Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
Kafli úr bók Kristjáns Péturssonar tollara, Þögnin rofin:
Barnsræningi stöðvaður
í bók sinni Þögnin rofln segir
Kristján tollari frá nokkrum saka-
málum, sem ekki hefur verið fjall-
aö um opinberlega áður, og ýmsu
sem miður fór í dómskerflnu. Hér
á eftir fer kafli úr bókinni sem
Skjaldborg gefur út.
Barnsrán
Sennilega eru barnsrán sá mála-
flokkur, sem vekur einna mesta
afhygli fjölmiðla og almennings og
sterk viðbrögð lögreglunnar. Við
íslendingar höfum að mestu slopp-
ið við afbrot af þessum toga, en þó
eru nokkur dæmi þess að erlendir
menn, sem eignast hafa börn meö
íslenskum nonum, hafi reynt að
ræna þeim eftir hjónabandsslit og
haft í frammi hvers konar hótanir
og jafnvel ofbeldi. Ég mun hér
skýra frá tveimur sJíkum málum í
stuttu máh. í báðum tilvikum áttu
Bandaríkjamenn hlut að máli.
Fyrra málið bar að með þeim hætti,
að stúlka í flugafgreiðslu, sem var
að innrita farþega í síðdegisflug til
New York, veitti athygh bandarísk-
um manni, sem hélt á ungu barni.
Þegar kom að því að afgreiða hann,
framvísaði hann farseðlum fyrir
sig og barnið og sýndi jafnframt
vegabréf. Nafn barnsins var skráð
í vegabréf hans, en þaö sem vakti
sérstaka athygU afgreiðslustúl-
kunnar var að hann hafði engan
farangur meðferðis.
Hún hringdi til mín á skrifstof-
una í flugstöðinni og vakti athygh
mína á þessu. Hún lét þess jafn-
framt getið, að þetta gæti allt verið
eðlilegt, en vUdi samt að ég kann-
aði málið. Hún skyldi benda mér á
manninn, sem væri kominn í gegn-
um vegabréfaskoðun og staddur í
biðsal flugstöðvarinnar. Hún lét
þess einnig getið, að um sjö mínút-
ur væru til brottfarar.
Við mæltum okkur mót við brott-
fararhlið nr. 1. Við gengum síðan
vítt og breitt um salinn, en sáum
hvorki manninn né barnið. Ég bað
þá þann starfsmann flugfélagsins,
sem sá um brottfarartilkynningu
flugsins, að sjá til þess að enginn
farþegi færi í gegnum brottfarar-
hhð að fiugstæði. Jafnframt sendi
ég einn af starfsmönnum vega-
bréfaskoðunar út í fiugvéUna til að
ganga úr skugga um, hvort maður-
inn hefði komist þangað.
Tók mér stöðu fyrir
framan salernið
Eftir að hafa gert framangreindar
ráðstafanir, héldum við áfram leit-
inni í biðsalnum. Ég fór m.a. á
karlasalernið. Sú skoðun leiddi í
ljós að eitt salernið var læst. f sama
mund var tilkynnt um brottför vél-
arinnar til-New York. Ég tók mér
stöðu fyrir framan salernið, en af-
greiðslustúlkan við brottfararhUð-
ið. Eins og kunnugt er, eru brottfar-
ir véla tUkynntar þrisvar sinnum,
og þegar kom að síðasta kalUnu og
flestir farþegar voru komnir um
borð í véUna, kom maður með barn
á handleggnum út um salernis-
dyrnar.
Mér þótti strax sýnt, að hér væri
um umræddan farþega að ræða og
stöðvaði manninn og tilkynnti hon-
um jafnframt hver staða mín væri.
Afgreiðslustúlkan, sem hafði auga
með mér, kinkaði koUi til mín til
staðfestingar því, að ég væri með
rétta manninn. Það var umtalað
okkar á mihi, að hún hefði ekki
frekari afskipti af málinu og léti
ekki samstarfsfólk sitt né aðra vita
af grunsemdum okkar.
Ég bað umræddan farþega að
sýna mér skilríki sín. Hann afhenti
mér farmiða, brottfararkort og
vegabréf, sem staðfesti að hann var
Bandaríkjamaður. Nafh barnsins
var skráð í vegabréf hans og stað-
festi það að það væri bandarískur
ríkisborgari. Mér var mikill vandi
á höndum og hafði enga lagalega
heimild til að stöðva brottfór hans
né barnsins.
Ég spurði manninn, hvenær
hann og barnið hefðu komið til
landsins og hvaða ástæða væri fyr-
ir komu hans hingað til lands.
Hann svaraði því til, aö hann væri
ferðamaður í einkaerindum og
spurði, hvort ég hefði eitthvað við
það að athuga. Ég kom mér undan
að svara því, en spurði því næst,
hvort hann hefði komið hingað
áður og hvort hann þekkti ein-
hverja íslendinga. Hann svaraði
því engu en viðbrögð hans virtust
óörugg og hikandi. Allir farþegar
voru nú komnir um borð og stööv-
arstjóri flugfélagsins, sem þarna
var viðstaddur, benti mér kurteis-
lega á að véUn væri tilbúin til
brottfarar af flugvélastæði. Ég bað
hann að láta flugvélina bíða augna-
bUk. Ég hefði ákveönar grunsemdir
um að ekki væri allt meö felldu um
ferðir þessa manns. Ég átti ekki
margra kosta völ. Ef ég setti tíma-
bundið farbann á manninn án rök-
studdra grunsemda um ólögmætan
verknað hér á landi, yrði ég sjálfur
að greiða honum aUt það tjón, sem
hann yrði fyrir og hugsanlega yrði
Kristján Pétursson tollari rýfur þögnina.
DV-mynd Brynjar Gauti
ég rekinn fyrir að fara offari í starfi
eða fengi a.m.k. áminningu fyrir
tiltækið.
Svitinn perlaði
á enni mér
Ég taldi óráðlegt að leita til yfir-
manns míns, lögreglusrjórans á
KeflavíkurflugveUi, eins og á stóð.
Hann væri ekki líklegur að styðja
Píanó M 135.600 b.
Flygkfá 450.800 kr.
Mikið úrval af píanóum og
flyglum   fyrirliggjandi   á
ótrúlegu      verði.      Teg.:
GERTZ, BECHNER,
J. BECKER, HELLAS,
Ed. SEILER, PETROF
og ASTOR.
3ja-5 ára ábyrgð
Sérpöntum einnig.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Opið:
Virka daga kl. 10-18
laugardaga kl. 11-14
Ármúli 38
Sími 91-32845
aðgerð míha út á ágiskun eina sam-
an. Hann myndi krefjast þess að
ég færi í einu og öUu eftir bókstaf
laganna og maðurinn færi því með
barnið úr landi. Færi ég ekki að
fyrirmælum lögreglustjóra, yrði ég
einnig kærður fyrir agabrot.
Áhættan var mikU, óvissan um
hugsanlegt barnsrán var eins og
martröð og svitinn perlaði á enni
mér. Ég reyndi að einbeita mér.
Hagsmunirbarnsins og móður þess
hiutu að vega þyngra en mínir eig-
ín hagsmunir. Flugvélin beið eftir
ákvörðunartöku minni. Stöðvar-
stjórinn var eðUlega orðinnóþoUn-
móður og ég varð að gera upp hug
minn strax.
Ég gékk að símanum við af-
greiðsluborðið og þóttist hringja og
tala við einhvern. Síðan gekk ég til
Bandaríkjamannsins og spurði
hvasst, hvort hann hefði rænt
barninu. Honum brá mikið og nú
perluðu svitadropar á enni hans.
Taugastríð okkar beggja var mikið,
en hann svaraði mér engu. Við-
brögð hans fullvissuðu mig um að
ekki væri aUt með feUdu. Eg sagði
stöðvarstjóranum að láta vélina
fara, farþeginn yrði eftir á mína
ábyrgð og í minni umsjá. Hann
hristi bara höfuðið og sagði: „Þú
ert engum Ukur."
Ég fór með farþegann og barnið
inn á varðstofu vegabréfaskoðunar
og bað starfsmann þar að gæta
hans vel, meðan ég kannaði far-
þegalista og bókun yfir komufar-
þega frá Bandaríkjunum siðustu
daga. Ég var rétt í þann mund að
hefja þá skoðun, þegar mér var til-
kynnt að móðir barnsins hefði
hringt til vegabréfaskoðunar og til-
kynnt að faðir barnsins, fyrrver-
andi eiginmaður hennar, væri
hugsanlega á leið úr landi með
barnið. Sjaldan eða aldrei hef ég
upplifað betri tiUlnningu. Ég settist
niður og fann hvernig taugaspenn-
an fjaraði út, tárin runnu og félagi
minn, sem var þarna inni, spurði
hvort ég væri veikur. „Þetta eru
víst gleðitár, því mér hefur aldrei
Uðið betur," sagði ég, tók upp sím-
ann og hringdi til móður barnsins
og skýrði henni frá því, að maður
og barn væru í minni vörslu hjá
útlendingaeftirlitinu á Keflavíkur-
flugvelU og bað hana að koma strax
og ná í barnið. „Guð er þá til eftir
allt saman," sagði hún. „Ég bað
hann um hjálp."
Beðinn að halda
pressunni frá málinu
Hún skýrði mér frá því að fyrr-
verandi eiginmaöur hennar, sem
hún bjó með í Bandaríkjunum,
hefði dvalist hér á landi í nokkra
daga á Loftleiöahótelinu. Hann
hefði heimsótt sig og barnið tvíveg-
is enda hefði hann við lögskUnað
fengið úrskurðaðan umgengnisrétt
við barnið.
„í dag leyfði ég honum að fara
með barnið niður að rjörn, en bað
hann að koma með það aftur miUi
kl. 4 og 5. Þegar klukkan var orðin
rúmlega fimm var ég orðin ótta-
slegin um að hann myndi ræna
barninu og hringdi tU ykkar," sagði
hún.
„Þú hefðir nú gjarnan mátt gera
það, áður en véUn fór. Ég hafði
engan lagalegan rétt til að stöðva
manninn, því hér var aðeins um
óljósa grunsemd að ræða sem kom
til vegna einstakrar árvekni af-
greiðslustúlku flugfélagsins. Þegar
þú kemur að sækja barnið skal ég
kynna þig fyrir henni. Hún á mikl-
ar þakkir skUdar," sagði ég.
Ég lét færa manninn til lögreglu-
stöðvarinnar á flugveUinum.
Seinna um kvöldið átti ég viðræður
viö lögreglustjóra um máUð.
„Þér er tamt að tefla djarft. Nátt-
úrlega ætti ég að reka þig fyrir til-
tækið. Þú hafðir enga lagalega
heimUd til að stöðva manninn en
hagstæð málalok bjarga þér fyrir
horn að þessu sinni. Sjáðu til þess
að maðurinn verði sendur úr landi
okkur að kostnaðarlausu," sagði
hann stuttur í spuna.
„VUtu ekki fá skýrslu um atburð-
inn?" spurði ég.
„Nei, ég vU enga skýrslu um
þessa lögleysu og helst ekkert um
þetta vita. Það er best að endirinn
sé eins og upphafið í þínum hönd-
um en í guðanna bænum reyndu
að halda pressunni frá þessu máU,"
sagði hann og lagði á.
Umhyggja stjóra fyrir barni og
móður var ekki merkjanleg af
þessu samtali, hvað þá þakklætis-
orð til mín eða afgreiðslustúlkunn-.
ar. Ef málalok hefðu orðið önnur,
hefði ég verið rekinn umsvifalaust,
á því er ekki nokkur vafi, og orðið
að greiða Bandaríkjamanninum
háar skaðabætur.
í viðræðum mínum við móður
barnsins lagði hún ríka áherslu á
að barnsföður hennar yrði ekki
refsað fyrir verknaðinn því það
myndi aðeins kaUa á harðari að-
gerðir af hans -hendi síðar. Hún
fékkst því ekki til að kæra. Henni
fannst brottvísun úr landi réttmæt
málsmeðferð. Mér fannst hins veg-
ar slík málalok vera alveg út í hött
og ekki vera í neinu samræmi við
viðurlög fyrir sUkan verknað en
veMlji „stjóra" og konunnar máttu
sín meira en refsigleði deUdarstjór-
ans.
Ath.: Millifyrirsagnir eru blaösins
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64