Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						10 - DAGUR - Þriðjudagur 12. mars 1996
ÍÞRÓTTIR
FROSTI EIÐSSON
Handknattleikur - íslandsmót yngri flokka:
KA með liö í úrslitum
i ollum aldursflokkum
Þriðji flokkur KA í handknatt-
leik karla sigraði í síðustu um-
ferð fslandsmótins, sem haldin
var í KA-heimiIinu um helgina.
Liðið hafhaði þar með í 2. sæti í
deildarkeppninni, á eftir Val, en
tíu efstu liðin í flokknum tryggja
sér sæti í úrslitakeppninni, sem
fram fer eftir tæpar þrjár vikur.
„Við byrjuðum í annarri deild
og fengum ekki mörg stig fyrir að
vinna hana. Af þeim þremur um-
ferðum sem við höfum leikið í
fyrstu deildinni höfum við unnið
tvær og lent einu sinni í þriðja
sæti," sagði Jóhannes Bjarnason,
sem er þjálfari flokksins. „Þetta er
gífurlega sterkur flokkur og það
má segja að þessi árgangur sé sá
sterkasti á landsvísu í mörg ár.
Það eru ótrúlega margir öflugir
strákar og það styttist í að þeir
skili sér í meistaraflokkinn," sagði
Jóhannes.
KA sigraði Víkinga, sem ný-
lega hrepptu bikarmeistaratitilinn í
þessum flokki, 21:20. KA sigraði
Val 21:16 og ÍR-b 25:18 en gerði
síðan jafntefli við Fram í lokaleik
sínum, 12:12.
í úrslit í öllum flokkum
Yngri flokkum KA í karla- og
kvennaflokkum hefur gengið
mjög vel í vetur og félagið á lið í
úrslitum í öllum flokkum, að und-
anskildum öðrum og 6. flokki
kvenna, þar sem félagið sendi
ekki lið á íslandsmótið. Áhuginn
hefur verið gífurlega mikill en
yngstu drengjaflokkarnir hafa þó
haft sérstöðu hvað varðar þátttöku
á æfingum. Jóhannes sagði að iðk-
endafjöldinn í fimmta og sjötta
aldursflokki væri að nálgast
íbúafjöldann í mörgum kauptún-
um en yfir 100 strákar æfa hand-
knattleik með þessum tveimur
flokkum.
Islandsmeistarar í 3. fíokki
íslandsmeistarar Þórs í 3. flokki karla í innanhússknattspyrnu, en liíiio sigraði Keflavík í úrslitaleik um titilinn,
eins og áður hefur verið greint frá. Fremri roð frá vinstri: Ragnar Konráðsson, Hörður Rúnarsson, Steingrím-
ur Sigurðsson, Orri Hjaltalín fyrirliði, Eðvarð Eðvarðsson, Þórður Halldórsson og Andri Albertsson. Aftari röð
frá vinstri: Sigurjón Magnússon þjalfari, Kristján Örn Sigurðsson, Rúnar Jónsson, Ingi Hrannar Heimisson,
Karl Helgason, Jóhann Þórhallsson og Jónas Róbertsson þjálfari.
Islenskur Evrópumeistari
í stangarstökki kvenna
Steinn
tilKA
Steinn V. Gunnarsson, miðvall-
arleikmaður frá Leiftri í Ólafs-
fírði, æfir nú með KA á Akur-
eyri og mun væntanlega leika
með liðinu í sumar.
Steinn er Ólafsfirðingur og hef-
ur spilað með Leiftri. Hann kom
inná í nokkrum leikjum Leifturs í
fyrrasumar og skoraði glæsilegt
skallamark á móti ÍBK.
setti Norðurlandamet og heimsmet í unglingaflokki
Vala Flosadóttir, átján ára göm-
ul íslensk stúlka, sem búsett er í
Svíþjóð, kom, sá og sigraði í
stangarstökki á Evrópumeist-
aramótinu í frjálsum íþróttum
innanhúss um helgina. Stangar-
stökk kvenna var fyrsta keppn-
isgrein mótsins og fór fram á
föstudagskvöldið. Vala stökk yf-
ir 4,16 metra og reyndi síðan
þrívegis við nýtt Evrópumet
kvenna og var ekki langt frá því
að fara yfír þá hæð. Árangur
hennar er hins vegar Norður-
landamet og heimsmet í ung-
lingaflokki.
Óhætt er að segja að sigur Völu
hafi verið óvæntur, en hann var
jafnframt mjög öruggur. Christine
Adams frá Þýskalandi náði öðru
sætinu á færri tilraunum en rúm-
enska stulkan, Gabriela Mihalcea,
en báðar fóru yfir 4,05 metra, en
felldu4,10metra.
Daniela Bartova frá Tékklandi
er núverandi heimsmeistari í þess-
ari grein og hún var fyrirfram talin
sigurstranglegust. Hún varð að
sætta sig við sjötta sætið. Hún fór
yfir 3,95 metra í fyrstu tilraun
sinni, en felldi 4,05 metra. Eftir að
keppinautar hennar höfðu farið yf-
ir þá hæð ákvað hún að reyna við
4,10 metra sem hún felldi tvíveg-
is.
Þetta var í fyrsta sinn sem
keppt er í stangarstökkskeppni á
Evrópumóti innanhúss og Vala er
jafnframt fyrsta íslenska konan til
að vinna til verðlauna á Evrópu-
meistaramóti í frjálsum íþróttum.
Keppendur voru átján.
Geirlaug Geirlaugsdóttir úr Ár-
manni setti íslandsmet í riðla-
keppni 60 metra hlaupsins, sem
fram fór á föstudagskvöldið. Hún
hljóp á 7,54 sekúndum og hafhaði
í fjórða sætinu í sínum riðli og það
KA endaöi í botnsæti ABM deildarinnar í blaki:
„Vissum að róðurinn yrði þungur"
- segir Stefán Magnússon, formaður blakdeildar KA
Blaklið KA tapaði með þremur
hrinum gegn tveimur í leik gegn
HK og 0:3 á móti Stjörnunni í
lokaumferðum 1. deildarinnar í
blaki um helgina. Liðið vermdi
botnsætið í deildinni, fékk 17
stig og tapaði 19 leikjum af 20 á
tímabilinu. Gífurleg endurnýjun
var í hópnum fyrir tímabilið og
segir Stefán Magnússon, for-
maður blakdeildarinnar, að það,
sem og meiðsl þjálfara liðsins,
Alexanders Kornevs, hafí ráðið
mestu um gengið. Fyrirfram hafi
verið vitað að á brattann yrði að
sækja fyrir þetta unga lið og í
raun hafí það staðið sig betur en
margir bjuggust við.
Framundan er úrslitakeppni
milli Þróttar í Reykjavík, Stjörn-
unnar, HK og ÍS um meistaratitil-
inn. í fimmta sæti varð svo Þróttur
Neskaupstað og KA í sjötta sæti.
Á föstudagskvöldið tapaði KA
2:3 fyrir HK. Fyrstu hrinuna vann
HK 15:2 en KA sigraði 15:3 og
15:8 í næstu tveimur. í fjórðu
hrinunni sigraði HK 15:3 og í
lokahrinunni 15:11.
í leiknum á móti Stjörnunni á
laugardag var róðurinn þyngri.
Stjarnann vann 15:10 í fyrstu
hrinu, 15:5 í annarri og 16:14 í
þriðju.
Nánast nýtt lið
„Já, þetta hefur stundum verið
glæsilegra hjá okkur í blakinu en
þetta helgast að verulegu leyti af
því að þetta var algjörlega nýtt lið.
Það má segja að á tveimur árum
hafi átta leikjahæstu mennirnir
hætt, sem er mikil endurnýjun á
stuttum tíma. Þetta skýrir fyrst og
fremst árangurinn í vetur en mér
finnst að þessir strákar hafi staðið
sig betur í vetur en maður gat ætl-
ast til. Við vissum fyrirfram að
róðurinn yrði þungur, svo ekki sé
talað um ástandið á þjálfaranum
okkar sem gat lítið sem ekkert
spilað fyrr en núna undir lokin.
Honum var ætlað að halda þessu
meira uppi en hann gat," sagði
Stefán Magnússon, formaður
blakdeildar KA.
Æfingum verður haldið áfram
hjá liðinu fram undir vor enda
spilarar úr liðinu í landsliði í blaki
og þeir verða að halda sér áfram í
formi. Stefán segir ekki ljóst enn
hvort samningur við Alexander
Kornev, þjálfara, verði framlengd-
Sterkari til leiks í haust
„Framtíðin ætti að vera björt hjá
okkur og við ættum að standa bet-
ur næsta vetur. Þá verða þessir
strákar komnir með reynslu frá
keppnistímabilinu í vetur og síðan
er frekar von til þess en hitt að
bætist í hópinn. Sigurður Arnar
Ólafsson spilaði ekki með í vetur
en ég vonast til að hann komi inn
næsta vetur. Það yrði mikill styrk-
ur því Sigurður Arnar hefur mikla
leikreynslu og er sterkur baráttu-
maður. Síðan vitum við aldrei
hvort einhverjir úr okkar herbúð-
um sem leika núna fyrir sunnan
snúi aftur. Það verður tíminn að
leiða í ljós," sagði Stefán.
KA var ekki með meistaraflokk
kvenna í vetur en Stefán segir
ekki ákveðið hvort nýtt lið verði
tilbúið í slaginn í haust. Uppbygg-
ingarstarfið er mikið í kvenna-
blakinu, sem og líka hjá strákun-
um og raunar segir Stefán að
aldrei hafi verið eins margir yngri
flokkar eins og í vetur. Það ætti að
gefa vonir um sterka meistara-
flokka á næstu árum ef vel takist
til.
dugði henni ekki til að komast
áfram.
Badminton:
Ólöf Guðrún sigr-
aði á meistara-
móti Reykjavíkur
Ólöf Guðrún Ólafsdóttir úr TBA
sigraði í A-flokki í einliðaleik á
opna Reykjavíkurmótinu um
helgina. Ólöf Guðrún varð fs-
landsmeistari í þessum flokki
fyrir skömmu og undirstrikaði
um helgina styrk sinn.
Ólöf Guðrún spilaði við tvær
stúlkur úr TBR, vann fyrst Önnu
Lilju Sigurðardóttur 7:11, 12:11
og 11:5. Síðan spilaði Ólöf við
Hrund Guðmundsdóttur og vann
hana 11:1 og 11:5.
Með þessum sigri staðfesti
Ólöf Guðrún að hún er sterkust í
A-flokki og stendur þar með næst
því að færast upp í meistaraflokk í
greininni.
Um næstu helgi verður Islands-
mót í unglingaflokkum á Akranesi
og fer þangað stór hópur kepp-
enda frá Akureyri.
Blak - ABM deild karla:
Lokastaoa
Þróttur R.  20 18 2 57;27 57
Stjarnan    2015 5 54:30 54
HK        20 119 41:38 41
ÍS         20 812 38:39 38
Þróttur N,  20 7 13 33:48 33
KA        20119 7:5817
p p PD ? D
Hamar
félagsheimili Þórs:
MARSTILBOÐ
Nýjar perur í ljósabekkjunum
Frábært verð:
Stakur tími fyrir kl. 14.00 kr. 250,-
Eftirkl. 14.00 kr. 350,-
Þórsarar, mætið í morgunkaffi
á föstudögum kl. 09.00
Hamar
sími461 2080
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16