Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 3. NOVEMBER 1994 Þórir Stephensen. Erfitt að vinna með reiðum mönnum „Ég á erfitt með að vinna með mönnum sem eru með reiði í huga. Þetta er eina ástæðan fyrir því að ég tók ákvörðun um að jarðsyngja ekki þar sem Davíð Ósvaldsson er útfararstjóri,“ sagði séra-Þórir Stephensen við DV. Ummæli Tek áður nokkra flugtíma „Ég bíð spenntur eftir að geta flogiö véhnni. Kominn skjálfti í mann þvi ég hef lagt mikinn tíma og peninga í að' setja vélina sam- an. Það væri leiðinlegt að skemma hana í byijun og því ætla ég að taka nokkra flugtíma áður en ég fer í loftið," segir Hans Óh Hansson í DV. Eru sjúklingar veikari en áður við útskrift? „Sjúkhngar útskrifast við aðrar aðstæður en áður og legutíminn er styttri. Það er erfitt að meta hvort þeir séu almennt veikari við útskrift en áöur en sennilega er það í einhverjum tilvikum," segir Anna Stefánsdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri í DV. Víðast snjór Norðaustan- og austanátt verður á landinu í dag, sums staðar hvassviðri Veðriö í dag eða stormur vestanlands en heldur hægari í öðrum landshlutum. Rigning suðaustan- og austanlands en snjó- eða slydduél víðast annars staðar. Hiti mun lítið breytast á Suðaustur- og Austurlandi en annars staðar mun kólna, fyrst vestanlands. Á höfuð- borgarsvæðinu er hægt vaxandi norðaustanátt, allhvöss og smáél þeg- ar hður á morguninn, en að mestu úrkomulaust í kvöld og nótt. Sólarlag í Reykjavík: 17.05 Sólarupprás á morgun: 9.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.02 Árdegisflóð á morgun: 6.26 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigningog súld 2 Akurnes rigning 8 Bergsstaðir rigning 1 Bolungarvík snjóél -1 Keílavíkurílugvöllur skýjað 3 Kirkjubæjarklaustur súld 5 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavík skýjað 1 Stórhöfði rigning 3 Bergen skýjað 5 Helsinki skýjað 0 Kaupmannahöfn lágþoku- blettir 4 Stokkhólmur léttskýjað 1 Þórshöfn skýjað 9 Amsterdam léttskýjað 7 Berlín léttskýjað 2 Feneyjar þokumóða 13 Frankfurt léttskýjað 7 Glasgow skýjaö 9 Hamborg léttskýjað 5 London þokumóða 13 LosAngeles léttskýjað 14 Lúxemborg léttskýjað 6 Madríd skýjað 9 Mallorca þokumóða 17 Montreal heiðskírt 4 New York heiðskírt 11 Nice rigning 14 Orlando heiðskfrt 16 Hálfdán Henrýsson, stýrimaður og deildarstjóri: Bíd eftir fyrsta Skattar og skattsvik Alþýðubandalagið í Reykjavik boðar til fundar í kvöld kl. 20.30 á Kornhlöðuloftinu. Þar verður fjallað um skattamál og skattsvik. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri flallar uro skattsvik og Steinþór Haraldsson yftrlögfræðingur hjá ríkisskatt; stjóra fjahar um skattakerfið. í upphafi mun Jónas Engilberts- son skattgreiðandi flytja ávarp. Fundir Dagskrá í tilefnl Diwali í kvöld mun Indlandsvinafélagið gangast fyrir dagskrá i tilefni af Diwalí sem er helsta trúarhátíö hindúa. Boröhald verður á ind- verska veitingahúsinu við Hverf- isgötu. síðan verður dagskrá um Indland. Frú Kanthraj, sem hér er í heimsókn, mun fræða gesti um indverska siöi og venjur. Gildi heimilisíns fyrir andlega velferð í fræðslufundaröðinni Fjölskyld- an i nútímanum, sem er á vegum Reykjavíkurprófasisdæmis eystra, verður í kvöld í Hjalla- kirkju kl. 20.30 fluttur fyrirlestur. Þaö er Magnús Skúlason geð- læknir sem heldur fyrirlestur sem hann nefnir Ghdi heimihsins fyrir andlega velferð. Aglow Aglow - Kristílegt kærleiksnet kvenna heldur nóvemberfund sinn í kvöld kl. 20.00 að Stakka- hlíð 20. Gestur fundarins er Dögg Harðardóttir. Þátttökugjald er 300 kr. Allar konur eru velkomn- Heyrsthefur: Bílstjórlnn sagði, að honum hefði tekist aö aka þessa leið. Gætum tuncrunnar Rétt væri: Bílstjórinn sagöi, aö sér hefði lekist að aka þessa leiö (nema bílstjórinn sé að tala um annan en sig.) „Ég var búinn að starfa hj á Slysa- varnafélaginu í átta ár. í starfi minu sem deildarstjóri björgunar- deildar var í mínum höndum aö vera í sambandi við björgunar- sveitir úti á landsbyggðinni ogþeg- ar mér var fyrirvaralaust sagt upp störfum varð ég strax var viö undr- un og urðu allflestir sem ég hef starfað með th að lýsa yfir sam- stöðu með mér,“ segir Hálfdán Maður dagsins Henrýsson sem fyrir tæpum hálf- um mánuði var sagt upp störfum hjá Slysavarnafélagi íslands vegna ágreinings við framk væmdaráð té- lagsins. Hálfdán hefur lengi verið viöriðinn björgunarstörf á landinu. Hann var í tuttugu og fimm ár stýri- maður og afleysingaskipstjóri hjá Landhelgisgæslunni, á öhum skip- um og ílugvélum, eins og hannorð- ar það og var auk þess félagi í björg- unarsveitinni Ingólfi í mörg ár. Hálfdán Henrýsson. „Starf mitt fólst íýrst og fremst í stjórn Tilkynningaskyldunnar og að hafa umsjón með og stjórna ann- arri af tveimur björgunarstjórn- stöðvum sem eru hér á landi sem er sarakvæmt staöh Alþjóða sigl- ingamálastofnunarinnar. Hin stöð- in er á vegum Landhelgisgæslunn- ar. Ábyrgðarsvæði þessarar stöðv- ar er strönd landsins og hafið í kring.“ Hálfdán sagði að hann hefði ekki farið strax að starfa hjá Slysa- varnafélaginu eftir að hann kom í land: „Ég var tvö ár hjá Siglinga- málastofnun ríkishis áður en ég hóf störf hjá Slysavarnafélaginu og skrifaði auk þessa greinargerðir til rikissaksóknara um sjóslys sem Siglingamálastofhun hafði með höndum.“ Þegar Hálfdán var spurður í hvaöa stöðu mál hans og Slysavarnafélagsins væru sagði hann: „Það er sáttanefnd í gangi og hún hefur talað við einhverja framkvæmdaráðsmenn en deila min stendur aðahega við þá og má eíginlega segj a að ég bíði eftir fyrsta skrefi þeírra." Hálfdán er giftur Eddu Þorvarð- ardóttur og eiga þau fjögur böm. Hálfdán sagði að áhugamál sín tengdust mest björgunarmálum en áhugamál fjölskyldunnar væru ferðalög innanlands. Myndgátan Sporhundur Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Handbolti og körfubolti Mikið er um að vera í íþróttum í dag, heil umferð er í úrvalsdeild- inni í körfubolta og Alþjóða Reykjavíkurmótið heldur áfram. Fjórir leikir verða í.þessu sterka móti í dag og í kvöld. Leikimir eru Spánn-Ítalía kl. 16.30, Sví- þjóð-Frakkland kl. 18.30, Noreg- ur-Svíþjóð kl. 20.30. Þessir leikir fara allir fram í Laugardalshöll. í Kópavogi mætast síöan ísland- Danmörk kl. 20.30. í körfunni fara fram efttrtaldir leikir sem allir hefiast kl. 20.00. i Borgamesi keppa Skallagrímur og KR. í Grindavík taka heima- menn á móti Haukum, í Kefiavík leika heimamenn gegn Njarðvík- ingum, á Sauðárkróki leikur Tindastóh gegn Þór. í Reykjavík fara fram tveir leikir, ÍR leikur gegn ÍA og Valur gegn Snæfehi. Skák Anand vann Karpov á Polugajevsky- mótinu í Buenos Aires og hefur náð 2. sæti. Salov er efstur með 8,5 v., Anand hefur 7, Judit Polgar 6,5, Karpov, Sírov og Ivantsjúk 5,5, Kamsky 5 og Ljubojevic 4,5_ v. í skák Anands við Karpov kom þessi staða upp. Karpov, með svart, lék síðast 30. - Hdb8 og ógnaði hvitu drottningunni. 8 7 6 5 4 3 2 1 31. Hexd2! Hxb6Eða 31. - Dxd2? 32. Dc5 + og þiggur næst drottninguna. 32. Hxd6 g5 Hvítur hótaði máti í borðinu. 33. Hd8+ Hxd8 34. Hxd8+ Kg7 35. Hb8 og Karpov gafst upp. Bridge Nýlega lést í Danmörku Gulle Skotte sem var ein þekktasta bridgekona landsins. Hún vann sér það meðal annars til frægð- ar að spila í kvennalandsliði Danmerkur sem vann Evrópumeistaratitilinn árið 1955. í þeirri keppni börðust lið Danmerk- ur og Bretlands um gulhð og Danirnir höfðu betur. Stærsta sveiflan í leiknum til Dana var í þessu spili. Á öðru borðinu höfðu dönsku konumar farið einn niöur í fiórum hjörtum á NS-hendumar og Englendingar geröu sér því vonir mn að græða á spilinu. En niðurstaðan var þveröfug á vonir Englendinga. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: ♦ 8542 V G983 ♦ ÁK82 + 2 ♦ 10 V KD10 ♦ D9654 + K653 * DG976 V 72 ♦ 103 + G987 * ÁK3 V Á654 ♦ G7 + ÁD104 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1* Dobl Pass 3? Pass 4? Dobl P/h Pass Pass Redobl Gulle Skotte sat í vestur og spilafélagi hennar, Otti Damm, ákvað að blekkiopna á einum spaða á austurhöndina. NS vom fljótir að renna í úttekt í hjarta og Skotte doblaði óhrædd enda vom blekkisagnir ekki algengar á þessum árum. Suður taldi sig eiga fyrir redobh á sína 18 punkta. ÚtspiUð var spaðadrottning sem drepin var á ás í blindum. Sagnhafi bjóst fasfiega við því að Skotte ætti fjóriit eða jafnvel fimmUt í hjarta og ákvað að reyna víxltrompun. Hún spilaði tígU á ás og svínaði síðan laufdrottningunni. Það kom henni á óvart þegar Skotte drap á kóng og spUaði tígU. Það var drepið heima á kóng og spaða spUað á kónginn en Skotte trompaði með tiunni. Skotte spU- aöi síðan hjartakóngnum og sagnhafi átti aUt í einu ekki nema 8 slagi. Það var 1000 niður og Danir græddu 14 impa á spilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.