Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 11
MINNINO Miðvikudagur 17. júlí 1996 - DAGUR - 11 Einar Krístjánsson írá Hermundarfelli Fæddur 26. október 1911 - Dáinn 6. júlí 1996 Það var á þeim árum, þegar ég hafði fengið aðstöðu norður á Ak- ureyri til að skrifa þar á sumrin um fundna og týnda snillinga - mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan, - en þá var það einn dag, að ég var staddur inni í skúr þeim sem í þá daga var afgreiðslustaður Morgunblaðsins í Hafnarstræti á Akureyri. A framhlið skúrsins var stór rúða, ef hún er ekki þar enn, svo sá inn um hann allan. Frænka mín var við afgreiðslu blaðsins. Þess vegna var ég í skúrnum. Þá vék sér skyndilega maður inn í skúrinn og vildi fá keypt Morgun- blað. Hann var fremur lágvaxinn, en snöfurlegur. Um leið og frænka mín hafði rétt honum blaðið, leit hann eins og af tilviljun þangað sem ég sat fyrir innan borðið og sagði: „Er þetta ekki Jón Óskar?“ Gekk síðan rakleitt til mín, rétti mér höndina og sagði: „Ég heiti Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli." Við tókumst í hendur. Hvað vissi ég um þennan mann? Ég vissi að hann var einn af smá- sagnahöfundum þjóðarinnar, en ég hafði aldrei séð hann fyrr. Ég lét hann heyra, að ég kannaðist við sögumar hans, því þeim hafði ég fyrir löngu veitt athygli. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki ganga með sér upp í Þingvalla- stræti, þar sem hann átti heima, og spjalla við sig smástund. Það þótti mér gott boð, því á þeim tíma þekkti ég ekkert skáld á Akureyri nema Kristján frá Djúpalæk sem ég hafði kynnst fyrir sunnan. Nú gekk ég með Einari frá Hermund- arfelli upp í Þingvallastræti. Hann gaf mér staup af koníaki og við spjölluðum saman dágóða stund í bjartri stofu, en ekki lengi, því hann og kona hans, Guðrún, ætl- uðu að leggja af stað í ferðalag til Ítalíu, annað hvort þann sama dag eða daginn eftir, nú man ég ekki lengur hvort heldur var. Hann gaf mér að skilnaði fyrsta smásagna- safn sitt, Septemberdaga, sem þá var löngu orðin ófáanleg bók. Með þessu hófst vinátta sem ekki rofnaði, og aldrei oftar sat ég við ritstörf á Akureyri að sumarlagi án þess að hafa meiri eða minni sam- skipti við Einar frá Hermundar- felli og Guðrúnu konu hans. Vin- átta hans var vinátta hennar, þess- arar hláturmildu, geðprúðu og ein- stöku konu sem breiddi notalegan blæ yfir allt. Dísa frænka mín, sem seldi Morgunblaðið í skúrnum fyrr- nefnda og þekkti öll skáld og alla rithöfunda Akureyrarbæjar, sagði mér seinna að hún vissi ekki til að Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli hefði nokkum tíma stigið fæti sínum inn á afgreiðslu Morg- unblaðsins nema í þetta eina skipti. Þess var raunar heldur ekki að vænta, því Einar var velrauður sósíalisti og Alþýðubandaiags- maður og trúði, held ég, um þær rnundir enn á kommúnismann í Ráðstjórnarríkjunum. Ég var hins- vegar um sömu mundir orðinn al- ræmdur meðal róttæklinga fyrir þau viðhorf sem fram höfðu kom- ið í skrifum mínum um Moskvu- kommúnismann, marxismann og alræði öreiganna. Ég velti því stundum fyrir mér skömmu eftir fyrstu kynni okkar Einars, hvort fyrmefnd skrif mín hefðu verið ástæða þess, að hann vildi kynnast mér, að hann hefði hugsað sér að leiða mig af villigötum, en ég hvarf fljótt frá slíkri ímyndun, því hann minntist aldrei á þessi mál við mig og ég gerði mér ljóst, að ástæðan hafði verið einskær bók- menntaáhugi, vilji til að kynnast einum af þessum höfundum í Reykjavrk sem héldu sig kannski eitthvað merkilegri en þá fyrir norðan. Við töluðum saman frá fyrstu kynnum eins og tveir rithöfundar sem báru virðingu fyrir hvor öðr- um. Hjá hvorugum bryddi á neinu öðru. Og við urðum fljótt sam- mála um margt í bókmenntunum. Ef til vill var það þess vegna sem við tengdumst svo greiðlega vin- áttuböndum. Hinsvegar sagði hann mér skömmu eftir fyrstu kynni okkar að sonur sinn, Einar, sem þá var unglingur (nú þjóð- frægur gítarieikari), læsi ljóð mín með mikilli ánægju, en slík atóm- ljóð voru þá enn mjög illa séð, ekki síst norður þar. Má vera að þessi unglingur hafi óafvitandi átt þátt í því að faðir hans vildi kynna sér fyrirbærið, en smásagnahöf- undurinn Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli gat vel brugðið fyrir sig kveðskap í bundnu máli. Það voru einkum afmæliskvæði tileinkuð vinum og frændum, en einnig orti hann hagleg kvæði sem hann notaði í leikþætti sem hann samdi mönnum til skemmtunar. Þetta var að sjálfsögðu gerólíkt mínum atómkveðskap og allt með mjög hefðbundnum og þjóðlegum blæ, enda var hann hverjum manni hagmæltari. Snjallari menn í vísnagerð, þar sem kímnigáfan nýtur sín til fulls, voru og eru vandfundnir. Ég hef enga tölu á því hversu oft við hjónin erum búin að njóta skemmtilegra samverustunda með þeim Einari og Guðrúnu á Akur- eyri, en oft greip Einar á slíkum stundum í tvöfalda harmóniku sem hann var sérfræðingur í að spila á, enda hafði hann með- höndlað slíkt hljóðfæri á baðstofu- böllum í Þistilfirði, þegar hann var ungur að árum, en í Þistilfirði hafði hann fyrst litið ljós þessa heims árið 1911. Hann hóf þetta gamla danshljóðfæri, sem hljómað hafði í margri lágreistri baðstofu þessa lands á fyrri tíð, til virðingar á ný og leyfði okkur að heyra þá dillandi tóna sem heillað höfðu unga fólkið þá ekki síður kröftug- lega en ærandi hávaði raftóna nú- tímans, og þó líklega mun stór- kostlegar, þótt engin væri ljósa- tæknin og lágt væri til veggja, því fjörið var mikið og hjartanlegt, en laust við æði. Einar lék þessi lög inn á hljómplötu ásamt þingeyska fiðlaranum Garðari í Lautum, og var það held ég Svavar Gests sem gaf plötuna út. Enginn lét sér víst detta í hug að veruleg sala yrði í slíku fomaldarfyrirbæri dansmús- íkur á Islandi, en menn voru varla búnir að snúa sér við þegar platan var uppseld. Einar frá Hermundarfelli var reyndar á þeim tíma orðinn frægur um allt land, ekki svo mjög fyrir smásögur sínar, því fáir verða frægir fyrir slíkt, heldur fyrir ágæt erindi sem hann hafði flutt í Ríkis- útvarpið. Hann hafði síðan fasta þætti hjá útvarpinu í mörg ár undir heitinu „Mér eru fornu minnin kær“ og urðu þeir þættir svo vin- sælir að samkvæmt könnun sem fram fór, þegar hann hafði í ára- fjöld glatt landsmenn með þáttum þeim, var meira hlustað á þá en allt annað í útvarpinu fyrir utan fréttir. En þá brá svo við, að þætt- imir voru lagðir niður, því ráða- menn útvarpsins vildu breyta til. Ég veit að hann tók það mjög nærri sér og skildi það ekki. Ég skildi það ekki heldur. Ekkert kom í staðinn sem jafnaðist á við þessa þætti sem opnuðu þjóðinni svið sögu hennar og bókmennta, voru vel fluttir og á góðri íslensku og svo alþýðlegir að þeir náðu til alls almennings. Ef til vill sýnir þessi samtíning- ur minn hversu geysilega fjölhæf- ur hann var, maður af þeirri kyn- slóð sem átti ekki endilega kost langskólamenntunar, þótt gáfur væm nógar, en hafði sig áfram af menntalögun, til dæmis gegnum héraðsskólana, sem þá voru risnir, en það var einmitt menntun Einars frá Hermundarfelli, að hann hafði stundað nám í Reykholtsskóla og bændaskólanum á Hvanneyri. Hann hafði eftir það verið bóndi um hríð (líkt og skáldbróðir hans, Kristján frá Djúpalæk), en síðan gerðist hann húsvörður í Bama- skólanum á Akureyri. Það var ein- mitt hans aðalstarf, þegar ég kynntist honum á þann einkenni- lega hátt og óvænta sem frá grein- ir í upphafi þessara kveðjuorða. En skömmu eftir að við kynnt- ÁTVR: Minni áfengissala en í fyrra - aukning í munn- og neftóbaki Sé tekið mið af áfengissölu fyrstu sex mánuði ársins og miðað við selda lítra af hreinum vínanda varð samdráttur um rösk 13% miðað við fyrri helming ársins 1995. Aukning varð hins vegar í sölu nef- og muntóbaks en sam- dráttur í sölu reyktóbaks. Samkvæmt upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eru sölutölur fyrir áfengi ekki hæfar til samanburðar milli ára, eigi að nota þær sem mælikvarða á neyslu áfengis. Skýring þess er sú að með lögum var einkaréttur ÁTVR til að selja áfengi skertur í fyrra og frá og með 1. desember sl. hófu heildsalar sölu til veit- ingahúsa. Á sama tíma hætti ÁTVR allri dreifingu á áfengi annarri en þeirri sem fram fer í vínbúðum sem sala til viðskipta- vina sem þangað koma. Á fyrri helmingi ársins seldust í landinum tæplega 400 þúsund lítr- ar af hreinum vínanda og hafði dregist saman um 13% síðan í fyrra. Á tímabilinu seldust 6300 kfló af munn- og neftóbaki og 5700 kíló af reyktóbaki. Til við- bótar kemur svo sala vindlinga og vindla sem var mjög svipuð milli ára. JÓH rithöfundur, skáld, grínisti, gleði- maður, eftirsóttur skemmtikraftur á þorrablótum og vinsæll útvarps- maður, en umfram allt var Einar þó frábær félagi og vinur, og skipti þá aldursmunur engu. Á menntaskólaárunum fyrir margt löngu kynntist ég Angangtý og Óttari, sonum Einars og Guð- rúnar, og varð ásamt öðrum félög- um þeirra bræðra tíður gestur á heimili húsvarðarhjónanna í Barnaskólanum. Séra Svavar Alfreð Jónssson sagði í minningarræðunni um Ein- ar, að kynslóðabil hefði ekki þekkst á heimili Einars og Guð- rúnar. Það er vissulega rétt. Krist- ján „afi“, faðir Einars, átti þar kames, og mér finnst, þegar ég lít til baka, að ég hafi bæði verið jafnaldri hans og þeirra hjóna, Eiriars og Guðrúnar, þó svo að í tölum talið bæri nokkurn árafjölda á milli. I minningunni ber tíðum eitt öðru hærra. Mér er vináttan við Einar og fjölskyldu hans meira virði en margt annað. Við leiðarlok er einatt söknuð- ur í huga. Svo er einnig hér, en Angantýr Einarsson sefaði sökn- uðinn nokkuð þegar hann bauð gesti velkomna til erfis föður síns með þeim orðum að fjölskyldan væri nýkomin úr kirkjugarði og hefði staðið yfir moldum Einars, saknandi sem von var, en söknuð- urinn hefði brátt vikið fyrir gleði, því ætíð hefði skammt verið í kímnina hjá föður hans og þess væri gott að minnast. Því var vel við hæfi að drekka erfi Einars við dillandi harmóníkuspil, sem vel hefði getað verið á baili austur í Þistilfirði á þeirra ungu dögum, Einars og Guðrúnar. Við hjónin færum Einari Krist- jánsyni fyllstu þökk fyrir sam- fylgdina og vottum fjölskyldunni innilega samúð að góðum dreng gengnum. Þórir og Bogga. Sumarhúsalóðir eða lóðir undir heils árs hús Hef til leigu 5 lóðir á mjög fallegum stað í Laugarhvamms- landi sem er 11 km framan við Varmahlíð í Skagafirði. Get séð um teikningar eftir óskum hvers og eins. Get byggt hús á stuttum tíma, einnig get ég útvegað heitt og kalt vatn. Hafið samband sem fyrst og leitið upplýsinga. Lambeyri E.H.F. Friðrik R. Friðriksson Símar 453 8037, 852 9062, fax 453 8846. Afgreiðslustarf Kona eða karl óskast til afgreiðslustarfa í bókabúð frá 1. ágúst. Ensku- og þýskukunnátta æskileg. Bókabúðin Edda, Akureyri, sími 462 4334 umst hóf hann að skrifa æviminn- ingar sínar og koma út heildar- safni ritverka sinna, enda var hann þá laus við húsvarðarstarfið. Um helstu skáldskaparverk hans, smá- sögurnar sem ekki hvað síst bera vitni um einstaka kímnigáfu hans, er ekki rúm til að fjalla í þessum fáu orðum, en það er trúa mín, að þegar upp rís íslenskur bók- menntafræðingur sem skynjar og skilur smásagnagerð, þá verði smásögur Einars frá Hermundar- felli tilefni verðugrar bókmennta- legrar umfjöllunar. Ég sé hann fyrir mér, glettinn, gáfaðan, en umfram allt dreyminn með litlu harmóníkuna milli fingra sér. Jón Óskar. Kveðja Mánudaginn 15. júlí síðastliðinn kvöddum við í hinsta sinn Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli við fjölmenna, hátíðlega og síðast en ekki síst einkar persónulega at- höfn í Akureyrarkirkju. Auk hefð- bundinna útfararsiða hlýddum við á frábæran gítarleik Einars Krist- jáns Einarssonar, yngsta sonar þeirra heiðurshjóna, Einars og Guðrúnar, sem kvaddi föður sinn með því undurljúfa verki „Recu- erdos de la Alhambra", og Amar Jónsson, leikari, las af sinni þjóð- kunnu snilld ljóð Einars, „Ég man þú komst“. Einar Kristjánsson var fjölhæf- ur maður og lagði um ævina gjörva hönd á margt. Hann var bóndi, húsvörður við „Bamaskóla Islands“ um árabil, hagyrðingur,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.