Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 4
26 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 „Þetta oröin eins konar hefð hjá okkur. Á fostudögum hittumst viö alltaf hér og borðum vöfflur. Ætli þetta sé ekki sprottið upp úr aðgerðaieysinu síðustu mánuði. A næstunni verður hins vegar farið að skipta þessu niður á hljómsveitarmeðlimi þannig að ég lendi ekki alltaf í því að baka. Annars bý ég til bestu vöfQumar, gulbrúnar og fallegar," segir Hrafli. Erlendis Draumur inn um útlönd er langt frá því að vera dauður. í samstarfi við útgáfufyrirtækin CNR, ZYX og Bene- lux er nú í gangi mikiö kynningar- starf erlendis og 2. nóvember síðast- liðinn héldu sveitarmeölimir út í tónleikaferð. Fyrsta stopp verður í Baden-Baden á stórhljómleikum útvarpsstöðvar á lestarstöð. Á þess- um hljómleikum kemur hljómsveitin fram auk Stiiskin o.fL en hljómleik- unum verður útvarpað um Þýska- land þvert og endilangt. Síðan tekur við tveggja vikna tónleikahald sem endar í Hollandi. Jet Black Joe eru því langt frá því að vera týndir og tröllum gefnir,- eitthvað sem nýja platan á eftir að sýna og sanna enn betur en þessi grein hér. GBG Flestir íslendingar kannast nú orðið við hljómsveitina Jet Black Joe. Hljómsveitin hefur þegar gefið út tvær plötur hér á landi og erlendis er markaðssetning á plötunni You ain’t here í fullum gangi. Síðastliðið ár eða svo hefur þó lítiö heyrst til þeirra. Allt tónleikahald hefur legið niðri og af þeim ástæðum hafa sprottið upp alls kyns sögusagnir sem ekki er vert að hafa eftir hér. Biðstaða orðið sem lýsir athöfnum þeirra síðastliðið ár hvað best. Bið eftir því að eitthvað gerðist erlendis. Sköpun hljómsveitarinnar verður þó ekki haldið niðri og mitt í aliri biðinni hefur orðið til glænýtt tólf laga stykki sem er væntanlegt í plötu- búðir 14. nóvember. Jet Black Joe kynnir Fuzz. Enginn meðalvegur „Þessi plata inniheldur öfgar í allar áttir,“ segir Gunnar Bjarni gítar- frömuður. í byrjun ætlaði hljómsveit- in sér einungis að taka upp tvö til þrjú lög. En veran í hljóðverinu lengdist og að mati strákanna er útkoman það besta sem þeir hafa gert til þessa. Upptökur hófust i lok ágúst og lauk i lok september. Strákarnir segja plötuna ekki innihalda þungarokk. „Þetta er meira pönk, hrárra en áður, auk þess sem við snertum viö öðrum tón- listarstefnum." Það var víst lengi legið yfir alis konar sándum í hljóð- verinu og til sögunnar voru kallaðir nokkrir vel kunnir upptökumenn. „Ólafur Halldórs var mest með okkur en aðrir sem komu við sögu voru t.d. Jón Skuggi, Páil Borg og ívar Bongó.“ Platan Fuzz er eins og áður segir væntanleg í verslanir 14. nóvember. Vöffludagar Það vildi þannig til að þetta viðtal var tekið á föstudegi heima hjá Hrafni hljómborðsleikara sem var í óða önn að búa til vöfifludeig þegar mig bar að garði. Ég spurði hverju þetta sætti. Fuzz, ný plata Jet Black Joe, inniheldur 12 ný lög og er værrtanleg í verslanir 14. nóvember. DV-mynd ÞÖK Ný plata hljómsveitarinnar Unun er væntanleg í verslanir á næstu dögum. DV-mynd GVA Suede - Dog Man Star: ★ ★ ★ Tónlist Suede er öll eins og hún leggur sig undir áhrifum frá Ziggy Stardust tímabili Bowies, ákaflega vandað og mikið í lagt. -SÞS Neil Young - Sleeps with Angels: ★ ★ ★ ★ Sleeps with Angels verður ein af skærustu perlum ársins 1994 og gott ef ekki áratugarins. -SÞS Björn Jörundur- BJF: ★ ★ ★ Bjöm Jömndur hefur sýnt sig og sannað sem tónlistarmaður og textahöfundur í sérflokki. -GB Bubbi Morthens- Þrír heimar: ★ ★ ★ ★ Að mínu mati er Þrír heimar tvímælalaust hans besta plata til þessa, plata sem sýnir að hann er óhræddur við nýjungar. -GB Oasis- Definitely Maybe: ★ ★ ★ Á Þessi blanda er ansi skemmtileg og heldur manni við efnið i hlustun og þyngstu lög plötunnar em best. -PJ Seal- Seai: ★ ★ ★ Seal er vel þess virði að leggjast út af í stofunni heima hjá sér og láta hugann reika á meðan platan rúllar. -GB Hljómsveitin Unun segir „æ" - platan væntanleg í verslanir á næstu dögum Það verður að teljast til tíðinda þegar Gunnar Hjálmarsson (dr. Gimni) og Þór Eldon hefja samstarf á sviði tónlistarinnar. Hugmyndin að Unun varð til fyrir ári en það var ekki fyrr en í vor að upptökur hófust á plötunni „æ“. Textamir voru allir samdir með kvenrödd í huga og til verksins var fengin Heiða Eiríksdóttir sem nú ber titilinn söngkona hljómsveitarinnar. Um trommuleikinn sér síðan Ólafur Bjöm Ólafsson. plt'tugagnrýni „æ“ er þrettán laga plata á íslensku, fyrir utan eitt lag sem er á íslensku og frönsku. „Illa/vel dul- búið pönk...“ ...segir Þór Eldon, ekki alveg ákveðinn hvort það skal vera. „Þetta er eins létt og skemmtilegt og við The Cranberries - No Need to Argue ^★★★á Irskt afbragð írar hafa ungað út mörgum frábærum hljómsveitum og tón- listarmönnum um dagana og má þar nefna U2, The Pogues, Sinead O’Connor og Van Morrison sem örfá dæmi. Nú sýnist mér sem enn eitt irska nafnið sé að festa sig í sessi í poppsögunni en það er hljómsveitin The Cranberries. Hún gaf út fyrstu plötu sína í fyrra og fékk mikil lof fyrir og tókst meira að segja það sem flestum nýrri breskum sveitum tekst ekki; að vekja athygli í Banda- rikjunum. Nú er önnur plata Cranberries komin út og ber það með sér að það lof sem hljómsveitin fékk fyrir fyrstu plötuna var engin tilviljun. No Need to Argue er mun þroskaðra verk, jaftiari plata og heilsteyptari í alla staði og lofar einstaklega góðu um framtíð sveitarinnar. Tónlistin er melódískt popprokk með sterkum írskum áhrifum; sérstaklega eru áberandi áhrif frá Sinead O’Connor og Enyu og á það bæði við um lagasmiðar og söng. Reyndar má líka heyra aö söngstíll og raddbeiting Bjaikar Guðmundsdóttur er farin að smita út frá sér. Þessi söngkvennaáhrif hjá Cranberries eru skiljanlegri í ljósi þess að hljómsveitin skartar söngkonu í fremstu röð, Dolores O’Riordan heitir hún og er aldeilis frábær. Hún semur öll lög og texta hljómsveitarinnar, ýmist ein eða í samvinnu við annan Hogan- bræðranna sem skipa hljómsveitina ásamt Dolores og Feargal Lawler. Þetta eru engin slorlög; margir ættu að kannast við lagið Zombie sem nýtur mikilla vinsælda hérlendis um þessar mundir; lag sem verður tvímælalaust í hópi þeirra bestu á árinu. Það sama gildir um plötuna sem heild; hún verður í hópi þeirra bestu þegar árið 1994 verður gert upp. Sigurður Þór Salvarsson getum gert.“ Platan var tekin upp á tímabilinu 1. april l.október en er langt frá því að vera nokkurt gabb. Upptöku annaðist Eyþór Amalds en Jóhann Jóhannsson sá um upptöku- stjóm, auk þess sem hann spilaði inn öll hljómborð og aðstoðaði við frum- gerðir laga heima í stofu hjá Gunna. Þar sem Ólafúr gekk ekki til liðs við sveitina fyrr en upptökum var að ljúka vom það þeir Sigtryggur Bald- ursson og Áddi Ómarsson sem sáu um mestallan trommuleik á nýju Ýmsir - If I Were a Carpenter ★★★ Misjafnar minningar Sú var tíðin að systkinadúettinn The Carpenters þótti eitthvað það allra vemmilegasta sem hægt var að bjóða upp á og allir framsæknir tónlistarmenn, sem vildu halda virðingu sinni, fussuðu og sveiuðu yfir slepjunni. Nú er öldin önnur og svipað og gerðist með Abba í Evrópu, era menn vestanhafs nú hver á eftir öðrum að koma úr skápnum og viðurkenna aðdáun sína á þeim Carpenter-systkinum. Niðurstaðan er plötunni. Á næstunni eru væntanleg tvö myndbönd frá sveitinni, annað í teiknimyndaformi. Gerð teiknimyndarinnar verður í höndum Torfa Frans. Útgáfutón- leikar verða síðan haldnir 21. nóv- ember. Platan er hins vegar væntan- leg í verslanir á næstu dögum og mun að sögn meðlima hljómsveitarinnar bera með sér ferskan andblæ. GBG þessi plata þar sem bæði amerískir og breskir hstamenn fara höndum um mörg af þekktustu lögum Carpenters; útsetja þau og flyfja eftir eigin höfði. Meðal flytjenda kennir margra grasa, bæði þekktra og óþekktra, og má meðal þeirra þekktu neftia: American Music Club, Sonic Yoth, Cranberries, Sheryl Crow, 4 Non Blondes og Grant Lee Buffalo. Og eins og gengur og gerist í verkefhi af þessu tagi, tekst mönnum misjafhlega upp og reyndar finnst mér að mun betur hefði mátt gera í sumum tilvikum. Sérstaklega era óþekktari hstamönnunum mislagðar hendur, eins og til dæmis Shonen Knife sem fer afskaplega iha með lagið Top of the World. Þar hefði rómuð útgáfa Sykurmolanna á því lagi heldur betur átt betur við. Fleiri dæmi af þessu tagi er að frnna á plötunni og draga þau niður þessa annars ágætu hugmynd. En ekki má gleyma því sem vel er gert og hér era margar stórgóðar útgáfur af lögum Carpenters. Má þar nefna Goodbye to Love með American Music Club, Superstar með Sonic Youth, (They Long to Be) Close to You með Cranberries, For Ah We Know með Bettie Serveert og We’ve only just Begun með Grant Lee Buffalo. Sigurðiu1 Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.