Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 270. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 199<;
Fréttir
Hæstiréttur vísar máli frá dómi vegna hæfileikaskorts málQytjanda:
Hæstsréttur tekur
málf Eytjanda á beinið
sjöunda mál hans sem sætir aðfinnslum
Hæstiréttur vísaði frá dómi í gær
máli Jóhönnu Tryggvadóttur og
Evrópuferða gegn Halldóri Ást-
valdssyni. Málið snerist um launa-
kröfu Halldórs á hendur Evrópu-
ferðum og áfrýjaði Jóhanna málinu
til Hæstaréttar og krafðist sýknu
af dómi héraðsdóms.
Jóhanna fiutti máhð sjálf fyrir
Hæstarétti. Hún er ekki lögfræð-
ingur að mennt og voru henni því
veittar leiðbeiningar um rekstur
og fiutning málsins eins og lög
kveða á um. í dómi Hæstaréttar
segir að ýmis atriöi hafi farið úr-
skeiðis í málatilbúnaði hennar.
Segjr að málsástæður séu um
„margt óljósar og á reiki", lagasjón-
armiðum þeim til stuðnings séu
ekki gerð skil. Þá er talað um að
gagnaöfiun hennar sé verulegum
annmörkum háð. Þannig hafi hún,
þrátt fyrir leiðbeiningar, lagt fram
mikinn fjölda gagna til stuðnings
kröfu á stefnda en flest þeirra verið
með þeim hætti að ófært sé að
byggja á þeim við úrlausn málsins
og sum hver varði ekki máhð.
Munnlegur málflutningur hennar
fyrir Hæstarértí hafi ekki komið að
neinu haldi og í heild hafi þannig
vantað verulega á að málatilbúnað-
ur Evrópuferða hafi verið í lög-
mætu horfi. Fyrir leikmann er ekki
annað að sjá en að mestallt hafi
farið úrskeiðis sem getur farið úr-
skeiðis.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Hæstiréttur finnur að málflutningi
hennar í málum sem hún hefur
flutt fyrir réttinum fyrir sig, mann
sinn eða fyrirtæki sitt. í dómi frá
seinasta ári „var gerð sú athuga-
semd, að það mál hafi verið hið
fjórða, sem hún flytti fyrir dómin-
um á nokkrum dögum, en málin
hafi öll verið viðameiri en svo, að
það hafi getað verið á færi annarra
en málflutningsmanna að búa þau
í hendur dómstóla á viðunandi
hátt."
í dómi uppkveðnum á þessu ári
var málatilbúnaður í einu máU sem
Jóhann flutti talinn „stórlega víta-
verður og var sérstaklega að því
fundið að meginhluti gagna og
málsástæðna, sem þar hafi verið
byggt á, hafi í engu varðað málið."
í öðrum dómi kveðnum upp á þessu
ári segir að það sé ekki „á færi
Jóhönnu Tryggvadóttur að reka
mál þannig fyrir dómstólum, að
viðunandi sé, en um þetta var einn-
ig vísað til áðurnefndra tveggja
dóma."
Vegna málsins í gær beindi
Hæstiréttur því bréflega til Jó-
hönnu að hún réði sér hæfan um-
boðsmann til að flytja það. Þessum
tilmælum sinnti hún ekki frekar
en öðrum ítrekuðum leiðbeining-
um. í ljósi þessa, svo og þeirra stór-
felldu annmarka, sem eru á málat-
ilbúnaði og málflutningi Jóhönnu
þótti dóminum sýnt „að hana
skorti hæfi til að fiytja mál sitt fyr-
ir dómi." Samkvæmt þessu var
mákð fellt niður og Jóhöimu gert
aö greiða Halldóri málskostnað að
upphæð 75 þúsund krónur.
Stuttarfréttir
Hagsýnar húsmæður
Fjögurra niiUjóna króna hagn-
aður varð af rekstri Kvennahst-
aos í fyrra. Timinn greindi frá
þessu.
Tónlelkumaflýst
Sjnfóníuhl|ómsveitin ætlaði að
leika fyrir 400 börn úr Austur-
bæjarskóla í gær en varð að
hætta við vegna þess að húsnæði
fékkst ekki.Skv.Mbl krafðist
HaUgrímskirkja greiðslu fyrir
kirkiuafnot og skólameistari Iðn-
skólans vísaði hUórnsveitinni á
dyr.
Fjáröflunarleiðstúdenta
Stjórnmálafræðinemar við H.Í.
hafa skorað á stúdenta að segia
sig ór þjóðkirkjiinni og auka
þannig ráðstöfunarfe skólans.
Skv. stiórnarskránni renna
kirkjugjöld þeirra sem standa
utan þjóðkirkjunnar til H.Í.
Lföðumbólusetníngar
Þrátt fyrir að innfluensa sé yfit-
vofandi hér á lahdi hafa fáir iatið
jbólusetja sig. Skv. Mbl. voru um
40 þúsund skammtár af bóluefni
pantaöir öl landsins.
LoðnandreHðídjúpinu
Tiu skip voru við loonuMt við
Koibeinsey í gær. Skv. RÚV uröu
menn litið varir ýið loðnu enda
yar hún dreiíð 1 djúpinu.
Gagnrýniitrekud
Innkaupastpfnun Reykjavíkur
hefur ítrekað gagnrýni sína á
Mgrannasveitarfelögin fyrir
injsmunun í útboðum. Skv. Mbl.
er talið að fyrirtækí í Reykjavík
beri skarðan hlut frá borði.
Óttaslegnir nágrannar
íbúar nagranhábyggoa Reykja-
víkur óttast að borginætli að láta
sþa niðurgreiða útsvör Reykvik-
inga með því að hækka gjaldskrá
Hitaveitu og Rafveitu Reykjavík-
ur. RÖV greindi frá þessu.
Útboðsreglurorotnar
Umboðsmaður Aiþingis telur
að ekfcL hafi vériöfarið að reglum
um framkvæmd útboða þegar
ráðist var í smíði Herjóös. Skv.
MbL vpru úu^shættirnir tíl
þess falinir að valda tortryggni.
I   Leikfönginskoðuð
Eftirlit tneð ðryggi leikfanga
sem seid eru hér á iandi hefet um
éramorm. líminn greindi frá.
Formlegt samkomulag liggur nú fyrir varöandi sameiningu Borgarspítala og Landakotsspitala í ársbyrjun 1996. Samkomulagið var undirritað í gær af
þeim Höskuldi Ólafssyni, fulltrúa Landakotsspitala, Inglbjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, Sighvati Björgvinssyni heilbrigöisráðherra og Frióriki
Sophussyni fjármálaráðherra.                                                                                              DV-mynd BG
Formaður Sjúkraliðafélagsins:
Erum ekki á prúttmarkaði
„Það er greinilegt að Þorsteinn
Geirsson ætlast til þess að við mæt-
umst einhvers staðar á miðri leið
þegar hann talar um að við eigum
að leggja fram gagntilboð. Um það
er bara ekkert að ræða. Samninga-
nefnd ríkisins er ekki stödd á ein-
hverjum prúttmarkaði," sagði Krist-
ín A. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkrahðafélags íslands, eftir eld-
heitan baráttufund félagsins í húsa-
kynnum BSRB við Grettisgötu síð-
degis í gær.
Kjaradeila ríkisins og sjúkraUða
tók nýstárlega stefnu í gær eftir
blaðamannafund með samninga-
nefnd ríkisins. Formaður Sjúkrahða-
félagsins boðaði til sameiginlegs fé-
lagsfundar og blaðamannafundar í
húsakynnum BSRB við Grettisgötu
í Reykjavík með tilheyrandi ræðu-
höldum og klappi til að svara upplýs-
ingum sem komu fram á blaða-
mannafundinum fyrr um daginn.
„Við höfum óskað eftir því að
sjúkrahðar gerðu grein fyrir sínum
kröfum og legðu fram gagntilboð sem
hægt væri að vega og meta. Við erum
tilbúnir að ræða málin en frumskil-
yrðið er að vita hverjar kröfur
sjúkraliða eru," sagði Þorsteinn
Geirsson, formaður samninganefnd-
ar ríkisins, í gær.
Sjúkraliðar telja að launakröfur
sínar séu fylhlega ljósar. Launamun-
ur á sjúkrakðum og samstarfsstétt-
um þeirra sé 40 prósent í stað 20 pró-
senta áður fyrir nokkrum árum. í
maí hafi sjúkraliðar farið fram á sex
prósenta launahækkun en því hafi
verið hafnað.
PrófkjöriNordur-
landskjördæmi
vestra
Prófkjör Sjálfstæðisfiokksins í
Noróurlandskjördæmi véstra fer
fram laugardaginn 26. növember.
Baráttan um efsta sætið stendur
á milli þeirra Vilhjálms Egiisson-
ar alþingismanns og séra Hjálm-
ars Jónssonar varaþingmanns.
Þeir sem gefa kost á sér í próf-
kjörinu eru auk þessara tveggja
Agúst Sigurðsson, Geitaskarði,
Friðrik Hansen Guðmundsson,
Reykjavík, Sigfús BL Jónsson,
Laugarbakka, Þóra Sverrisdóttir,
Stóru-Giljá, og Runólfur Birgis-
son, Sigiufirði.    -
Oskiljanleg sérverkeftii:
Semja um orðskilning
„Eg er að fiska eftir því hve mikið
er um að ráðuneytin feli einstakling-
um ýmiss konar sérverkefni, svo sem
kannanir, úttektir og þess háttar. Ég
vil vita hvort þarna sé um óeðlilegar
lausnir aö ræða á vandamálum ráðu-
neytanna, til dæmis í tengslum við
starfslokasamninga. Með sérverk-
efnum á ég ekki við garðyrkju eða
viðgerðir. Það liggur í augum uppi,"
segjr Kristín Astgeirsdóttir, þing-
maður Kvennalistans.
Eins og DV greindi frá í gær hefur
forsætisráðherra vísað frá þingfyrir-
spurn frá Kristínu um umfang sér-
verkefna í stjórnarráðinu, á þeim
forsendum að ekki sé ljóst hvað þing-
maðurinn eigi við með orðinu sér-
verkefni. Bréf þessa efnis var sent
Alþingi fyrir tæpum mánuði. Kristín
heyrði hins vegar fyrst af frávísun-
inni í kjölfar fréttar DV um máhð.
Kristín kveðst hafa rætt þetta mál
við forseta Alþingis í gær en ekki
fengið skýringar á því hvers vegna
henni var ekki tUkynnt um frávisun-
ina. Aðspurð kveðst Kristín nú íhuga
að endurflytja fyrirspurnina með
breyttu orðalagi eða ná samkomulagi
við skrifstofustjóra forsætisráðu-
neytisins um skUning á orðinu sér-
verkefni. Svar við spurningu sinni
ætii hún undir öUum kringumstæð-
um að fá fram.
Lagthaldálaitdaíbíl
FUtniefnadeUd lógreglunnar Ökumaður bUsins, sem áður hef-
fann í gær 20 Utra af landa í bU á ur komið við sögu lógreglu, sagði
Bústaðavegi.                 landann til eigin nota.
Þú getur svaraö þessarí
spurningu meö því aö
hringja ísíma 99-1640.
39,90 kr. mínútan.
Já [lj
Nel \Í\
j o á d
FOLKSINS
99-16-00

Er skylduáskrift að
ríkisútvarpinii réttmæt?
Aftelns þelr sem etu í stafræna kerflnu og eru meft ténvalssima geta teM6 þátt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40