Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						8 - DAGUR - Miðvikudagur 25. október 1995

Hraundrangi en

ekki Hraundrangar

I kynningu á gestabókum á fjallatindum

læddist inn villa, sem aldurhniginn Öxndæl-

ingur benti mér á. Gefur þetta mér kærkomið

tilefni til að fjalla lítillega um þetta náttúru-

fyrirbæri. í fyrrnefndri grein er talað um

Hraundrangana í fleirtölu, en á auðvitað að

vera Hraundrangi í eintölu, enda er Hraun-

dranginn bara einn. Mönnum hættir til að

tala um Hraundranga í fleirtölu, enda eru

margir drangar í fjallinu, en þeir munu flestir

ónefndir. Fleirtölumyndin, Hraundrangar,

læðist inn vegna þess að fimm af átta beyging-

armyndum nafnsins í eintölu og fleirtölu er

„Hraundranga" . Þegar talað er um Hraun-

dranga er ekki ljóst hvort átt er við einn

Hraundranga eða marga Hraundranga.

Horft úr Öxnadal í átt að Vatnsdal.

Tindurinn hefur lfklega fyrst verið

nefndur Drangi en síðan kenndur

við Hraun í Öxnadal og þess

vegna nefndur Hraundrangi en

fjallið í heild er kennt við Drang-

ann og nefnist Drangafjall Öxna-

dalsmegin. Fjallið og hálsinn

norðan þess aðskilja Öxnadal og

Hörgárdal. Hálsinn er kenndur við

bæina sem undir honum standa.

Sunnan hálsins tekur svo tígulegt

fjallið við. Yst er það fremur slétt

og allvel gróið og nefnist sá hluti

þess Hallok. Undir Hallokinu er

lítið fell nefnt Einbúi. Sunnan

Halloksins tekur við þunn og tind-

ótt eggin með Dranganum, en

sunnan hennar verður fjallið flatt

og breitt. Þar skerst inn í það all-

mikil skál sem nefnist Sandskál

og sunnan hennar er Sandskálar-

hnjúkur. Sunnan Sandskálar-

hnjúksins er dalverpi nefnt Kiðl-

ingsdalur og þar má fara yfir í

Grjótárdal og Hörgárdal. Ég tel

eðlilegt að heitið Drangafjall nái

allt suður að Kiðlingsdal. Kiðl-

ingshnjúkurinn er austan Kiðl-

ingsdalsins og skagar hann fram í

Vatnsdalinn (kenndur við

Hraunsvatnið) en austan Vatns-

dalsins er Þverbrekkuhnjúkur-

inn. í botni Vatnsdalsins er all-

mikil jökulfönn sem blasir við

neðan úr Möðruvallasókn og að

baki hennar er hæsta fjall svæðis-

ins (1261 m). Hef ég stundum

nefnt það  Hallgrím  eftir föður

•

Fð

ninurií c

num vetri með

larjöruj'

X

U

Miáalá

a

• •

monnum

rrá Siglurirái

Vetrardao'stilnoð

Kampavínsbœtt humarsúpa

Hvítlauksristaðar lambalunair

með kartöflukörru og koníakspiparsósu

„Frost og juni"

Verð aðeins kr. 2.500,-

Borðapantanir í síma 462 2200

sími    4B2    2200

/

Hraunsvatn séð af Þverbrekkuhnjúki. Frá vinstri: Sandskál (með skugga),

Drangafjall (með Hraundranga og Halloki yst). Undir Halloki má greina

Einbúa.

Bjarni E. Guðleifsson, MöðruvöIIum.

Jónasar sem drukknaði í Hrauns-

vatninu, en efnið sem varð honum

að aldurtila, vatnið í Hraunsvatni

er að mestu komið úr jökulfönn-

inni undir þessu fjalli.

Á flestum málum eru að

minnsta kosti tvær hliðar. Svo er

einnig um Drangafjallið. Drang-

inn er líka tígulegur að vestan-

verðu, úr Hörgárdal, og þar er

hann yfirleitt bara nefndur Drangi

(ekki Hraundrangi), og fjallið er

þeim megin nefnt Háafjall allt

norðan frá Halloki og suður í

mynni Grjótárdals. Fjall þetta er

einníg nefnt Nýjabæjarfjall eftír

eyðibýli undir fjallinu, rétt norðan

við Staðarbakka, og á gangnaseðli

er ætíð talað um Nýjabæjarfjall.

Má því segja að Háafjall og Nýja-

bæjarfjall séu samnefni, nema ef

vera skyldi að Háafjall sé nafnið á

fjallinu en Nýjabæjarfjall á fjalls-

hlíðinni, en slfkar nafngiftir á

fjallshlíðum eru nokkuð algengar í

Eyjafirði. Framhald Háafjallsins

eða Drangafjallsins til suðurs sem

aðgreinir Kiðlingsdal og Grjótár-

dal mun vera ónefnt og hef ég

hneigst til að kalla það áfram Háa-

fjall, enda er það, úr Grjótárdaln-

um séð, lítið aðgreint frá Háafjall-

inu og endar í 1222 m hæð syðst.

Dranginn er 1075 m hár og var

lengi talinn ókleifur en sagt var að

þar á toppnum væri peningakútur,

en flöturinn uppi er víst einungis

um hálfur fermetri. Dranginn var

fyrst klifinn 1956 og kom enginn

peningakútur í leitirnar. Það er

einungis á færi klifurmanna að

Mynd af Vatnsdalnum tekin úr flugvél. Lengst til vinstri sést í Þverbrekkuhnjúk, þá kemur snævi þaktnn Vatnsdal-

ur með Hallgrími fyrir botni, Kiðlingshnjúkur og Kiðlingsdalur og Sandskálarhnjúkur lengst til hægri.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16