Dagur - 13.09.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 13.09.1995, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. september 1995 - DAGUR - 5 * „Eg hef enga trú á stórbændastefnunni. Eg er á móti henni. Þvert á móti vil ég jöfnuð milli bænda. Mér líst ekkert á það að smábændur skuli vera allt að því kúgaðir til að hætta búskap.“ Mynd: BG. Hann er ennþá léttur áfœti ogfimur í hreyfingum, nákvœmlega eins og blaðamaður man eftir honum á uppvaxtar- árunum heima í Svarfaðardal. Ekki þarfað spyrja að lundinni, hún er létt eins og hún hefur alltafverið. Helgi á Þverá, sem í dag fagnar aldarafmæli, hefur lítið breyst, það er eiginlega alveg makalaust hversu vel hann heldur sér. Og Helgi fylgist vel með, það er ekki komið að tómum kofanum hjá honum þegar talið berst að þjóðmálunum. Og hann lætur ekki margt framhjá sérfara í útvarpi og sjónvarpi, hannfylgist meira að segja með rokktónleikutn, sem jafnan eru síðast á sjónvarpsdagskránni um helgar. „Þetta er nú meiri blessuð haust- blíðan," sagði Helgi þegar blaða- maður og ljósmyndari Dags heim- sóttu hann í gær, „hún hefur bjarg- að miklu fyrir bændur." Og víst eru það orð að sönnu. Veðrið var einstakt í gær, Svarfaðardalsáin svo spegilslétt að fjöllin spegluð- ust í henni. Og Þverárkýmar virt- ust hálf lamaðar af hitanum, þess- ari einmuna blíðu eiga þær ekki að venjast í september. Helgi og Guðrún dótturdóttir hans tóku vel á móti Dagsmönn- um í gær og buðu til stofu. Og fyrsta spurningin tengist þeim tímamótum sem Helgi er á; hver er lykillinn að því að verða hundr- að ára? „Því er nú vandsvarað,“ sagði Helgi og hugsaði sig vel um. „En líklega hef ég verið líkamlega vel gerður. Og síðan hef ég oft talað um að hreyfing sé nauðsynleg, að ekki sé minnst á jafnvægi hugans. Og áfengra drykkja eða tóbaks hef ég ekki neytt í seinni tíð. Reyndar reykti ég þegar ég var unglingur en hætti því svo þegar ég fór að kenna. Ég gat ekki sagt krökkun- um að þeir ættu ekki að reykja eða drekka vín ef ég gerði það svo sjálfur. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun minni, það segi ég satt,“ sagði Helgi, „en ég er ekkert viss um að ég hefði hætt ef ég hefði ekki farið í kennsluna.“ Kunni vel við kennsluna Helgi kenndi einn vetur á Ár- skógsströnd en var síðan til fjölda ára við kennslu á Dalvík, fyrst einn en síðan með Ásgeiri Sigur- jónssyni. „Ég fékk aðstoðar- kennslu í lestri og stærðfræði, en annars kenndi ég einn öll fög,“ sagði Helgi og minnist með hlýju - segir Helgi Símonarson á Þverá í Svarf- aðardal, sem er 100 ára í dag þessara ára, en hann lét af kennslu á Dalvík 1943. „Mér líkaði ágæt- lega að kenna og ég hlakkaði allt- af til að byrja á haustin. En svo rann upp sá dagur að ég þurfti að gera það upp við mig að fara al- farið í kennsluna eða helga mig bústörfunum. Það var erfitt að þurfa að afneita öðru hvoru, en svo fór að ég hætti kennslu og fór alfarið í búskapinn.“ Spurningin er sú hvaða stefnu líf Helga hefði tekið væri hann ungur maður í dag. Hann er ekki í nokkrum vafa og svarar eins og skot: „Ég hefði farið í langskóla- nám, annað hvort í norræn fræði eða sögu. Ég hef alltaf haft áhuga á þessum fræðigreinum, ég las sögu mér til fróðleiks og ánægju og sömuleiðis hef ég ætíð haft mikinn áhuga á góðu íslensku máli.“ Andvígur stórbændastefnunni Það er kunnara en frá þurfi að segja að landbúnaðurinn, einkum þó sauðfjárræktin á við vanda að etja. Helga á Þverá þykir slæmt hvernig komið er fyrir þessum gróna atvinnuvegi. „Ég er ekki bjartsýnn á framtíð landbúnaðar- ins og mér þykir á ýmsa lund hafa verið teknar rangar ákvarðanir. Ég hef enga trú á stórbændastefnunni. Ég er á móti henni. Þvert á móti vil ég jöfnuð milli bænda. Mér líst ekkert á það að smábændur skuli vera allt að því kúgaðir til að hætta búskap. Ég fæ ekki annað séð en að slík stefna hafi í för með sér að margar sveitir fari að meira eða minna leyti í eyði.“ Helgi á Þverá hefur alltaf verið samvinnumaður. Ofáir eni þeir aðalfundir KEA sem hann hefur setið. „Já, það er rétt að ég hef verið mikill samvinnumaður," sagði Helgi og hristi hausinn þeg- ar hrun Sambands íslenskra sam- vinnufélaga bar á góma. „Minnstu ekki á það. Það var erfitt að hugsa til þess þegar Sambandið liðaðist í sundur. Ég var mjög ósáttur við að svona skyldi fara, ég get ekki svarað því hvernig þetta mátti ger- ast. Þó tel ég að þeir sem stjóm- uðu fyrirtækinu hafi gripið allt of seint í taumana.“ Tryggvi var minn maður Þjóðmálin hafa í gegnum tíðina verið Helga hugleikin. „Já, ég hef alltaf fylgst vel með og á tímabili var ég ákaflega pólitískur. Jú, ég var framsóknarmaður, en ég var þó aldrei góður framsóknarmaður, að þvf leyti að ég samþykkti ekki allt sem flokkurinn gerði. Tryggvi Þórhallsson er sá stjómmálamaður sem mér finnst standa upp úr. Hann var minn maður og ég fylgdi honum þegar Framsóknarflokkurinn klofnaði á sínum tíma. Ég studdi því Bændaflokkinn um tíma, en fór aftur til Framsóknarflokksins og hef stutt hann æ síðan. Að vísu kaus ég Stefán Valgeirsson, þegar hann klauf sig út úr flokknum, en engu að síður taldi ég mig fram- sóknarmann. Mér finnst pólitíkin í dag ósköp dauf, það er engin skerpa í henni.“ Mikill íþróttaáhugamaður Iþróttaáhugamaður hefur Helgi alltaf verið, hann segir hreyfingu allra meina bót og þakkar henni að hluta að hann skuli vera svona hress á aldarafmælinu. Ósjaldan hefur Helgi tekið þátt í víðavangs- hlaupum og um síðustu helgi var hann að sjálfsögðu mættur til þess að fylgjast með víðavangshlaupur- um á Dalvík. Og hann lætur fátt framhjá sér fara í heimi íþróttanna í sjónvarpinu. Knattspyman er í sérstöku uppáhaldi. „Já, það er nú heldur,“ sagði Helgi og bros færð- ist yfir andlit hans. „Blessaður vertu, það fer enginn leikur fram- hjá mér í sjónvarpinu. Ég fylgist vel með ensku knattspymunni. Liverpool er mitt uppáhaldslið, ég hef séð svo fallega leiki hjá þeim. Auðvitað hafa önnur lið sýnt góða leiki, en bestu leikirnir sem ég hef horft á em hjá Liverpool. Ég glápi líklega of mikið á sjónvarpið, ég held að þeim finnist það,“ sagði Helgi og brosti til Guðrúnar dótt- urdóttur sinnar. Helgi fylgist líka vel með útvarpinu, ekki síst bein- um lýsingum af íþróttakappleikj- um, og hann segist lesa töluvert. Sjóninni hefur að vísu hrakað ei- lítið, en Helgi segist sjá vel til þess að labba úti. „Það sem helst háir mér eru fætumir, en ég þjáist ekkert.“ Helgi telur sig hafa verið gæfu- mann. „Já, það segi ég satt. Þótt auðvitað að ég hafi orðið fyrir ýmsu í lífinu, þá tel ég að góðu stundirnar hafi verið miklu fleiri. Ég er ósköp sáttur við bæði Guð og menn.“ En hafði Helgi á Þverá ein- hvem tímann leitt hugann að því að hann myndi fagna hundrað ára afmælinu? „Nei, það hefði ég aldrei getað ímyndað mér. Ég hefði alveg eins getað búist við því að falla frá á miðjum aldri, þá fannst mér að eitthvað væri að mér. En þetta skánaði og ég hef ekki-fundið fyr- ir neinu, sem vert er að minnast á, á síðari ámm. Ég hef yfirleitt ver- ið heilsuhraustur og ekki kennt mér meins og ég borða allan mat, nema sætt skyr, mér verður bumb- ultafþví." Unga fólkið fari varlega Helgi hefur gott minni og ártölin vefjast ekki fyrir honum. Ég spyr hann um hans fyrstu bemsku- minningu. „Ég man fyrst eftir mér fimm ára gömlum, á aldamótaár- inu. Ég man vel eftir kirkjurokinu 20. september 1900 þegar kirkj- urnar héma í dalnum, Urðakirkja, Tjamarkirkja og Upsakirkja, urðu illa úti í sunnan hávaða roki. Ég man svo vel eftir því að við krakk- amir sátum á rúminu og héldum hvert í annað. Þegar hviðumar gengu yfir þrýstum við okkur saman.“ Kominn er tími til að kveðja afmælisbamið Helga Símonarson á Þverá. Hann er að lokum spurð- ur um hvort hann hafi einhver ákveðin skilaboð til unga fólksins, kynslóðarinnar sem erfa mun landið. Helgi hugsar sig lengi um, segir síðan: „Ég vil biðja unga fólkið að fara varlega, gera ekki of miklar kröfur til lífsins og hugsa um andlegu hliðina.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.