Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. apríl 1994 - DAGUR - 7 Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta: Þórsarar aftur í úrvalsdeildina Akureyringar hafa að nýju eignast lið í úrvalsdeildinni í körfubolta. I>etta var ljóst eftir 3. leik Þórs og ÍR i úrslita- keppni 1. deildar, sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri sl. miðvikudagskvöld. Raunar bendir flest til þess að bæði liðin munu taka sæti í úrvalsdeildinni því á þingi KKI í vor mun verða lögð fram tillaga þess efnis að liðum verði fjölgað úr 10 í 12. Það var á brattann að sækja hjá Þórsurum í fyrri hálfleik. IR-ingar voru lengstum skrefi á undan og fór þar fremstur Chris Brandt, sem Þórsurum gekk illa að hemja framan af. Forskot ÍR var þó aldrei meira en 7 stig og um hálf- leikinn miðjan jöfnuðu Þórsarar, 29:29. Munaði þar mest um stór- leik Konráðs Oskarssonar. IR-ing- ar sigu aftur fram úr en á síðustu sekúndunni jöfnuðu Þórsarar, 49:49, og þannig stóð í leikhléi. í síðari hálflcik snérist dæmið Úrslitakeppnin í blaki: Erfið staða KA Karla- og kvennalið KA í blaki hafa nú bæði leikið fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni. Báðir fóru fram í KA-húsinu, strák- arnir spiluðu sl. miðvikudag og stelpurnar á laugardaginn. I karlaleiknum áttust við KA og HK en KA og Víkingur í kvennaflokki. Bæði KA-liðin máttu játa sig sigruð og staða þeirra því erfið fyrir næstu leiki sem fram fara í kvöld fyrir sunnan. Nýkrýndir deildarmeistarar KA í karlaflokki máttu þola 0:3 tap fyrir HK. Leikurinn var þó jafnari en þær tölur sýna og voru allar hrinumar spennandi. Sú fyrsta fór 14:16, næsta 11:15 og síðasta 10:15. „Við vorum í rauninni ekki að spila illa þó tölumar sýni það kannski ekki. Við gátum ekki stillt upp okkar sterkasta liði þar sem Aki Thoroddsen var veikur, en hann verður klár í næsta Ieik. Nú er allt undir og við höfum allt að vinna,“ sagói Stefán Jóhannesson, þjálfari KA. Liðin spila aó nýju í kvöld kl. 18.30 í Digranesi. Tvo unna leiki þarf til aó komast áfram. KA-stclpur höfðu heldur ekki erindi sem erfiði gegn Víkings- stelpum. „Það var margt gott í leik okkar en við vorum of seinar í gang og hleyptum þeim of langt frá okkur. Ég veit að við getum unnió Víking en til þess að þaö takist verða allar í liðinu að trúa því,“ sagði Hrefna Brynjólfsdóttir, fyrirliói KA. Fyrsta hrinan fór 1:15 og í næstu hrinu var Víkingur var einnig á undan allan tímann og sigraði 15:13. Þá loks voru KA- stclpur komnar vel í gang og unnu 3. hrinuna 15:12. Hins vegar hleypu þær Víkingi of langt frá sér í 4. hrinu. Víkingur komst í 8:1 og 8:14, fékk 5 tækifæri til að gera út um hrinuna en KA varðist vel og saxaði á forskotið. í stöð- unni 13:14 kom hins vegar síðasta stigið sent Víking vantaði til að gera út um hrinuna og leikinn sem endaði því 1:3. Liðin mætast öðru sinni í Víkinni í kvöld kl. 20.30. Knattspyrnudeild Þórs: Serbneski leik- maðurinn kominn Knattspyrnuliði Þórs hefur bæst góður liðsauki fyrir 1. deildar- keppnina í sumar. Á annan í páskum, kom serbneski leik- maðurinn Dragan Vitorovic, til Akureyrar og hefur hann þegar hafið æfingar með Iiði Þórs. Vitorovic, sem er 30 ára ntiðju- leikmaður, hefur leikið sem at- vinnumaður með liói Zemun í fyrrum Júgóslavíu og er honum ætlaó að fylla skarð Sveinbjöms Hákonarsonar í Þórsliðinu í sum- ar. Að auki hafa gengið til liðs við félagið, þeir Ormarr Örlygsson, Bjami Sveinbjömsson, Hreinn Dragan Vitorovic hefur hafið æfing- Hringsson og markvörðurinn Ól- armcðÞór. afur Petursson og ætla Þorsarar sér stóra hluti í sumar. Eftir að leikmcnn Þórs höfðu tollerað þjálfara sinn, Hrjr.nar Hólm, var hann drifinn bcint í kalda sturtu. Lengst til vinstri cr Sandy Ándcrson, scm að öllum líkindum vcrður áfram mcð Þór næsta vctur, þá Hrannar Hólm, Hafstcinn Lúðvíksson, Birgir Örn Birgisson og Björn Sveinsson lcngst til hægri. Mynd: Halldór. við og nú voru það gestimir sem áttu á brattann aö sækja. Þórsarar leiddu lengst af með 5-11 stigum. Þegar 4 mín. voru eftir var staðan 83:74 og það sem eftir var léku Þórsarar af mikilli skynsemi og sigruðu 98:84. Lcikurinn í heild var vel spilað- ur af beggja hálfu og tvímælalaust sá besti sem fram fór í Iþróttahöll- inni í vetur. Var það vel vióeig- andi þar sem um hreinan úrslita- leik var aö ræða. Liðin voru áþekk að getu en breidd Þórsara þó meiri. Þeir gátu því skipt meira inn á og úthaldið þar með betra. Chris Brandt var t.d. orðinn veru- lega þreytulegur hjá IR-ingum undir lokin enda mikið byggt á honunt. Aö öórum ólöstuðum verður að geta sérstaklega frammi- stöðu Konráðs Óskarssonar í liði Þórs. Hann fór fyrir sínum mönn- urn scm sannur fyrirliði og var maðurinn á bakvið góðan leik liðsins. Þá ntá ekki gleyma Helga Jóhannessyni sem einnig átti skín- andi leik. I leikslok afhenti Kol- beinn Pálsson, formaður KKI, Þórsurum sigurlaunin, bikar fyrir að sigra í 1. deild. Gangur lciksins: 4:8, 18:23, 33:33, 49:49, 52:51,66:62, 77:66, 85:74 og 98:84. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 30, Helgi Jó- hannesson 21, Sandy Anderson 15, Einar Val- bergsson 11, Birgir Guðfinnsson 10, Hafsteinn Lúðvíksson 5, Björn Sveinsson 4 og Birgir Örn Birgisson 2. Stig ÍR: Chris Brandt 34, Eiríkur Önundarson 18, Broddi Sigurðsson 9, Hilmar Gunnarsson 8, Márus Amarson 7, Halldór Kristmannsson 6 og Bragi Reynisson 2. Dómarar: Krsitján Möller og Þorgeir Jón Júlí- usson. Körfubolti: Hrannar áfram með Þór - utlit fyrir minni hattar mannabreytingar Fyrir þetta tímabil tók Keflvík- ingurinn Hrannar Hólm við þjálfum Þórsliðsins í körfubolta. Markmiðið var að endurvinna sæti í úrvalsdeildinni og það tókst svo sannarlega. Tveggja ára samningur Hrannars við Þór er uppsegjanlegur nú í apríl en Hrannar kveðst hafa fullan hug á að vera áfram og fyrir því er einnig vilji hjá körfuknatt- leiksdeid Þórs. Það er því ljóst að Hrannar verður áfram með liðið sem eru góð tíðindi fyrir Þórsara. „Auðvitað er maóur mjög ánægður með veturinn því dæmið gekk upp. Það er líka mikill léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort verður fjölgað í úrvals- deildinni eða ekki,“ sagói Hrann- ar. Hann sagði jafnframt að þó tímabilið sé búiö muni menn ekki leggjast í dvala frarn á haust, síður en svo. „Menn hafa notaó páskana til aó slappa af en við föruni fljót- lega af stað með æfingar. Ég mun leggja áherslu á kraftþjálfun í sumar því eins og ég hef áður sagt þá getum við ekki orðið stærri en við getum orðið sterkari. Einnig mununt við leika okkur í körfu- bolta með og hafa ganian að þessu. Varðandi ntannskap þá eru þau ntál frekar óljós enn sem komið er en ég á von á að nær allir verói áfrarn. Á næstu dögum munum við ganga frá samningum við alla leikmenn og ég legg á það mikla áherslu að þau mál séu á hreinu tímanlega svo hægt sé að skipuleggja næsta vetur. Það er auðvitað hefð fyrir því að lið sent fara upp styrkja sig umtalsvert en við ætlum ekki að fara af stað með heftið og leita eftir leikmönnum. Ég á von á aó allir sent spiluðu í vetur verði orónir sterkari næsta vetur. En varðandi þessi mál al- mennt þá held ég aó mikið eigi eftir að ganga á í sumar. Væntan- lega verður fjölgað í deildinni og mannabreytingar verða án efa talsverðar.“ Hrannar kvaðst hlakka til næsta veturs. Nú fyrst er alvaran að byrja. „Maður þarf meira en einn vetur til að koma hugmyndum sín- um í framkvæmd og næsti vetur cr mjög spennandi. Vió stefnum á aó spila marga æfingaleiki og l'ara jafnvel út næsta haust. En menn verða að vera raunsæir í þessum efnum og ég er ekki með neina draumóra varöandi næsta tímabil. Reynslan ein sýnir hver árangur- inn verður.“ Ljósabekkir Nuddpottur Vatnsgufubab Tækjasalur Tröppuþrek Hamar, félagsheimili Þórs vib Skaröshlíb. Sími 12080.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.