Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						"T    LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
37
Heima i faðmi fjölskyldunnar: Guðmundur Arni, Jóna Dóra Karlsdóttir, Margrét Hildur, 13 ára, Heimir Snær, 10 ára, Fannar Freyr, 8 ára, og Brynjar
Ásgeir, 2ja ára. „Ég hafði áhyggjur af börnúnum minum i þessari brjáluðu umræðu."                              DV-myndir Brynjar Gauti Sveinsson
hef reynt aö skýra málin fyrir þeim
en þegar þau heyra nafn mitt og lög-
reglu í sömu andránni er eðlilegt aö
þau spyrji hvort maður sé á leið í
fangelsi. Þetta er því ekki auðveld
umræða og á slíkum augnahlikum
spyr maður sig hvort það sé þess
virði að standa í þessu."
- Hafa börnin þín orðið fyrir aðkasti
vegna þessara umræðna?
„Ég held ekki enda höfum við hjón-
in reynt að fylgjast með því."
Stuðningur en
engar hótanir
- Gerðuð þið eitthvað sérstakt til að
takast á við þessar erfiðleika?
„Nei, en allar þær fallegu kveðjur,
sem okkur bárust í formi símtala,-
bréfa, blóma, skeyta og annars, urðu
til þess að stappa í mann stálinu. Það
óhefðbundna í þessu er kannski að
stjórnmálamenn í ráðherrastóli eiga
yfirleitt ekki ung börn og það gerir
málið kannski flóknara en ella í til-
felli mínu."
- Þúsegisthafafengiðmikinnstuðn-
ing frá fólki en hefur þú orðið fyrir
aðkasti eða hótunum?
„Nei, engu slíku og í öllu þessu tali
um vantraust hefur ekki nokkur
maður komið til mín og sagt augliti
til auglitis að ég ætti að segja af mér."
- Eiginkona þín kom fram í sjón-
varpsþætti og talaði um htla matar-
lyst, svefnleysi og ekki síst htinn
stuðning frá formanni flokksins.
Fékkstu viðbrögð eftir þennan þátt?
„Hún tók þá ákvörðun að fara í
þennan þátt, sem var mjög óhefð-
bundinn, og ræddi það að sjálfsögðu
við mig áður. Ég býst við að hún
hafi fengið meiri viðbrögð en ég.
Mörgum fannst óþægilegt að sjá að
ráðherrar væru mannlegir og fannst
Utið til koma en öðrum fannst þetta
hið eina rétta. Varðandi stuðning
fiokksforystunnar hefði ég kosið á
vissum stigum málsins að flokkurinn
hefði komið beinskeyttar fram."
Umræðan truflar
- Nýlega hafa komið fréttir frá Dan-
mörku og Englandi þar sem ráðherr-
ar sögðu af sér embætti þar sem þeir
töldu sig hafa .skaðað srjórn sína.
Hafa þessar fréttir snert þig?
„Spillingarmál erlendis lúta al-
mennt að því að viðkomandi ráða-
menn hafi verið að hygla sjálfum sér
fjárhagslega, það hefur ekki þekkst
í íslenskri póhtík. Ég er þeirrar skoð-
unar að ég komi að gagni fyrir Al-
þýðuflokkinn og sjónarmið mín hafa
ekki breyst í því."
- En hefur þessi umræða öll haft
áhrif á störf þín sem félagsmálaráð-
herra?
Já, vissulega hefur þessi umræða
verið truflandi. Það eru veigameiri
mál en þessi sem ég er að vinna að
í ráðuneytinu og má þar nefna
greiösluaðlögun fyrir skuldsetta
þjóð, sem ég hygg að geti komið vel
þeim fjölmörgu sem eru hart keyrðir
fjárhagslega, einnig húsnæðismál,
mál sem lúta að flutningi verkefna
frá ríki til sveitarfélaga og fleira og
fleira."
Enginn stuðningur
frá Jóhönnu
- Svo virtist sem þið Jóhanna Sig-
urðardóttir stæðuð þétt saman í
flokknum og tókuð oft höndum sam-
an um hin ýmsu málefni. Hefur Jó-
hanna haft samband við þig, eftir að
hún hefur sagt skihð við flokkinn,
vegna umræðu um málefni þín?
„Nei, við höfum ekkert rætt mín
mál þó við ræðum stundum saman.
Það voru mér mikil vonbrigði þegar
Jóhanna tók ákvörðun að ganga úr
flokknum enda taldi ég hana eiga þar
traustan stuðning. Eg er þeirrar
skoöunar að hún hefði komið sínum
málum betur fram innan flokksins
heldur en utan. Þetta hefur skaðað
flokkinn tímabundið. Jóhanna virð-
ist fá mikið í skoðanakönnunum
núna en reynslan sýnir að fylgið er
fallvalt eins og dæmin um Vilmund-
ar- og Albertsframboð sýna."
- Þú hefur ekki viljað fara með Jó-
hönnu?
„Nei, ég er fæddur í Alþýðuflokk-
inn og hef ekki séð neinn kost skárri
fram að þessu til að koma sjónarmið-
um mínum og jafnaðarstefnunnar á
framfæri."
- Þú vilt í málflutningi þínum koma
nokkurri sök á fjölmiðla. Eiga þeir
ekki að veita aðhald?
„Það er hlutverk þeirra að veita
aðhald en þeir verða að gera það með
sanngjörnum og heiðarlegum hætti.
Þeir eiga aö vera hlutlausir. Ég var
sjálfur í stétt fjölmiðlamanna og þótti
harður og stundum óvæginn en gætti
ávallt þeirrar guUnu reglu að sá að-
ih sem um var fjallað fengi tækifæri
til þess að svara fyrir sig. Núna er
skotið fyrst og spurt svo. Þar sem ég
var yfirlýstur alþýðuflokksmaður,
en margir töldu það ókost við rann-
sóknarblaðamann, gætti ég þess enn
betur að taka hlutlægt á málum. Nú
finnst mér bera mjög á því að við-
horf einstakra fjölmiðlamanna komi
fram í fréttum. Þeir telja sig jafnvel
handhafa sannleikans og lýsa eigin
skoðunum í fréttaskrifum - það er
afleit fréttamennska."
Ekki að hætta
- Margir telja þig vera of kaldan í
framkomu, að þig skorti þetta mann-
lega. Hefur þú heyrt þau sjónarmið?
„Ég hef frekar verið skammaður
fyrir að vera of mjúkur og ekki svar-
að nógu hressilega fyrir mig. Ég hef
einungis reynt að vera málefhalegur.
Ég veit þó ekki hvernig menn eiga
að sýna mannlegheit og mýkt þegar
þeir eru sakaðir um að vera glæpa-
menn."
- Ertu þess fullviss að þú verðir ráð-
herra eftir að skýrsla Ríkisendur-
skoðunar hefur verið birt?
„Lífið byrjar ekki eða endar í ráð-
herrastóli. Eg hef haft gaman af þeim
viðfangsefnum sem ég hef fengist við
sem ráðherra og vil helst leiða þau
til lykta. Hvað skýrsluna áhrærir þá
mun ég kappkosta að ræða um hana
málefnalega. Síðan verður tíminn að
leiða í ljós hver niðurstaðan verður.
Ég hef hins vegar ekkert að fela og
er sáttur við samviskuna. Ég hef náð
ágætum árangri í hinum ýmsu störf-
um og er stoltur af mörgum verkum
mínum, önnur hefði ég betur getað
gert eins og gerist og gengur í lífi og
starfi. Þessi reynsla upp á síðkastið
hefur óneitanlega verið býsna ný-
stárleg og lærdómsrík og þar sem ég
er mannlegur hef ég velt því fyrir
mér hvort öllu sé til þess fórnandi
að vinna þessum hugðarefnum sín-
um og hugmyndum framgang. Póh-
tíkin er mér í blóð borin og ég er
ekki að hætta. En pólitíkin er eins
og lífið sjálft - þar koma upp erfiðir
tímar en líka góðir tímar. Það er
fleira í líflnu en stjórnmál. Ég hef
áður tekist á við andstreymi í lífinu
og þessi mál eru léttvæg í saman-
burði við það sem máh skiptír -
heilsu og velferð fjölskyldunnar - líf-
ið og dauðann. Kannski er skrápur
minn orðinn þykkur en þó ekki
þannig að ég finni ekki til. Ég er
mannlegur."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64