Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
Dvaldi í þrjá mánuði í klaustri:
Systurnar gáfu
mér mikla hlýju
- segir Bryndís Valbjörnsdóttir háskólanemi sem fékk að kynnast af eigin raun lífi nunna
„Ætli það sé ekki rúmt ár síðan ég
fór að velta því fyrir mér að gaman
væri að kynnast lífmu í klaustri. Mig
hafði lengi langað að fara til Frakk-
lands og læra frönsku en það er mjög
dýrt. Þar sem ég er að spá í guðfræði
datt mér í hug að fá vinnu í klaustri,"
segir Bryndís Valbjörnsdóttir, 37 ára
háskólanemi, sem dvaldi þrjá mán-
uöi í sumar hjá St. Dominique-systr-
um í Prouilhe klaustri í Suður-
Frakklandi.
„Ég hafði samband við kaþólskan
prest sem skrifaði fyrir mig út og
systurnar buðu mér að koma og
vinna fyrir sig. Reyndar hafa syst-
urnar starfrækt gistiheimili en þar
sem klaustrið brann og ekki hafði
tekist að ljúka við endurbætur sáu
þær ekki fram á að gistiheimilið yrði
opnað í sumar. Engu að síður buðu
þær mér að koma og dvelja hjá sér
sem er mjög sérstakt. Reyndar
bauðst mér einnig að fara í annað
klaustur í Ölpunum, þar sem er kex-
verksmiðja, og starfa þar en mig
langaði heldur til Prouilhe."
Bryndís segir aö það séu mörg
klaustur sem ráði til sín starfsfólk
til aðstoðar, t.d. við garðyrkju, við-
hald og þess háttar. Starfsfólkið býr
þó ekki í klaustrinu sjálfu heldur í
sérstökum húsum og tekur ekki þátt
í starfsemi systranna eins og hún
gerði. Áður en Bryndís fór utan
kynntist hún systrunum í Hafnar-
firði og fór m.a. í messu til þeirra.
Eins og
gamlarvinkonur
Bryndís sagði hinum frönsku
systrum frá því að hún væri að læra
guðfræði með frönskunámi sínu og
þær vildu endilega að hún kynnti sér
trúna á guð og út á hvaö trúin gengi.
Það skipti þær þó engu máli að
Bryndís er ekki sömu trúar og þær.
„Ég var að gera upp hug minn hvort
ég ætti að fara í guðfræðideildina eða
ekki en eftír þessa dvöl er engin
spurning í mínum huga."
Bryndís fór til Frakklands í lok
maí og hún segir að það 'hafi verið
afar vel tekið á móti sér. „Þær tóku
mér eins og þær hefðu þekkt mig
alla tíö. Ég starfaði í eldhúsinu á
morgnana en eftir hádegi las ég bæk-
ur og gerði það sem mig langaöi til.
Stundum var sameiginleg vinna, til
dæmis við þrif á klaustrinu og annað
sem til féll. Systurnar eru að mestu
í klaustrinu og fara lítið þaðan en
þær blanda geði við sóknarbörn og á
sunnudögum fara þær út og tala við
fólk," segir Bryndís. Meðan hún var
í klaustrinu héldu systurnar matar-
boð fyrir munka úr Benediktusar-
reglunni en þeir höfðu áður hjálpað
til við enduruppbyggingu klausturs-
ins eftir brunann.
„Ég býst við að klaustrið hafi opn-
ast meira eftir brunann því þá þurftu
systurnar að leita til annarra og sam-
skipti við annað fólk urðu meiri."
Vildi njóta
dvalarinnar
Bryndís segir að þaö hafi verið
miMl viðbrigði fyrir sig að koma
fyrst í klaustrið. „Þegar ég var komin
í herbergi mitt fyrsta kvöldið veit ég
ekki hvað mér fannst um þetta. En
ákvað meö sjálfri mér að þar sem ég
væri komin á staðinn ætlaði ég að
njóta dvalarinnar. Þarna gekk nú
aílt mjög skipulega fyrir sig og ró-
lega. Eg var lengi að átta mig á að
mér lá ekki lífið á. Systumar höfðu
sín sérstöku vinnubrögð, sem stund-
um fóru í taugarnar á mér, en ég
varð samt alltaf að sætta mig við að
þau voru betri en mín."
Bryndís segir að ungar stúlkur
gangi enn til liðs við systurnar og
ákveði að lifa innan veggja klaust-
ursins. „Það voru tvær á þrítugsaldri
þarna núna," segir hún. Hins vegar -
fann hún engan þrýsting frá systrun-
um um að hún gengi í regluna. „Ka-
þólikkar ýta ekki trú sinni að öðrum.
Hins vegar, ef maður sýnir áhuga eru
þeir opnir og hlýir. Eldri systurnar
sögðu við mig að gaman væri að ég
kæmi til þeirra en náttúrlega þarf
hver kona að upplifa eitthvað sérs-
takt ef hún ákveður að gerast
nunna," segir Bryndís.
„Þó lífið gengi rólega fyrir sig í
klaustrinu var engu að síður nóg að
gera. Fyrsta vikan var kannski svo-
lítið löng en eftir hana leið tíminn
hratt. Þessi dvöl var mjög lærdóms-
rík og þó maður geti ekki rætt um
einstök atriði í því sambandi þá gefur
þetta manni margt sem ég mun búa
að alla ævi. Minningarnar eru hug-
ljúfar og mér finnst það gefa mér
aukinn styrk að hugsa til systranna,
sérstaklega ef ég er stressuð."
Mikil bænahöld
Bryndís er í sambúð en barnlaus
þannig að auðveldara var fyrir hana
að fara burt en margra barna móö-
ur. Sambýlismaðurinn var helst
hræddur um að hún kæmi ekki til
baka. Móðir Bryndísar er kaþólsk og
var mjög ánægð yfir þessari ákvörð-
un dótturinnar en hún hefur starfað
mikiö með nunnurium í Hafharfirði.
- Enhvernigleiðdagurinnhjásystr-
unum?
„Það var vaknað um sexleytið á
morgnana og þá var bænastund,
messa klukkan hálfníu en eftir hana
var unnið fram að næstu bænastund,
»
»
Bryndis Valbjörnsdóttir fékk að kynnast lífi franskra Dominique-systrá og búa meö þeim í þrjá mánuöi.
DV-mynd BG
Meðal þess sem Bryndis gerði var að hjálpa'til í eldhúsinu en systurnar     Systurnar tóku vel á móti Bryndísi og henni fannst eins og hún hefði þekkt
hjálpast venjulega að við öll störf. Oft var glatt á hjalla við vinnuna.                þær alla tíð.
Munkar af St. Benediktusarreglunni höfðu hjálpað systrunum þegar klaust-
ur þeirra brann og vegna þess var þeim haldið matarboö og fór það fram
utandyra.
Konan í miðið var eitt sinn nunna en hætti og stofnaði heimili fyrir börn
sem komu frá vandræðaheimilum. Hún hefur náð mjög góðum árangri
meö börnin og einstaka sinnum kemur hún með þau í heimsókn í klaustrið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64