Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
Félagsmálaráðherra lætur engan bilbug á sér finna:
Sátturvid
samviskuna
- segir GuðmundurÁrni Stefánsson og kvíðir ekki skýrslu Ríkisendurskoðunar
„Ég kvíöi ekki skýrslu Ríkisendur-
skoðunar enda var það ég sem bað
um hana. Hún mun væntanlega engu
breyta um efni þessara mála, þó ég
geti ekkert fullyrt um það. Eg geri
þó ráð fyrir að þurfa að svara fyrir
hana og er tilbúinn til þess enda ver-
, ið óhræddur að koma hreint fram í
öllu þessu máli. Betra væri aö fleiri
srjórnmálamenn legðu mál sín undir
smásjána," segir Guðmundur Árni
Stefánsson félagsmálaráðherra í við-
tah við DV. Þrátt fyrir að ráðherrann
hafi misst sjö kíló á undanförnum
vikum og margir tala um hversu
mjög hann hafi látiö á sjá lætur hann
engan bilbug á sér finna og er enn á
þeirri skoðun að hann þurfi ekki að
segja af sér sem ráðherra. Sumum
finnst það kalt, öðrum finnst hann
hrokafullur en enn aðrir viröast á
sömu skoðun og ráðherrann og telja
að hann hafi þurft að þola ómaklegar
árásir æ ofan í æ. Félagsmálaráð-
herra hélt upp á 39 ára afmæli sitt á
mánudag og á miðvikudag birtist ný
skoðanakönnun um auknar óvin-
sældir ríkisstjórnarinnar og hrap
Alþýðuflokksins í fylgi. Forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, og utanríkis-
ráðherra og formaður Alþýðuflokks-
ins, Jón Baldvin Hannibalsson, hafa
báðir sagt í fjölmiðlum að Guðmund-
ur Árni sé sökudólgurinn. En enn rís
„sakamaðurinn" upp og svarar full-
um hálsi.
Engin hræðsla
„Ég vil vekja athygli á að í þessari
skoðanakönnun er fylgi Alþýðu-
flokksins á Reykjanesi tvöfalt á við
það sem er í Reykjavík. Fylgi ríkis-
stjórna hefur nú alltaf sveiflast upp
og niður og hefur oft verið lægra en
þetta. Einnig vil ég rifja það upp að
þegar mín mál voru sem mest í um-
ræðunni í september og ég hélt lík-
lega einn fjölmennasta blaðamanna-
fund sem haldinn hefurverið reis
Alþýðuflokkurinn í fylgi. Menn ættu
því að varast að draga of víötækar
ályktanir af skoðanakönnunum."
-  Þessiorðsamráðherragefaþáekki
tilefni til afsagnar þinnar?
„Nei, þau gera það ekki. Sérstak-
lega í ljósi þess að flokkurinn styrkir
stöðu sína í kjördæmi mínu frá síð-
ustu könnun. Skoðanakannanir
sveiflast frá einum tíma til annars,
það hefur ekki þurft mig til þess. Ég
spyr því bara að leikslokun."
-  Og skýrsla  Ríkisendurskoðunar
hræðir þig ekki?
„Nei, hún gerir það ekki. Ég bað
sérstaklega um þessa skýrslu í kjöl-
far blaðamannafundar þar sem ég
lagði fram ítarlega greinargerð um
þær ásakanir sem á mig höfðu verið
bornar. Á þeim fundi gerði ég glögga
og hreinskilna grein fyrir afstöðu
minni. Fljótlega heyrði ég þó að ein-
hverjum fannst ekki nóg gert. Til að
undirstrika áð-ég vildi leggja öll spil
á borðið bað ég Ríkisendurskoðun
að gera úttekt á störfum mínum og
hvort þau færu í bága við venjulega
stjórnsýslu í ráðuneytinu. Ég hef
ekki orðið var við að aðrir ráðherr-
ar, hvorki fyrr eða síðar, hafi farið
undir svipaða smásjá. Raunar hvet
ég þá menn í stjórnarandstöðunni,
sem hafa farið hvað mest í gagnrýni
á mig og mín störf, að stíga fram og
gangast undir syipað kastljós. Ég
nefni sem dæmi Ólaf Ragnar Gríms-
son sem hefur haft hvað hæst upp á
síðkastið og telur sig siðbótarmann
síðari tíma. Ég er hræddur um að
hann þori ekki í slíka skoðun vegna
starfa sinna og nægir í því sambandi
að nefha Svart og hvítt, útgáfufélagið
Tímann og Þormóð 'ramma, svona
rétt til að minna á nokkur atriði sem
enda hafa nú ekki úr háum söðli að
detta qg eru með bjálkann í eigin
auga. Eg held reyndar að bráðum
komi tími til að benda á svoleiðis
mál."
Pólitískt álitamál
- Viltu benda á einhvern núna?
„Það kemur að því. Síðan get ég
„Ég hef ekki f málsvörn mlnni tilgreint aöra stjórnmálamenn eða bent á
aö sumir þessara gagnrýnenda hafa nú ekki úr háum sööli að detta og
eru með bjálkann i eigin auga. Ég held reyndar að bráðum komi tími til
aö benda á svoleiðis mál," segir Guðmundur Árni Stefánsson félagsmála-
ráðherra meðal annars í viðtalinu.
komu upp í stjórnartíð hans og Ríkis-
endurskoðun gerði m.a. athuga-
semdir við og átaldi harðlega. Mér
fannst nú aldrei neitt fararsnið á
þeim Ólafi Ragnari úr póhtík þrátt
fyrir þann harða dóm Ríkisendur-
skoðunar. Síðustu mánuði hans í
embættí fjármálaráðherra var kast-
að fé til allra átta og áuglýsinga-
kostnaður rauk upp úr öllu valdi.
Þetta nefni ég bara sem dæmi um
það hvað sumir menn eru fljótir aö
gleyma. Ég hef ekki í málsvörn minni
tilgreint aðra srjórnmálamenn eöa
bent á að sumir þessara gagnrýn-
spurt hvort ráðherrar, fyrr og síðar,
séu tilbúnir til þess að leggja spilin
á borðið og fyrir dóm þjóðarinnar
eins og ég hef gert."
- Telur þú, eins og sumir, að það
hafi verið mistök hjá þér að fela Rík-
isendurskoðun máhð og lengja þann-
ig lifdaga málsins í stað þess að af-
greiða það á sínum tíma?
„Margir sögðu að þessi mál snertu
ekki Ríkisendurskoðun heldur væri
um pólitísk álitamál að ræða. Vissu-
lega má um það deila. Það er líka
hárrétt að Ríkisendurskoðun er eng-
inn hæstiréttur eða endanlegur úr-
skurðaraðili um hvað er rétt eða
rangt í stjórnmálum. Ég vildi engu
að síður freista þess að taka af öll
tvímæli um hvernig þessari stjórn-
sýslu væri háttað. Menn munu síðan
draga ýmsar ályktanir af niðurstöð-
um en það er póhtískt álitamál sem
verður væntanlega rætt þegar
skýrslán kemur fram."
Málinu haldið
vakandi
-  Finnst þér ekki óþægjleg tílhugsun
að nú sé allt þetta mál að koma upp
aftur í umræðunni?
„Fjölmiðlar hafa passað upp á að
halda þessu máh vakandi með ýms-
um thfæringum þannig að það er
ekkert óþæguegt."
- Mál iistahátíðarinnar í Hafnar-
firði koma upp í framhaldi málsins
og hélt fjölmiðlum við efnið:
„Það er með ólíkindum hvernig
reynt hefur verið að blanda listahátíð
í mín mál sem ráðherra í ríkisstjórn.
Hún fékk mjög almenna og ítarlega
umfjöllun í bæjarstjórn og fjölmiðl-
um á síðasta ári þegar bæjarstjórnin
samþykkti aukafjárframlag og í
kosningabaráttunni 'sl. vor. Þessar
meintu nýju upplýsingar, sem nú er
verið að veifa, eru ekkert nýjar.
Hvernig framkvæmdaðilar ráðstöf-
uðu framlagi bæjarins í samræmi við
dagskrá hátíðarinnar, s.s. í tiltekna
listamenn, er ekki mál bæjarins og
• þar af leiðandi ekki mín sem þáver-
andi bæjarstjóra. Áhtamál, sem að
mér snúa, eru þau hvort styrkur
bæjarins hafi farið til listahátíðar,
mér skilst að niðurstöður um það séu
óyggjandi. Að gefa til kynna að mál-
efni Ustahátíðar og mín séu með þeim
hætti að RLR eigi að skoða þau er
fjarri öllu lagi, þau áhtamái, ef ein-
hver eru, lúta eingöngu að fram-
kvæmd hátíðarinnar en ekki bæjar-
sjóöi og þáverandi störfum mínum."
-  Þú endurprentaðir bækhng hátið-
arinnar til að bæta mynd af þér í
hann:
„Þaö er dæmi um hversu langt
menn teygja sig í þessu sambandi.
Það stóð ævinlega til að fram-
kvæmdastjóri bæjarins skrifaði í
þennan bækling enda listahátíðin í
bænum og með fjárhagslegum stuðn-
ingi Hafnarfjarðarbæjar. Á hvaða
stigi vinnsla bækhngsins var þegar
ritstjórar hans sóttu greinina til mín
var ekki mitt mál."
Rétt ákvörun að
taka ráðherraembætti
-  Margirteljaaðþúhafirgertmistök
fyrir rúmu ári þegar þú, ungur mað-
urinn, ákvaðst að standa upp úr stól
bæjarstjóra og gerast ráðherra án
reynslu af þingstörfum. Ert þú þeirr-
ar skoðunar núna?
„Ef enginn má setjast í ráðherra-
stól án þess að vera orðinn fimmtug-
ur þá megum við fara að hugsa upp
á nýtt. Ég var búinn að vera fram-
kvæmdastjóri í sautján þúsund
manna bæjarfélagi í sjö ár og mikil
fólksfjölgun hafði verið á þeim tíma
í bænum. íbúum fjölgaði um fjögur
þúsund sem undirstrikar að Hafnar-
fjörður var fyrirmyndarbæjarfélag í
augum landsmanna og þangað sótti
fólk í félagslegt öryggi og þjónustu.
Spumingin hjá mér var sú hvort ég
ætti að halda áfram í bæjarmálunum
í einhver óskilgreind ár eða hvíla
Hamnrðinga á mér og það var niður-
staðan. Ég hafði verið virkur í þjóð-
málaumræðunni og þótti rétt að
bregðast við kalhnu þegar það kom
frá flokkssystkinum mínum. Ég tel
því að þetta hafi verið rétt ákvörðun
á þeim tíma."
-  Nú styttist í prófkjör hjá Alþýðu-
flokknum á Reykjanesi og kosningar
í vor. Kvíðir þú niðurstöðu þess?
Nei, ég hlakka aUtaf til prófkjörs
og kosninga. Sérstaklega að eiga
samskipti við almenning sem fylgir
óneitanlega prófkjörsbaráttu. Það
hafa margir viljað dæma í mínum
málum en ég veit ekki til þess að
fjólmiðlar hafi fengið neitt umboð frá
þjóðinni til að kveða upp dóma. Það-
an af síður menn í stjórnarandstöð-
unni. Það eru fimm mánuðir til kosn-
inga, rúmir tveir mánuðir til próf-
kjörs. Eigum við ekki að leyfa lýð-
ræðinu að hafa sinn gang og láta
þessa réttbæru aðila kveða upp end-
anlega dóma."
Sködduð ímynd
-  Ertu þá ekkert hræddur um að
umræða síðustu vikna háfi skaðað
ímynd þína?
„Vissulega hefur hún haft áhrif á
ímynd mína en hún hefur kallaö
fram svarthvít viðhorf. Ákveönir
fjölmiðlar hafa farið mikinn og svona
skaðar og dregur þrótt úr sumum
flokksmönnum. Ég hef hins vegar
fundið að stuðningsfólk mitt hefur
harðnað og það er einmitt notalegt
og gott á svona stundum. Einnig hafa
nýir aðilar haft samband og lýst yflr
stuðningi og það styrkir mann í þess-
ari baráttu. Því fólki ofbýður þetta
einelti og linnulausar árásir á mig.
Hins vegar hlýtur það að hafa ein-
hver tímabundin áhrif þegar fjöl-
miðlar vilja gera mig að samnefnara
allrar spilhngar í landinu."
-  Hefur aldrei hvarflað að þér í allri
þessari umræðu að gefast upp, segja
af þér og byrja síðan upp á nýtt í
komandi kosningum?
„Ekki vegna þeirra mála sem á mig
eru borin. Ég hlusta auðvitað á gagn-
rýni og viðhorf fólks. Ef ég hefði
metið það svo að mér-hafi orðið á
slík alvarleg mistök að mér væri
ekki sætt lengur sem ráðherra þá
hefði ég auðvitað-tekið þá ákvörðun
að segja af mér. Mitt mat er hins
vegar að þessar ásakanir séu ekki
efhislega með þeim hætti, og ef þær
ættu að leiöa til þess, þá þyrfti nú
að grisja yíðar á toppnum - og margt
verklagið myndi þá breytast snar-
lega í íslenskri póhtík. Vissulega
velti ég þó fyrir mér, þegar þessi at-
laga var jafti hörð og raun bar vitni,
hvort það væri þess virði að standa
í þessu eða yfirleitt leggjandi á sig
og fjölskyldu sína. Ég hef líka rætt
þetta við fjölskylduna enda er hún
þátttakandi í störfum mínum. Ég hef
haft af því miklar áhyggjur hvaða
áhrif þessi umræða, eins brjáluö og
hún hefur verið, hefur haft á ung
börn mín. Þau eiga erfitt með að
glöggva sig á um hvað máhð snýst,
ekki síður en margir fullorðnir. Ég
4-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64