Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
39
Nemendurnir á Laugum deyja ekki ráðalausir:
Reka eigið kaffihús
Jóhanna S. Sgþóisdóttir, DV, Laugum:
„Þegar við fórum af stað með þetta
kafflhús var það fyrst og fremst liður
í því að efla félagslífið hér um helg-
ar. Frá því að skólinn var stofnaður
fyrir tæpum 70 árum hefur félagslíflð
alltaf verið blómlegt. Þessi rekstur
er okkar þáttur í því að viðhalda
því," segja þau Dögg Matthíasdóttir
og Elmar Viðarsson, sem bæði eru
nemendur við Framhaldsskólann á
Laugum.
Það má segja að það sé orðin eins
konar tíska meðal menntaskólanema
í þéttbýlinu að setjast inn á kaffihús
og ræða máhn yfir bolla af rjúkandi
„espresso". Það þykir eiginlega eng-
inn maður með mönnum nema hann
eða hún láti sjá sig reglulega á slíkum
stöðum, enda er það þar sem fólk
framtíðarinnar hittist og andi visk-
unnar svífur yfir vötnunum.
Tekið fagnandi
Vitaskuld hafa nemendur úti á
landsbyggöinni ekki haft sömu
möguleika á að stunda þennan þátt
félagslífsins og jafnaldrar þeirra í
Reykjavík. Því var það aö Lauga-
nemendur tóku til sinna ráða í haust
og settu á laggirnar eigið kaffihús,
Kaffi Laugar, sem þeir reka að öllu
leyti sjálfir. Þessari nýjung hefur
verið tekið fagnandi og aðsóknin ver-
ið eftir því.
„Kaffihúsin eru í tísku núna og
þeim hefur farið sífjölgandi, bæði í
Reykjavík og úti á landsbyggðinni,"
segir Dögg. „Við hugsuðum sem svo
að auðvitað væri hægt að reka kaffi-
hús hér. Svo við slógum bara til."
Allttilstaðar
„Við erum með mjög góða að-
stöðu," bætir Elmar við. „Hér er
stórt, fullkomið eldhús, með öllum
tækjum og tólum, sem hefur verið
notað viö kennslu á ferðamálabraut-
inni en ekkert umfram það. Það var
mál til komið að nota það meira. Hér
er því allt til staðar og við þurfum
ekki að gera neitt annað en að kaupa
hráefnið og koma því í ætilegt form!"
Það er hópur nemenda á þriðja og
fjórða ári á íþróttabraut og ferða-
málabraut framhaldsskólans sem sér
um kafíihúsið. Tveir sjö manna hóp-
ar skiptast á þá daga sem opið er,
þrír þjónar og fjórir í eldhúsi.
„Við mætum svona fjórum tímum
áður en opnað er og byrjum að baka,
dekka borðin og gera allt klárt," seg-
ir Elmar. „Þjónarnir sjá um salinn
en hinir ákveða hvað er á matseðlin-
um og sjá um að úfbúa það."
Gómsætar veitingar
Það er ýmislegt á boðstólum í Kaffi
Laugum, svo sem heitar vöfflur með
ís eða rjóma, ýmsar gómsætar kökur
og brauð. Krakkarnir segjast hafa
verið að fikra sig áfram og auka úr-
valið. Nú sé til dæmis farið að bjóða
upp á ís hússins sem sé mjög vin-
sæll. Einnig sé fyrirhugað að bjóða
upp á fleiri tegundir kaffidrykkja og
jafnvel pitsur.
„Við höfum fengið góða hjálp við
þetta því Erla Sigurðardóttir, kenn-
arinn okkar á ferðamálabraut, og
matreiðslumaðurinn hérna, hann
Kristján Guðmundsson, hafa aðstoð-
að okkur á allan máta."
Uppábúnir þjónar
Þegar komið er inn á Kaffí Laugar
tekur á móti gestunum lágvær tón-
list, uppábúnir þjónar og auðvitað
rjúkandi kaffiilmur. Húsnæðið er
notalegt og það er auðvelt að láta
fara vel um sig við kertaljós á dúk-
uðu borði. Það hefur einkum komið
í hlut strákanna að bera fram og því
Það er handagangur i öskjunni hjá þjónaliðinu þegar aðsóknin er mikil.
Elmar mátti ekki vera að því að líta
upp enda hætt við að ísinn bráðni
á heitum vöfflunum ef menn fara að
taka sér góðan tíma til að brosa
framan í myndavélina.
Dögg og Helena Osk taka girnilega
eplaköku úr ofninum.
Nemendur kunna vel að meta þá nýjung að geta sest inn og keypt sér
veitingar á vægu verði.                             DV-myndir JSS
liggur beinast við að spyrja þau Dögg
og Elmar hvort gamla skiptingin ráði
ríkjum í kaffihúsinu, strákarnir í
salnum og stelpurnar í eldhúsinu.
Þau þvertaka fyrir það og segja að
strákarnir taki ekkert síður þátt í
eldhússtörfunum en stelpurnar. Til-
viljun hafi eigmlega ráðið því að
strákarnir hafi séð um þjónustuna,
.....og svo eru þeir auðvitað rosa-
lega myndarlegir í svörtu og hvítu,"
bætir Dögg við.
Þau eru sammála um að kaffihúsið
hafi gengið miklu betur en búist hafi
verið við í fyrstu.
Kaffihús fyrir alla
„Við fórum út í þetta dæmi með
það fyrir augum að bæta félagslífið
og hafa fyrir kostnaði. En þetta hefur
farið fram úr björtustu vonum. Það
er aðeins eitt sem við söknum og það
er að fólkið úr sveitinni hér skuli
ekki mæta oftar en raun ber vitni.
Við höfum sent dreifibréf á alla bæi
í nágrenninu og það hafa fáeinir
komið og fengið sér kaffi, - en þeir
eru alltof fáir. Fólkið sem býr hér á
Laugum hefur aftur á móti verið
duglegra við að hta inn til okkar.
Þetta kaffihús er ekkert bara fyrir
okkur í skólanum. Það gegnir ná-
kvæmlega sama hlutverki og versl-
unin, pósthúsið og bankinn hér á
staðnum. Þetta er kaffihús fyrir
alla."
Aðspurð hvort einhver afgangur
verði af rekstrinum segja þau Dógg
og Elmar að það verði aldrei mikið
því verðinu á veitingunum sé mjög
stilltíhóf.
„En ef við fáum einhverjar krónur
út úr þessu þá mun hópurinn
kannski skella sér í einhverja menn-
ingarreisu, fara til dæmis út að
borða," segir Dögg. „Það yrðu okkar
laun fyrir vinnuna við kaffihúsið því
við vinnum þetta allt í sjálfboða-
vinnu."
Hæfileikaríkt fólk
Á Kaffi Laugum er boðið upp á lif-
andi tónlist sem nemendur sjá að
sjálfsögðu um sjálfir. '
„Við eigum fullt af hæfileikaríku
fólki hérna og hyggjumst virkja sem
flesta í þetta með okkur. Við erum
með fullt af hugmyndum fyrir fram-
tíðina og það mætti hugsa sér alls
konar uppákomur. Nú stendur til að
endurskipuleggja feröamálabrautina
allverulega og komið hefur upp sú
hugmynd að rekstur kaffihússins
verði einn liður í verklega náminu.
En þetta er einungis hugmynd enn
sem komið er. í byrjun desember
koma hingað Halldór Skaftason, veit-
ingastjóri í Perlunni, og Gísli Thor-
oddsen matreiðslumeistari. Við eig-
um að undirbúa veislu undir þeirra
leiðsögn. Þetta er einn liður í kennsl-
unni, að nota þá góðu aðstöðu sem.
er hér og fá hingað fagfólk, eða með
öðrum orðum að láta fjalhð koma til
Múhameðs. Þessir fagmenn dusta
okkur til og kenna okkur margt nýtt.
sem síðan kemur meðal annars að
góðum notum við rekstur kaffihúss-
ins."
Hausttilboð ^
á verkfærum
Rafhlöðu-
borvélitösku,
2 V, skrúfbitar
og borar fylgja,
kr.11.200stgr.
Fræsari, 450 w,
landogfræsitennurfylgja,
kr 10.850 stgr
Smergill,20o-8oo w,
verð frá 3.250 stgr.
Hjólsög, 1300W,
kr 8.920 stgr.
Súluborvélar
m/skrúfstykki,
verð frá kr. 9.950 stgr.
Járnrennibekkur,
40 cm milli odda,
kr 79.800 stgr
Trérennibekkur
m/kóperingu, 4 hraðar,
1 m milli odda,
kr 44.300 stgr

Rafmagnsborvélar,
500-900 W,
verð frá kr. 3.700 stgr.
j^Æ^  Slípirokkar,
CS      verð frá 4.400
Trérennibekkur,
4 hraða, 1 m milli odda,
kr 11.900 stgr

- trygg
Faxafen 9, s. 887332
Opið mánud.-föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64