði Hrefna Brynjólfsdóttir, fyr- irliði KA. Lcikurinn gcgn HK fór illa af stað. HK vann fyrstu hrinuna, 15:13, aðra 15:6 og var yfir 12:5 í þeirri þriðju þegar KA-stelpurnar hrukku í gang. Þær náðu að jafna og höfðu síðan sigur í hrinunni 15:13. Næstu tvær unnu þær síðan nokkuð auóveldlega, 15:7 og 15:7, og þar með leikinn. Allt annaó var síðan uppi á ten- ingnum á laugardaginn. Þá hafói IS sigur í þrernur lotum gegn engri. Fyrsta hrinan var jöfn og spennandi. KA hafði yfir 13:9 og 14:12 en náði ekki að reka enda- hnútinn á hrinuna og tapaði 17:15. I annarri hrinunni komst KA í 5:1 en aftur var IS sterkara þegar á reyndi og hafði sigur 15:9. Órugg forysta, 12:5, í þriðju lotunni dugði KA síóan ekki til sigurs og liðið varð að játa sig sigraó, 15:13, eftir talsverða baráttu. KA lenti í fjórða sæti deildar- innar og leikur gegn deildarmeist- urum Víkings í úrslitakeppninni. SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.