Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 271. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						r+
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
37

Sveinbjörn Reynisson og Asdis Stefánsdóttir við höfnina i Gautaborg. Þau voru búin aö biða lengi ettir kallinu þegar það loksins kom.
Þýðingarmikið að
fá íslenskan prest
Þau Ásdís og Sveinbjörn segja það
hafa þýtt gífurlega mikið fyrir ís-
lendinga í Gautaborg að fá íslenskan
prest þangað. „Það er bara verst að
hann skyldi ekki koma fyrr. Það var
alveg nauðsynlegt að fá prest hingað.
Það koma upp ýmsar spurningar og
vandamál. Þegar við komum hingað
var enginn til að taka á móti okkur.
Við höfðum aldrei komið hingað áð-
ur og töluðum ekki málið og skildum
ekki neitt. Við þurftum einnig að
útvega okkur húsnæði þegar við
komum út. Sem betur fer voru ís-
lenskir læknar á spítalanum boðnir
og búnir til að hjálpa okkur á allan
hátt og það bjargaði málunum."
Sveinbjörn og Ásdís eru á dagpen-
ingum frá Tryggingastofnun ríkis-
ins. „Það hefur gert mér kleift að
vera hér hjfi Ásdísi og bjargað því
að við höfum ekki þurft að selja ofan
af okkur. Það hefur ekki verið hægt
fyrir mig að starfa utan heimilisins
því það hefur verið fullt starf að
hugsa um Ásdísi og heimilið. Við
erum ákaflega þakklát fyrir þetta
framlag," segir Sveinbjörn sem er
pípulagningamaður.
Sveinbjörn getur þess að þegar
Ásdís lá á sjúkrahúsi í London vegna
rannsókna hafi þau orðið áþreifan-
lega vör við að íslendingar búi við
gott tryggingakerfi. „Mér virtist sem
þarna væru olíufurstar frá araba-
löndum sem gátu borgað og svo ís-
lendingar. Þetta bitnaði á Englend-
ingum og þess vegna voru sett lög
um að þeir gengju fyrir."
Stuðningurfrá
öðrum hjartaþegum
Áður en Ásdís og Sveinbjörn héldu
til Svíþjóðar höfðu þau samband við
hjartaþega heima á íslandi sem töldu
í þau kjark og sendu þeim hlýjar
kveðjur. Ásdís kynntist einnig
sænskri konu sem fór í aðgerð á
undan henni og veitti henni styrk.
Fyrir aðgerðina var Ásdis með bláan litarhátt.
„Við lágum saman í rannsókn þeg-
ar ég kom hingað vorið 1992. Hún fór
í aögerð í júlí sama ár en var reynd-
ar nærri búin að missa af tækifær-
inu. Hún var að hugsa um aö fara í
sumarleyfisferð til Grikklands með
manninu'm sínum en læknarnir
sögðu henni að hún dytti út af listan-
um þær þrjár vikur sem hún yrði í
burtu. Hún hætti við ferðina sem
betur fer því það kom kall á þeim
tíma sem hún hafði hugsað sér að
verafjarverandi,"greinirÁsdísfrá.
Ásdís  og  Sveinbjörn fengu  aðr
hreyfa sig eins og læknarnir töldu
óhætt, bæði til Noregs og Danmerk-
ur. Þau urðu að skipuleggja ferðir
sínar þannig að þau kæmust til baka
í tæka tíð ef kallið kæmi og þau urðu
alltaf að láta vita af feröum sínum
ef þau fóru út fyrir Gautaborg.
Ekki búinn
að átta sig
Núna eru um það bil þrjár vikur
síðan Ásdís kom heim af endurhæf-
ingarstöð sem er eins konar Reykja-
lundur Gautaborgarbúa. Þar dvaldi
hún í þrjár vikur að lokinni sjúkra-
húsvistinni sem tók um fimm vikur.
Sveinbjörn kveðst varla búinn að
átta sig á því að Ásdís getur gert
ýmislegt nú sem hún gat ekki áður
og þarf ekki alltaf að fá aðstoö hans.
„Þegar hún fór fyrst út að ganga með
þjálfaranum á sjúkrahúsinu leist
mér ekki á blikuna. Hjólastóllinn,
sem hún hafði þurft að ferðast í utan-
húss síðustu árin, var skilinn eftir
og það var bara tekið strikið bak við
einhverja blokk. Ég var efins um að
hún kæmist til baka. Þjálfarinn vissi
auðvitað hvað hann var að gera og
Ásdís gekk hringinn í kringum spít-
alann og blés ekki úr nös. En þegar
við förum út að ganga hérna í ná-
grenninu tek ég hjólastolinn með til
öryggis og labba á eftir henni. Við
notum stólinn bara sem innkaupa-
kerru núna."
Ásdís nefhir að hún hafi aldrei áður
getað gengið og hitnað og svitnað.
„Eftir aðgerðina fékk ég sams konar
tilfinningu og pípari fær sennilega
þegar hann hleypir heitu vatni á
hús. Þetta var eins og heit flóðbylgja
fram í tær og fmgur. Ég varð sjóð-
andi heit. Ég hafði alltaf verið kul-
sækin vegna lélegrar blóðrásar. í
sumar þegar það var yfir 30 stiga
hiti hér í Svíþjóð leið mér mjög vel
þó allir aðrir væru að drepast úr hita.
Það verður spennandi að sjá hvernig
mér líður næsta sumar," segir Ásdís.
Gætirhjarta
þess sem gaf
Hún er á sterkum lyfjum og þeim
fylgja ýmsar aukaverkanir. Hún seg-
ir þær þó smámuni í samanburði við
nýttlíf.
Ásdís leggur á það áherslu að hún
og aðrir sjúklingar hefðu aldrei átt
von um annað líf ef ekki væri til fólk
sem gæfi líffæri. „Maður getur aldrei
þakkað nóg aðstandendum sem gefa
líffæri úr látnum ástvinum sínum.
Maður verður bara að gera það í
bænum sínum."
Þau Ásdís og Sveinbjörn segjast
viss um að það hljóti að vera erfitt
fyrir aðstandendur að taka ákvörðun
um líffæragjöf. Þess vegna væri
æskilegt að þeir einstaklingar sem
geta hugsað sér að gefa líffæri sín
gangi með sérstök kort á sér.
Ásdís fékk ekki að vita frá hverjum
hún fékk líffæri. En hún kveðst
stundum hugsa um að hún sé með
hjarta úr annarri manneskju. „Ég
hugsa þá um það á þann hátt að ég
sé að gæta þess og að þannig lifi við-
komandi á vissan hátt áfram."
Með nýtt hjarta og ný lungu ætlar
Ásdís á fjöll þegar fram líða stundir.
„Við höfum farið mikið um ísland á
jeppa. Næst verður hægt að taka
skíði með í jeppann," segir hún.
En fyrst ætlar Ásdís að fá sér snún-
ing á þorrablóti íslendinga í Gauta-
borg í vetur. „Það er gaman að finna
hvernig þrekið fer vaxandi. Og ég
verð í stöðugum líkamsæfingum
næstu mánuði jafnframt því sem ég
fer í tíðar rannsóknir."
Ómetanlegur
stuðningur
Það verður einhver bið á því að þau
Ásdís og Sveinbjörn komist heim til
vina og vandamanna sem þau segja
að hafi reynst þeim frábærlega.
„Við vujum koma á framfæri þakk-
læti vegna þess stuðnings sem við
höfum fengið að heiman. Fjölskyldur
okkar beggja voru reiðubúnar að
gera allt fyrir okkur sem hægt var
að gera og við höfum einnig fengið
ómetanlegan stuðning frá vinum,
læknum og prestinum hér. Maður
sér kannski fyrst núna hvað maður
hefur átt góða vini sem voru tilbúnir
að fórna sér.
Sumir komu hingað út og gerðu
biðina auðveldari eins og systir mín
sem var með mér fyrsta mánuðinn
hér. Hún kom einnig daginn sem ég
var skorin. Foreldrar mínir hafa allt-
af komið hingað á afmæli mínu. Það
hefur einnig fjöldi fólks hugsað vel
til okkar og þegar allt var sem erfið-
ast núna í kringum aðgerðina var
margt fólk sem baö fyrir mér. Við
höfum alls ekki verið ein að beijast."
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64