Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 258. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994
Fréttir
Myndlyklaverkefni Islenska útvarpsfélagsins:
Iðnlánasjóður lof ar
Stöð tvö 250 milljónum
- tölvubúnaður og afruglarar líklegir sem veð
„Við erum með lánsloforð frá Iðn-
lánasjóði upp á 250 milljónir en það
er ekki komið að frágangi á þessu.
Við höfum getað fjármagnað þessi
myndlyklakaup á ódýrari hátt á
markaðnum þannig að við erum bara
að bíða. Viö munum hins vegar nýta
okkur þessa lánsheimild innan
tveggja mánaða," segir Jafet Ólafs-
son, framkvæmdastjóri íslenska út-
varpsfélagsins.
Eins og kunnugt er hefur íslenska
útvarpsfélagið unnið að því undan-
farið að skipta út gömlum myndlykl-
um fyrir nýja um leið og nýju tölvu-
kerfi, sem ruglar útsendinguna, héf-
ur verið komið upp. Breytingarnar
hafa verið kostnaðarsamar en fyrir-
tækið hingað til getað fjármagnað
þær af eigin rekstrarfé og skamm-
tímalánum. Slíkt sé ekki dýrt miðað
við stöðuna á lánamarkaðnum í dag.
„Það á eftir að ganga frá því hvern-
ig veðinu verður háttað, hvort það
verður í myndlyklunum eða öðru,"
segir Jafet og bætir því við að um
trygg veð verði að ræða þar sem er
allt keríið. Án þess geri sjónvarps-
stöðin ekkert og auk þess stundi út-
varpsfélagið ákveðinn iðhaö með
innlendri dagskrárgerð.
Bragi Hannesson, framkvæmda-
stjóri Iðnlánasjóðs, neitaði að tjá sig
um þetta einstaka mál en sagði að
um áramótin hefðu gengið í gildi ný
lög um lánastofnanir og þau lög giltu
um Iðnlánasjóð samhliða eldri sér-
lögum um sjóðinn. Með löggjöfinni
væri ísland að framfylgja samn-
ingsákvæðum sem tengdust aðild
landsins að Evrópska efnahagssvæð-
inu. Segir Bragi að ein helsta breyt-
ing sem orðið hafi á starfsemi sjóðs-
ins sé sú að Iðnlánasjóður hafi nú
heimild til þess að færa starfsemi
sína út á nýjar brautir og lána til
hvers konar atvinnustarfsemi.
Hann sagði að það sama gilti um
öll útlán sjóðsins. Gengið væri úr
skugga um að þau veð sem sett væru
fyrir lánum væru trygg.
Vangaveltur um tilgang opinberra lánasjóða:
Iðnlánasjóður orðinn
almenn lánastof nun
- segir skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu
Finnur Sveinbjörnsson, skrifstofu-
stjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir,
aðspuröur um hvort eðlilegt geti tal-
ist að Iðnlánasjóður láni íslenska
útvarpsfélaginu 250 milljónir til af-
ruglarakaupa, að hver og einn verði
aö svara slíku fyrir sjálfan sig.
Spurning sé hvort það sé eitthvað
verra eða betra en að Landsbankinn
geri það. Sjóðurinn sé í raun orðinn
almenn  lánastofnun  nema  hvaö
hann megi ekki taka við innlánum.
- Þjónar Iðnlánasjóður þá einhverj-
um tilgangi sem slikur ef honum er
ekki ætlað að lána til iðnaðarstarf-
semi? Höfum við ekki nóg af lána-
stofnunum sem gegna sama hlut-
verki?
„Það er í sjálfu sér rétt að við höf-
um nóg af lánastofnunum sem þjóna
þessu hlutverki. Það hlýtur að koma
til rækilegrar skoðunar í nánustu
framtíð, þegar margir lánasjóðir í
eigu hins opinbera eru farnir að
starfa sem almennar lánastofnanir,
með sömu starfsemi og bankar og
sparisjóðir, hvort þörf sé á öllum
þessum opinberu lánasjóðum og
hvort ekki þuríi að sameina þá. Rík-
ið hlýtur að taka það tíl alvarlegrar
skoðunar hvort ekici megi á einhvern
hátt fækka þeim," segir Finnur.
Aldraðir flugmenn krefjast gerðardóms vegna skertra kjara:
Þetta er andstyggilegt mál
- segir Jóhannes R. Snorrason, fyrrverandi flugstjóri
„Þetta er andstyggilegt mál og
það er óbragð í munni margra út
af þessu. Við trúðum því ekki fyrr
en á reyndi að þessir starfandi flug-
menn í dag myndu koma svona
fram við elstu mennina. Menn
vildu ekki trúa því að það ætti að
taka okkur svona í gegn," segir
Jóhannes R. Snorrason, fyrrver-
andi flugstjóri, sem nú er eftirla-
unaþegi. Jóhannes er þarna að
vitna til þess að samkvæmt ákvörð-
un Eftirlaunasjóðs flugmanna er
búið að skerða kjör eftirlaunaþega
um allt að 45 prósent. Jóhannes er
ásamt 55 öðrum flugmönnum, bæði
starfandi sem og eftirlaunaþegum,
með kröfu fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur um að skipaður verði
gerðardómur vegna þessa máls.
„Við elstu mennirnir förum verst
út úr þessu og við erum mennirnir
sem stofnuðum bæði Félag ís-
lenskra atvinnuflugmanna og líf-
eyrissjóðinn. Það var að vísu gerð
nafnbreyting á lífeyrissjóðnum ár-
ið 1974 þar sem hann fékk nafnið
Eftirlaunasjóður flugmanna. Hann
átti að þjóna sama tilgangi - að
tryggja mönnum lífeyri við starfs-
Jóhannes Snorrason, fyrrverandi flugstjóri, og félagar hans krefjast
þess að skipaöur verði gerðardómur vegna skerðingar á eftirlaunum
þeirra frá Eftirlaunasjóði flugmanna.                   OV-mynd GVA
lok. Við borguðum í þennan sjóð
alla tíð mikinn hluta Íauna okkar
eða 20 prósent lengst af. Við treyst-
um því að þegar þar að kæmi gæt-
um við lifað þokkalegu lífi," segir
Jóhannes.
Jóhannes segir að þegar sjóður-
inn breytti um nafn hafi mönnum
verið úthlutað svokölluðum skil-
orðsbundnum stigum sem áttu að
halda sínu fulla verðgildi. Stjórn
hins nýja sjóðs og stjórn FÍA hafi
verið failið að tryggja tekjustofna
tíl að hann gæti staðið undir skuld-
bindingum.
„Síðar var það viðkvæði ungu
mannanna að við hefðum fengið
svo hagkvæm óverðtryggð lán úr
sjóðnum fyrr á árum. Þeir sáu of-
sjónum yfir þeim tveimur prósent-
um sem þeir greiddu og áttu að
standa undir greiðslum til okkar.
Þeir kipptu þeim því út og vildu fá
það í sinn vasa. Þeir gleyma því þó
að 1974 til 1979 var sjóðurinn óverð-
tryggður og það eru enn fljúgandi
menn sem jusu út óverðtryggðum
lánum til húsbygginga og íbúðar-
kaupa. Það er því ekki við okkur
eina að sakast,"segir Jóhannes.
Hann segir að þegar hann hætti
að fljúga í kringum 1980 hafi hann
átt réttindi til launa sem samsvara
50 prósentum af launum flugstjóra.
Síðan hafi allir verið skertir um 10
prósent. Enn meiri skerðing hafi
síðan dunið yfir þegar samþykkt
var að taka 2 prósentin út.
„Okkar laun voru skert um 60
prósent. í staðinn fyrir þau 25 stig
sem ég áttí á ég núna 11 stig. Það
þýðir að mín eftírlaun ættu að vera
um 20 prósent af launum flugstjóra
og þætti einhverjum lítíð. Við höf-
um að vísu fengið smávægilega
uppbót eða leiðréttingu þannig að
við höldum 65 prósentum af fyrri
réttindum. Það er þó óljóst hvað sú
leiðrétting stendur lengi. Þegar
menn sáu svart á hvítu hvað var
að gerast þarna tóku 55 flugmenn
sig saman um að berjast gegn þess-
ari aðför að elstu mönnunum. Það
er ekki svo að það séu ekki til fjár-
munir til að standa við skuldbind-
ingar gagnvart okkur. Sjóðurinn á
milljarða og þetta ástand er á
ábyrgð allra flugmanna innan
FÍA," segir Jóhannes.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40