Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 Fréttir Jóhanna Sigurðardóttir um úrsögn sína úr Alþýðuflokknum: Fólk vill sjá nýjar áherslur í pólitík - mun skoða betur hverjir styðja nýja samfýlkingu jafhaðarmanna „Eg er nú þingmaður utan flokka og tek mál fyrir mál eftir því sem þau koma á þingi. Ég geri mér grein fyrir því að sú staða sem ég er í er erfið og þá á ég við aðgang að nefndastörf- um og upplýsingum þaðan. Ég kvíði því ekki og get unnið mig út úr því. Ég hef ekki setiö tvo síðustu þing- flokksfundi Alþýðuflokksins en ég taldi rétt að niðurstaða fengist í málið nú, bæði vegna þingflokksfundar í dag og þess að þing er að koma sam- an,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokksins, en hún hefur sagt sig úr Alþýðuflokkn- um. „Ákveðin kaflaskipti hafa orðið hjá mér í stjómmálaþátttöku þar sem ég hef sagt skilið við Alþýðuflokkinn. Nú mun ég skoða hvemig ég get unn- ið jafnaðarstefnunni best fylgi og mun taka mér tíma í það. Málefnagrund- völlurinn er álveg skýr en ég mun skoða betur hverjir em tilbúnir til liðs við samfylkingu jafnaðcumanna. Fólk gerir kröfur um ýmsar breyting- ar og mér finnst að það þurfi nýtt stjómmálafl óháð félagshyggjuflokk- unum. Þar sé fundinn vettvangur fyr- ir fólk sem vill sjá nýjar áherslur í pólitíkinni burtséð frá fjórflokkakerf- inu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokksins. En hveijar skyldu vera ástæðumar fyrir úrsögninni? „Djúpstæður ágreiningur hefur verið milii mín og forystu Alþýðu- flokksins varðandi velferðarmálin, einkavæðingu, aðiid að Evrópusam- bandinu,“ segir hún og minnir á að hún hafi beðið lægri hlut í formanns- kosningum í sumar. Eftir flokksþing- ið hafi verið ljóst að fremur hafi átt að herða tökin en hitt og „skapa þeim ekki skilyrði til að vinna innan flokksins sem vildu starfa með öðrum hætti en forystan, bæði að stefnumál- um og starfsháttum og vinnubrögð- um innan flokksins," segir Jóhanna. „Þetta er náttúrlega ekki auðveld ákvörðun fyrir mig sem er búin að starfa lengi innan Alþýðuflokksins en ég taldi bara best miðað við núver- andi aðstæður að leiðir minar og Al- þýðuflokksins skildu núna. Mér finnst flokkurinn hafa færst of mikið til hægri í ýmsum máiurn," segir hún. Bréf Jóhönnu: Skilekkisár við neinn Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokksins, hefur sent formanni Alþýöu- flokksins og helstu forystumönn- um hans bréf þar sem hún segir sig úr Alþýðuflokknum. í bréfinu rekur Jóhanna þann djúpstæða ágreining sem hefur verið milli forystumanna flokksins og riíjar upp átökin á flokksþinginu í sum- ar. „ Alþýöuflokkurinn er stoftiun - tæki til að framkvæmda hugsjón- ir jafhaðarstefhunnar sem sam- einað hefur okkur í einum flokki Þegar tækin til að hrinda hug- sjónum jafnaðarstefnunnar í framkvæmd eru farin að snúast upp í andhverfu sína og spilla jarðveginum í stað þess að rækta hann þá fær flokkurinn aðra merkingu og veröur eins og um- búöir án innihalds," segir hún í bréfinu. Jóhanna þakkar félögum sín- um innan flokksins samstarfiö og óskar þeim hins besta í fram- tíðinni. Hún segist ekki skilja sár við neinn í Alþýöuflokknum. Viöbrögð flokksforingja viö úrsögn Jóhönnu: Mikið áfall fyrir Alþýðuflokkinn „Úrsögn Jóhönnu Siguröardóttur andrúmslofti kosningabaráttu. Hún kemur ekki a ovart miöað við at- buröi síðustu mánaða en hins vegar eru þetta auðvitað stór tíðindi í ís- lenskri stjórnmálasögu. Úrsögnin er mikið áfall fyrir Alþýðuflokkinn og Jón Baldvin Hannibalsson sem gerði það að grundvelli formennsku sinnar að sameina sterk og víðtæk öfl í flokknum. Alþýðuflokkurinn virðist vera að tætast í sundur,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, um úrsögn Jóhönnu Sigurðardóttur úr Alþýðuflokknum. „Samstarfið við Jóhönnu Sigurðar- dóttur gekk ágætlega í ríkisstjórn. Miðað við það sem á undan er gengið er úrsögn Jóhönnu nánast formsatr- iði. Jóhanna hefur fram að þessu borið ábyrgð á verkum þessarar rík- isstjómar eins og aðrir og varið gjörðir hennar. Það má vel vera að hún kjósi aö hafa þar annan hátt á í hefur engar skyldur við ríkisstjórn- ina eftir aö hún segir sig úr Alþýðu- flokknum," segir Davíð Oddsson for- sætisráöherra. „Mér finnst að timi hafi verið til kominn að Jóhanna segði sig úr flokknum eða lýsti yfir að hún væri ekki að hugsa um sérframboð. Ég sagði strax í sumar að hún ætti að sitja kyrr sem ráöherra því að hún hefur verið í flokknum svo lengi að hún ber mikla ábyrgð á því sem þar hefur veriö gert. Þetta hlýtur að vera mjög afdrifaríkt fyrir Álþýðuflokk- inn og ekki gott að segja hvaða áhrif það hefur á íslenska flokkaskipan," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kvennaiista. ,J>etta hefur legið í lofl- inu í allt sumar og bara spuming hvenær það myndi gerast," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Úrsögnin mikil vonbrigði „Það em mér mikil vonbrigði að inn en það sem sundur slítur,“ segir þessar urðu lyktir málsins þó aö það Guðmundur Ámi Stefánsson, vara- hafi óneitaniega legið í loftinu um formaður Alþýðuflokksins, um úr- nokkurra vikna og mánaða skeiö. sögn Jóhönnu Sigurðardóttur úr Al- Það er auðvitað langtum meira sem þýðuflokknum. sameinar Jóhönnu og Alþýðuflokk- Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaóur. Hún hefur nú sagt skilió vió Alþýöu flokkinn. Stuttar fréttir Lánþegar í vanskiium Um fimmti hver lánþegi í hús- bréfakerfinu er með lán sín í van- skilum hjá Húsnæðisstofnun rík- isins. Um þúsund húskaupendur hafa sótt um greiðsluerfiðleika- lán. Mbl. greindi frá þessu. Fleiriáútieið Bókanir í utanlandsferðir í haust og vetur em fleiri en á sama tíma í fyrra. Skv. Mbl er vaxandi eftirspurn eftir stuttum ferðum til stórborga í Evrópu. Faldar vatnsiagnir Faldar vatnslagnir í húsveggj- um kosta húseigendur a.m.k. miiljarð á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem Einar Þorsteinsson vann fyrir Rannsóknastofnun byggingariðnaöarins. Handalögmálum spáð Kattaeigendur em ævareiðir vegna laga sem banna kattahald í blokkum frá næstu áramótum Formaður Félags kattavina spáir handalögmálum vegna þessa. Stöð tvö greindi frá þessu. Nýttstéttarfélag Atvinnuflugmenn hjá Atlanta- flugfélaginu hafa stofnaö nýtt stéttarfélag. Margir þeirra hafa nú þegar sagt sig úr Félagi ís- lenkra atvinnuflugmanna. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, um sérframboð Jóhönnu Sigurðardóttur: Verður skammlíft ævintýri - heiðarlegur stjómmálamaður hefði gert hreint fyrir sínum dyrum „Hafi Jóhanna frá upphafi verið ósátt við störf Alþýðuflokksins, stjómarmyndun með Sjálfstæðis- flokki eða niðurstöður í einstökum málum þá útheimtir heiðarleikinn það að viðkomandi segi af sér trúnað- arstörfum og taki upp baráttu innan flokks fyrir sínum sjónarmiðum. Það er ekki bæði hægt að sitja í ríkis- stjóm og vera í stjómarandstöðu í ríkisstjóm. Þetta hefur skaðað Al- þýðuflokkinn á imdanfomum árum. Engu að síöur hefur Jóhanna setið,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins, um úrsögn Jóhönnu Siguröardóttur úr Alþýðuflokknum. „Á flokksþinginu hét Jóhanna því að una niðurstöðum flokksþingsins. Það hefur hún ekki gert. Heiðarlegur stjómmálamaður hefði átt að gera hreint fyrir sínum dyrum og fara ekki í viðræður við aðra stjómmála- flokka fyrr en hún hefur gert upp hlutína við sína samstarfsmenn. Jó- hanna hefur aldrei óskað eftir fundi í þingflokki Alþýðuflokksins né stofnunum flokksins eftir flokksþing til að gera upp ágreiningsmálin og kasta kveðju á fjölmarga stuðnings- menn sína,“ segir hann. „Ég ræð ekki einn ferðinni í Al- þýðuflokknum og hef oft orðið undir í afgreiðslu einstakra mála. Ég hef hins vegar aldrei hótað brottfor ef ég næði ekki öllu mínu fram. Jó- hanna hefur oftsinnis hótað afsögn. Hún hefur iðulega farið fram opin- berlega með ágreiningsmálin í stað þess að ræða þau til þrautar innan flokksins og una þar niðurstöðum sem er hin einfalda lýðræðislega regla. Hún hefur með öðrum orðum gert sig seka um það sem hún bregð- ur mér um. Þetta em óheiðarleg vinnubrögð en Jóhanna hefur aldrei gert sér grein fyrir því því að hún á bágt með að setja sig í annarra spor og er að upplagi ekki mjög tillitssöm gagnvart öðram,“ segir hann. Jón Baldvin Hannibalsson segir að það hafi skaðleg áhrif þegar forystu- maður segi sig úr flokknum. „Alþýðuflokkurinn hefur alltaf rétt sig við aftur og þá sem hafa klofið flokkinn hefur ævinlega dagað uppi í íslenskri pólitík. Þótt ég sé ekki sjá- andi um óorðna hluti spái ég því að þetta verði skammlíft ævintýri. Ég óska Jóhönnu alls góðs þó að mér þyki þessi ákvörðun hennar misráð- in,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson um úrsögn Jóhönnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.