Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 251. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
11
Menning
Tónlistardagar Dórakirkjunnar:
Orgeltónar
Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust á sunnudag-
inn var með messu og tónleikum. Var þess þá m.a.
minnst aö Graduale, eða Grallarinn eins og hann er
oftast nefndur manna í millum, kom út fyrir 400 árum.
Þessi menningarhátíð kirkjunnar hefur nú unnið sér
traustan sess í Hstalífi okkar og er það vel. Það tón-
skáld sem nú er í forgrunni á hátíðinni er tékkneski
tónhöfundurinn Petr Eben. Petr Eben er organisti sem
og tónskáld og starfar m.a. sem prófessor við Tónlistar-
háskólann í Prag og er jafnframt listrænn stjórnandi
listahátíðarinnar Vor í Prag.
Orgeltónleikar voru haldnir í gærkvöld á Tónlistar-
dögunum. Það var Marteinn H. Friðriksson sem lék á
orgel Dómkirkjunnar, fimm verk eftir jafnmarga höf-
unda.
Fyrsta verkið var Sálmforleikur um sálm sem aldrei
var sunginn, eftir Jón Nordal. Þetta hljómfagra og
látlausa verk hljómaði vel í túlkun Marteins sem ein-
kenndist af hógværri notkun radda og yfirlætislausri
rósemi.
Tokkata fyrir orgel eftir Hjálmar H. Ragnarsson var
næst á efnisskrá. Þetta verk var einmitt samið fyrir
Tónhstardaga Dómkirkjunnar 1993. Þetta verk er ákaf-
lega heföbundin orgeltónlist, með kraftmiklum inn-
gangi og eftirspih og ekta tokkötuspih' á milh. Undirrit-
aður hafði á tilfinningunni að verkið væri ekki leikið
nærri nægilega hratt og því dytti spenna þess niður.
Hér virðist þó vera á ferðinni verk sem býður upp á
ákveðinn fjölbreytileik í röddun og túlkun og gaman
Tónlist
Áskell Másson
væri að heyra fleiri organleikara spreyta sig á því.
Petr Eben samdi verk sitt Hommage á Dietrich Buxte-
hude m.a. út frá stefjum í verki þess síðarnefnda, Pra-
eludium, Fuge und Ciacona í C-dúr. Við heyrðum fyrst
verk Buxtehudes, en síðan verk Ebens. Bæði verkin
lék Marteinn af festu og var forvitnilegt að heyra hve
ólíkt höfundarnir tveir fóru með stefin.
Tónleikunum lauk með hinu stóra verki Bachs, Pra-
eludium und Fuge pro Organo pleno í Es-dúr, BWV
552. Eins og titill verksins ber með sér er hér leikið
sterkum röddum og þetta mikla og erfiða verk lék
Marteinn af glæsibrag og voru það ánægjuleg lok þess-
ara tónleika.
Astarsaga
eftir Guðberg
í haust birtist stutt skáldsaga eft-
ir Guðberg Bergsson. Þetta er sam-
tímasaga sem gerist að mestu í
Reykjavík, þó með viðkomu í Bláa
lóninu og heimsókn í Grindavík.
Söguhetjan er miðaldra karlmað-
ur, gullsmiður. Hann vinnur ásamt
fleirum á verkstæði við Laugaveg,
og finnur til yfirburða gagnvart
þeim.
Leit
Og hér komum við að meginand-
stæðum sögunnar. Annars vegar
er fullkomnunarviðleitni þessa
einfara, en hins vegar ofstækisfull,
ágeng meðalmennska. Hún birtist
ekki síst í vinnufélaganum Jóa sem
aUtaf er með nefið ofan í öllu sem
aðrir gera og alltaf tilbúinn með
sama dóminn: „Þetta er tóm vit-
leysa. Fólk kærir sig ekki um svona
hér." Á sömu leið eru frænkurnar
í Grindavík með endalausa hnýsni
um einkalíf söguhetjunnar, og reka
á eftir honum að fara nú að gifta
sig. En hann stendur bara í ýmsum
samböndum sem öll hafa strandað
á því að hann var að leita að „hinni
einu réttu" - og finnur hana reynd-
ar í upphafi bókarinnar, eða hún
hann. Síðan hverfur hún honum
skyndilega skýringalaust. Þá legg-
ur hann á sig langan og margbrot-
inn undirbúning fullkominna end-
urfunda, gerir einstæðan skartgrip
handa henni. í þessari listsköpun
hans eftir vinnutíma birtist sama
hugarfarið, leitin að fullkomnun.
Andstæða þess er samband hans
við konuna á neðri hæðinni. Hún
er í senn vinkona söguhetju, náinn
félagi hans og ástkona, sem hann
þarf ekkert að hafa fyrir, hún gerir
engar kröfur til hans.
Bókina í gegn er oft undarlegt
misræmi milli þess sem söguherjan
segir og viðbragða annarra per-
sóna. Þetta skýrist svo undir lok
sögunnar, þegar kollsteypa verður
í henni. Þannig voru þau hvörf
vandlega undirbúin bókina í gegn.
Blaðrið
Fullkomnunarárátta söguhetju
kann að virðast fáránleg í þessari
stuttu endursögn minni. En ég held
að mörgum lesendum hljóti að
finnast hún geðþekk, ekki bara
vegna þess hve útbreidd hún er í
hugmyndaheimi okkar, heldur
ekki síður vegna þess hve fráhrind-
andi mótpóllinn er, það ömurlega
kjaftæði, sem hér er skopstælt á
mörgum síðum. Það er einkum
hefðbundin alþýðuspeki í Grinda-
vík, en einnig síðasta kosningabar-
átta í Reykjavík og ýmislegt fjöl-
miðlamal. Alltaf er slegið úr og í,
meðalmennskan leyfir ekkert af-
dráttarlaust. Skondið er að sjá
söguhetjuna smitast af þessu, eftir
að hann hefur úthúðað manninum
Bókmenntir
Örn Ólafsson
sem mest fer í taugarnar á honum,
segir hann: „Jói er annars góður
strákur."
Fullkomnunarþrá söguhetjunn-
ar leiðir til þess að hann sendir
ýmsum kunnum Reykvíkingum
tóninn, þó er aðeins einn þeirra
nafngreindur, og það er rithöfund-
urinn Guðbergur Bergsson (bls.
102-3):
Hver vill ekki geta séð í huganum
við lestur hreysti sína og ályktun-
argáfu, borna saman við hnignun
annarra og blinda hegðun í glæsi-
legri frásögu, í staðinn fyrir að
þurfa að lesa um það, að glötunin
leynist óhjákvæmilega í görnum
okkar allra, bæði ríkra og fá-
tækra, eins og Guðbergur virðist
reyna að troða inn í sína fáu les-
endur?
Ég á heldur von á því að þessi
saga fái marga ánægða lesendur.
Hún er bæði fyndin og hugljúf, og
umfram allt, vel byggð.
Guöbergur Bergsson: Ævinlega
Forlagið 1994, 153 bls.
ini
Er úrval í
Magasín ?
Reglulegurfundur
Borgarstjórnar Reykjavíkur
verður haldinn í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag fimmtudaginn
3. nóvember kl. 17:00.
Fundurinn er opinn almenningi
og er honum jafnframt
útvarpað á
AÐALSTÖÐINNI FM 90.9.
Skrifstofa
borgapstjora
píiuiir-
TILBOÐSDAGAR
20% afsláttur af húsgögnum
1.-5. nóvember
Antikmunir
Klapparstíg 40, s. 27977, og Kringlunni,
3. hæð, s. 887877
±A
TO7
FIMMTUDAGS
>,    TILB0Ð    .
Avextir
og grænmeti
KJOT OG FISKUR
X3L
Mjódd
Opið9-19
Sími 73900
Seljabraut
Opið 10-23.30
Sími 71780
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40