Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						40
LAUGAKDACUR 5. NÓVIíMHIíll 1994
Sviðsljós
*
Nicole Simpson um fyrrum eiginmann sinn:
Hann sagðist ætla
að drepa mig
- hún gat aldrei verið hún sjálf
Nokkrum vikum eftir að Nicole
Simpson skilaöi aftur 15 milljóna
króna nælu. sem hún hafði fengið
að gjöf frá fyrrverandi eiginmanni
sínum. fannst hún myrt. Næluna
haföi O.J. Simpson gefið henni til að
leita sátta. Við rannsókn á morðinu
á Nicole. sem Simpson er grunaður
um. hefur komið í ljós að hún átti
ekki sjö dagana sæla í hjónabandinu.
Nicole var 18 ára og gengilbeina í
næturklúbbi í Beverly Hills þegar
hún kynntist Orenthal James Simp-
son sem þá var þrítugur. Það leið
ekki langur tími þar til Simpson lét
hana flytja út frá meðleigjanda sín-
um sem var karlkyns og inn í íbúð
sem hann útvegaði henni.
„Þetta var mjög ástríðufullt og eig-
ingjarnt samband af beggja hálfu,"
er haft eftir dóttur Bing Crosbys,
leikkonunni Cathy Lee Crosby sem
þekkt hefur Simpson í 15 ár. Undir
þetta taka margir sem þekktu parið
náið.
Stríðið hófst
fyrir hjónaband
Stríðið milli skötuhjúanna hófst
jafnvel áður en þau höfðu gifst. í einu
rifrildanna á Nicole að hafa læst að
sér á baðherberginu og hringt í móð-
ur sína til að biðja um hjálp.
Stundum flutti Nicole út úr 350
milljóna króna villunni þeirra í Los
Angeles. Það kom einnig fyrir að
Simpson fleygði konu sinni út úr
húsinu og fatnaði hennar út um
gluggann á eftir henni.
Hjónakornin voru vel efnuð. Fyrir
utan villuna í Los Angeles áttu þau
100 milljóna króna hús á Laguna-
ströndinni í Kaliforníu og húsnæði á
Manhattan í New York. Bæði átti þau
Ferraribíl. Og vasapeningur Nicole
var 350 þúsund krónur á mánuði.
Fyrrum húshjálp hjónanna segir
að hún hafi oft heyrt þau rífast. Það
vakti einnig athygli vinafólks hversu
Nicole var oft fjarverandi þegar boð
voru haldin, jafnvel á hennar eigin
heimili. Simpson er sagður hafa átt
það til að skipa konu sinni að skipta
um fót. Hann heimtaði einnig að fá
O.J. Simpson og Nicole Simpson. Þau kynntust þegar hún var 18 og hann 30 ára. Nicole var 35 ára þegar hún
var myrt.
að vita um allar hennar ferðir. Simp-
son hélt framhjá konu sinni og oft
snerust rifrildi þeirra um framhjá-
höldin, bæði raunveruleg og þau sem
Nicole ímyndaði sér.   '
Bað um aðstoð
lögreglu
Um áramótin 1989 hringdi'Nicole í
lögregluna og baö um aðstoð þar sem
maðurinn hennar heföi ráðist á
hana. „Hann ætlar að drepa mig,"
grét hún. „Þið gerið aldrei neitt. Þið
talið bara við hann og farið svo."
Simpson öskraði: „Ég vil ekki hafa
þessa konu í rúminu mínu. Ég á tvær
konur og ég vil þessa ekki lengur í
rúminu mínu."
Nicole var þá með glóðarauga og
sprungna vör og sjá mátti merki eftir
fingur Simpsons á hálsi hennar, að
því er fram kemur í lögregluskýrsl-
um. Þrátt fyrir þetta skildu Nicole
og Simpson ekki, að miklu leyti
vegna barnanna tveggja.
Það var ekki fyrr en 1992 sem Nic-
ole sótti um skilnað. Hún leitaði til
læknis sem vanur var að meðhöndla
Simpsonhjónin ásamt börnum sín-
um.
*
konur sem orðið höfðu fyrir ofbeldi.
Læknirinn segir að af lýsingum Nic-
ole að dæma hafi hún orðið fyrir al-
varlegu ofbeldi. Nicole sagði læknin-
um frá því að Simpson hafi hótað að
drepa hana ef hann fengi hana ekki.
Þegar Nicole var loks laus úr
hjónabandinu naut hún þess að gera
það sem henni hafði verið bannað.
Eiginmaðurinn hafði meðal annars
heimtað að hún gengi í fötum fínustu
tískuhönnuðanna og sokkabuxum
sem kostuðu 4 þúsund krónur. Eftir
skilnaðinn átti Nicole það til að koma
berfætt í fínar veislur. Hún kynntist
öðrum mönnum og meðal þeirra var
þjónninn sem var myrtur um leið og
hún.
Að sögn náinna vina íhugaði Nicole
þrátt fyrir allt sættir við eiginmann-
inn. Allt fór þó í sama farveg og áður
og í október í fyrra hringdi Nicole í
lögregluna og tilkýnnti að Simpson
væri að brjótast inn til hennar.
Sama dag og Nicole var myrt í júní
síðastliðnum voru hún og fyrrum
eiginmaður hennar viðstödd skóla-
skemmtun hjá dóttur sinni sem
sýndi dansatriði. Nicole hafnaði til-.
lögu eiginmannsins um sameiginleg-
an kvöldverð fjölskyldunnar eftir
skemmtunina og ræddi í staðinn
framtíð sína við kunningjana. Um
kvöldið var hún skorin á háls fyrir
utan heimili sitt.
Sophie vill
verða eins
og Díana
Sophie Rhys-Jones, vinkona Ját-
varðs prins.
Vinkona Játvarðs prins, Sophie
Rhys-Jones, er ekki ánægð með
vaxtarlag sitt, að því er fullyrt er.
Hún er sögð sérstaklega óánægð
með lærin sem henni þykir of
kraftaleg. Einnig þykir henni hún
of feit um hnén.
Sophie hefur séð hvað Díana hef-
ur orðið glæsileg í vextinum á þvi
að gera stöðugt líkamsæfíngar.
Þess vegna hefur hún keypt sér
tíma á sömu líkamsræktarstöð og
prinsessan þar sem árgjaldið er í
kringum 400 þúsund krónur. Borgi
maður slíka upphæð vonast maður
sennilega eftir að sjá árangur.
Hann næst samt varla nema tekið
sé almennilega á.
Diana Bretaprinsessa.
Ölyginn
sagði...

.. .að leikkonan Whoopi Gold-
berg, 44 ára, hefði ættleitt litla
þýska stúlku, 4ra mánaða gamla,
en Whoopi eignaðist sitt eigið
barn þegar hún var fimmtán ára.
En Whoopi gekk einmitt í það
heilaga fyrir nokkrum dögum
með Lyle nokkrum Trachten-
berg.
.. .að Mimi Rogers, sem áður var
gift leikaranum Tom Cruise, ætti
von á barni en sagt er að barn-
léysi hafí einmitt valdiö skilnaði
þeirra Mimi og Cruise. Sjálfur
hefur Tom Cruise ættleitt barn
ásamt núverandi eiginkonu, Nic-
ole Kidman.
.. .að hiö fræga par, Ryan O'Neál
og Farrah Fawcett, væru líkleg-
ast loksins að skilja eftir mjög svo
stormasama sambúð. Það kemiur
reyndar fáum á óvart en bæði
hafa þau sést í fylgd annarra upp
á síðkastið. Ryan O'Neal var t.d.
á leið á tónleika í New York ásamt
blondínu nokkurri.
...að dottír Clints Eastwoods,
Alison, heffi nýlega heimsótt
hann þar sem hann var viðupp-
tökur á nýjustu mynd sinni
Brýrnar í Madisonsýslú, sem
gerð er eftir samnefndri metsölu-
bók. Alison er dóttir Clints fl-á
fyrsta hjónabandi hans með
Maggíe Johnson en sagt er að
Clint hafi alla tíö haldið mMum
og góðum samskiptum við börn
sín.
.. .að fræga fólkið í HollyWöbd
hikaði ekki við að sýna sig og sjá
aðra á samkomum sem haldnar
eru til að berjast gegn eyðniveir-
unni. Fyrir stuttu mátti til dæmis
sjá Michael Douglas, ásamt konu
sínni, Diöndru, og leikaranum
Danny Devito á einni slíkri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64