Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 56
 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994. Bellþyrlan: Kostar 145 þúsund á tímann Bellþyrlan, sem Egilsstaðabæ stendur til boða að leigja frá Gron- landsfly í vetur, mun kosta 145 þús- und krónur á tímann fyrir þá aðila sem munu njóta þjónustu hennar. Þetta fékk DV staðfest hjá umboðsað- ila Bell. Aðspurður hvort þyrlan yröi með lækni um borð, sigmann, spilmann og annað sem Landhelgisgæslan hef- ur óskað svara við sagði umboðsaðil- inn að ræða þyrfti við bæjaryfirvöld eystra um fyrirkomulag læknamála - væntanlega myndi sjúkrahúsið á Egilsstöðum sjá um slíkt í samráði við bæinn. Varðandi læknisbúnað, t.d. súrefnistæki og annað, sagði umboðsaðilinn að slíkt þyrfti að ræða við Gronlandsfly þegar og ef að samningi kæmi. Um áhöfnina 'sagði hann að öðru leyti að hún ætti að vera vön björgunarstörfum. Breskir sjónvarpsmenn: Trúiá og dverga - segir Jeni Barnett „Við erum komin hingað til að fjaila um álfa og gnóma. Við tökum innskotið upp í Hafnarflrði með að- stoð leiðsögumanna okkar. Ég trúi á álfa og gnóma þó að ég hafi aldrei séð þá. Já, ég trúi líka á risa. Eru þeir til hérna?“ sagði Jeni Barnett, sjón- varpskonan þekkta við Good Morn- ing TV á sjónvarpsrásinni BBC 1 í Bretlandi, skömmu áður en hún tók viðtal viö Erlu Stefánsdóttur sjáanda og Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur lands- lagsarkitekt fyrir framan álfakirkju sem er í hrauninu við Mánastíg í Hafnarfirði í gær. Fjögurra manna sjónvarpshð framleiðanda, hljóðmanns og kvik- myndatökumanns breska morgun- þáttarins Good Morning with Ann and Nick auk sjónvarpskonunnar Jeni Barnett hóf í gær tökur í Hafn- arfirði vegna innskots um álfa sem sýnt verður á sjónvarpsrásinni BBC 1 á næstu vikum. Sjónvarpsmennirn- ir hófu tökur á Víðistaðatúni og við Arnarhraun í gær og ætla að fara vítt og breitt um álfabyggðirnar í Hafnarfirði í dag. Þá kynna þau sér álfabrúður og dverga sem hafa verið framleiddar. Morgunþátturinn Good Morning with Ann and Nick er sýndur daglega milli klukkan 10 og 12 á rás 1 hjá BBC og geta allir íbúar á Bretlandseyjum séð hann. Sjónvarpsfólkið fer alftur utan á morgun. LOKI Kannski gætum við farið að flytja út álfa í stórum stíl? Það er alla vega nóg til af þeim! Fjármálaráðuneytið tók Geir goða GK á uppboði fyrir tveimur árum: Seldur fyrri eiganda aftur hálfvirdi „Ríkið fékk allt sitt til baka með því aö sefja okkur bátinn. Þeir voru mjög harðir í samningum við okk- ur. Það eina sem er óvenjulegt við þetta er það hve langan tíma þetta tók. Það liðu 2 ár frá því ríkið tók skipið á nauðungaruppboði þar til við keyptum það aftur," segir Ólaf- ur B. Ólafsson, framkvæmdastjórí Miöness hf. í Sandgerði. Miönes hf. missti bát sinn, Geir goða, á nauðungaruppboði til ríkis- sjóðs í október 1992.1 framhaldinu var gerður leigusamningur viö fyr- irtækið þar sem kveðið var á um að leiguverð gengi upp i kaupverð ef fyrirtækið keypti bátinn síðar. Nú, tveimur árum síðar, kaupir Miðnes bátinn aftur á verði sem er bersýnilega langt undir markaðs- verði eða 98 milljónir. Bátnum fylg- ir kvóti upp á 660 þorskígildi sem gæti verið á markaðsverði upp á rúmlega 120 milljónir, miðað við aö hvert þorskígildiskíló seljist á 185 krónur. Geir goði er 160 tonna stálskip og miðað við að verð á slík- um skipum sé helmingur af trygg- ingamatsverði má reikna með að hann gæti kostað í kringum 30 milljónir. Verð á skipi og kvóta ætti því að vera 150 milljónir ef um ftjálsa sölu væri að ræða í stað 95 milljóna sem inniheldur reyndar leiguverðið lika þannig að raun- verulegt söluverð er 81 milljón eða rúmlega hálfvirði, - Hvað lagði fjármálaráðuneytið til grundvallar? „Rikið fór fram á að fá allar sínar kröfur og við höfðum ekki aðra stöðu núna en að standa viö gerðan leigusamning," segir Magnús Pét- ursson, ráðuneytisstjóri ífjármála- ráðuneytinu. Það sem þykir sérstakt við þetta mál er að þarna skapar ríkið for- dæmi fyrir því að að sá sem missir eign á uppboði til ríkisins fái eign- ina umsvifalaust leigða til baka á góðum kjörum og síðan í fyllingu tímaiLS keypta á verði sem ein- göngu miðast við þá kröfu sem varð til þess að eignin fór á uppboð. Stálu fötum á áHöfnogvoru sett í rútuna Par á unglingsaldri var sent til Reykjavíkur með rútu í gær frá Höfn í Hornaflrði af lögreglunni á staön- um eftir að upp hafði komist um stuld þess á fótum og ýmsu fleiru af gistiheimilinu Ásgarði. Par þetta telst til hinna svokölluðu vandræðaunglinga. Það hafði fyrir nokkrum dögum komið til Hafnar frá Breiðdalsvík og fengið vinnu hjá Borgey en var þar nýlega sagt upp störfum. Þetta eru þau sömu og voru að verki á Breiðdalsvík á dögunum þegar brotist var inn í heilsugæslu- stöðina og stolið þaðan lyfjum. Beðið eftir geimverum Töluverður fjöldi fólks kom saman við rætur Snæfellsjökuls, norðan- megin, í gærkvöld til að koma auga á geimverur. Skúli Alexandersson, fyrrum þingmaður, skipulagði sam- komuna likt og í fyrra. „Fólk er þegar mætt á staðinn. Nokkrir hafa haft samband við mig og séð óeðlilega mikinn ljósagang í norðaustri. Þetta er ekki spurning um að taka í hendur á geimverum heldur að finna fyrir nærveru þeirra,“ sagði Skúli við DV. — - „ | || p f f f Þ f f i i i i i é Breska sjónvarpskonan Jeni Barnett í hrauninu við Mánastíg í Hafnartirði. BBC1 á næstu vikum. tók í gær viðtai við Erlu Stefánsdóttur sjáanda og Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur landslagsarkitekt fyrir framan áifakirkju Viðtalið verður hlut' af innskoti um álfa i breska morgunþáttinn Good Morning with Ann and Nick sem sýnt verður á DV-mynd GVA Veðrið á sunnudag og mánudag: slydduél Á sunnudag og mánudag verð- ur hæg, breytileg átt og bjart veð- ur víða norðan- og austanlands en suðaustan kaldi, skýjað með köflum og skúrir eða slydduél öðru hverju með suðvestur- ströndinni. Hiti frá 4 stigum suð- vestanlands en vægt frost í inn- sveitum norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 61 MEISTARAFELAG RAFEINDAVIRKJÁ S-91-616744 Viðurkenndur RAFEINDAVIRKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.