Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 1994
Stuttar fréttir
Múslimar/Kr6atar með
Búist er vlð að múslímar og
Króatar í Bosníu fallist á friðará-
ætlun með semingi.
Serbarámóti
Leiðtogar Bosníu-Serba segjast
reiðubúnir að hafna friðaráætlun
og leysa deiluna á vígvellinum.
FaraSÞ?
Ef Serbar hafna friðaráætlun
gæti það flýtt fyrir brotthvaríi
gæslusveita SÞ.
Kim ll-sung fordæmdur
Leiðtogar
Suður-Kóreu
fordæmdu Kim
heitinn Il-sung,
fyrrum leið-
toga Noröur-
Kóreu, fyrir að
hafa átt upp-
tökin að Kóreu-
stríðinu 1950-1953 og fyrir að
festa skiptingu skagans í tvennt.
Jarðarför frestað
Jarðarfór Kims Ils-sungs 'í
Norður-Kóreu hefur verið frestað
til þriöjudags, hugsanlega vegna
valdabaráttu.
Undirbúafund
Samningamenn ísraels og Jórd-
aníu undirbúa fund til að binda
enda á óvinskap landanna.
Sendihenraíiagi
Sendiherra Ómans í Alsír er
heill á húfi en hans var saknað i
tvo sólarhringa.
Hinnertýndur
Ekkert er vitað um hvar sendi-
herra Jemens í Aisír er niður-
kominn en hann hvarf með
sendiherra Ómans.
Adamssýnirhörku
Gerry Ad-
ams, leiðtogi
pólilísks arms
Irskalýðveldis-
hersins, brýndi
klærnar í gær
og sagði að þaö
væri ekki Breta
að ákveða
framtið Norður-írlands.
Engarviðræður
Helsti hópur stjórnarandstæð-
inga í Nígeríu þiggur ekki boð
herforingjastjórnarinnar um við-
ræður
Stýrimaðurtekinn
Norömaður sem var stýrimað-
ur á skipi Pauls Watsons hval-
veiðiandstæðings var handtek-
inn fyrir helgi.
Flóttamönnum bjargað
SÞ ætla að flytja hundruð só-
malskra ílóttamanna frá Jemen í
dag.
Aðstoð hætt
Helstu skipasmíöaþjóðir, þar á
meðal Norðurlöndin, hafa ákveð-
ið að leggja niður ríkisstyrki til
iðnaðarin
Dyianheillar
Bandaríski
þjóðlagapopp-
arinn Bob Dyl-
anhélttónleika
í Prag um helg-
ina og heillaði
álieyrendur
upp úr skón-
um, þar á með-
al Havei Tékklandsforseta,
Mótmæiaræðu
Hersijórnin á Haití ætlar aö
mótmæla ræöu Aristides, brott-
rekins forseta, sem útvarpað var
til landsins.
Sjösærðust
Sjö manns særðust í skotárás á
krá á Norður-írlandi í gærkvöldi,
Eeuter
Utlönd
Borgarastyrjöld í Rúanda:
Hjálparstarf i ógnað
vegna sprengjuregns
Mannskæð barátta uppreisnarliða
og stjórnarsinna við landamæri Rú-
anda og Zaire hefur komið í veg fyr-
ir alþjóðahjálp fyrir þurfandi ílótta-
menn. í gærkvöldi féllu sprengjur á
flóttamannabúðirnar í Goma og við
alþjóðlegan ílugvöll sem notaður er
af hjálparliðinu. Ákveðið var að slá
fresti á birgðaflutninga til flótta-
manna á meðan ástandið væri
ótryggt. Aíveg eins er búist við því
að bardögum linni á morgun því
uppreisnarsinnar telja að her stjórn-
arinnar sé við það að falla.
Sprengjur féllu á landamærastöð í
gærkvöldi sem urðu að minnsta kosti
25 flóttamönnum að fjörtjóni og aör-
ar sprengjur sprungu í flóttamanna-
búðunum í Goma en tölur um mann-
fall þar voru ótryggar. Mikil skelfmg
greip um sig í flóttamannabúðunum
og tugir manna tróðust undir, þar á
meðal fjöldi barna.
Blaðamann í Goma gátu heyrt
skothríð úr þorpinu Gisenyi í Rú-
anda í aðeins nokkur hundruð metra
íjarlægð. Leiðtogar stjórnar Hutu-
manna hafa flúið inn á verndarsvæði
Frakka í þorpinu Cyangugu þrátt
fyrir að Frakkar hafi lýst því yfir að
þeir væru óæskiiegir á svæðinu.
Reuter
Hermenn frá Zaire reyna að hafa einhverja stjórn á flóttamannastraumnum til Goma. Mannskæð barátta uppreisn-
ariiða og stjórnarsinna við landamæri Rúanda og Zaire hefur komið í veg fyrir alþjóðahjálp fyrir þurfandi fióttamenn.
Símamynd Reuter
Araf at kref st gæsluliðs
Miklar óeirðir brutust út milli Pal-
estínumanna og ísraelskra her-
manna á Gaza-svæðinu og tveir Pal-
estínumenn féllu í valinn og tugir
særðust. Arafat krafðist þess að al-
þjóðleg verndarsveit yrði kölluð til
gæslu á svæðinu. Utanríkisráðherra
Israels, Yossi Beilin, taldi enga þörf
á alþjóðlegu gæsluliði. „Arafat verð-
ur að skilja það að við verðum að
leysa okkar vandamál sjálfir í sam-
einingu, alþjóðlegt hjálparlið mun á
engan hátt hjálpa okkur að leysa
vandann," sagði Beilin.
Reuter
Vísindamenn ánægðir með halastjömuárekstra:
Biðu eftir risahvelli á
Júpíter í morgunsárið
Á þessari myndaröð úr Hubble geimsjónaukanum sést hvar fyrsta brotið
úr halastjörnunni Shoemaker-Levy 9 rekst á yf irborð Júpíters.
Simamynd Reuter
Stjarnfræðingar biðu spenntir í
morgun eftir því að annar bútur úr
halastjörnunni Shoemaker-Levy 9
keyrði inn í reikistjörnuna Júpíter á
fullri ferð. Þeir áttu von á miklu
stærri hvelli en varð á laugardags-
kvöld þegar fyrsta brotið rakst á
Júpíter.
Areksturinn varð klukkan tæplega
hálfátta aö íslenskum tíma í morgun
og var afl hans 25 sinnum meira en
á laugardagskvöld þegar eldglæring-
ar stigu eitt þúsund kílómetra upp
fyrir yfirborð Júpíters. Brotið sem
rakst á Júpíter í morgun er það sjö-
unda í röðinni og kallað G.
Bestu myndirnar af árekstrunum
hafa komið frá Hubble geimsjónauk-
anum og sýna þær hvar halastjörnu-
brotin æða í gegnum ammóníaksský-
in sem hylja Júpíter og rekast síðan
á loftkennt yfirborð plánetunnar
með gífurlegri sprengingu.
Eugene Shoemaker, stjörnufræð-
ingurinn sem uppgötvaði halastjörn-
una, sagði að svo virtist sem spreng-
ingin orsakaði gífurlegar jarð-
skjálftabylgjur sem sæjust á mynd-
unum úr Hubble. Heidi Hammel,
starfssystir Shoemakers í hópnum
sem rannsakar myndimar, sagði aft-
ur á móti aö þetta væru hugsanlega
leifar af halastjörnubrotinu um-
hverfis árekstursstaðinn.
Fyrsta brotiö sem féll á laugardags-
kvöld skildi eftir sig far á yfirborði
Júpíters á stærð við jörðina í þver-
mál.
Alls fellur 21 brot úr Shoemaker-
Levy 9 halastjömunni á Júpíter og
er búist viö að árekstrahrinunni
Ijúki næstkomandi fóstudag. Reikn-
að er með öflugustu árekstmnum
seint á miðvikudagskvöld eða aðfara-
nótt fimmtudagsins þegar fjögur
halastjömubrotlenda. Reuter
Amsterdamdúf-
urnarápilluna
Eyþór Edvaröason, DV, Hollandj:
Borgaryfirvöld í Amsterdam
hafa ákveðið að hefja aðgerðir til
að fækka þeim hundruðum þús-
unda dúfna sem í borginni búa,
Þeim hefur flölgað stórlega und-
anfarin ár en ekki er vitað hvað
veldur þessari miklu frjósemi.
Þaö sem vakir fyrir borgaryfir-
völdum er að minnka óþrifnað-
inn af völdum dúfnanna auk þess
sem í skít þeirra eru efni sem
valda tjóni á byggingum og minn-
ismerkjum.
í samráði við sérfræðinga og
dýraverndunarsamtök var
ákveðið að gefa dúfunum þrisvar
til flórum sinnum í viku sér-
stakan mat sem inniheldur efni
sem hefur áhka eiginleika og pill-
an. Búist er við 50 til 60 prósent
minni frjóserai.
Ellemann-Jens-
eneinangraðurí
gagnrýnisinni
Uffe Elle-
mann-Jensen,
fyrrum utan-
ríkisráðherra
Danmerkur,
viröist standa
einn í gagnrýni
sinni á dönsku
ríkisstjórnina
fyrir framgöngu hennar i vali nýs
forseta framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins.
Danska stjórnin hafði stungið
upp á Poul Schlúter, fyrrum for-
sætisráðherra, sem frambjóð-
anda Danmerkur í stöðuna en
Ellemann-Jensen sagði að það
hefði aðeins verið liður í innan-
ríkispólitískum leik.
Poul Nyrup Rasmussen forsæt-
isráðherra og fleiri vísa þeim full-
yröingum alfarið á bug.
Það var svo forsætisráðherra
Lúxemborgar, Jacques Santer,
sem hreppti hnossið. Rítzau