Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 270. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
Spurningin
Stundar þú einhverjar
vetraríþróttir?
Sigrún Ýr Magnúsdóttir: Já, ég fer á
skíði og skauta.
Ármann    Jón    Garðarsson    með
Sunnevu Lind: Nei.
Guðmundur Gunnlaugsson: Nei.
Heiðrún Sigurðardóttir: Nei, ég æfi
ekki neitt.
Sveinn Sigurkarlsson: Já, ég stunda
skíði.
Lesendur
Af viðskiptum við lögregluna:
Lögregian
rengdi mig
Margrét skrifar:
Maður hefur ekki komist hjá að
lesa um atburðarásina varðandi
samskipti lögreglunnar og Lindu
Pétursdóttur. - Ég hef trú á að Linda
segi sannleikann í þessu máli og því
hef ég samúð með henni. Svipað
henti mig fyrir tveimur árum þótt
það atvik hafi ekki verið jafn afdrifa-
ríkt og mál Lindu Pétursdóttur. Því
er það að ég sendi þessar línur.
Fyrir tveimur árum varð ég fyrir
þeirri reynslu að lögreglan rengdi
mig. - Þannig var að ég fór ásamt
vinkonu minni með krakkana mína
á tónleika Iron Maiden í Laugardals-
höllinni. Þar sem ég var utanbæjar-
manneskja vissi ég ekki hvað við átt-
um að gera af okkur meðan á tónleik-
unum stóð. Vinkona mín stakk upp
á að við færum og fengjum okkur að
borða á veitingastað í nágrenninu.
Þegar við höfðum lokið við að
borða fannst okkur kjánalegt að vera
þar kyrrar svo að vinkona mín stakk
upp á að við skryppum í Ölver og
fórum við þangað. Fékk ég mér kók
í glas en vinkona mín keypti glas af
bjór. Þegar ég æflaði að drekka úr
glasinu var það fullt af hári og bað
ég því barþjóninn um nýtt glas. Hann
brást þannig við að spyrja mig hvort
ég hefði sjálf sett hárið í. Ég neitaði
því og reiddist og ákvað að fara út
og ók að Laugardalshöllinni.
Ég var í þann veginn að leggja bíln-
um er lögreglan koma aðvífandi og
Það ætlar að teygjast úr máli Lindu fegurðardrottningar.
bað mig að koma út úr bílnum og
tala við sig. Hún sagði að hringt hefði
verið frá Ölveri og sagt að ég væri
drukkin. Ég spurði þá hvort ég mætti
ekki blása í blöðru en var ekki svar-
að. Ég spurði hvort þeir héldu að ég
væri það fífl að keyra krakkana mína
undir áhrifum áfengis. Þá var mér
svarað þannig að þetta segðu nú all-
ir. Þeir spurðu svq hvers vegna ég
væri svona reið. Ég sagði að þeir
hlytu að sjá að þetta væri algjórt
rugl. Þá var ég spurð hvort ég væri
í amfetamíni eða dópi því augun í
mér væru þannig. Ég spurði á móti
hvort þeir vildu bara ekki fara með
mig upp á spítala. En þá slepptu þeir
mér.
Ég og vinkona mín urðum undr-
andi og ég var mikið að hugsa um.
hvort ég ætti ekki að kæra svona
framkomu en lét það vera. Ég var
bæði sár og reið og mér finnst að
lögreglan eigi ekki að starfa þannig
að hún þurfi að reita mann tíl reiði,
með því t.d. að hlusta ekki á mann.
Líklega hafa fieiri lent í svipuðu eða
hafa þessa reynslu af lögreglu. Við
ættum að segja frá því finnist okkur
við vera órétti beitt. Eftir tvö ár situr
þetta enn í mér, svo ókurteisleg
fannst mér þessi framkoma.
Anna Þóra Sveinsdóttir: Já, skíði og
skauta.
Ráðuneytisstjórinn og fréttamennirnir:
Af ánægju út að eyrum...
Jóhann Ólafsson skrifar:
Sl. þriðjudagskvóld var fréttaviðtal
á Stöð 2. Tveir fréttamenn boðuðu til
sín ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðu-
neytisins til að ræða innri mál þess
eftir það sem á undan er gengið og
alþjóð þekkir úr fréttum. Spurt var
m.a. um skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar, eftirlit með starfsfólki ráðuneyt-
isins, dagpeningum þess o.fl.
Varla þarf aö taka það fram að
ráðuneytisstjórinn er einhver sá elsti
í „faginu" hérlendis og hefur því
mikla reynslu af störfum með ýms-
um ráðherrum gegnum tíðina. Hann
var háll sem áll og kom þannig fyrir
að það virtist sem lítið sem ekkert
hefði farið úrskeiðis í ráðuneyti
hans. Hann var með næstum allt á
hreinu. Ég gat ekki séð að honum svo
mikið sem „skrikaði fótur" í yfir-
heyrslunni hjá fréttamönnunum.
í stuttu máÚ þá lék ráðuneytisstjór-
inn sér að fréttamönnunum og þeir
komust aldrei á sporið með neitt sem
heitið gæti yfirheyrsla ef þetta átti
þá að vera eitthvað í þá áttina. - Þetta
sýndi mér a.m.k. að mennt er mátt-
ur. Hefðu fréttamennirnnir haft
þekkingu á innviðum ráðuneytisins
hefðu  spurningarnar  ekki  dottið
dauðar niður.
Ráðuneytisstjóranum hefur áreið-
anlega reynst auðvelt aö komast vel
af við ráðherra sem flestir hafa verið
langt frá því að þekkja haus né sporð
á heilbrigðismálum og sinnt auk þess
starfi sínu sem aukastarfi með þing-
mennskunni. - Mikið hafa frétta-
mennirnir mátt vera fegnir þegar
tíminn rann út í þessum einstæða
spurningaþætti þar sem ráðuneytis-
stjórinn sat eftir skellihlæjandi af
ánægju út að eyrum.
Hannes og Mörður, góðir saman
K.T. skrifar:
Þaö er skemmtileg nýbreytni hjá
Stöð 2 að fá tvo kunna áhugamenn
um stjórnmál til að sjá um vikulegan
umræðuþátt. Þeir dr. Hannes H.
Gissurarson og Mörður Árnason eu
hinir frambærilegustu, vel máli farn-
ir báðir og kunnir fyrir ákveðnar
skoðanir, hvor á sínum væng stiórn-
málanna. Hafa þeir jafnvel skyggt
nokkuð á gesti sína enda hefur hing-
að til enginn viðmælenda þeirra ver-
ið líkt þvi eins mælskur og haft jafn
mikið til málanna að leggja og stjórn-
endurnir tveir.
Einn munur er þó á framgöngu
þeirra Marðar og Hannesar. - Þegar
Einar Guðfinnsson, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins og fiokksbróðir
Hannesar Gissurarsonar, kom á fund
þeirra félaga dró Hannes hvergi af
sér í ágengum spurningum. Þegar
hins vegar Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir kom nú á dögunum virtist
Mörður líta á það sem hlutverk sitt
að vernda hana fyrir Hannesi.
Mörður hélt langar ræöur um hve
Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið sig
iÚa í borgarmálum og gætti þess að
engar óþægilegar spurningar kæm-
ust að. Þegar Ingibjörg var svo að
komast í vandræði við að reyna að
svara Hannesi tók Mörður að sér að
svara fyrir hana. Gerði Mörður það
vitaskuld betur en hún eins og búast
mátti við af jafn mælskum manni.
Engu að síður verða stjórnendur
umræðuþátta að gæta sín betur en
Mörður í þetta sinn.
HringiÖ í síma
63 27 00
milUkLl4ogl6
-eðaskrifið
Naftt <>£ \l rnan r. verður að fylgja bréfum
Hannes H. Gissurarson og Mörður Árnason.
vel máli farnir, seglr bréfritari m.a.
Hinir frambærilegustu og
Kslenskt,neítakk!
I.J, skrifar:
Nú er það hið opinbera sem
gengur frám fyrir skjöldu og seg-
ir „Islenskt, nei takk"! Nýjar jóla-
hósaskreytingar í borginni koma
nú beint frá Þýskalandi enda hag-
stæðast að kaupa þær þaðan. -
Það er víst bara almenningur sem
á að kaupa innlent, hið opinbera
ræður sínum kaupum sjálft!
Mjólkursamsalan
ogfernurnar
Kári skrifar:
Sagt er að Mjólkursamlag Borg-
arness sé komið í úreldingu og
bændur vilji losna við allt klabb-
íð. - Mér þykir þetta miöur því
þaðan höfum við neytendur í
Reykjavík fengið mjólkina í af-
löngu fernunum sem Hagkaup
hefur nýlega boðið til sölu. Þetta
var einnútt það sem neytendur
hér hafa löngum beöiö MS í
Reykjavík að útvega en án árang-
urs. Raunar hefur MS í Reykjavik
ávaílt verið á móti þessum teg-
undum mjólkurpökkunar. Það
skyídi þó aldrei vera að MS í
Reykjavík hafi þrýst á um sölu
samlagsins í Borgarnesi til aö
losna að fullu við mjólkurfern-
urnar góðu! - En geta þá ekki
vélamar sem pakka mjólkinni i
aflöngu fernurnar nýst MS í
Reykjavík - nú eða þá Hagkaupi
ef það gæti hugsanlega pakkað
mjólk sjálft i þessar fernur?
Kreppaeða
hagvöxtur?
Sigurjón skrifar:
Laun geta ekki hækkað meira
en 2%, segir í fréttunum og ef
laun hækka um 5% kostar það
atvinnulífiö um 10 milharða
króna! En ég vildi fyrst fá skýr-
ingu á því hvort nú um stundir
sé hér kreppa eða hagvöxtur. Það
virðist talað um hvort tveggja,
allt eftir því hver eða hvaða stofn-
un sendir frá sér upplýsingarnar.
Jafnvel ráðherrar sýnast ekki
vissir.
Bæjarstjórn
Haf narfjarðar
Jón Kr. Kristmundsson skrifar:
Ég vil taka undir kvartanir J.H.
hér í blaðinu um getuleysi núver-
andi meirihluta í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar. Sama hvar borið
er niöur hjá bænum, embættis-
menn virðast með öllu áhuga-
lausir. Svarið er alltaf og ætíð það
aö þeir hafi borið mál mín upp
hjá bæjarstjóra en fái engin við-
brögð. Málið sífellt í athugun en
ýmsu borið við. Ég held bara að
þetta sé höfuðlaus her. Enginn
vill eða getur stjórnað bænum á
meðan núyerandi meirihluti er
við völd. Á meðan Guðmundur
Ární og Ingvar Viktors voru bæj-
arstiórar stóð ekki á viðbrögðum,
annaðhvort já eöa nei og þar með
afgreitt mál.
Gottframtak
hjáAlmenna
Sigríður skrifar:
Mig furðaði er ég las grein í D V
um ýtni bóksölumanns frá Al-
menna bókafélaginu því ég var
dregin út í sama úrtaki og konan
sem kvartaði. Ég fékk sölumann
heim pg skýrt var tekið fram í
símanum aö ég hefði unnið bók
sem myndi afhent um leíð og af-
gangurínn in af bókafiokknum
yrði kynntur. Ungur maður
mætti og kynnti mér þessar bæk-
ur og var hann í alla staðí hinn
kurteisasti og skýrði frá verði og
skiimálurn bókaflokksins. Hann
hvorki óö inn né veifaöi skulda-
bréfi. Mér finnst kynningin mjðg
áhugaverð og gott framtak hjá
Almenna bókafélaginu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40