Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 17 pv__________________________Meiming Á undan sinni samtíð - verk Kristins Péturssonar á 2. hæð Kristinn Pétursson er einn þeirra listamanna sem kosiö hafa aö draga sig út úr sviðsljósinu og rækta garð sinn utan þess. Til þess aö geta þann- ig einbeitt sér aö listinni hannaði Kristinn hús í Hveragerði út frá eigin forsendum þar sem hann bjó og hafði vinnuaðstöðu í 38 ár eða þar til hann lést 85 ára að aldri árið 1981. Hús sitt nefndi hann Seyðtún. Þar hélt hann sína síðustu myndlistarsýningu árið 1954 og vann eftir það í kyrrþey. Árið 1972 hóf hann að setja saman rit í þremur bindum um list- viðhorf sín er hann nefndi Töfratákn, Skorinn var mér þröngur stakkur og Úthverfar myndhstarstundir. Handritið er varðveitt í Þjóðskjalasafni íslands, en á þeirri sýningu sem sýningarsalurinn 2. hæð á Laugavegi Myndlist Ólafur J. Engilbertsson 37 hefur nú sett upp á verkum Kristins liggur frammi sýningarskrá meö köflum úr ritinu Töfratákn. Auk þess gefur þar að líta ljósmyndir af geó- metriskum skúlptúrum listamannsins og húsi en skúlptúrarnir munu nú vera glataðir. Óhlutbundin verk Kristinn var ágætlega menntaður myndlistarmaður - nam teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og Muggi og stundaöi síðan nám í þekktum hstaskólum í Ósló, Kaupmannahöfn og París um átta ára skeið. Frá árinu 1927 og fram th 1954 hélt Kristinn alls 29 myndlistarsýningar, bæði hér heima og vítt og breitt um Norðurlönd. í Listasafni íslands er hátt á ann- an tug verka eftir Kristin, olíumálverk, krítarteikningar og höggmyndir, allt fremur naturalísk verk. Á sýningunni á 2. hæð eru hins vegar ein- göngu óhlutbundin verk frá árinu 1979 - sex talsins, öll fengin að láni úr Listasafni ASÍ. ■ Persónulegt og einfalt Það sem helst vakti athygli undirritaðs við skoðun þessara verka er hve sterkt persónuleiki listamannsins skín í gegnum strigann þó svo að verkin geti varla einfaldari verið; einn litur nánast þekur flötinn í fjórum verkanna og hin tvö afar einföld að uppbyggingu. Það er óhefluð pensil- beitingin sem skiptir hér höfuðmáli og það hvernig listamaðurinn vinnur dýpt í flötinn með því að mála dökkt yfir ljóst. Sjálfur lýsir hann því hvernig hann málar ský i ritinu Töfratákni þar sem „blámóða fjarlægð- ar“ er markmiðið. Margt í uppbyggingu verkanna tveggja í innri sal minnir á verk Þorvalds Skúlasonar á sjöunda og áttunda áratugnum. Frágangurinn minnir að öðru leyti á sumt þaö er tíðkast fremur í alþýðul- ist - t.a.m. signatúran. Hugmyndir um rými, liti og tákn Af skrifum Kristins í Töfratákni að dæma reyndi hann fyrir sér á afar mörgum sviðum innan myndlistarinnar sem fróðlegt hefði verið að fá meiri innsýn í hér á þessari sýningu. T.a.m. lýsir hann hvernig hann bjó til verk með „hellitækni", þ.e. lakki sem hann hellti á myndflötinn og myndaði svo teikningu með því að halla fletinum á ýmsa vegu. Ennfrem- ur virðist Kristinn hafa verið á undan sinni samtíð hvað innsetningar varðar en hann ræðir talsvert um möguleika rýmisins í riti sínu, sem og íita- og táknfræði. Af myndavah á sýninguna að dæma er hér þó frem- ur verið að gefa innsýn í einn þátt listar Kristins, einn af mörgum, og jafnframt þann síðasta. Sá þáttur gefur tilefni th að endurmeta stöðu hans sem listamanns og þá sérstaklega með tilliti til nýgeómetríunnar og naumhyggjunnar á síðustu árum. Sýningin á verkum Kristins Péturs- sonar á 2. hæð stendur út desember, en aðeins er opið á miðvikudögum milli kl. 16 og 18. NYTSAMAR SURROUND HLJOMTÆKI MX-92 Hljómtæki með 100w Surround magnara. Fjarstýring. 16bita geislaspilari. Útvarp með 19 stöðva minnum. Tvöfalt kassettutæki. Tveir tvískiptir lOOw hátalarar. Hljómtæki með 140w Surround magnara. 3 diska geisla- spilari. Útvarp með 30 stöðva minnum. Tvöfalt Auto- Reverse kassettu- tæki. Tveir þrískiptir 140 w hátalarar. MX-570 SlÓNVZlRPSIVIIÐSTÖDIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI68 90 90 • OPIÐ LAUG. 10-16 - SUN. 13-16 w „Ég er laus við sveifíur í útgjöldum. Ég borga bara eina fasta greiðslu « ' mánaðarlega." Sigurður Sveinsson, handknattleiksmaður Með greiðsludreifingu Heimilislínunnar er útgjaldaliðum ársins, einum eða fleiri, dreift á 12 jafnar mánaðargreiðslur. Sama upphæð er millifærð mánaðarlega af launareikningi yfir á útgjaldareikning og bankinn sér um að greiða reikningana. I stað gluggaumslaga færðu sent mánaðarlegt yfirlit yfir greidda reikninga. Pantaðu tíma hjú þjónusturáðgjaj'a í næsta útibúi eða hringdu ogfáðu upplýsingar í síma 91-605272 __ BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS HEIMILISLINAN - Einfaldar fjármálin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.