Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 9. júlí 1994 DÝRARÍ Kl Í5LAND5 Steindepillin tilheyrir ættbálki spörfugla, meó um 60% af öllum fuglategundum heims. Þaóan er honum skipað í ætt með þröstum, er hefur að geyma um 300 tegund- ir í öllum heiminum. Þetta eru til- tölulega litlir fuglar, dálítið stór- eygir, með oddhvasst og mjótt nef, fremur sterkbyggt þó, er afla sér matar aöallega á jörðunni, en margir byggja þó hreióur sín gjaman í trjám og runnum. Sam- anborið við aðra smáfugla eru margir þeirra fremur háfættir og standa oft hnarreistir. Stélið er oft- ast þverstíft. Ungfuglar flestra teg- undanna eru yfirleitt (aó einhverju eða öllu leyti) dröfnóttir. Þrastaættinni er oftast skipt niður í tvær deildir; annars vegar eru eiginlegir þrestir og hins vegar smáþrestir. Eini fulltrúi hinna eig- inlegu þrasta á íslandi (þ.e.a.s. þeirra, sem verpa hér að staðaidri) er skógarþrösturinn, en einnig eru í þessum hópi stopulli varpfuglar, eins og t.d. gráþröstur og svart- þröstur. Og eini fulltrúi smáþrasta hér á landi er steindepillinn, en flækingar í þessum hópi eru t.a.m. glóbrystingur, vallskvetta og húsaskotta, að eitthvað sé nefnt. Steindepillinn er meöaistór spörfugl, um 15 cm á lengd. í sumarbúningi er karlfuglinn blá- grár á kolli, hnakka og baki, svart- ur frá nefi og aftur um augu og nióur, á vængjum, og aftast á stéli (eins og T á hvolfi), mógulur á bringu og kverk, en fölari að neð- anverðu. Rák ofan við augu er hvít, og gumpur sömuleiðis. Kvenfuglinn er hins vegar mó- brúnn á kolii, hnakka, og baki, augnrák sést varla, og litur á vængjum er mósvartur, þ.e.a.s. mun ljósari en á karlfuglinum. Kverk og bringa eru mó- eða föl- gui, kviður ljósastur. Nef beggja kynja er svart, og einnig fætur og augu. Á haustin er karlfuglinn gui- brúnni allur, og þar af leiðandi ekki ósvipaður kvenfuglinum. Og eins geta karlfuglar í fyrsta sumar- búningi líkst kvenfuglum. Steindepillinn verpir um alla Evrópu og að auki í N- og M-As- íu, og Grænlandi, NA-Kanada, og Alaska. Um er að ræða nokkrar deilitegundir. Islenskir, færeyskir, grænlenskir, og kanadískir fuglar halda saman, og bera latneska heitið Oenanthe oenanthe leucorr- hoa. Þeir fuglar eru stærri en aðrir og að jafnaði skærlitari. Hér á iandi er steindepiliinn al- gengastur í holtum og neðarlega í skriðurunnum fjallshlíðum, en viróist lítiö sem ekkert verpa ofan við 400 m hæð. Þetta er styggur fugl og varkár, og ákaflega kvik- ur; unir sjaldan kyrr. Hann flýgur gjarnan lágt yfir jörðu, en kýs að tylla sér á þá staói, er ber hátt. Og þar beygir hann sig og hneigir meó rykkjóttum hreyfingum, og þenur út stélfjaðrir. Steindepillinn er eindreginn farfugl, sem kemur hingað upp venjulegast í apríllok og fyrri hluta maí. Varptíminn er seinast í maí eða júníbyrjun. Hreiðrinu - strákörfu, hagan- lega gerðri af kvenfuglinum aó mestu, og fóðraóri meó hárum og fjöórum, og öðru slíku efni - er komió fyrir milli steina í urðum eða hlöðnum grjótveggjum. Eggin eru 5-8 talsins, yfirleitt einlit, ljós- blágræn. Utungunartími er um tvær vikur, og sér kvenfuglinn einnig um þá hlið málsins. En bæói foreldri sjá hins vegar um öflun matar fyrir ungviðið; þar er eingöngu um að ræða fæöu úr dýraríkinu, mestan partinn skor- dýr og lirfur þeirra. Á.a.g. tvcimur vikum eftir ábrot eru ungarnir orðnir fleygir, og geta yfirgefið hreiórið. Um það leyti og fram á haust eru þeir í dílóttum búning, en að öðru leyti ekki ósvipaðir kvenfuglunum. Steindepillinn er langflugsfar- SteindepiII, karlfugl að sumri, með æti. Mynd: I>orstcinn Einarsson, Fuglahandbókin, 1987. fugl, og eru fuglamir að tínast burt að landinu frá öndverðum ágústmánuói og fram í miðjan september. Einhverjir sjást þó allt- af hér fram í október. Farflugið er „óhugnanlega" langt, ef tekió er mið af stærð fuglsins. Talið er, að þeir steindeplar, er verpa í Alaska og Síberíu, fljúgi til A-Afríku, en að þeir kanadísku, grænlensku, ís- lensku og færeysku leiti til V-Afr- íku, og dvelji í Efri Volta, Malí, og þar um kring. Bara leiðin frá Grænlandi og yfir Atlantshafió (þótt eflaust millilendi fuglarinir hér og sláist í för með íslenskum) getur numið 2.000 km, og græn- lenskir fuglar, sem náðst hafa við fuglarannsóknastöðina á Fair Isle að hausti, sýna allt að 50% þyngd- artap. Framundan er þá bæði flug- ið yfir Miðjarðarhaf og Sahara- eyóimörkina. AUt þetta hefur m.a. leitt til þess - auk fyrrnefndra at- riða - að umrædd deilitegund er vængjalengri en aðrar. Steindepillinn myndi ekki kall- ast góöur söngfugl, þótt hann eigi í fórum sínum dillandi og hugljúf- ar laglínur, því hrjúfir tónar eru líka æði margir. Aö öðru leyti minnir röddin á, að tungu sé skellt í góm eða klappaó sé á stein. Um stærð íslenska steindepils- stofnsins er engar haldbærar tölur að finna. En hitt þykir mönnum ljóst, að steindeplum hafi fækkaó á landinu á síðari árum, þótt ástæðurnar séu enn getgátur einar. Ein kenningin, og sú líklegasta, gengur út á, að miklir þurrkar í Afríku fyrir 15-20 árum, er færóu mörk Saharaeyðimerkurinnar mun sunnar en áður, og þar af leiðandi inn á vetrarstöðvar fuglanna, og umhverfisvandamál sem fylgdu í kjölfarið, eigi þarna drjúga sök. Elsti steindepill, er dæmi eru um, var a.m.k. 7 ára gamall. Hann var merktur í Bretlandi, sem ungi í hreiðri, 17. júlí 1959, og náðist aftur lifandi 1. júní 1966, og var á ný sleppt lausum. Eflaust fer þetta nærri um hámarksaldur tegundar- innar. MATARKRÓKUR Gómsæti frá Siglufirði: Tveir pastaréttir og terta með Hazelnutkremi Matarkrókurinn ætlar nú aó ganga á milli húsa á Siglufirói eftir aó hafa dvalið dágóða stund hjá Ól- afsfirðingum. Að þessu sinni er það Margrét Þóróardóttir, sem býr að Hávegi 21 á Siglufirði sem ætl- ar að gefa okkur uppáhalds upp- skriftir strákanna sinna. Hún sagði að allt ítalskt væri borðað með bestu lyst á hennar heimili en hún á tvo unglingsstráka sem eru brjál- aðir í alla pastarétti og því hafi það ekki verið nein spuming um hvaó hún sendi frá sér. Margrét gefur okkur hér tvenns konar pa- stauppskriftir, annars vegar með pepperoni og hins vegar með tún- fisk. Auk þess fáum við uppskrift að tertu með marens og hazelnut- kremi, sem Margrét kallar einfald- lega góða tertu. Pepperoni pasta 1 stór laukur 4 rif hvítlaukur 2 dósir tómatar 1 zucchiny grœnt 1 bréfpepperoni 2 grœnmetisteningar picanta eftir smekk pipar eftir smekk Laukur og hvítlaukur svissað í ol- íu, ekki brúnaó. Tómötunum hellt saman við og látið malla í ca. 20 mín., þá er allt annað látið út í og látió malla í 30 mín. Sjóðið einn pakka af pasta, t.d. slaufur, sigtið pastað og setjið í skál og hellið pepperoni-sósunni yfir. Borið frarn meó hvítlauksbrauói. Túnfiskpasta 1 stór laukur 4 rif hvítlaukur 1 bréfsteinselja 200 gr. sveppir I dós túnfiskur (í vatni) 1 dós tómatar Laukur og hvítlaukur svissað í ol- íu, ekki brúnað. Allt sett á pönnu og látið malla í 30 mín., þá er 200 gr. af rjómaosti látið bráðna sam- an við. Sjóðiö I pakka af pasta, sigtið pastað og setjið í skál og túnfisksósunni hellt yfir. Borið fram með hvítlauksbrauði. Góð terta Efri botn - marens: 3 eggjahvítur 180 gr púðursykur Þeyta saman eggjahvítur og púð- ursykur, alveg stíft. Setja í form og strá möndlum og súkkulaói yfir í forminu. Baka á neðstu grind í Margrét Þórðardóttir frá Siglufirði býður upp á gómsæti. ofni vió fremur lágan hita 100 - 150 C. Neðri botn: 3 eggjarauður > egg 80 gr sykur 2 msk hveiti 1 tsk lyftiduft Þeytið saman egg og sykur og blandið síðan hveiti og lyftidufti saman við. Krem: Hazelnut chocolate spread 112 lítri rjómi 10 stk. makkarónukökur heildós ferskjur Samsetning A neðri botnir.n er smurt þunnu lagi af Hazelnut chocolate spread. Þá er ferskjui.um raðað ofan á. Rjóminn þeyttur og makkarónu- kökurnar muldar saman við rjómann, þetta sett á ferskjurnar. Efri botninn settur ofan á. Best er að láta tertuna standa minnst 8 klst í kæli áður en hún er borðuð. Margrét kvaðst skora á Ásdísi Gunnlaugsdóttur að koma með uppskriftir í næsta Matarkrók en hún býr á Laugarvegi 15 á Siglu- firði. ÞÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.