Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 258. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994
15
Opið bréf til framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi:
Ekki hlutverk stjórnarinnar
Að undanfömu hafa oröið miklar
umræður um framboðsmál Fram-
sóknarflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi. Einkum hafa umræðurnar
snúist um frambjóðendur sem bú-
settir eru á Suðurnesjum.
Skrýtnar tilf inningar
Fyrir fáeinum vikum síðan lýsti
ég því yfir að ég sæktist eftir 1.
sæti á lista Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi. í síðustu viku
las ég hins vegar í dagblöðunum
stuðningsyfirlýsingu stjórnar full-
trúaráðs framsóknarfélaganna í
Keflavík, Njarðvík og Höfnum við
annan tveggja frambjóðenda til al-
þingiskosninga á félagssvæði þess.
Þingmaður okkar, Jóhann Ein-
varðsson, hefur ekki lýst yfir opin-
berlega hvort hann sækist eftir
endurkjöri. Ég lít því á stuðnings-
yfirlýsingu þessara fjögurra aðal-
manna í stjórn fulltrúaráðsins og
eins varamanns sem einkaskoðun
þeirra.
Það er ekki hlutverk stjórnarinn-
ar að velja þann frambjóðenda sem
er þeim að skapi og mismuna þann-
ig félagsmönnum á félagssvæði
sínu. í lýðræðisríkjum er þegnun-
um treyst tíl að kjósa sér flokk eða
fólk eftir tiltrú hvers og eins, án
fyrirskipana ofan frá. Það er því
óeðlilegt að stjórnin noti vald sitt
með þessum hætti.
Rétt er að taka fram að ég hef
gert stjórninni grein fyrir afstöðu
minni vegna yfirlýsingar hennar.
Þessi yfirlýsing hennar hefur hlot-
ið mikla umfjöllun í'útvarpi, sjón-
varpi og blöðum, því tel ég mig
knúna til að koma mínum skoðun-
um á framfæri í blaðagrein.
Ég vil, áður en lengra er haldið,
þakka formanni fulltrúaráðsins í
nýja bæjarfélaginu á Suðurnesjum
fyrir þau fallegu orð sem hann
sagði, í viðtah á Brosinu (sem er
útvarp á Suðurnesjum) um hæfni
mína í starfi þ.e. sem oddviti
flokksins og forseti bæjarstjórnar.
Þótt ég væri ein heima þá roðnaði
ég við allt þetta hól um hæfni mina
og reynslu. í ljósi þessara orða hans
vekur það skrýtnar tilfinningar að
ég skyldi lenda úti í kuldanum hjá
þeirri stjórn sem hann veitir for-
ystu.
Sjaldgæf rök
Þau rök sem notuð eru gegn mér,
KjaJlarinn
sem ræstitæknir. Með sömu rökum
má segja að ég hefði átt að halda
mig við ræstingastörf sem er í
sjálfu sér ágæt vinna.
Ég hef starfað að bæjarmálum í
12 ár og frá árinu 1986 hef ég skipað
1. sætið á lista Framsóknarflokks-
ins við bæjarstjórnarkosningum.
Síðan 1990 hef ég verið forseti bæj-
arstjórnar og varabæjarstjóri og
hef komið nálægt flestum baráttu-
málum Suðurnesjamanna síðustu
árin m.a. vegna setu minnar í
stjórn Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Ég hef einnig unnið
aflað mér reynslu og þekkingar,
sem ég tel að geti orðið að gagni
fyrir okkar kjördæmi, nái ég kjöri
áþing.
A undanförnum árum hafa marg-
ir Suðurnesjamenn leitað til mín
um aðstoð og fyrirgreiðslu. Ég hef
reynt að liðsinna þeim í gegnum
frumskóg stjórnkerfisins. Það er
eðlilegt að þeir sem þekkingu hafa
á því hvernig hægt sé að þoka mál-
um áfram noti þekkingu sína til
góðs fyrir umbjóðendur sína.
Síðustu árin hef ég fundið fyrir
vaxandi  áhuga félaga minna í
Drífa Sigfúsdóttir
forseti bæjarstjórnar nýja bæj-
arins á Suóurnesjum og sækist
eftir 1. sæti á lista framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi
virðast vera að ég hafi náð góðri
kosningu sl. vor og unnið vel að
meirihlutasamningi sem leiddi til
þess að ég er forseti bæjarstjórnar.
Það er sjaldgæft að þau rök séu
notuð gegn framboði einhvers að
hann hafi staðið sig vel'. Fyrir aíl-
mörgum árum síðan ákvað ég að
ljúka stúdentsprófi og vann ræst-
ingavinnu með skólanum. Ég held
að ég hafi staðið mig allþokkalega
„í lýðræðisríkjum er þegnunum treyst
til að kjósa sér flokk eða fólk eftir tiltrú
hvers og eins, án fyrirskipana ofan frá.
Það er því óeðlilegt að stjórnin notfæri
sér vald sitt með þessum hætti."
að landsmálum í gegnum Atvinnu-
málanefnd Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð, Atvinnutryggingasjóo út-
flutningsgreina, miðstjórn og
landssrjórn Framsóknarflokksins í
stjórn Neytendasamtakanna. Ég
hef setið í fjölda annarra nefnda
og stjórna og er nú m.a. í stjórn
Sparisjóðs Keflavíkur sem er næst-
stærsti sparisjóður landsins. Ég hef
Framsóknarflokknum um að ég
byði mig fram til Alþingis. Þessi
stuðningur hefur komið víða úr
kjördæminu og vil ég þakka þeim
fyrir traustið. Það hvetur mig einn-
ig til aö vinna að landsmálum að
kjördæmi okkar hefur búið við
skertan hlut í fjölmörgum málum
um árabil.
Ðrífa Sigfúsdóttir
Óánægja rríeð sairiþykkt srjórnar tMtrúaráðs framsólmarmarrna á Suðumesjum:
Mun skrifa bréf til
stjórnarmanna
- segir Drífa Sigfusdóttrr'sem steMr líka á fyrstasætið
„Hjálmar Arnason var tyHnn að
gefa kost á sér og lýsa því ýfir að
hann sæköst eftir 1. .sæönu, Fyrr-
um íbrmaður flokksins og ieiðtogi
okkar og þingraaour, Steingrímur
Hermannsson, var búinn ao lýsa
því yfir í útvarpi aB hann teldi
Hjálmar æskilegasta manninn til
að taka vio i kiördaaninn Vift teli-
Drífu. Þetta er bara kalt stöðu-
mat" ságði ðskar Þórmundsson,
formaður sfjðrnar fulltruaráðs
framsðknárfélaganna í KetlavOi, f
samtali við ÐV.
Það rikir rafkil reiði meðal stuðn-
ingsraanna Drifu Sigfusdóttúr bæj-
arfulltrua vegna sraðmngsvfjrlýs-
inrartrmar s«m var wfin lit nftir
myndi taka við af mér og þá nefndi
ég nukkur nöfn. Þar á meðal vorti
HJálmar Ámason, Drifa Sigfúsdótt-
ir og Siv Friðleifsdóttir og raunar
fleiri. Ég neita þ ví ekki að mér leist
vel á það þegar Hjálmar gekk í
nokkiim Og sagðist hafa áliuga á
2. sætinu og sagðist fagna þvi, það
Aftnr m han knm Hl arl éo
yar...
sinu félagssvæöi njóta jafnræðis.
Og ég mun skrifa stjórnarmönnura
bréf vegna þessa rnáls," sagði Drifa
Sigfusdótör I satntali við DV.
ðskar benti á i sambandi við
Drifu að hún hefði sóst eftir stuðn-
ingi í 1. sæti listans við sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor er leið.
Hiiti  fólflt hann no w nrt  forci.fi
Framboósmál Framsóknarflokksins i Reykjaneskjördæmi hafa verið i sviðsljósinu að undanförnu.
Ef maður ætti tvö skrúfjárn
Einu sinni átti ég þvottavél sem var
álíka dýr og bíllinn minn. Eini
munurinn á þessu tvennu var í
rauninni sá að bíllinn var blár á
Utinn en þvottavélin hvít. Þar að
auki hefði mér trúlega reynst erfið-
ara að komast hringveginn á vél-
inni en bílnum.
Þvottavélin var af heimsfrægri
tegund og framleidd í útibúum um
allan hinn siðmenntaða heim enda
var hún með mörgum kerfum, tók
inn á sig heitt og kalt vatn og vatt
með sex hundruð snúninga hraða
á mínútu, en það var hraðar en
auga á festi.
En þrátt fyrir mikla og góða kosti
fór svo að lokum að þessi heims-
fræga vél gafst upp á að taka inn á
sig heita vatnið og hætti að snúast
með ljóshraðanum og var send á
sjötíu kílómetra hraða á haugana
í Gufunesi.
Síðan var keypt ný og ennþá full-
komnari vél, sem snerist jafnhratt
og siðvæddur atvinnupólitíkus sem
hefur óvart gert ömmu sína að ráð-
gjafa sínum af því að hann hélt að'
hún væri fjarskyldur ættingi sinn,
og með svo mörgum kerfum að
manni fannst með ólíkindum hvað
hugvit manna var komið á hátt stig
í útibúum þvottavélaframleiðenda
heimsins.
KjallarJnn
hana. Og það getur orðið dálitið
þreytandi til lengdar.
Því var hringt í fyrirtækið þar
sem véhn fræga var keypt og sendi
það ókkur mann um hæl sem var
þrisvar sinnum fijótari að gera við
þvottavélina góðu með mörgu kerf-
unum og snúningunum átta
hundruð heldur en að skrifa reikn-
inginn. Og þegar upp var staðið
hljóðaði reikningurinn fyrir eitt.
uð og fimmtiu krónur og fannst
mér það elcki ósanngjarnt þar sem
hann þurfti að keyra sig fram og
til baka og hefði verið lengi að því
ef hann hefði til dæmis keyrt út af.
Pökkunarkostnaður var sex
hundruð krónur, og reikna ég með
að það sé svokallað jamaðargjald
sem allir greiði hvort sem þeir eru
að kaupa handfang eða veghefll.
Síðan var auðvitað lagður virðis-
Benedikt Axelsson
kennari
Svo bilaöi vélin
En þótt nýja véhn hafi haft marga
góða kosti, til dæmis var hægt að
þvo í henni þvott, hafði hún þann
ókost að það var með hægu móti
hægt að slíta af henni handfangið
enda var það úr plasti eins og allt
nú til dags nema kannski íslensku
fjárlögin. Og þegar búið er að slíta
af þvottavélum handfangið verður
að hringja í viðgerðarmann því að
það er ekkert hægt að gera við
handfangslausa vél nema horfa á
„Því var hringt í fyrirtækið þar sem
vélin fræga var keypt og sendi þaö okk-
ur mann um hæl sem var þrisvar sinn-
um fljótari að gera við vélina góðu með
mörgu kerfunum og snúningunum átta
hundruð en að skrifa reikninginn."
handtak upp á fjögur þúsund sjö
hundruð og fimm krónur og var
þá að vísu allt innifalið nema fjög-
urra vikna dvöl á Mallorca.
Útkall og skattur
Þrettán hundruð og fimmtíu
krónur kostaöi að kalla manninn
út. Það nefnist útkall á reikningn-
um og býst ég við að það sé gjald
sem allir borgi jafnt svo framarlega
sem þeir búa hérna megin grafar.
Kaup mannsins var fjórtán hundr-
aukáskattur á herlegheitin sem er
ekki okkur að kenna. Og handfang-
ið sjálft kostaði þrjú hundruð sjötíu
og fjórar krónur. - Takk fyrir.
Allt er þetta svo sem gott og bless-
að. Þó fannst mér dálitið skítt að
um leið og viðgerðarmaðurinn
hvarf út um dyrnar hjá mér lét
hann þess getið að ég hefði svo sem
getað gert við vélina góðu sjálfur
ef ég hefði átt tvö skrúfjárn.
Benedikt Axelsson
Örnólfur Thorlacius,
rektor Mcnntask. vlð
Hamrahlið.
Fjórum fötiuðum synjaö um
skólavistiMH
Ekki
pláss
„Það sem
máli skiptir
fyrirokkurer
að við höfura
ekki rúm fyr-
ir fleiri fatl-
aða nemend-
ur í skólan-
um. Við erum
með verulega
þjónustu við
nemendur
með margs konar fótlun. Við er-
um með heyrnarlausa nemendur
sem eru með túlka með sér, fjöl-
fatlaða nemendur sem þurfa
mikla aöstoð, blinda hemendur
sem þurfa að komast í sérhæfð
tæki og svo framvegis. Þannig að
aðstaðan hjá okkur er algjörlega
fullskipuð núna.
Við hofum gert okkar yörvöld-
um grein fyrir þessu þannig að
mér flrinst að þetta þurfi ekki að
koma neinum á óvart. Fyrsta til-
kynningin fór frá okkur um þetta
til menntamálaráðuneytisins fyr-
ir ári. Égveitaðráðuneytismenn
eru allir af vilja gerðir til að leysa
málið en það er ekki hlaupið að
því að koma upp viðunandi
kennsluhúsnæði, hvorki hér né
annars staðar.
Þetta hefur hlaðið utan á sig.
Um leið og við byrjuðum að taka
við fðtiuöum nemeridum kom
þörfin i ljós. Hún er sívaxandi
þannigað jafnvel þótt við gætum
fundið einhverja smugu fyrir
þessa fjóra nemendur þá yrði það
engin lausn. Vitanlega er verið
að brjóta á þessu fólki, það á rétt
á kennslu víð sitt hæfi samkvæmt
íögum. En það stendur hvergi að
sú kennsla eigi að fara frám í
Menntaskólanum við Hamra-
hMð."
Gengur
ekki
„Svona mál
eiga yfir höf-
uð ekki að
þurfa að
koma upp,
Við teljum
auövitað aö
allir þegnar
þjóðfélagsins,
íatiaðir sem
ófatlaðir, eigi
rétt á námi.
Það eru ekki bara lög heldur eitt
af grundvaUamannréttindum.
Pramhaldsskólarnir sérstaklega
hafa veriö vandamál iengi. Faístir
þeirra hafa getað boðið fötluðum
nemendum upp á nárri.
Þetta með MH er mjög leiðinlegt
að skuli gerast en sýnir i raun :
við hvaða vanda er að erja.
Ástæðan fyrir því að svona raarg-
ir fatiaðir neraendur, um 30 tals-
ins, eru í MH er að hinir skólarn-
ir hafa vísað fötiuöum frá sér og
yfir i Hamrahlíð. Núna treystír
MH sór ekki tíl að taka við fieir-
; um þannig að þar er farið áð vísa
frálíka. Við í Sjáifsbjörg höfum
h'ka haft þá stefhu að fötluðum
sé ekki „hrúgað" á eitin stað
þannig að aðstaða þyrfti að vera
í fleiri skólum.
Þetta mál er bara afleiðing þess
hvað skólakerflð almennt hefur
veriö seint tíl að gera eitthvað í
málinu. Þróunin er sú að fötluð-
um nemendum sem öðrum mun
fjölga bannig að betta verður viö-
varandi vandamál ef ekkert verð-
ur að gert. Þaö gengur náttúrlega
ekki að fólki sé synjað ura skóla-
vist vegna fötlunar. Heildarlausn
yantar hið fyrsta."
Siourður   BJörnsson   1
Iramkvæmdasljórn
Sjallsbjargur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40