Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 270. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 199''
i
\ Bílasalan Blik sff.
Útsala - góðir molar
Toyola 4 runner '91, ek. 75.000 km.
6 cyl., 35" dekk, loftl., 5,71 hlutföll,
ioppl., rafdr. rúöur o.fl. V. 1.850.000,
2.400.000.
MMC Pajero '87, ek. 140.000 km.
V. 820.000, 1.080.000.
Cherokee Laredo '91, ek. 78.000
km, 4 lítra, 35" dekk, lækkuð drif,
loftl. o.fl. v. 2.150.000, 2.450.000.
UÚönd
MMC L-300 '91, ek. 63.000 km, rafdr.
rúöur, dísil, 8 manna. V. 1.500.000,
1.760.000.
Toyota Landcruiser '85, ek. 219.000
km, 35" dekk, disil. V. 1.150.000,
1.400.000.
Impala Landau '78, ek. 140.000 km,
uppt. vél, nýl. V. 180.000, 260.000.
Legacy st. '90, ek. 100.000 km, rafm.
í  rúð.,  central.  V.  1.050.000,
1.250.000.
M. Benz 200 '86, ek. 163.000
km,  ssk.,  álf.,  höfuðpúðar,
toppl. v. 1.430.000, 1670.000.
Subaru Justy '90, ek. 68.000
km, 4x4,  ssk, V. 540.000,
670.000.
Mazda 323 LX '88, ek. 84.000
km,  3  d„  toppeintak.  V.
340.000, 450.000.
VW Golf '86, ek. 105.000 km.
V. 280.000, 360.000.
Ffat Uno '91, ek. 40.000 km.
V. 360.000, 450.000.
Su2uki Swltt '08, ek. 93.000
km. V. 280.000, 350.000.
Suzuki Vitara, langur, '90, ek.
89.000  km.  V.  1.250.000,
1.380.000.
M. Benz 250 '78, ek. 246.000
km. V. 180.000, 250.000.
Cherokee  Grand  '86,  ek.
130.000 km, raWr. rúðtir, leð-
ursæti o.fl. V. 880.000 {gjaf-
verð), 1.230.000.
Ford  Econoline  77,  uppg.,
eins og nýr. V. 550.000.
i
BÍLASALAN
BMK
SKEIFUNNI 8 - SÍMI 686477
Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við helsta viðskiptablað Noregs:
Þvingum hina til að
taka afstöðu til ESB
- ísland verður fiskveiðistórveldi innan ESB verði sótt um aðild strax
Gisli Kristjánsson, DV, Ósló:
„I komandi kosningabaráttu verða
hinir flokkarnir þvingaðir til að taka
afstöðu til inngöngu í Evrópusam-
bandið. Það er raunhæft að gera ráð
fyrir umsókn frá íslandi þegar eftir
kosningar," segir Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra í
viðtali við Dagens Næringsliv, helsta
viðskiptablað Noregs, í gær.
Jón heldur því jafnframt fram að
ísland eigi alla möguleika á að verða
fiskveiðistórveldi innan Evrópusam-
Jón Baldvin Hannibalsson.
bandsins hvað sem Norðmenn gera
í þjóðaratkvæðagreiðslunni á mánu-
daginn. Hafni Norðmenn aðild gæti
komið til þess síðar að þeir verði að
semja við Jón Baldvin Hannibalsson,
fiskveiðikommissar hjá Evrópusam-
bandinu, um nýjan fiskveiðisamn-
ing.
Blaðamaður Dagens Næringsliv
sér ástæðu til að taka fram að Jóni
sé sérlega skemmt enda er möguleik-
inn á að ísland verði á undan Noregi
inn í ESB óspart notaður í hræðsluá-
róðrinum í Noregi.
í viðtalinu segir Jón Baldvin að
hagstæður fiskveiðisamningur við
ESB sé skilyrði þess að sótt verði um
aðild. Hann segir jafnframt að ekkert
mæh gegn því að ísland nái viðun-
andi samningi, í það minnsta veröi
að láta á það reyna áður en umsókn
um aðild er vísað frá.
Skoðanir Jóns Baldvins voru born-
ar undir Þorstein Pálsson sjávarút-
vegsráðherra og Halldór Asgríms-
son, formann Framsóknarflokksins.
Þeir hristu báðir höfuðið. Þetta mál
er ekki á dagskrá.
Þorskveiðar ut-
an kvóta leyf ðar
á kjördaginn
Gísli Kristjánssan, DV, Ósló:
Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, lofaði sjómönnum
í Noröur-Noregi því í gær að þeir
mættu veiða svo mikið sem þeim
sýndist af þorski utan kvóta á mánu-
daginn þegar kjósa á um aöild að
Evrópusambandinu.
Sjómenn svöruðu um hæl og sögð-
ust mundu sitja í landi, jafhvel í
rjómablíðu, frekar en að taka ekki
þátt í baráttunni gegn ESB á kjördag-
inn. Jan Henry vill reyndar ekki
kannast við að hafa ætlað að lokka
sjómenn á haf út. Hann segir að ekki
líti út fyrir að kvóti ársins náist
vegna lélegra gæfta.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Hillary eiginkona hans og dóttirin Chelsea brugðu ekki út af venjunni í gær, fremur
en flestir landar þeirra, og snæddu gómsætan fylltan kalkún á þakkargjörðardaginn. Þann dag reyna fjölskyldur   Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
að hittast og eiga saman góðar stundir. Clinton-fjölskyldan var í sumarhúsi forsetaembættisins.      Sfmamynd Reuter   ráðherra Noregs.
Þjóðaratkvæðiö í Noregi:
Bæði já og nei getur
leitt til stjórnarkreppu
Gísli Kristjánsson, DV, Ósló:
„Gro Harlem situr ekki upp á náð
og miskunn annarra," segir Thor-
björn Jagland, formaður norska
Verkamannaflokksins, í viðtah við
Arbeiderbladet í morgun. Þar með
hótar flokkurinn stjórnarkreppu í
Noregi verði niðurstaðan já í þjóðar-
atkvæðinu á mánudaginn en stuðn-
ingsflokkar srjórnarinnar á þingi
gera samt alvöru úr hótunum sínum
að fella aðild að Evrópusambandinu.
Ekki er hægt að rjúfa þing í Noregi
samkvæmt gömlu srjórnarskránni
frá 1914 og er því viðbúið að fullkom-
ið upplausnarástand ríki í norskum
stjórnmálum ef Miðflokkurinn og
flokkarnir lengst til vinstri neita að
taka mark á niðurstöðunni á mánu-
daginn.
Hafni meirihluti Norðmanna aðild
getur það einnig leitt til stjórnar-
Gro Harlem Brundtland.
kreppu því enn er allt óvíst um hvort
Gro Harlem kýs að sitja áfram sem.
forsætisráðherra. Hún hefur ekki
kveðið upp úr um hvað hún gerir.
Gro nýtur mjög víðtæks stuðnings
hér í Noregj og viðurkennt að marg-
ir efasemdarmenn í afstöðunni til
ESB gera á endanum bara það sem
Grovill.
Breska íhaldið deilir um ESB-framlög:
Major hótar afsögn
verði hann undir
John Major,
forsætisráö-
herra Bret-
lands, hefur
hótað að segja
af sér og boða
til kosninga á
mánudag láti
Evrópuand-
stæðingar innan flokks hans,
íhaldsflokksins, sér ekki segjast og
hætti andstöðu sinni við tillögu um
framlag til sjóöa ESB.
Stjórnmálaskýrendur töldu lík-
legt að hótunin mundi sefa upp-
reisnarmenn innan flokksins en
nokkrir voru þó staðráðnir í að
berjast áfram þótt þaö stofnaði lifi
stjórnarinnar í hættu.
Major sagði að hann og samráö-
herrar sínir hefðu ákveðið að
standa og falla með atkvæða-
greiðslunni á mánudag þegar leitað
verður heimildar um umtalsverða
hækkun á framlagi Breta til ESB.
„Ef srjórnin tapar mundi hún
segja af sér og forsætisráðherrann
mundi biðja drottninguna um að
leysa upp þingið," sagði í yfirlýs-
ingu frá skrifstofu Majors.
Ráðherrar voru ekki seinir á sér
að lýsa yfir stuðningi sínum við
framlagshækkunina til að kveða
niður orðróm um að efasemdar-
menn leyndust innah raða þeirra.
Innanbúðardeilur íhaldsmanna
eru ekki til að bæta ímynd flokks-
ins sem hefur verið mjög svo milli
tannanna á almenningi vegna
hneykslismála af ýmsum toga,
kynferðislegs og annars.
„Sjaldan er ein báran stök," segir
í leiðara vinstriblaðsins Guardian
ímorgun.              Reuter


					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40