Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						14 - DAGUR - Laugardagur 9. júlí 1994
DÝRARÍKI ÍSLANDS
SR. SICURÐUR/ECISSON
Fuglar 51. þáttur
(Oenanthe oenanthe
Steindepillin tilheyrir ættbálki
spörfugla, með um 60% af öllum
fuglategundum heims. Þaöan er
honum skipaó í ætt með þröstum,
er hefur að geyma um 300 tegund-
ir í öllum heiminum. Þetta eru til-
tölulega litlir fuglar, dálítið stór-
eygir, með oddhvasst og mjótt
nef, fremur sterkbyggt þó, er afla
sér matar aðallega á jörðunni, en
margir byggja þó hreióur sín
gjarnan í trjám og runnum. Sam-
anborið við aðra smáfugla eru
margir þeirra fremur háfættir og
standa oft hnarreistir. Stélið er oft-
ast þverstíft. Ungfuglar flestra teg-
undanna eru yfirleitt (að einhverju
eða öllu leyti) dröfnóttir.
Þrastaættinni er oftast skipt
niður í tvær deildir; annars vegar
eru eiginlegir þrestir og hins vegar
smáþrestir. Eini fulltrúi hinna eig-
inlegu þrasta á íslandi (þ.e.a.s.
þeirra, sem verpa hér að staðaldri)
er skógarþrösturinn, en einnig eru
í þessum hópi stopulli varpfuglar,
eins og t.d. gráþröstur og svart-
þröstur. Og eini fulltrúi smáþrasta
hér á landi er steindepillinn, en
flækingar í þessum hópi eru t.a.m.
glóbrystingur, vallskvetta og
húsaskotta, að eitthvað sé nefnt.
Steindepillinn er meðalstór
spörfugl, um 15 cm á lengd. I
sumarbúningi er karlfuglinn blá-
grár á kolli, hnakka og baki, svart-
ur frá nefí og aftur um augu og
niður, á vængjum, og aftast á stéli
(eins og T á hvolfi), mógulur á
bringu og kverk, en fölari að neð-
anverðu. Rák ofan við augu er
hvít, og gumpur sömuleiðis.
Kvenfuglinn er hins vegar mó-
brúnn á kolli, hnakka, og baki,
augnrák sést varla, og litur á
vængjum er mósvartur, þ.e.a.s.
mun ljósari en á karlfuglinum.
Kverk og bringa eru mó- eða föl-
gul, kviður ljósastur. Nef beggja
kynja er svart, og einnig fætur og
augu.
Á haustin er karlfuglinn gul-
brúnni allur, og þar af leiðandi
ekki ósvipaður kvenfuglinum. Og
eins geta karlfuglar í fyrsta sumar-
búningi líkst kvenfuglum.
Steindepillinn verpir um alla
Evrópu og að auki í N- og M-As-
íu, og Grænlandi, NA-Kanada, og
Alaska. Um er að ræða nokkrar
deilitegundir. íslenskir, færeyskir,
grænlenskir, og kanadískir fuglar
halda saman, og bera latneska
heitið Oenanthe oenanthe leucorr-
hoa. Þeir fuglar eru stærri en aðrir
og að jafnaði skærlitari.
Hér á landi er steindepillinn al-
gengastur í holtum og neðarlega í
skriðurunnum fjallshlíðum, en
virðist lítið sem ekkert verpa ofan
við 400 m hæð. Þetta er styggur
fugl og varkár, og ákaflega kvik-
ur; unir sjaldan kyrr. Hann flýgur
gjarnan lágt yfir jörðu, en kýs að
tylla sér á þá staöi, er ber hátt. Og
þar beygir hann sig og hneigir
með rykkjóttum hreyfingum, og
þenur út stélfjaðrir.
Steindepillinn er eindreginn
farfugl, sem kemur hingað upp
venjulegast í apríllok og fyrri
hluta maí. Varptíminn er seinast í
maí eða júníbyrjun.
Hreiðrinu - strákörfu, hagan-
lega gerðri af kvenfuglinum að
mestu, og fóðraðri með hárum og
fjöðrum, og öðru slíku efni - er
komió fyrir milli steina í urðum
eða hlöðnum grjótveggjum. Eggin
eru 5-8 talsins, yfirleitt einlit, ljós-
blágræn. Útungunartími er um
tvær vikur, og sér kvenfuglinn
einnig um þá hlið málsins. En
bæði foreldri sjá hins vegar um
öflun matar fyrir ungviðið; þar er
eingöngu um aó ræða fæðu úr
dýraríkinu, mestan partinn skor-
dýr og lirfur þeirra. A.a.g. tveimur
vikum eftir ábrot eru ungarnir
orðnir fleygir, og geta yfirgefió
hreiðrið. Um það leyti og fram á
haust eru þeir í dílóttum búning,
en að öðru leyti ekki ósvipaðir
kvenfuglunum.
Steindepillinn er langflugsfar-
Steindepill, karlfugl að sumri, með
œti.
Mviul: Þorsteinn Einarsson,
Fuglahandbókin, 1987.
fugl, og eru fuglarnir að tínast
burt aó landinu frá öndverðum
ágústmánuði og fram í miðjan
september. Einhverjir sjást þó allt-
af hér fram í október. Farflugið er
„óhugnanlega" langt, ef tekið er
mið af stærð fuglsins. Talió er, að
þeir steindeplar, er verpa í Alaska
og Síberíu, fljúgi til A-Afríku, en
aó þeir kanadísku, grænlensku, ís-
lensku og færeysku leiti til V-Afr-
íku, og dvelji í Efri Volta, Malí,
og þar um kring. Bara leiðin frá
Grænlandi og yfir Atlantshafið
(þótt eflaust millilendi fuglarinir
hér og sláist í för með íslenskum)
getur numið 2.000 km, og græn-
lenskir fuglar, sem náðst hafa við
fuglarannsóknastöðina á Fair Isle
að hausti, sýna allt aó 50% þyngd-
artap. Framundan er þá bæði flug-
ið yfir Miðjarðarhaf og Sahara-
eyðimörkina. Allt þetta hefur m.a.
leitt til þess - auk fyrrnefndra at-
rióa - að umrædd deilitegund er
vængjalengri en aðrar.
Steindepillinn myndi ekki kall-
ast góður söngfugl, þótt hann eigi
í fórum sínum dillandi og hugljúf-
ar laglínur, því hrjúfir tónar eru
líka æði margir. Að öðru leyti
minnir röddin á, að tungu sé skellt
í góm eða klappaó sé á stein.
Um stærð íslenska steindepils-
stofnsins er engar haldbærar tölur
að finna. Én hitt þykir mönnum
ljóst, að steindeplum hafi fækkað
á landinu á síðari árum, þótt
ástæðurnar séu enn getgátur einar.
Ein kenningin, og sú líklegasta,
gengur út á, að miklir þurfkar í
Afríku fyrir 15-20 árum, er færðu
mörk Saharaeyóimerkurinnar mun
sunnar en áóur, og þar af leiðandi
inn á vetrarstöðvar fuglanna, og
umhverfisvandamál sem fylgdu í
kjölfarið, eigi þarna drjúga sök.
Elsti steindepill, er dæmi eru
um, var a.m.k. 7 ára gamall. Hann
var merktur í Bretlandi, sem ungi í
hreiðri, 17. júlí 1959, og náðist
aftur lifandi 1. júní 1966, og var á
ný sleppt lausum. Eflaust fer þetta
nærri um hámarksaldur tegundar-
innar.
MATARKROKUR
Gómsæti frá Siglufirði:
Tveir pastaréttir
og terta með
Hazelnutkremi
Matarkrókurinn ætlar nú að ganga
á milli húsa á Siglufirði eftir að
hafa dvalið dágóða stund hjá Ól-
afsfirðingum. Að þessu sinni er
það Margrét Þóróardóttir, sem býr
að Hávegi 21 á Siglufirði sem ætl-
ar að gefa okkur uppáhalds upp-
skriftir strákanna sinna. Hún sagði
aó allt ítalskt væri borðað með
bestu lyst á hennar heimili en hún
á tvo unglingsstráka sem eru brjál-
aðir í alla pastarétti og því hafi
það ekki verið nein spurning um
hvað hún sendi frá sér. Margrét
gefur okkur hér tvenns konar pa-
stauppskriftir, annars vegar með
pepperoni og hins vegar með tún-
fisk. Auk þess fáum við uppskrift
að tertu með marens og hazelnut-
kremi, sem Margrét kallar einfald-
lega góða tertu.
Pepperoni pasta
1 stór laukur
4 rif hvítlaukur
2 dósir tómatar
1 zucchiny grœnt
1 bréfpepperoni
2 grœnmetisteningar
picanta eftir smekk
pipar eftir smekk
Laukur og hvítlaukur svissað í ol-
íu, ekki brúnað. Tómötunum hellt
saman vió og látið malla í ca. 20
mín., þá er allt annað látið út í og
látió malla í 30 mín. Sjóðió einn
pakka af pasta, t.d. slaufur, sigtið
pastaó og setjið í skál og hellió
pepperoni-sósunni yfir. Borið
fram með hvítlauksbrauði.
Túnfiskpasta
1 stór laukur
4 rif hvítlaukur
1 bréfsteinselja
200 gr. sveppir
1 dós túnfiskur (í vatni)
1 dós tómatar
Laukur og hvítlaukur svissað í ol-
íu, ekki brúnað. Allt sett á pönnu
og látið malla í 30 mín., þá er 200
gr. af rjómaosti látið bráóna sam-
an við. Sjóóiö 1 pakka af pasta,
sigtið pastað og setjið í skál og
túnfisksósunni hellt yfir. Borið
fram með hvítlauksbrauði.
Góð terta
Efri botn
- marens:
3 eggjahvítur
180 gr púðursykur
Þeyta saman eggjahvítur og púð-
ursykur, alveg stíft. Setja í form
og strá möndlum og súkkulaói yfir
í forminu. Baka á neóstu grind í
Margrét Þórðardóttir frá Siglufírði býður upp á gómsæti.
ofni við fremur lágan hita 100 -
150 C.
Neðri botn:
3 eggjarauður
1 egg
80 gr sykur
2 msk hveiti
1 tsk lyftiduft
Þeytið saman egg og sykur og
blandið síóan hveiti og lyftidufti
saman við.
Krem:
Hazelnut chocolate spread
112 lítri rjómi
10 stk. makkarónukökur
heildós ferskjur
Samsetning
Á neðri botnir.n er smurt þunnu
lagi af Hazelnut chocolate spread.
Þá er ferskjunum raöað ofan á.
Rjóminn þeyttur og makkarónu-
kökurnar muldar saman við
rjómann, þetta sett á ferskjurnar.
Efri botninn settur ofan á. Best er
aó láta tertuna standa minnst 8
klst í kæli áóur en hún er borðuð.
Margrét kvaðst skora á Ásdísi
Gunnlaugsdóttur að koma með
uppskriftir í næsta Matarkrók en
hún býr á Laugarvegi 15 á Siglu-
firði.                   ÞÞ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20