Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Laugardagur 3. ágúst 1996 - DAGUR - 5
Þjóðin er ekki haldin neinum sljó-
leika gagnvart móðurmálinu
- segir Gísli Jónsson
Gísli Jónsson er að góðu kunnur
fyrir störf sín í þágu málvernd-
ar og -ræktar, bæði sem ís-
lenskukennari og pistlahöfund-
ur í Morgunblaðinu, en þættir
hans um íslenskt mál hafa birst
reglulega á síðum þess síðan
1979. Þessa dagana er bók með
sýnishornum úr þáttunum að
koma út, í tilefni fimmtíu ára
stúdentsafmælis Gísla.
Gísli er Svarfdælingur, fæddur
14. september 1925 á Hofi í
Svarfaðardal. Hann varð stúdent
við Menntaskólann á Akureyri
1946 og hóf þá nám við Háskóla
íslands í norrænudeild. Gísli
kenndi við Menntaskólann frá
1951, fyrsta árið lausráðinn, en
síðan varhann skipaður, eins og
tíðkaðist með kennara. Hann lét af
störfum fyrir u.þ.b. tíu árum og
segist hafa skilið afskaplega sáttur
við skólann.
„Mér fannst ég vera kominn á
leiðarenda, þannig að útilokað
væri að mér færi fram frá því sem
áður var. Hverjum manni fer aftur
þegar honum er fullfarið fram og
ég baðst því lausnar, fékk hana og
fór sáttur og þakklátur."
Gísli vill ekki nefna nein nöfn
þegar hann er spurður um minnis-
stæða nemendur, en segir þá hafa
verið marga, og ekki væri rétt að
fara að taka einhverja sérstaka út
úr. Hann lætur vel af nemendum
sínum, og segist hafa haft gaman
af að kenna. Aðspurður um hvort
hin fræga '68-kynslóð hafi ekki
verið honum þyngri í skauti en
aðrir nemendur, segir hann svo
ekki hafa verið. „Mér fannst ágætt
að kenna á þessum umbrotatím-
um. Að vísu voru til þeir menn
sem töldu siðferðilega rangt að fá
háar einkunnir, má segja að þeir
hafi verið svo miklir jafnaðar-
menn í sér. Kannski töldu sum
hver annað brýnna á þessum tíma,
en að læra íslensku, eins og til
dæmis að frelsa heiminn, en samt
sem áður var ég aldrei í neinum
vandræðum með þetta fólk, þetta
bara leið hjá."
Mannanöfnin eftirlæti Gísla
Eitt helsta áhugamál Gísla eru ís-
lensk mannanöfn, og hefur hann
lagt ómælda vinnu í að kanna
uppruna þeirra, útbreiðslu og
merkingu, þótt hann segi sjálfur
að hann sé „bara að dunda sér".
Þegar kemur að því að gefa
barni nafn, er ýmislegt sem skiptir
máli, smekkur foreldranna, merk-
ing nafnsins, hefð í fjölskyldunni
og fleira, en auk þessa eru á ís-
landi til mannanafnalög, sem
nokkur styrr hefur staðið um und-
anfarin ár.
Gísli segist hlíta forsjá Hall-
dórs Ármanns Sigurðssonar, for-
manns mannanafnanefndar og að-
alhöfundar nýju ¦ mannanafnalag-
anna, og treysta honum, hann telji
nefndina hafa unnið sitt starf af
mikilli samviskusemi eftir því
sem lög buðu.
„Ég held að í þessu efni eigi
ekki að gilda algjört og hömlu-
laust frelsi; mér finnst til dæmis
óeðlilegt að skíra stráka stelpu-
nöfnum og öfugt. í túlkun þessara
laga þarf samt að vera mikill
sveigjanleiki, því þarna er komið
mjög nálægt tilfinningalífi fólks
og smekk, og smekkur verður
aldrei lögleiddur."
Gísli segir fáránlegar nafngiftir
ekki vera nýjar af nálinni, og
nefnir dæmi um stúlku sem fædd-
ist á jóladag og var skírð Jólavía.
Hún  komst  snemma  að  því að
Mér finnst að flestar málvillur sem ég sé og heyri hjá fjölmiðlafólki séu til komnar vegna þess að það er ekki nógu gott í öðrum tungumálum.
Mynd: BG
Kristur var talinn eiga afmæli á
joladag, og breytti nafninu þegj-
andi og hljóðalaust í Kristín.
„Mín skoðun er sú að við eig-
um að reyna að varðveita fornar
hefðir og hvetja fólk til að velja
nöfn sem teljast vera smekkleg og
hafa góða merkingu. Eg held líka
að það sé grundvallaratriði að við
höldum þeim sið að vera son og
dóttir. Innan ákveðinna marka eig-
um við síðan að sýna af okkur
umburðarlyndi, frjálslyndi og
sveigjanleika."
Af ráðagóðum foreldrum
Gísli segist aldrei hafa hugsað sér
að gefa út bækur um mannanöfn,
hann hafi bara gaman af að grúska
og stundum geti hann svarað
spurningum fólks um merkingu
nafna, aldur þeirra, og útbreiðslu á
hverjum tíma. Hann segir samsett
nöfn erfiðari viðfangs en önnur og
nefnir nokkur dæmi:
„Stundum eru tvö nöfn tekin,
og þau skeytt saman, eins og nafn
stúlkunnar sem átti að heita eftir
Felix og Herdísi, og var skírð
Feldís. Bróðir hennar hét Eyþór,
og var fyrstur til að bera það nafn.
Hann átti að verða stúlka og heita
Þórey, en foreldrarnir voru ráða-
góðir og sneru bara kvenmanns-
nafninu við og bjuggu til Eyþór,
sem rann inn í málið. Þetta var
seint á átjándu öld, eða í byrjun
þeirrar nítjándu.
Fleiri nöfn hafa orðið til með
svona skemmtilegum hætti. Kona
nokkur dáði flugkappann Lind-
bergh og kom ekki annað til
greina en að tilvonandi sonur
hennar héti Lindberg. Svo fæddist
mær, og þá varð þetta vinsæla
kvenmannsnafn, Berglind, til."
Gtsli vinnur mest á Amtsbóka-
safninu að rannsóknum og skrif-
um sínum og segist hann kunna
bókasafninu þakkir fyrir athvarfið,
og aðstaðan sé góð. „Ég hef verið
hér í áratugi," segir hann, „þó ég
væri ekki svona þaulsætinn meðan
ég kenndi. Ég var þó oft hér, eink-
anlega á sumrin, og skrifaði heilu
bækurnar í gamla daga. Hér hefur
mér alltaf verið tekið af gestrisni."
Það er kappnóg starf að rann-
saka íslensk mannanöfn, og Gísli
verður örugglega ekki uppi-
skroppa með rannsóknarefni á
næstunni, enda telur hann að ís-
lensk nöfn séu 5000-6000. Þeim
hefur fjölgað gríðarlega síðan
fyrsta manntal á íslandi var tekið,
árið 1703, en þá voru þau innan
við þúsund. Þá hétu 28% allra
karlmanna í ísafjarðarsýslu Jón,
svo dæmi sé tekið, en í dag þykir
gott ef nafn kemst upp í tvö-þrjú
prósent.
Útlend tungumál ekki óvinir
Sumir hafa haft áhyggjur af áhrif-
um erlendra mála á íslenskuna, og
sjá óvin á fleti fyrir þegar þau eiga
í hlut. Gísli lítur ekki á útlend mál
sem óvini, en telur að við verðum
að gæta okkar gagnvan áhrifum
frá þeim og þurfum helst að kunna
þau vel.
„Mér finnst að flestar málvillur
sem ég sé og heyri hjá fjölmiðla-
fólki séu til komnar vegna þess að
það er ekki nógu gott í óðrum
tungumálum. Blaðamenn á fyrsta
hluta þessarar aldar voru svo góðir
í dönsku að þeir gerðu sér grein
fyrir því hvað var dönskusletta og
hvað ekki. Nú eru þeir orðnir svo
vondir í dönsku að þeir þekkja
ekki muninn. Þess vegna segja
fjölmiðlamenn „þjóðin telur" svo
og svo marga menn og „nú fer
hann út af og hvílir". Þetta er
svipað með ensku, margir halda til
dæmis að while í ensku þýði alltaf
á meðan, en það er líklega ekki
síður algengt í merkingunni, en.
Þess vegna heyrir maður að þessi
eða hinn þingflokkurinn hafi feng-
ið svo og svo marga þingmenn á
meðan hinn fékk svona marga.
Aðaltengingin og gagnstæðisteng-
ingin en er í stórhættu á íslandi
vegna vanþekkingar Islendinga á
ensku."
Verður aldrei uppiskroppa
Þátturinn íslenskt mál hefur verið
fastur liður á síðum Morgunblaðs-
ins, sl. 17 ár, og segir Gísli að allt-
af sé af nógu að taka.
„Það kemur ekki fyrir að ég
verði uppiskroppa, og fyrir það er
ég afskaplega þakklátur. Ég hefði
heldur aldrei getað haldið þessum
þætti úti svona lengi ef ég væri
ekki í lifandi sambandi við ótelj-
andi menn út um allt land. Þættin-
um var frá upphafi markaður sá
bás að hann ætti ekki að vera
dómstóll, og þaðan af síður eintal
sálarinnar. Hann á að vera vett-
vangur fyrir skoðanaskipti og það
sem menn vilja koma á framfæri."
Gísli fær bréf frá alls konar
fólki, bændum, sjómönnum, iðn-
aðarmönnum og menntamönnum,
en hann segist ekki finna stétta-
mun á málnotkun. „Það er kannski
helst, að langskólagengnu fólki
hætti til að tala stofnanaíslensku
og enskuskotinn stíl, uppfullan af
nafnorðum, í staðinn fyrir að tala
eða skrifa sagnsterkan íslenskan
stíl."
Árangur erfiðisins
Árið 1989 var Gísli sæmdur ridd-
arakrossi fálkaorðunnar og nú í
sumar fékk hann heiðursviður-
kenningu Lýðveldissjóðs fyrir
störf sín í þágu íslenskrar tungu.
Gísli gefur lítið út á fyrri viður-
kenninguna, en segir að honum
hafi þótt meira en lítið vænt um
hina síðari.
„Ég finn að það sem ég hef
verið að bauka í áratugi hefur þótt
einhvers virði, en ég lít ekki á
þetta sem svo að verið sé að veita
mér einhverja viðurkenningu um-
fram fjölda manna. Ég lít bara á
mig sem fulltrúa hins mikla hluta
íslendinga, sem vinnur út um allt
að vexti, viðgangi og varðveislu
íslenskunnar. Eg var svo heppinn
að verða fyrir valinu sem fulltrúi
hópsins. Hvað hina viðurkenning-
una snertir, er ég hlynntur þyí að
fálkaorðan verði lögð niður. Ég lít
svo á að hún sé bara leifar af
gömlum hégóma og tildri sem nú
er orðið úrelt. Ef þarf að verð-
launa menn fyrir eitthvað er hægt
að gera það með öðrum hætti."
Þegar Gísli er spurður hvort
erfiði hans fyrir íslenskuna hafi
borið árangur er hann fljótur til
Viðtal: Svanhildur
Hólm Valsdóttir
svars. „Já, já, árangur erfiðisins
var náttúrulega fyrst og fremst sá
hvað þetta var gaman meðan ég
var að kenna uppi í skóla. Það er
ekki lítil gæfa að fá að kenna
móðurmálið okkar og bókmennt-
irnar, gáfuðu fólki, góðviljuðu og
námfúsu. Það er auðvitað annarra
að dæma um árangurinn, en þetta
veitti mér gæfu í lífinu og ég er
Menntaskólanum á Akureyri
þakklátur, bæði fyrir að hafa feng-
ið að vera þar nemandi og kenn-
ari. Strax á fyrsta ári þar komst ég
til einhvers besta íslenskukennara
sem ég get hugsað mér, Halldórs
Halldórssonar. Hann er meistari
minn og ég hef aldrei á ævi minni
lært jafnmikið af nokkrum manni,
með jafnmikilli gleði á jafn-
skörnmum tíma."
Árangur þáttanna í Morgun-
blaðinu segir Gísli e.t.v. ekki vera
áþreifanlegan, en þó viti hann um
nokkur nýyrði sem hann hefur átt
þátt í að festa í sessi. Til dæmis
má nefna orðið símbréf, sem er
spariorð á móti faxi, alveg eins og
bifreið á móti bíl. Hann er stuðn-
ingsmaður þess að þýða enska
orðið season í íþróttum með leik-
tíð, en ekki eilífum vertíðum sem
hann segir hafa ergt sig mikið.
Orðið forvarnarstarf er runnið
undan rifjum Gísla, en hann segir
það til skamms tíma hafa verið
kallað fyrirbyggjandi starf.
„Ég hef reynt að styðja ýmis
nýyrði sem mér þykja góð og hef
verið í mjög góðu sambandi við
málfarsráðunauta fjölmiðlanna, og
heyri og sé í fréttum að starf
þeirra, sem ég ætla nú ekki að
eigna mér, ber árangur. Árangur-
inn af þáttunum í Morgunblaðinu
er auðvitað fyrst og fremst fólginn
í því að fjöldi fólks fær þarna
tækifæri til að koma áhugamálum
sínum á framfæri, og þeir sem lesa
þættina sannfærast þá um að þjóð-
in er ekki haldin neinum sljóleika
gagnvart móðurmálinu."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20