Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 272. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
Fréttir
Skoðanakönnun DV um fylgi ]^ss1jómarinnar:
Sumaruppsveiflan
hef ur fjarað út
- einungis 38,2 prósent kjósenda styöja ríkisstjórnina
Suðningur kjósenda viö ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar heldur áfram að
minnka eftir uppsveiflu í sumar,
samkvæmt skoðanakönnun sem DV
framkvæmdi um helgina. Af þeim
sem afstöðu tóku í könnuninni nýtur
ríkisstjórnin nú stuðnings 38,2 pró-
senta kjósenda meðan 61,8 prósent
eru andvíg henni.
Niðurstöður könnunarinnar urðu
annars á þann veg að 33,0 prósent
sögðust fylgjandi ríkissrjórninni, 53,5
prósent sögðust andvíg, 11,3 prósent
sögðust óákveðin og 2,2 prósent neit-
uðu að gefa upp afstöðu sína.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 manns. Jafnt var skipt á milli
kynja og eins á milli landsbyggöar
og höfuöborgarsvæðisins. Spurt var:
„Ertu fylgjandi eða andvígur ríkis-
stjórninni?" Skekkjumörk í könnun
sem þessari eru 3 til 4 prósentustig.
•
Minna en í sióustu könnunum
Miðað við skoðanakönnun DV í
október hefur fylgi ríkisstjórnarinn-
ar minnkað um 0,9 prósentustig.
Miðað við könnun DV í ágúst síöast-
liðnum hefur fylgið hins vegar
minnkað um 6,2 prósentustig. Þá var
ríkissrjórnin í uppsveiflu samkvæmt
fyrri könnunum DV á kjörtímabilinu
og með svipað fylgi og á fyrsta starfs-
ári sínu 1991.
Minnst mældist fylgi ríkisstjórnar-
innar í janúar 1993, eða 26,2 prósent.
Miðað við sama tíma í fyrra hefur
fylgi ríkissrjórnarinnar aukist um 4
prósentustig. Sé miðað við nóvember
1992 hefur fylgið aukist um 2,6 pró-
sentustig en miðað við fylgið í des-
ember 1991 hefur fylgið minnkað um
6,4 prósentustig.
Fylgi ríkisstjórnarinnar
Níðurstöður skoðanakörm-
unarinnar urðu þessar:
Oákveönir
2,2% Svara ekki
andi
Ef aoeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu
verða niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi
53,5%
61,8%
Andvígir
Andvígir
Skeðanakðnnun
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar (í °						/«):	
	sept.	des. febr.	apr. júni sept. nóv. jan. mars júni sept. des. mars	júní	ág.	okt.	nú
Fylgjandi Andvígir	33,8 47,0	38,2 30,5	34,7 34,7 35,3 30,8 22,3 28,7 29,5 25,5 29,7 30,8	36,8 49,5	36,8 46,2	34 53,0	33 53,5
		44,6 55,7	53,8 50,3 53,2 55,7 63,0 57,2 56,5 60,2 57,0 54,7				
Óákveðnir	-17,0	12,7 11,1	10,2 12,7 11,2 11,2 12,7 12,2 10,5 12,2 10,3 12,7 11,7		14,7	11,0	11,3 2.2
Svara ekki	2,2	1,8  2,7	1,3  2,3  0,3  2,3  2,0  2,0  3,5  2,2  3,0  1.8	2,0	2,3	2,0	
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar (í %):							
	sept.	des. febr.	apr. júní sept. nóv. jan. mars júni sept. des. mars	júní	ág-	okt.	nú
Fyigjandi	41,9	44,6 35,4	39,2 40,8 39,9 35,6 26,2 33,4 34,3 29,8 34,2 36,1 60,8 59,2 60,1  64,4 73,8 66,6 65,7 70,2 65,8 63,9	42,7 57,3	44,4 39,1 55,6 60,9		38,2 61,8
Andvígir	58,1	55,4 64,6					
Ummæli f élks
íkönnuninni
„Engín ríkisstjórn er fullkomin.
Stjórnin hans Davíös hefur verið
að takast á við erfiða hluti á heið-
arlegan hátt," sagði eldri kona í
ÍReykjavik, „Spillingin innan
stjórnarinnar mun gera hana
ódauðlega í hugum fóíks," sagði
xaigur maður á höfuöborgar-
svæðinu. „Sú ríkisstjórn sem
neitar að taka á ESB-málinu er
ekki einungis vond heldur hættu-
legþjóðinni," sagði kari á Reykja-
nesi. „Ég fæ ekki séð aðþessi rík-
issrjórn standi fyrir eitt né neitt,"
sagði kona á Norðurlandi. „Davíð
ætti að vera búinn að sparká
krötum út úr srjórninni fyrir
löngu," sagði karl á Suðurlandi.
„Helmingur stjórnarinnar er
góður enda sannir sjálfstæðis-
menn," sagði kona á höfuðborg-
arsvæðinu. „Stíórnir koma og
fara en kjörin batna ekkert,"
sagðikari á Vesfurlandi. „Þessar-
ar ríkisstiórnar verður minnst
fyrirþað að húneinangraði land-
iö," sagði karl í Reykjavík. „Ég
var andvíg stjórninni en mér
finnst Davíð hafa staðið sig vel í
umræðunni um Evrópusam-
bandið," sagði kona á Vestfjörð-
um. „Þessi ríkisstjórn hefur unn-
íð þrekvirkí í efnahagsmálum á
erfiöum tímum," sagði karl á höf-
uðborgarsvæðinu. „Sú stíórn er
best sem stíórnar minnst. Þessi
er afleit," sagði ungur maður á
Norðurlandi.
Fylgi ríkisstjórnarinnar
— frá maí '91 til nóv. '94 —
80
Andvígir
!i
I dag mæHr Dagfari
Stundum vorkennir maður fólkinu
í Karphúsinu. Maður vorkennir
samningamönnum sem sitja langa
samningafundi og eiga erfiðar
vökunætur og fórna heilu sólar-
hringunum í þágu umbjóðenda
sinna. Þetta er sUtandi starf og van-
þakklátt og það ér stundum ekki
sjón að sjá veslings samningafólkið
á sjónvarpsskjánum. Þreytan og
erfiðið blasir við í hverjum andhts-
drætti. Fólkið hreyfir sig hægt og
með erfiðismunum. Öll heimsins
ábyrgð og skylda hvílir á herðum
þessa dáindisfólks.
Og ekki er hlutskipti sáttasemj-
ara betra. Gengur á milli nefhdar-
manna, ber skilaboð á milli, þrauk-
ar og þreyir góu og endalausar
samningalotur af þrautseigju og
þohnmæði. Sáttasemjari er ekki
öfundsverður.
Þannig hefur ástandið verið í
deilu ríkisvaldsins og sjúkralið-
anna undanfarnar tvær vikur.
Menn hafa setið niöri í Karphúsi
og einblínt á pappírana og haldið
fundi til að ræða ágreiningsefni og
sáttasemjari hefur varpað öndinni
og andvarpaö þess á milli til að
koma samningum af stað.
Þjóðin hefur fylgst með þessari
atburöarás og haft samúð með
Um hvað skal semja?
verkfallsfólki og haft samúð með
samningamönnum ríkisins sem
ekki hafa fengið umboð til að segja
neitt á þessum sanningafundum og
menn hafa velt upp ýmsum mögu-
leikum en allt sem sagt er situr við
það sama.
Þetta er erfið deila og ekki bætir
það úr skák að nú hafa þeir upp-
götvað niðri í Karphúsi eftír
tveggja vikna verkfall að enginn
veit hvað hinn er að tala um. Samn-
inganefnd ríkisins segir að kröfur
sjúkraliða hafi aldrei legið Ijósar
fyrir. Sjúkraliðar segja að kröfurn-
ar Uggi fyrir. Samninganefhd ríkis-
ins segist ekki kannast viö hvað
það sé sem sjúkraliðar vilja. Sjúkr-
ahðar segja að samninganefhd rík-
isins sé meö vitlaus plögg í höndun-
um.
Er nema eðlilegt að erfitt sé að
semja ef samningsaðUar vita ekki
hvað viðmælendur þeirrá eru að
tala um, ef samninganefndirnar
hafa haft sitt plaggiö hvor fyrir
framan sig! Er nema von að blessað
fólkið sé þreytt og sUtið þegar tvær
vikur hafa faríð í að tala út og suð-
ur og hvorugur hefur skUið hinn?
Dagfari sér ekki betur en samn-
inganefndirnar verði strax aö setj-
ast niður og semja um það hvað'
eigi að semja um. Á að semja um
upphaflegu kröfurnar eða seinni
tíma kröfur? Á samninganefnd rík-
isins að komast upp með það að
segja við sjúkraUða að kröfur
þeirra Uggi ekki ljósar fyrir þegar
þær Uggja hósar fyrir? Á samn-
inganefnd ríkisins aö taka mark á
fyrsta plaggi eða öðru plaggi? Eru
kröfurnar upp á 6% eða 40%? Verð-
ur vesUngs fólkiö ekki að semja um
hvað semja ber um áður en gengið
er tíl samninga?
Það hlýtur að hafa verið erfitt hjá
sáttasemjara að láta hópana ná
saman þegar þeir hafa hvor sín
plöggin fyrir framan sig og hafa
aldrei talað sama mál. Það er í
raunirmi sönnun á sniUd og hæfni
sáttasemjara að geta haldið samn-
ingafólki uppi á snakki í hálfan
mánuð án þess að láta annan hóp-
inn vita hvað hinn er að tala um.
Það þarf aldeiUs klára menn í sUk
störf. Með því að halda því leyndu
fyrir einum hvað annar er að tala
um má halda samningaviðræðum
í gangi um nokkurn tíma, en það
er afrek eitt og sér að teygja samn-
ingaviðræður í háUan mánuð. Það
þarf lagni til þess.
Það gefur augaleið að verkfaU er
óhjákvænúlegt þegar stéttarfélag
setur fram þannig kröfur að við-
semjendur hafa ekki hugmynd um
í hverju kröfurnar eru fólgnar. Það
þarf verkfall tíl að koma viðsemj-
endunum í skUning um hverjar
kröfurnar eru. Ef menn skUja ekki
kröfur sem eru settar fram, þá skal
farið umsvifalaust í verkfaU tíl að
knýja fram skiUiing á kröfunum.
Þegar sá sldlningur Uggur loks
fyrir skal farið í annað verkfall eða
ríalda verkfaUinu áfram tíl að
knýja á um viðurkenningu á kröf-
unum sem menn hafa loks skUið
eftír Iangt verkfall.
Þetta eru augljós mannréttíndi
og samninganefnd ríkisms verður
að sætta sig við að samninganefnd
sjúkraUða er sá aðUi sem setur
kröfurnar og hefur verkfaUsréttinn
og sá réttur er ekki af þeim tekin
þótt samningamenn ríkisins þykist
ekki sldlja kröfurnar.
Það er þeirra vandamál.
Dagfari
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48