Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 270. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
Neytendur
Fólk er þegar farið að senda matarpakka til vina og ættingja í útlöndum. Hér er Björn Christensen í Kjöthöllinni með einn slíkan en algengasta innihaldið
er hangikjöt, lax, flatkökur og harðfiskur.                                                                                     DV-mynd ÞÖK
Matvöruverslanir taka að sér matarsendingar til útlanda:
íslenskur matur til vina
og ættingja erlendis
- mest um að fólk sendi hangikjöt, þótt fjölbreytnin sé mikil
Þeir eru ófáir Islendingarnir í út-
löndum sem láta senda sér íslenskan
mat fyrir jólin og gildir þá oft einu
hvort fólk hefur búið erlendis í lengri
eða skemmri tíma. Neytendasíðunni
er kunnugt um sex matvöruverslanir
á höfuðborgarsvæðinu sem taka að
sér matarsendingar til útlanda, þ.e.
að fylla út tilskihn skjöl, útvega heil-
brigðisvottorð, pakka matnum inn
og senda með pósti. Þær eru: Kjötbúr
Péturs, Kjöthölhn, Matvöruverslun-
in Austurveri, Miðvangur í Hafnar-
firði, Hagkaup í Kringlunni og Nóa-
Leiðrétting
á uppskrift
Þau leiðu mistók urðu á bis. 24
í matar- og kökublaði ÐV, sem
köm út á miövikudaginn, að í
uppskrift Jórunnar Karlsdóttur á
Seltjarnarnesi var gefið upp
rangt magn af hveiti.
Jórunn var ein af þeim sem
vann til verðlauna í uppskrifta-
samkeppni Nýrra eftirlætisrétta,
DV og fleiri aðila fyrir uppskrift
að dððlu-möndlukökum. I upp-
skriftinni var gefinn upp XA bolli
af hveiti en á að sögn Jórunnar
að vera Í'A bolli, Skiptir þetta að
hennar sögn miklu máli ef kök-
urnar eiga aö heppnast. Leiðrétt-
iðþetraendilegaí blaðinu ykkar.
tún. Fyrir þetta taka flestar verslan-
irnar ákveðna þóknun og svo leggst
300 kr. gjald fyrir heilbrigðisvottorð
ofan á kjötsendingar til annarra
landa en Danmerkur.
Kaupmönnunum bar fiestum sam-
an um að fólk væri þegar byrjað að
senda matarpakkana út en þeir áttu
þó von á því að sendingunum fjölg-
aði eftir því sem nær dregur mánaða-
mótum. Meðalpakki kostar á bilinu
fimm til sjö þúsund en getur þó kost-
að allt frá tvö og upp í tíu þúsund.
Mestumhangikjöt
Pétur Pétursson í Kjötbúri Péturs
áætlaði að hann myndi senda út 8-9
tonn af mat á tímabilinu 15. nóvemb-
er til 15. desember. „Hangikjötið er
langvinsælast. Ætli það fari ekki 5-6
tonn af því og svona 2-300 kíló af
harðfiski. Svo hefur reyktur, villtur
lax verið vinsæll og ég geri ráð fyrir
að senda 800 til þúsund kíló af honum
út," sagði Pétur. Annar vinsæll mat-
ur samkvæmt því sem kaupmenn
segja er t.d. síld, grænar baunir, fiat-
kökur, sviðasulta í dós, london lamb,
Cheerios, Prins póló, Opal, íslenskt
sælgæti og jafnvel malt og appelsín.
Mishá þóknun
Þóknun til verslunarinnar fyrir að
annast þessar matarsendingar er á
bilinu 0-400 krónur. Nóatún tekur
ekkert fyrir að annast þjónustuna,
Austurver tekur 100-150 kr. (eftir
stærð umbúðanna), Hagkaup tekur
200 kr., Miðvangur og Kjötbúr Péturs
taka 300 kr. og Kjöthöllin tekur 400
kr., þar af 100 kr. fyrir umbúðirnar.
Ofan á þetta leggst 300 kr. gjald fyrir
heilbrigðisvottorð ef senda á kjöt til
annarra landa en Danmerkur.
Ltoaii hi&iiir unúlr ]úlu jjíi&iíjjjjj
IjjjKTjjJijjj'J^?
Almennir bögglar
r%i*«ii
9 9*1 7*00
Verð aöeins 39,90 mín.
^Ti^feraar
Vikutilboö
stórmarkaöanna
Uppskriftir
Afgreiðslutími verslana
í jólamánuðinum
Eins og venjan hefur verið undan-
farin ár verða verslanir opnar lengur
þegar nær dregur jólum svo enginn
þurfi nú að fara í jólaköttinn. Hér á
eftir fara upplýsingar um afgreiðslu-
tíma verslana við Laugaveg, í Kringl-
unni og í Borgarkringlunni í desemb-
er en svo skemmtilega vill til að af-
greiðslutíminn er sá sami hjá þeim
öllum. Þá daga sem ekki eru til-
greindir hér er opið samkvæmt
venju fyrir utan að Borgarkringlan
býður upp á sérstakt kúnnakvöld í
kvöld á milli kl. 20 og 24. Á laugar-
daginn verður Borgarkringlan svo
opin frá kl. 10 til 16 en á sunnudaginn
er lokað.
Afgreiðslutiminn:
Laugardagur 3. desember frá kl. 10
till8.
Sunnudagur 4. desember frá kl. 13
tU 17.
Laugardagur 10. desember frá kl. 10
til 18.
Sunnudagur 11. desember frá kl. 13
til 17.
Laugardagur 17. desember frá kl. 10
111 22.
Sunnudagur 18. desember frá kl. 13
111 17.
Þriðjudagur 20. desember frá kl. 10
til 22.
Miðvikudagur 21. desember frá kl.
10 til 22.
Fimmtudagur 22. desember frá kl. 10
til 22.
Þorláksmessa 23. desember frá kl. 10
til23.
Aðfangadagur frá kl. 9 til 12.
Þriöjudagur 27. désember LOKAÐ.
Gamlársdagur 31. desember frá kl. 9
till2.
Vegnaverð-
könnunar
Aðalsteinn Arnason, deildar-
stjóri í yersluninni Matbæ á
Húsavík, haföi samband við okk-
ur og viidi gera athugasemdir við
verðkönnun Verkalýðsfélags
Þórshafhar sem birt var í DV sl.
þriðjudag.
Verðkönnunin náði til átta
verslana á Norðurlandi eystra og
var greint frá því í fyrirsögn að
verslunin Þingey væri með
íægsta meðalverðið, eins og raun-
in var, en að Matbær hefði fylgt
fast á eftir. Aðalsteinn sagðist
vera ósáttur við að ekki hefði
komíð fram í umfjöllun okkar að
Matbær hefði boðið lægsta verðið
á 25 vörutegundum af þeim 36
sem teknar voru i könnuninni en
Þingey einungisá 11 vörutegund-
um. Þrátt fyrir þetta reyndist
meðalverð Þingeyjar iægra þar
sem sumar vorurnar voru langt
undir meðalverði. Við komum
athugasemd Aðalsteins hér með
áframfæri.
Látið kertin
endastlengur
Hún hringdi til okkar hún Hall-
dóra Gunnarsdóttir og var með
gott húsráð fyrir þá sem eru mik-
ið fyrir kertaljós í jólamánuðin-
um. Hún sagðist hafa keypt fjóra
pakka af kerfum til að styrkja
gott málefhi en begar hún kveikti
á þ ví fyrsta brann það upp á svip-
stundu og eyðilagði hjá henni
dúk. Hún brá því á þaö ráð að
frysta pokann í 2-3'klst. og eftír
það entist sama kertið frá hádegi
til klukkan níu um kvöldið! Hall-
dóra sagði nauðsynlegt að opna
pokann áður en hann er settur í
frysti til að loftið leiki um kertin
og best væri að hafa kertin í frysti
í u.þ.b. sólarhring.
Er þetta að hennar sögn varan-
leg lausn, engu máh skipti hversu
langur tími líði þar til kertin eru
notuð því þau endist alltaf betur.
Aðspurð hvort kertin yrðu brot-
hættari við þetta sagði hún svo
ekki vera, hún hefði misst eitt í
gólflð og það brotnaðí ekki.
Verðlaunaterta
Við birtum hér upskrift að
möndlu- og súkkulaðikonfekt-
tertu sem varð i fyrsta sæti í
tertusamkeppni sem sænska
blaðíð Vár bostad efndi nýlega til
í Svíþjóð. Tertan ber heitið
„Trompið mitt" og er að sðgn
dómnefndarmanna alveg ótrú-
legagóð.
Möndlubotn:
1 % dl möndlur
3 eggjahvítur
m dl sykur
1 dl brauðrasp
Súkkulaðikonfektfyiling:
225 g smjör
3 Vi dl flórsykur
3 eggjarauður
4 msk. kakó
2 tsk. neskaffiduft
1 msk. vanillusykur
100 g dökkt blokksúkkulaði
(lauf af sítrónu)
Tertubotninn: Hitið ofninn i 175°
Cogmaliðmöndlurnar. Stífþeytið
eggjahviturnar. Blandið sykrin
van smátt ög smátt út í og þeytið
þar til bíandan verður gljáandi og
stíf. Bætiðmöndlunumograspínu
saman við. Setjið bökunarpappír
í botninn á 25 sm lausbotna hring-
formi og hellið deiginu L Bakið í
heðri hluta ofnsins í u.þ.b. 25 mín.
Látiökólna.
Konfektfyllingin: Hrærið saman
smjöri og fiórsykri. Hrærið eggja-
rauðunum saman við, einni í
einu. Bætið kakói, kaffidufti og
vanillusykri saman við og hrærið
vel saman. Dreifið konfektfyll-i
ingunni yflr kóinibotninn. Látiðj
kölna þar til harðnar. Bræðið
súkkulaðið í vatnsbaði og dreifið
úr því yflr fyllinguna. Látið kólna
svo súkkulaðið harðni. Skreytið
með sitrónulaufum ef vfll
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40