Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 28
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994. r Minkur í Skálatúni: Handsamaður inni í hljóm- tækjaskáp „Ég var aö koma inn úr þvottahúsi og fór inn á baö aö fá mér vatnsglas. Þegar ég kom út af baöinu sá ég mink spásséra eftir ganginum inn í stofu. Mér brá náttúrlega rosalega og fraus fyrst. Svo stökk ég á eftir honum og skellti hurðinni inn í stofu. Síðan hringdi ég í bakvakt, þvi ég má ekki taka neinar ákvaröanir sjálf, og síöan í deildarstjórann. Hann kom í hvelli og síöan hringdi ég í lögregluna til aö athuga hvort hún gæti gert eitt- hvað. Þeir ætluöu bara aö koma og skjóta dýrið inni í stofu. Mér fundust þaö nokkuö skrautlegar aöfarir og afþakkaði þá aðstoö en svo fengum viö meindýraeyöi til aö koma,“ segir Vala Jóhannsdóttir, næturvöröur í Skálatúni í Mosfellsbæ, í samtali við DV. Vala var á vakt á mánudags- morgun klukkan 5 þegar hún varð vör dýrsins. Hún segir aö erfiölega hafi gengiö aö króa dýrið af en þremur tímum eftir aö hún kom fyrst auga á dýriö hafi tekist að handsama það inni í hljómtækjaskáp í stofunni. Þegar því verki hafi verið lokiö hafi hún vakið vistmann í herbergi inn af stofunni og síðan aðra vistmenn. Hún segir dýrið að öllum líkindum hafa komist inn um opinn þvottahús- glugga eöa opinn glugga hjá einum vistmannanna. Minkur hafi sést oft- ar en einu sinni í nágrenninu en hún býr ekki fjarri Skálatúni og maður hennar hafi skotið mink fyrir utan heimili þeirra fyrir um ári síðan. Minkurinn var fluttur af vettvangi í vörslu meindýraeyðis. Suöureyrarhreppur: Kauptilboð í Sig- urvon ÍS ■ Suöureyrarhreppur hefur gert kauptilboð í Sigurvon ÍS. Halldór Karl Hermannsson sveitarstjóri staöfesti það í samtali við DV í morg- un. Til stendur aö báturinn, sem er meö um 300 þorskígilda kvóta, verði seldur til Grindavíkur. Súgfirðingar vilja sporna gegn því enda* um 80 prósent af veiðiheimildum staðarins í húfi. Stormur á miðum „Það er stormur á miðunum fyrir noröan og vestan land, vindstrengur sem gengur sennilega ekki niður fyrr en á morgun. Lítið verður vart stormsins inn til landsins, helst að hann nái sér á strik á stöku stað á Vestfjörðum," sagöi Haraldur Eiríks- son veðurfræðingur við DV. LOKI Þetta hefur auðvitað verið svona tónelskur minkur! Fylgið í mínu kjör- dæmi tvöfalt meira en hjá formanninum „Eg visa nú hara til þessarar sömu skoðanakönnunar og bendi á aö fylgi Alþýöuflokksins í kjör- dæmi minu er tvöfalt á við það sem er í kjördæmi formannsins. Að öðru leyti ætla ég ekki að fara út í svona greiningu," sagði Guðmund- ur Ámi Stefánsson félagsmálaráð- herra um þau ummæli Jóns Bald- vins Hannibalssonar að slæm út- koma Alþýðuflokksins í nýrri skoðanakönnun sé umræðunni um mál Guðmundar Áma að kenna. Hann sagði að vissulega mætti útkoman vera betri í þessari skoð- anakönnun. „Ég vil þó benda á að eftir að ég hélt blaðamannafund og gerði grein fyrir mínum málum fór flokkurinn upp í skoðanakönnun- um. Ég man ekki eftir því að menn hlypu þá til og þökkuöu mér það. Vinsældir rikisstjórnarinnar hafa nú verið upp og ofan á liðnum miss- erum. Ég bið því menn að stíga létt til jaröar i öllum yfirlýsingum," sagöi Guðmundur. Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráöherra, sagðist ekki vilja meta það neitt hvort minnkandi fylgi Alþýðu- flokksins væri umræðunni um mál Guðmundar Árna að kenna. í þessari viku hafa þrjár greinar birst í Alþýðublaðinu þar sem sagt er að mál Guðmundar Árna skaði flokkínn og að hann eigi að fara frá. Gunnlaugur Stefánsson alþingis- maður sagðist neita að trúa því að um skipulega herferð gegn Guð- mundi Áma væri að ræða. Varð- andi ummæli Jóns Baldvins um að minnkandi fylgi Alþýðuflokksins væri umræðunni um mál Guð- mundar Áma að kenna og Ðavíðs Oddssonar í gær um að minnkandi vinsældir ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnun væru af sömu ástæðu sagði Gunnlaugur: „Það eru nú ekki stórir menn sem vilja láta Guðmund Áma Stefáns- son bera allar sínar byrðar, enda þótt hann standi undir þeim.“ Þing Sjómannasambands islands stendur nú yfir í Reykjavík. Óskar Vigfússon, forseti sambandsins, lætur af embætti. Tveir gefa kost á sér í stað Óskars, Sigurður Ólafsson, formaður Sjómannafélags ísfirðinga og Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, sem hér takast í hendur. Búist er við spenn- andi baráttu milli þeirra. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Skúrir aust- anlands Á morgun verður norðlæg átt, nokkuð hvöss norðan- og vestan- lands en mun hægari suðaustan til. É1 norðanlands, skúrir aust- anlands en úrkomuhtið suðvest- an til. Hiti -2 til 7 stig, hlýjast suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Reykhólahreppur: Kaupfélagið hirti ríkis- styrk til hreppsins -síðustu sexárin í ljós hefur komið að kaupfélags- stjórinn i Króksfjarðarnesi hefur í sex ár, án þess að láta viðkomandi aðila vita, tekið viö styrkgreiðslum sem senda átti hreppnum frá sam- gönguráðuneytinu vegna vetrarsam- gangna. Bjarni P. Magnússon sveit- arstjóri sagði í samtali við DV í morg- un að málið hefði uppgötvast fyrir nokkrum dögum. Málið hefði verið kynnt samgönguráðherra og sam- göngunefnd. Hér er um að ræða upp- hæð sem nemur á fjórðu milljón króna framreiknað til dagsins í dag. „Það kom í ljós að þessar greiðslur fóru vegna mistaka til kaupfélagsins hér í Króksfiarðarnesi. Þetta eru þó nokkrir peningar," sagði Bjarni P. Magnússon sveitarstjóri. Bjarni sagði að styrkurinn frá samgöngu- ráðuneytinu væri m.a. til kominn vegna „framkvæmda á vegum og lag- færinga á erfiöum snjóköflum" í Reykhólahreppi. „Þegar ég kom til starfa hér árið 1990 sá ég enga reikninga um þetta. Ég hélt aö þarna væri um millifærslu að ræða. Síðan kom í ljós að vegna mistaka höfðu greiðslurnar farið til kaupfélagsins í Króksfiarðarnesi. Við höfum rætt við kaupfélagsstjór- ann. Ég vona að þetta leiðréttist og á von á að það gerist," sagöi Bjarni. „Þegar ég leitaði skýringa í sam- gönguráðuneytinu var mér sagt að greiðslurnar hefðu verið stílaðar á kennitölu hreppsins og sendar á kaupfélagið. Ég hafði samband við forvera minn í starfi sveitarstjóra. Hann sagðist aldrei hafa heimilað þetta greiðsluform. Við finnum því ekki þann huldumanna sem heimil- aði þetta. Þetta er því óljóst,“ sagði Bjarni. - Hafa fullnægjandi skýringar feng- ist frá kaupfélagsstjóranum? „Nei.“ Menningarmálanefnd: Eirósafnið í Haf narhúsið Menningarmálanefnd Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að óska eftir því við borgarráð að teknar verði upp viðræður við hafnarstjórn um að fá neðstu hæðir Hafnarhússins við Tryggvagötu und- ir Listasafn Reykjavikur og nýtt Errósafn. Gert er ráð fyrir að sam- þykktin verði tekin fyrir í borgarráði á þriðjudag. MEISTARAFÉLAG RAFEiNDAVIRK.IA S-91-616744 Viðurkenndur RAFEINDAVIRKI i i É TVOFALDUR 1. VINMNGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.