Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Sýningar Ásmundarsafn Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Ásmund Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber yfir- skriftina „Hér getur ailt gerst". Sýningin er opin alla daga frá 10-4 og mun standa til áramóta. Café Mílanó Faxafeni 11 Nú stendur yfir samsýning listkvenna frá Stúdíó Höfða. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9- 23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud., laugard. og sunnud. kl. 9-23.30. Eden Hveragerði Þar stendur yfir sýning Sigmars V. Vilhelmssonar á vatnslitamyndum og pennateikningum. Einnig sýnir Bragi Einarsson pennateikningar, vatnslita- myndir og kolateikningar af ýmsu þekktu fólki og Hvergerðingum. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Vesturíslenska listakonan Móa Romig Boylessýn- ir verk sín dagana 17. september til 2. október. Verk Móu eru mjög óvenjuleg og vinnur hún úr ýmsum efnum, t.d. tuskum, leir, pappa, tré o.fl. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 12-18 en frá 14-18 um helgar. Gallerí Birgis Andréssonar Kristján Steingrímur Jónsson sýnir verk sín í Gall- eríi Birgis Andréssonar. Sýninguna kallar Kristján Steingrímur „Horfur". Sýning þessi er innsetn- ing/installation þar sem allt rými sýningarsalarins er nýtt sem ein heild. Sýningin er opin á fimmtu- dögum frá kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. Gall- erí Birgis er til húsa á Vesturgötu 20, á horni Vest- urgötu og Norðurstígs. Gallerí Borg Pétur Gautur Svavarsson sýnir um tuttugu og fimm ný olíumálverk sem öll eru tjl sölu. Sýningar- salurinn er opinn alla virka daga kl. 12-18 og 14-18 laugardaga og sunnudaga. Sýningin mun standa til 25. september. Galleri einn einn Skólavöröustíg 4a Laugardaginn 17. september var opnuð sýning Þorbjargar Pálsdóttur og stendur hún til 29. sept- ember. Þorbjörg sýnir nýja skúlptúra og eldri verk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Gallerí Fold Laugavegi118d Laugardaginn 10. september kl. 15 var opnuð í baksal Gallerí Foldar, Laugavegi 118d (gengið inn frá Rauðarárstíg), sýning á verkum Eggerts Magn- ússonar listmálara. i kynningarhorni gallerísins sýnir Kristín Geirsdóttir pastelmyndir. Opið dag- lega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur sunnudaginn 25. september. Allar myndirnar eru til sölu. Galleri Greip Hverfisgötu 82 Snæfríð Þorsteins sýnir verk í grafískri hönnun og iðnhönnun sem hún vann á frjálslegan hátt með þemað um ritlistina að leiöarljósi. Sýningin er opin alla daga vikunnar að mánudögum undan- skildum fré kl. 14-18 en henni lýkur 28. septemb- er. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugar- daga kl. 11-14. Gallerí Regnbogans I Regnboganum er nú sýning á málverkum Egils Eðvarðssonar. Á sýningunni mun Egill sýna olíu- málverk úr myndröðinni Árstíðirnar. Galleríið verð- ur ávallt opið þegar kvikmyndasýningar standa yfir. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Þar stendur yfir 9. einkasýning Guðrúnar Gunnars- dóttur. Á sýningunni eru Þráðarverk unnin úr vír og gúmmíi. Sýningin stendur til 5. október. Gallerí- ið er opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18. Lokað mánudaga. Galieri Sólon islandus Laugardaginn 17. september opnaði Thor Vil- hjálmsson rithöfundur myndlistarsýningu. Þar sýnir hann myndir unnar með blandaðri tækni (vatnslitamyndir, krítarteikningar og gvass) sem hann hefur unnið að undanfarin ár jafnframt rit- störfum. Sýningin stendur til 3. október og er opin alla daga frá kl. 11-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Eggert Pétursson sýnir í Galleríi Sævars Karls 16. sept. til 6. okt. Verkin á sýningunni eru máluð með mörgum lögum lita og olíu á striga. Þau eru unnin á undanförnum þremur árum. Sýningin er opin á verslunartímum á virkum dögum frá kl. 10- 18. Gerðuberg Núna stendur yfir sýning á verkum Ingu Svölu Þórsdóttir í Menningamiðstööinni Gerðubergi. Á sýningunni eru skúlptúrar og tilheyrandi textar, video, Ijósmyndir og teikningar. Sýningunni er ætlað að kynna þjónustu sem Inga Svala býður upp á og nefnir Thór's daughter's pulverization service. Sýningin er opin frá kl. 10—21 mánudag til fimmtudag og frá kl. 13-17 föstudaga til sunnu- daga. Sýningunni lýkur 2. október. Hafnarborg Strandgötu 34 Margrét Þ. Jóelsdóttir opnar myndlistarsýningu sína „Gluggað" laugardaginn 24. september kl. 14. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir og pastelmyndir, auk frístandandi mynda, en ekk- ert verkanna hefur áður verið sýnt opinberlega. Sýningin stendur til 10. október og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. i Sverrissal er sýning á vatnslitamyndum eftir Jóhannes Kjar- val. Laugardaginn 24. september opna Dröfn Guðmundsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir sýningu sína. Sýningin ber nafnið „Gler og graf- ík". Dröfn sýnir glerskúlptúra en Margrét grafík- myndir. Kaffistofan er opin frá kl. 10-18 virka daga og frá kl. 12-18 um helgar. Hótel Holidaylnn Edda María Guöbjörnsdóttir opnar málverkasýn- ingu laugardaginn 24. september kl. 14 á tæplega 30 olíumálverkum. Sýningin er opin frá kl. 10-22 alla daga vikunnar. Kjarvalsstaðir Laugardaginn 24. september kl. 16 verður form- lega opnuð að Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Magnúsar Pálssonar. Magnús hefur um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra framúr- stefnulistamanna og einkum unniö skúlptúra, umhverfisverk og performansa. Sýningin verður opin daglega frá 24. september til 23. október frá kl. 10-18. Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin á sama tíma. Sýningar Listgallerí Listhúsinu i Laugardal Þar stendur yfir útgáfusýning bókarinnar, „Lækna- bókin, heilsugæsla heimilanna". Listgalleríið er opið 10-18 virka daga, 10-16 á laugardögum og 14-16 á sunnudögum. Listahornið Skólabraut 31, Akranesi Hólmfríður Valdimarsdóttir sýnir vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 31. september. Listasafn Akureyrar Laugard. 3. sept. voru opnaðar 2 myndlistarsýn- ingar. Helgi Vilberg sýnir verk sem eru upplifanir og hughrif frá náttúrunni, færð í nær óhlutlægan búning. i vestursal sýnir Jón Sigurpálsson gólf- og veggmyndir sem allar eru frá þessu ári. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sýningarnar standa til 28. sept. Listasafn ASÍ Grensásvegi Þar stendur yfir sýning Þórdísar Rögnvaldsdóttur á olíumálverkum og mun sýningin standa til 25. september. Opið daglega kl. 14-19 nema miðviku- daga. Listasafn Einars Jónssonar Niarðargötu, simi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Lokað desember og janúar. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyjugötu. Listasafn ísiands i tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins stend- ur nú yfir sýningin i deiglunni 1930-1944, Frá alþingishátíð til lýðveldisstofnunar - islenskt menningarlíf á árunum 1930-1944. Sýningin mun standa yfir fram í október. Safnið er opið alla daga nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Kópavogs- Geröarsafn Hamraborg 4, Kópavogi, simi 44501 i Gerðarsafni stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Sýningin stendur til 25. september. Safn- ið er opið frá 12-18 alla virka daga nema mánu- daga. Kaffistofan opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 islandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræða hátíðarsýningu í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis- ins. Sýningin mun standa til áramóta. Safnið er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Listasafn Háskóla Íslands í Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kI. 14-18. Að- gangur að safninu er ókeypis. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Þar stendur yfir sýning á verkum Jenny Holzer en hún er einn af virtustu listamönnum sam- tímans. Hluti sá sem er til sýnis á Mokka saman- stendur af 14 Ijósmyndum af skinni og á það hefur Jenny Holzer handritað texta en texti hefur verið aðalviðfangsefni hennar til þessa. Sýningin nefnist „Lostamorð" og fjallar um nauðganir á konum í Bosníu. Tilvitnanir sem ritaðar eru á hör- undið eru tilvitnanir í fórnarlömb, gerendur og áhorfendur/syrgjendur. Textann vann Jenny Holzer upp úr vitnisburðum og fréttum, skrifaði á skinn sem síðan var Ijósmyndað. Sýningin stendur yfir í mánuð. Opið er frá kl. 9.30-23.30 alla daga nema sunnudaga frá kl. 14-23.30. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Sérsafn á sviði lækningaminja. i safninu eru sýnd- ar minjar sem tengjast sögu heilbrigðismála á Ís- landi frá miðri 18. öld og fram til okkar daga. Á tímabilinu 15. september 1994 til 14. mai 1995 verður enginn tiltekinn opnunartími en safnið ein- ungis opið samkvæmt umtali. Er þeim sem hafa áhuga á að skoða safnið bent á að hafa samband við skrifstofu’þess í síma 611016. Nýlistasafnið v/Vatnsstig Laugardaginn 24. september kl. 17 opnar Ólafur Lárusson myndlistarmaður sýningu. I neðri sal vinnur hann innsetningu og í efri sölum verða sýnd verk unnin i blandaða tækni. Gestur í Setu- stofu að þessu sinni er Arnfinnur R. Einarsson. Hann sýnir úrval myndbanda og tölvuverk. Safnið er opið daglega frá 14-18. Sýningarnar standa til 9. október. Norræna húsið Laugardaginn 24. september kl. 14 opnar Haf- steinn Austmann sýningu á oliumálverkum og vatnslitamyndum. Til sýnis eru verk sem unnin voru á timabilinu frá 1984 til 1994. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19 og lýkur 9. október. í andyri Norræna hússins stendur yfir sýning á áug- lýsingaveggspjöldum af norrænum kvikmyndum. Veggspjöldin spanna 30 ára tímabil norrænna kvikmyndaauglýsinga. Leiðin til lýðveldis Viðamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóð- skjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum, bún- ingum, vaxmyndum og mörgu öðru, sem tengist sögu sjálfstæðisbaráttunnar frá dögum Fjölnis- manna 1830 til lýðveldishátíðar 1944, hefur verið opnuð í Aðalstræti 6 - gamla Morgunblaðshús- inu. Sýningin mun standa til 1. desember. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sýningarsal- ur Þjóðminjasafnsins v/Suðurgötu verður lokaður til 1. október. Ófeigur listmunahús Skólavöröustig 5 Fimmtudagin 22. september opnaði Inga Elín Kristinsdóttir gler- og leirlistarkona sýningu á verk- um sínum. Um leið opnar hún í sama húsi list- munaverslun þar sem úrval listmuna hennar verð- ur til sölu, svo sem glermyndir, bæði í glugga og á veggi, diskar og bollar úr postulini, glerskálar, lampar, Ijósker og kertastjakar, glerlampar og Ijós, nælur vasar og margt fleira. Sýningin stendur í eina viku en listmunahús Ingu Elínar verður ppiö framvegis virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-14. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirói, simi 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 1 &-18. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, simi 13644 Nú stendur yfir sýning á myndum sem Ásgrímur málaði á Þingvöllum. Sýningin mun standa fram í nóvember. Safnið er opið laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13.30-16. Sjóminjasafn islands Vesturgötu 8, Hafnarfiröi, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga kl. 13-17. Edda María Guðbjörnsdóttir sýnir tæplega 30 olíumálverk á Holiday Inn. Málverkasýning á Holiday Inn Sýning verður opnuð á á verkum Eddu Maríu Guðbjörnsdóttur á Holiday Inn á laugardag kl. 14. Sýnd verða tæplega 30 olíumálverk. Þetta er fimmta einkasýning Eddu en hún hefur m. a. sýnt í Hafnarborg, Mál- araglugganum, á Vopnafirði og Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn. Verkin eru unnin á tveimur síðustu árum. Síðasta sýningarhelgi: Olíuverk í Fold Á sunnudag lýkur sýningu á olíu- verkum Eggerts Magnússonar og kynningu á pastelmyndum Kristínar Geirsdóttur sem undanfarið hefur staðið yfir í Gallerí Fold, Laugavegi 118. Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18 nema sunnudag frá kl. 14-18. Allar myndimar eru til sölu. Skúlptúrar í Gerðubergi Núna stendur yfir sýning Ingu Svölu Þórsdóttur í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Á sýningunni em skúlptúrar og tilheyrandi textar, video, ljósmyndir og teikningar. Sýn- ingunni er ætlað að kynna þjónustu sém Inga Svala býður upp á og nefn- ir Thór’s Daughter’s Pulverization Service. Sýningin er opin frá kl. 10-21 mánudaga til fimmtudaga og frá 13-17 fóstudag til sunnudags. Sýning- unni lýkur 2. október. Innblástur til plantna í gær var opnuð sýning á verkum Ingu Elínar Kristinsdóttur, gler- og leirhstarkonu, í Listmunahúsinu Ófeigi á Skólavörðustíg 5. Um leið opnar hún í sama húsi listmuna- verslun þar sem úrval listmuna hennar verður til sölu, svo sem gler- myndir, bæði í glugga og á veggi, diskar og bollar úr postulíni, gler- skálar, lampar, ljósker og kertastjak- ar. Allar innréttingar verslunarinn- ar eru hannaðar af Ingu Elínu og unnar af fóður hennar. Sýningin stendur í eina viku og er opið virka daga frá kl. 11-18 og laugardag frá kl. 11-14. Núna stendur yfir sýning á verkum Eggerts Péturssonar í Gallerí Sævars Karls. Eggert hefur tekiö þátt í fjöl- mörgum samsýningum og haldið íjölda einkasýninga bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur frá barn- æsku verið heillaður af íslenskum plöntum. Hann safnaði þeim, læröi að þekkja nöfn þeirra og skoðaði liti þeirra og áferð. Á síðastliðnum sjö árum hefur hann einbeitt sér að gerð málverka þar sem hann sækir inn- blástur sinn til íslenskra plantna. Við vinnslu verkanna leggur hann mikla áherslu á að ná sem mestum smáat- riðuih svo oft jaðrar við þráhyggju. Sýningin stendur til 6. október og er opin á verslunartíma alla virka daga frá kl. 10-18. Opnuð verður yfirlitssýning á verkum Magnúsar Pálssonar. Ófeigur listmunahús: Gler og leirlist Kjarvalsstaðir: Yfirlitssýning Magnúsar Pálssonar Á laugardag kl. 16 verður formlega opnuð að Kjarvalsstöðum yfirlits- sýning á verkum Magnúsar Pálsson- ar. Magnús var einn aðalþátttakand- inn í umbreytingum í íslensku lista- lífi á 7. áratugnum. Þá settu fram- sæknir listamenn til hhðar hefð- bundin efni og aðferðir við hstsköp- unina og tóku að vinna út frá listhug- myndum tengdum Fluxushreyfing- unni, Arte Povera og Concepthst- inni. Allar götur síðan hefur Magnús kunnað að þróa á persónulegan hátt hugmyndalega hstsköpun jafnframt því sem hann hefur lagt stóran skerf th kennslu íslenskra myndlistar- manna á síðastliðnum áratugum. Magnús hefur um langt árabil ver- ið í fremstu röð íslenskra framúr- stefnulistamanna og einkum unniö skúlptúra, umhverfisverk og per- formansa. Hann hefur sýnt verk sín sjálfstætt eða með öðrum á um það bil 50 sýningum hér heima og erlend- is. Myndverk Magnúsar Pálssonar eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera á mörkum þess sem við erum vön að kalla myndhst í daglegu tali. Það er ekki hægt að skilgreina þau með einfóldum hætti sem málverk, höggmynd, grafík eða teikningu. Á seinni tímum hafa þau nálgast það að verða bókmenntir, hljóðverk eða tónverk eða jafnvel leikhst, án þess að tengshn við myndlistarhugtakið séu að fullu rofin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.