Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 Félagsheimili - Mötuneyti - Einstaklingar Tilboð óskast í 125 stk. rauða stálstóla, 20 stk. kringlótt borð á stálfæti, 7 ferköntuð borð á stálfæti, 28 stk. 3ja fóta stóla með trésetum. Tilboð óskast í allan pakkann eða einstakar einingar. Allar nánari upplýsingar í símum 37801 og 37810 milli kl. 9 og 18. Fréttir ^Saumasponiö spor til sparnaðar Bernina, New Home og Lew- enstein heimilis-, lok- og iðn- aðarsaumavélar. Ykk - fran- skir rennilásar og venjulegir rennilásar í úrvali, frá 3 cm upp í 200 m. Giitermann- tvinni, saumaefni og smávör- ur til sauma. Föndurvörur. Saumavéla- og fataviðgerðir. Símar 45632 og 43525 - fax 641116 ISPRAY HÁRSPRAY Hárspray sem stífnar ekki strax. Unnið úr náttúrulegum efnum. HARGREIÐSLUSTOFAN Klapparstíg, sími 13010 UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: „Nesjavallaheimreið - klæðing" Verkið felst í að endurbæta og leggja efra burðarlag og klæðingu á um 800 m kafla af Nesjavallaheim- reið á Nesjavöllum. Einnig skal koma fyrir Ijósastólp- um og ganga frá veglýsingu ásamt lagningu raf- strengja með fram vegarkaflanum. Helstu magntölur eru: Neðra burðarlag, 2000 m3 Efra burðarlag, 500 m3 Tvöföld klæðing, 5000 m2 Ljósastólpar, 22 stk. Verkinu skal lokið 1. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24. ágúst 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - simi 25800 Opna úr Alt for damerne þar sem sagt er frá „draumabrúðkaupinu“ á Tahítí. Einar Már Guðvarðarson og Susan Christiansen frá Danmörku: Fengu „draumabrúðkaup“ á Tahítí í verðlaun - urðu hlutskörpust í smásagnasamkeppni tímaritsins Alt for dameme Par búsett á Islandi gekk nýlega í hjónaband á Tahítí eftir að hafa hlot- ið „draumabrúðkaup" í verðlaun fyrir þátttöku í smásagnasamkeppni danska tímaritsins Alt for damerne. Þetta voru þau Einar Már Guðvarð- arson myndhöggvari og Susan Christiansen frá Danmörku. Þau eru búsett aö Ljósaklifi í Hafnarfirði. Einar Már sagði í samtah við DV að það hefði átt vel við að gifta sig á framandi slóðum þar eð þau Susan væru hvort frá sínu landinu. Hann sagði að ferðin hefði verið metin á um hálfa milljón króna. Hjónin gengu í það heilaga á eyj- unni Moorea sem er skammt frá Tahítí - fyrst með borgaralegri vígslu en síðan á hefðbundnari hátt að hætti innfæddra. Blaðamaður frá Alt frá Damerne fylgdist með öllu saman og fór brúðkaupiö fram með miklum glæsibrag á framandi hátt af hálfu þeirra sem að því stóðu. Greint er frá brúðkaupi Einars Más og Susan á Tahití í tölublaði tímarits- ins sem kom út þann 23. júní. Um- fjöllunin er á fimm síöum og birtist m.a. opnumynd af hamingjusömu parinu. Sagan í smásagnakeppni blaðsins, sem varð til þess að parið vann ferð- ina til Tahítí, var valin úr rúmlega hundrað sögum sem sendar voru í keppnina. Susan sá um að skrifa sög- una sem fjallar m.a. um par sem er ákveðið í að eigast. Hún hefur verið birt í danska tímaritinu. Menning Sigurður Ami Sigurðsson á Kjarvalsstöðum: Tréogekki tré I skrá að sýningu Sigurðar Áma vitnar Bernard Marcadé í orð Leonardos um það að upphaf mál- arahstarinnar megi rekja til „skuggamyndar af manni sem sól- in varpar á vegg“. Ennfremur minnir Marcadé á frásögn Plíníus- asr eldri um Díbutate, dóttur leir- kerasmiðs í Sýkíon. Elskhugi hennar var aö fara í langferð og hún teiknaði útlínur skuggamynd- ar hans á vegg. Þetta atvik hefur einnig verið nefnt upphaf málara- hstarinnar en sýnir jafnframt, að áhti Marcadé, að málarahstin snú- ist fyrst og fremst um hverfulleik- ann; það sem ekki er til staðar. Málverk Sigurðar Árna geta mæta- vel fallið undir slíka skilgreiningu, jafnvel þótt þau séu fyllilega til SKOUTSALA ecco Laugavegi 41 - sími13570 (X&WRSLic^ PÓ'RÐA'R gpceðb' Ofy pj&vuAátoi/ KIRKJUSTRÆTI8 SlMI 14 18 1 staðar sjálf. Sigurður fæst við blekkingagaldur öðram þræði og bendir á að ekki sé allt sem sýnist. Heimur blekkinga Margar mynda Sigurðar Áma eru þess eðlis að íjarskj og nánd eru afstæð hugtök. Myndheimur Sigurðar Árna er í stórum dráttum kúlur sem verða að götum og öfugt. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Sjónarspilið er í formi endurtekn- inga og sjónhverfinga líkt og hjá M.C. Escher, en þó innan náttúru- legs myndmáls. Málverk Sigurðar Árna sigla lygnan sjó á milli hins þekkta og hins óþekkta. í þeim má í senn þekkja mótíf á borð við tré, ost, skálar, landslag o.fl. En um leið verður ljóst að þar er einungis um að ræða samspil frumforma á striga. Þannig týnist áhorfandinn ekki í eigin blekkingu, heldur opn- ar málverkið og lokar eins og glugga sem hann getur skoðað beggja vegna. Jafnframt því opnast honum fleiri gluggar að leyndar- dómum málverksins. Vinnubrögð á borö viö þessi minna á fleiri meistara ljóðrænna sjónblekkinga á borð við súrrealistann Magritte. Sigurður Árni hefur undanfarið búið í París og án efa gætir áhrifa frá dvöl hans þar í þessum verkum. Náttúrutengsl og garðar Leikur Sigurðar aö frumformum hefur leitt hann frá stjörnum him- ingeimsins að loftmyndum af trjá- krónum lystigarða. Og nú er hsta- maðurinn upptekinn við að gera líkön af slíkum görðum þar sem samspil kúlu- og hringforma og skugga þeirra er ágengara en í málverkunum, jafnframt því sem náttúrutengshn eru skýrari. Út- færsla slíkra hugmynda hlyti þó fremur aö veröa á plani hins leik- hússlega en hversdagslega. Til að veita garðahugmyndum síniun rómantískara yfirbragð og kveikja e.t.v. tengsl við ævintýraheima, útópíur og paradísir, hefur Sigurð- ur jafnframt gert vatnslitamyndir sem eru afar athyglisveröar vegna næmrar útfærslu í anda Muggs. Rómantíkin svífur einnig yfir vötn- um í erótískri myndröð þar sem hugmyndin um það sem hulið er sjónum togast á við hið sýnilega líkt og í málverkum hstamannsins. Hér er um að ræða sýningu sem er í senn heilsteypt og veitir innsýn í þá baráttu á milii innri og ytri veruleika, fyrirmyndar og fom- myndar, sem á sér stað á mörgum vígvelh samtímahstar. Sigurður Ámi er greinilega að fikra sig yfir í þrívíddina og verður spennandi að sjá hvort blekkingagaldurinn helst samur þar og í málverkum hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.