Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 270. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
T/
Fréttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um stjórnkernsbreytingarnar:
Pólitískar hreinsanir
verða ekki í ráðhúsinu
Reykjavikurlistinn vann sigur í
Reykjavik i kosningunum i vor. Var
þetta sigur fyrir þig persónulega?
- Ég held að þetta hafi fyrst og
fremst verið sigur þeirrar sam-
stöðu sem þarna myndaðist. Fólk
hafði trú á því að þetta afl gæti
komið ákveðnum hlutum í fram-
kvæmd. Það myndaöist samstaöa
um mig sem borgarstjóraefni og
það er í fyrsta sinn sem það gerist
hjá andstæðingum Sjálfstæðis-
flokksins. Það hafði auðvitað mikið
að segja. Ég ætla ekki að vera svo
hæversk að halda því fram að mín
persóna hafi engu máli skipt.
Þegar umræður um samfylkingu
vinstrimanna í borginni voru að
hefjast varstu treg til að gefa svar
um þátttöku fram á síðustu stundu.
Varstu efins um að fiokkarnir næðu
saman eða var þetta taktík til að
fá félagshyggjuöflin í samstarf?
- Ég hef alltaf haft þá trú að þess-
ir flokkar gætu náð samstöðu og
hægt væri að mynda valkost við
Sjálfstæðisflokkinn. Samstarfið í
minnihlutanum hafði sýnt það en
ég var ekkert viss um að ég vildi
velja mér það hlutskipti að verða
borgarstjóri í Reykjavík. Mér
fannst ég þurfa að hugsa það mál
mjög vel.
Mikil heilindi
Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt
ReykjavíkurUstann fyrir að efna
ekki kosningaloforð og ekki gekk
átakalaust að stofna Regnbogann.
Gengur erfíðlega að fá félags-
hyggjuöflin til að starfa saman?
- Nei, það gengur mjög vel og ég
held að sjálfstæðismenn viti það í
hjarta sínu. Það hafa engin ágrein-
ingsefni komið upp miui okkar frá
því við fórum að starfa saman
nema um smærri mál eins og ger-
ist og gengur. Þettá gengur mjög
vel og mikil heilindi í þessu sam-
starfi.
Hvað viltu segja um gagnrýni Egils
Helgasonar blaðamanns um að
Reykjavíkurlistinn hafi ekki efnt
kosningaloforð sin og að enginn
afrakstur sjáist af vinnu Reykjavík-
urlistans í borginni?
- Mér finnst þetta lýsa meiri ein-
feldningshætti en leyfilegur er af
Agli Helgasyni vegna þess aö hann
hlýtur að vita að hlutum verður
ekki breytt eins og hendi sé veifað.
Mér finnst ótrúlegt að hann vilji
hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn af erf-
iðri stöðu í fjármálum borgarinnar
vegna þess að það á Sjálfstæðis-
flokkurinn sannarlega ekki skilið,
síður en svo.
Heildarskuldir borgarsjóðs nema
um 12 milljörðum króna og hafa
aukist gifurlega síðustu fjögur ár.
Ætlar Reykjavíkurlistinn að hækka
útsvar eða álögur á borgarbúa?
- Við erum búin að taka ákvörö-
un um að hækka ekki útsvarið og
munum ekki hækka fasteigna-
skattana en við verðum að ná í
auknar tekjur. Það getum við gert
með ýmsum hætti en auðvitað
verðum við aö skoða ýmsar gjald-
skrár hjá borginni. Við ætlum að
reyna að halda álögum í lágmarki
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist telja tímabært að ákveöin uppstokkun eigi sér stað í flokkakerf-
inu á landsvísu þó að ákvörðun Kvennalistans um sérf ramboð um allt land sé skiljanleg.         DV-mynd BG
þannig að þær hitti ekki bara ein-
staklingana fyrir heldur líka fyrir-
. tækin.
Var skýrslan um fjármál borgar-
innar vonbrigði fyrir núverandi
meirihluta?
- Nei. Skýrslan var fagleg úttekt
á fjárhagsstöðu borgarinnar eins
og hún blasti við um mitt ár.
Skýrslan var unnin eins og endur-
skoðandanum var uppálagt að
vinna hana. Við vissum að skulda-
staða borgarsjóðs væri slæm en
það kom okkur mest á óvart með
hve miklum þunga greiðslubyrði
lána kemur á næsta ári.
Milljarðar í skóla
Hvernig ætlar Reykjavíkurlistinn
að efna kosningaloforð í dagvistar-
málum, skólamálum og varðandi
eftirspurn eftir hjúkrunarrými?
- Við tökum við ýmsum verkefh-
um í öldrunarmálum frá sjálfstæð-
ismönnum sem eru ekki þau sem
við hefðum talið allra brýnust. Viö
erum bundin af samningi og verð-
um að greiða um 35 milljónir króna
á ári í sundlaugarbyggingu hjá
DAS, 35 milljónir á ári vegna þjón-
ustukjarna við íbúðir BHM við
Yfirheyrsla
Suðurgötu og 30 milljónir vegna
þjónustukjarna í Mjódd þó að okk-
ur flnnist rétt að leggja aðaláherslu
á hjúkrunarrými. Við byrjum að
sýna ákveðinn Ut í þeim efnum á
næsta ári en stóru málin verða
leikskólarnir og skólamálin. Þar
blasa við nýframkvæmdir í Borg-
arholti og einsetning skóla fyrir að
minnsta kosti 4-4,5 milljarða
króna. í leikskólamálunum erum
við að tala um framkvæmdir fyrir
1,5-2 milljarða á næstu árum.
Hvenær mega borgarbúar eiga von
á því að sjá einhverjar breytingar í
stjórnsýslunni?
- Þeir sjá breytingar strax á
næsta ári. Búið er að ráða Hagvang
til að koma í framkvæmd ákveðn-
um stjórnsýslubreytingum varð-
andi mitt nánasta umhverfi í ráð-
húsinu. Miðað er við að því starfi
ljúki um áramót. Við erum að taka
í notkun nýtt skjalavistunarkerfl
þannig að gögn borgarinnar ættu
að vera aðgengilegri.
Hvernig verður með aðra þætti
borgarkerfisins?
- Fljótlega eftir áramót verður
að setja niður póhtíska stjórnkerf-
isnefnd sem fær það verkefni að
vinna að breytingum í stjórnkerf-
inu jafnt og þétt á kjörtímabilinu.
Eitt af kosningaloforðunum var að
koma á fót umboðsmanni borg-
arbúa. Hvenær verður ráðið í það
embætti?
- Það er eitt af þvi sem kemur til
skoðunar við gerð fjárhagsáætlun-
ar. Vonandi verður ráðið í embætt-
ið fljótlega eftir áramót.
Hvað með hverfalýðræðið?
- Sérstök verkefnisstjórn er
starfandi sem vinnur að því að gera
Reykjavík að reynslusveitarfélagi.
Hún hefur meðal annars skoðað
sérstök reynsluhverfi. Grafarvog-
urinn hefur verið ræddur í því
sambandi.
Borgarstjóri hefur ráðið til sín að-
stoðarmann úr eigin röðum og
fengið aðstoðarmann úr kosninga-
baráttunni til að vinna að stjórn-
sýslubreytingum. Er Reykjavíkur-
listinn kominn i einkavinavæð-
ingu?
Nei. Það er fráleitt. Mér var ráð-
lagt að fá einhvern sem ég treysti
til að gera forkönnun á stjórnkerf-
inu og koma með hugmyndir í stað
þess að kaupa dýra sérfræðiþjón-
ustu strax. Þess vegna réð ég Stefán
Jón. Frá upphafi var ljóst af minni
hálfu að ég færi ekki inn í ráðhúsið
öðruvísi en að fara með manneskju
með mér. Mér fannst nauðsyn að
koma með eina konu. Ég sé ekki
eftir því enda þarf ég ekki síður á
aðstoðarmanni að''halda en ráð-
herrarnir.
Engar hreinsanir
í fyrri stjórnartíð vinstri flokkanna
var talað um að embættismanna-
kerfið ynni gegn kjörnum fulltrú-
um. Er unnið gegn ykkur í ráðhús-
inu?
Nei, það er ekki unnið gegn okkur
í ráðhúsinu en við getum sagt að
ég hafi fundið fyrir ákveðinni
tregðu í kerfinu. Mér finnst vanta
frumkvæði í kerfið. Ég hef rætt
þetta við embættismennina og held
að það sé að hluta til vegna þess
að þeir eru vanari öðrum vinnuað-
ferðum og öðru húsbóndavaldi.
Það tekur þá tíma að átta sig á
nýjum aðstæðum.
Áttu von á því að einhverjir emb-
ættismenn verði látnir fara éftir
áramót þegar stjórnkerfisbreyting-
ar taka gildi?
Nei. Hér standa engar póhtískar
hreinsanir fyrir dyrum.
Hver er þín afstaða til umræðunnar
um sameiginlegt framboð félags-
hyggjuaflanna til Alþingis í vor?
- Ég held að það sé löngu tíma-
bært að það eigi sér stað ákveðin
uppstokkun í flokkakerfinu á
landsvísu, ekkert síður en í borgar-
málunum. Ég hef ekkert viljað
blanda mér inn í þessa landsmála-
umræðu vegna þess að ég lít á það
sem mitt aðalverkefni að vinna fyr-
ir Reykjavíkurlistann.
Hvaða skoðun hefur þú á þeirri
stefnumörkun Kvennalistans að
fara í sérframboð um allt land?
- Mér finnst hún skiljanleg
vegna þess að við hófum ekki séð
nein merki þess að mikið sé að ger-
ast í flokkunum í málefnum
kvenna eins og prófkjörin bera með
sér. Mér finnst engu að síður að
Kvennalistinn þurfi að hugsa þetta
mál mjög vel. Það er erfitt fyrir
konur úti á landi að bjóða fram
kosningar eftir kosningar vitandi
það að þær ná ekki inn manni.
Samfylking hefði létt þeim róður-
inn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40