Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 14

Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júlí 1996 MINNINO ^ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli Fæddur 26. október 1911 - Dáinn 6. júlí 1996 Einar Kristjánsson var fæddur á Hermundarfelli í Þistilfirði þann 26. október 1911. Hann lést 6. júlí síðastliðinn á Hjúkr- unarheimilinu Seli á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pálsdóttir frá Her- mundarfelli, f. 1. september 1880, d. 13. maí 1923, og Krist- ján Einarsson frá Garði, f. 6. febrúar 1875, d. 10. febrúar 1969. Systkini Einars sam- mæðra eru Þórdís, f. 23. febrúar 1901, d. 14. desember 1986, Ein- ar f. 1906, d. 1910 og Páll, f. 17. apríl 1909. Hálfsystkin Einars, börn Kristjáns og Sveinbjargar Pétursdóttur, eru Lilja, f. 12. febrúar 1929, Fjóla, f. 28. nóv- ember 1931, d. 23. ágúst 1975, og Pálmi, f. 20. júní 1933. Þann 11. september 1937 kvæntist Einar Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfirði, f. 16. ágúst 1917, dóttur hjónanna Ingiríðar Árnadóttur og Kristjáns Þórar- inssonar í Holti í Þistilfirði. Börn þeirra eru: Angantýr, f. 28. apríl 1938, skólastjóri Litlulaugaskóla í Reykjadal, kona hans er Auður Ásgríinsdóttir, f. 15. janúar 1946. Börn: Halla, f. 8. nóvem- ber 1964, Hlynur, f. 7. júní 1967, Ásgrímur, f. 3. ágúst 1972, Ein- ar, f. 21. september 1974, d. 29. maí 1979. Óttar, f. 3. október 1940, skóla- stjóri Svalbarðsskóla í Þistil- firði. Kona hans er Jóhanna Þ. Þorsteinsdóttir, f. 13. maí 1945. Börn: Steinunn Inga, f. 7. októ- ber 1963, Guðrún Arnbjörg, f. 21. september 1964, Þuríður, f. 22. ágúst 1968. Bergþóra, f. 21. mars 1944, rit- ari hjá Marel, búsett á Seltjarn- arnesi. Maður hennar er Eyjólf- ur Friðgeirsson, f. 19. nóvember 1944. Börn: Páll, f. 5. október 1967, Friðgeir, f. 3. október 1969, Ragnheiður, f. 24. maí 1973, Bergþóra, f. 19. ágúst 1976. Hildigunnur,J. 17. júní 1947, d. 27. maí 1987. Maður hennar Steinar Þorsteinsson, f. 9. janú- ar 1943. Börn: Þór, f. 27. janúar 1974, Guðrún Silja, f. 1. október 1977, Þórdís, f. 13. ágúst 1980. Einar Kristján, f. 12. nóvember 1956, tónlistarmaður, Reykja- vík. Sambýliskona: Jóhanna Þórhallsdóttir, f. 18. apríl 1957, skildu. Barn: Hildigunnur, f. 26. janúar 1983. Einar var bóndi á Hermundar- felli og nýbýlinu Hagalandi í Þistilfirði frá 1937-1946. Árið 1946 fluttist fjölskyldan til Ak- ureyrar þar sem Einar var hús- vörður við Barnaskóla Akureyr- ar til ársins 1982. Einar var landsþekktur rithöf- undur og eftir hann liggur fjöldi bóka, m.a. æviminningar í fjór- um bindum. Hann var kunnur útvarpsmaður og urðu þættir hans „Mér eru fornu minnin kær“ einkar vinsælt útvarps- efni. Einar var um árabil eftir- sóttur upplesari á skemmtunum og mannamótum. Hann hlaut margháttaða viðurkenningu fyrir ritstörf sín, m.a. frá Menn- ingarsjóði Akureyrarbæjar árið 1992 og verðlaun úr Rithöf- undasjóði ríkisútvarpsins árið 1972. Utför Einars Kristjánssonar fór fram frá Akureyrarkirkju í gær, mánudaginn 15. júlí. Okkur langar til að kveðja afa okkar með örfáum orðum. Fyrstu minningamar tengjast Bamaskólanum þar sem hann var húsvörður. Inni á skrifstofunni hans þar, voru allir veggir þaktir bókum og ritvélin stóð tilbúin á skrifborðinu. Bókaryk og pípulykt sat lengi í nösunum þegar maður kom út úr þessum helgidómi. Oft- ast lét hann okkur krakkana í friði, nema ef við ýttum bókunum innar í hillunum. Þá seig á honum brún- in en hann skammaði okkur ekki. í Þingvallastræti 26 og Víði- lundi 6 áttu afi og amma fallegt heimili og var þar jafnan margt um manninn. Þangað komum við öll saman á jólunt og gengum í kringum jólatréð og spilaði afi undir á pfanóið eða harmóníkuna. Afi hafði alltaf sögur af ein- kennilegum mönnum á takteinum og hann var hafsjór af þjóðlegum fróðleik. Hann var orðlagður hag- yrðingur og húmoristi. Afi var í rauninni sjálfur búinn að semja sín eftirmæli í ljóðinu Dagar mínir: / dapurlegum skugga verða dagar mínir taldir, það dregur senn að skapadœgri því, sem koma skal, og ég mun liggja fúnandi um nœstu ár og aldir og engan varðar framar um daga minna tal. Eg átti hér í veröldinni aðeins fáa daga við örðugleiká, hamingju, söng og gleði og vín, sem allt í hljóðum hvetfleik verður aðeins liorfin saga, hið eina varanlega, er kannski beinin mín. (Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, Góðra vina fundur 1985). Við viljum biðja góðan Guð að veita ömmu styrk í sorg sinni. Kveðja frá barnabörnum, Steinunn, Guðrún og Þuríður. Haustljóð Nú haustblœrinn nœðir uml húmdökknuð fjöll og hlynur og björkfella laufin sín öll, og víðir og lyngið og blágresið bliknar, svo bleik verður grundin, og brimar við fjörðinn og sundin. Og haustskýjadansinn í dimmunni hefst og drunginn og treginn að hjartanu vefst. Og vœri ekki sœlast, er sumarið kveður, með söngfuglaróminn, að sofna eins og trén og blómin. Þó enn verði lífið að greiða sitt gjald og geigvœnt og dapurt sél liaustMðans vald, í hjartanu leyna sér vonir sem vakna, með vermandi hlýju - - það vorar og sumrar að nýju. (Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli) Tryggvi Þorsteinsson, skóla- stjóri Bamaskóla Akureyrar, kynnti mig fyrir Einari Kristjáns- syni frá Hermundarfelli og sagði: „Einar er skáldið við skólann okk- ar.“ Einar var þar húsvörður og ég var nýráðin ritari við Barnaskóla íslands svo sem sá skóli hefur oft verið nefndur af þeim sem þar hafa átt góðar stundir. Það var haustið 1973. Guðrún kona hans vann einnig í Bamaskóla Akureyrar og ég gleymi aldrei fyrstu kynnum mín- um af þeim hjónum. í herbergi Einars í skólanum voru þau góð heim að sækja, innan um þétt- hlaðnar bókahillur og dreyminn ilm af lífsgleði. Heim til Einars og Guðrúnar var einnig gott að koma. Þar lék hann jöfnum höndum á píanóið, nikkuna og hörpu lífsins. Fljótlega eftir að ég kynntist Einari bað hann mig um að lesa upp smásögu eftir sig í Ríkisút- varpinu. Ég var að vonum spennt, þar sem ég hafði áður lesið upp eftir Einar á samkomu en þekkti hann þá ekki persónulega. Upp- takan fór fram í Borgarbíói og tæknimaður var Björgvin heitinn Júníusson. Þetta varð upphaf að áralangri og yndislegri samvinnu okkar þriggja. Fjölmargar næstu upptökur fóru fram í „Reykhús- inu“, gamla útvarpshúsinu við Norðurgötu og seinna í nýja út- varpshúsinu við Fjölnisgötu, þó svo þar nyti Björgvins ekki lengur við. Einar var með fasta þætti í Rrkisútvarpinu og um árabil sá hann um þátt sem hann kallaði „Mér eru fomu minnin kær“. Ég las með honunt í þessunt þáttum ásamt Óttari syni hans í mörg ár. Undirbúningsvinna var mikil, heimildasöfnun og handritsgerð, og skilaði líka tilskildum árangri. Ég man til dæmis þó nokkur skipti þar sem við lásum heilann þátt í gegn án þess að þyrfti að stoppa upptöku. Einar sagði það jafnasl á við háskólapróf að lesa Laxness og las upp úr bókum hans fyrir mig. Hann kveikti þannig hjá mér áhuga uns hann var farinn að lána mér eina og eina bók eftir nóbels- skáldið, og ég varð hrifnari og hugfangnari eftir því sem ég las áfrarn. Núna í sumarblíðunni fer haustilmur dauðans um bjarkir og birki og enn einn traustur stofn virðist fallinn, virðist hafa sofnað „...eins og trén og blómin“. Hvort sem hann dreymir „lyngið og blá- gresið" eða „söngfuglaróminn“, hefur hann skilið eftir sig „verm- andi hlýju“. Fyrir mér er Einar vor og morgunn og hvað sem haustinu líður og hvort sem „blágresið bliknar" þá er endalaust vor í minningunni unt hann. Þú vaknar um vorljósa morgna er vindblœrinn andar hlýtt. Og enn skeður undrið forna, sem alltafverður nýtt. Og söngfuglinn seiðinn magnar og svipt er afbrumi hlífi og vordagsins frelsi fagnar hiðfrjóa, unga líf. Nú vekur hinn vermandi kraftur þœr vonir, sem féllu ídá. - Þú finnur hið innra aftur œskunnar týndu þrá. (Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli) Við Ingólfur og börnin okkar, vottum Guðrúnu og fjölskyldu hennar innilega samúð. Steinunn S. Sigurðardóttir. Fáeinum orðum vil ég minnast látins félaga og sveitunga. Einar frá Hermundarfelli er allur. Einar Kristjánsson varð lands- þekktur fyrir ritstörf sín er verk hans fóru að koma fyrir almenn- ingssjónir. Ríkuleg frásagnargáfa og hnitmiðaður og hnyttinn texti gæddu sögur hans lífi. Ekki síst urðu smásögumar, mismunandi stef úr mannlífinu, honum yrkis- efni og íþrótt. íslenskt mál lék í höndum hans, óbundið sem bund- ið, enda var Einar hluti af hinu merkilega samfélagi Akureyrar- skáldanna um langt árabil. Nöfn Kristjáns frá Djúpalæk og Rós- bergs G. Snædal koma upp í hug- ann til að nefna aðeins tvo af mörgum sem voru skáldagyðjunni handgengnir og auðguðu mannlíf Akureyrar eftir miðbik aldarinnar. Einar var fróður vel og fróð- leiksfús og án efa hefði legið vel við fyrir hann að gera fræðistörf að lífsstarfi ef aðstæður og örlög hefðu hagað því svo. Þessir eiginleikar hans nýttust vel þegar hann tók að veita þjóð- inni af þekkingu sinni og frásagn- arhæfileikum í útvarpsþáttum þar sem fyrst og fremst var miðlað þjóðlegum fróðleik ýmiskonar. Þættir hans, „Mér eru fomu minn- in kær“, náðu geysilegum vin- sældum og hélst svo þau ár sem þeir voru við lýði, eins og best kom í ljós í háværum mótmælum þegar þeir hurfu af dagskránni. Einar var afar ræktarsamur við sína heimasveit og kenndi sig jafnan við Hermundarfell, fjall og fornt höfuðból þar sem æskuheim- ili hans í Þistilfirði stóð. Hann var af þeirri kynslóð sem full af eld- móði og bjartsýni hóf andlegt og verklegt uppbyggingarstarf snemma á öldinni. f landi Her- mundarfells hófu þau Einar og SKILAFRESTUR AUGLÝSINGA Auglýsendur! Athugið að skilafrestur í helgarblaðið okkar ertil kl. 14.00 á fimmtudögum -já 14.00 áfimmtudögum DAGUR auglýsingadeild, sími 462 4222, fax 462 2087 Opið frá kl. 08.00-17.00 Guðrún, lífsgæfa hans og föru- nautur, sinn búskap og reistu ný- býlið Hagaland. Þó leið þeirra lægi síðar til Akureyrar og þar stæði heimili þeirra eftir það breytti það engu um ræktarsemi við heimaslóðimar. Áratugum síðar gaf Einar sveit sinni endurminningar sínar þar sem af næmni og hlýju er brugðið upp mannlífsmyndum frá upp- vaxtarárum höfundar. Umfram allt annað er þó tilefni þessara skrifa það, að þakka Ein- ari liðveisluna sem félaga í Al- þýðubandalaginu og liðsmanni hugsjóna frelsis, jafnréttis og bræðralags um áratuga skeið. Ein- ar brást jafnan vel við hvenær sem eftir var leitað að leggja til efni eða stinga niður penna í þágu þess málstaðar sem hann trúði á. Sjálfstæði þjóðarinnar og menningarleg og andleg reisn gagnvart erlendu valdi, ekki síst hervaldi, var honum ofarlega í huga. Réttast veit ég hann vera höfund að orðinu „hnjáliðamýkt", sem enn er víst þrálátur sjúkdóm- ur! Fyrir hönd okkar Alþýðu- bandalagsmanna á Norðurlandi eystra og um allt land vil ég þakka Einari samfylgdina. Mér og fleir- um er hugleikin myndin af Einari og Guðrúnu að tjalda gamla tjald- inu sínu á sumarhátíðum okkar Alþýðubandalagsmanna á Norður- landi eystra. Kæra frænka Guðrún, ég og fjölskylda mín sendum þér, böm- unt, tengdabörnum og allri fjöl- skyldu samúðarkveðjur, og hugs- um til ykkar af fjarlægri strönd. Gautaborg, 9. júlí 1996. Steingrímur J. Sigfússon. Tvennt kemur mér fyrst í hug þeg- ar kvaddur er Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, glaðværðin og gestrisnin sem ég naut í ranni hans og Guðrúnar á Akureyri á ung- lingsárunum og spruttu af skap- lyndi og lífsviðhorfi húsráðenda. Þangað norður flýgur um þessar mundir þakklátur hugur þeirra sem rifja nú að gefnu tilefni upp margar glaðar stundir sem þeir áttu með þeim hjónum og heimil- isfólki þeirra meðan ævisól hús- bóndans skein hvað skærast. Skin hennar var mjög tekið að daprast síðustu misserin og hefur honum því eflaust verið hvfldin góð, enda hafði hann lifað langa ævi, margt reynt og margs notið, en þess þó sennilega mest að eiga góða að og vera þannig gerður að vilja fremur lifa sér og öðrum til skemmtunar en leiðinda ef þess var nokkur kostur að létta sér með því lífsbaráttuna. Hæfileikum Ein- ars til að gleðja samferðafólk sitt með eðlislægum og skapandi gáf- um sem mögnuðu hver aðra í ákjósanlegum hlutföllum kynntust þeir auðvitað best sem höfðu per- sónuleg kynni af honum. En það gerðu líka með öðrum hætti les- endur hans og útvarpshlustendur, því að eftir að einyrkinn úr Þistil- firði fluttist á mölina og fór að dunda við smásagnagerð út úr at- vinnuleysi varð hann þjóðkunnur maður fyrir ritverk sín og síðar út- varpsþætti. Bæði í verkum og við- kynningu sannaðist þó á Einari eins og fleirum sem léð er náðar- gáfa kímninnar að hún er einungis hin hliðin á alvörunni og stutt í kvikuna undir niðri. Þótt sumir leikþættir hans og önnur skemmtiskrif séu of stað- og tímabundin til langlífis gegnir öðru máli uin sitthvað sem úr penna hans flaut og dýpra ristir. Til eru eftir hann kvæði og söng- textar með ljóðrænum tregablæ sem áreiðanlega eiga vinsældir sínar ekki síst því að þakka hve tilfinningin í þeim er ekta og hve Einari var létt um að yrkja án þess

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.