Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 289. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						34
t
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
í matarboði hjá Streisand og boðið til veislu með De Niro:
Ég lít ekki upp
til fræga fólksins
„Þetta er bara vinna og aftur vinna
og útsjónarsemi. Fjölskyldan hefur
líka staöiö saman sem einn klettur í
þessari vinnu. Það held ég að sé
meginástæðan fyrir því að þetta er
hægt," segir Árni Samúelsson, for-
stjóri í Sambíóunum, en hann má
með réttu kalla bíókóng íslands.
Sambíóin eru í raun heiti yflr fjögur
kvikmyndahús sem Árni rekur. Bíó-
höllin og Saga-Bíó eru til húsa í Álfa-
bakkanum, Bíóborgin er á Snorra-
brautinni að ógleymdu Nýja-Bíói í
Keflavík. Samanlagður sætafjöldi í
kvikmyndasölum hans í Reykjavík
er um 2500 en í höfuðborginni allri
eru bíósætin nærri 6 þúsund svo öll-
um ætti að vera ljóst hversu stór
hlutur Árna er á þessum markaði.
Árni hóf afskipti af kvikmynda-
húsarekstri í Keflavík árið 1967 en
segja má að hjólin hafi farið verulega
að snúast þegar hann réðst í stór-
framkvæmdir í Mjóddinni og ákvað
að reisa bíó með mörgum sölum.
Þetta var fyrir meira en áratug og
ekki höfðu aUir jafn mikla trú á þessu
framtaki. „Það héldu margir að ég
væri bandbrjálaður þegar ég fór út í
þessa framkvæmd. Þá var mynd-
bandavæðingin að komast í hámark
og mönnum þótti ekki sniðugt að
reisa enn eitt kvikmyndahúsið í
Reykjavík. Ég mat þetta öðruvísi og
leit svo á að skortur væri á nýju fjöl-
salabíói sem væri ekki alveg í mið-
borginni og hefði nóg af bílastæðum.
Það éru allir á bílum og þess vegna
taldi ég þetta heppilegt eins og hefur
komið á daginn. Þessi staður, Mjódd-
in, er einhver sá albesti í bænum.
Breiðholtið með Árbæinn við hliðina
og svo er stutt í Kópavog, Garðabæ
og Hafnarfjörð."
ísland komið á kortið
Með' tilkomu bíósins í Mjóddinni
höfðu kvikmyndaáhugamenn nú úr
fleiru að vetia. Jafnframt var hægt
að sjá nýjustu stórmyndirnar á sama
tíma og jafnvel áður en þær voru
sýndar í helstu borgum heims. Fyrir
flesta var þetta nýjung enda höfðu
slíkar myndir aðeins verið íboði fyr-
ir jól og páska oftast nær. „Áður fyrr
voru myndirnar kannski þriggja ára
gamlar þegar þær komu hingað til
lands og ég sá fram á að þessu þyrfti
að breyta. Ég gat fengið mína við-
skiptaaðila erlendis til láta okkur
hafa myndirnar fyrr en það kostaði
smáátök. Þeir litu aldrei á ísland
öðruvísi en sem lítið viðskiptaland.
En eftir að þeir fóru að láta okkur
hafa myndirnar fyrr og við gátum
sýnt þær lengur tókum við meira inn
af peningum og skiluðum þá líka
meiru til baka/ Eftir það sögðu þeir
að ísland væri komið á kortið."
Árni segir að forsenda þess að reka
kvikmyndahús sé að bjóða upp á
nýjustu myndirnar og helst þær
stærstu. Hljóðið verður líka að vera
fyrsta flokks og sætin þægileg og
góð. Þá má heldur ekki gleyma popp-
korninu, það verður að vera í lagi.
Svo     vill     reyndar     til
að þessa dagana standa yfir breyting-
ar í Bíóhöllinni. Hljóðkeríið er
endurbætt, stærsti salurinn hefur
verið hækkaöur upp og skipt var um
stóla en bíókóngurinn líkir
þægilegheitum nýju sætanna við
Rolls Royce. Og nú er verið að ráðast
í breytingar á hinum sölunum.
- segir bíókóngurinnÁrni Samúelsson
Tilútlanda
í hverjum mánuði
Rekstur kvikmyndahúss krefst
mikillar vinnu og starfsdagurinn
getur oft verið langur. Á Árna var
fyrst að heyra að hann hefði örlítið
dregið úr vinnunni en þegar forstjór-
inn var beðinn að lýsa dæmigerðum
vinnudegi sýndist blaðamanni nú
annað. „Ég vakna yfirleitt frekar
seint á morgnana á veturna en fyrr
á sumrin. Ég fer í sund á hverjum
einasta degi og syndi mínar 20 ferðir
og geri jafnframt leikfimiæfingar.
Þær hef ég útbúið sjálfur með hlið-
sjón af æfingum sem ég gerði þegar
ég stundaði íþróttir á yngri árum.
Síðan fer ég heim og fæ mér léttan
hádegisverð og er svo kominn í vinn-
una laust eftir kl. 13. Þar er ég fram
að kvöldmat og fer þá heim að borða
en kem svo aftur um hálfníuleytið
og er í vinnunni fram undir mið-
nætti. Eftir að heim er komið fer ég
ekki strax í háttinn heldur lít á það
helsta sem hefur verið á dagskrá
sjónvarpsstöðvanna um kvöldið. í
rúmið er ég ekki kominn fyrr en eft-
ir klukkan tvö."
Svo koma þeir dagar sem bíókóng-
urinn þarf að bregða sér til útlanda
en starfið krefst ferðalaga árið um
kring. „Já, ég ferðast töluvert mlkið
og hef þurft aö gera það. Það má segja
að ferðir til útlanda séu að jafnaði
einu sinni í mánuði en mislengi í
hvert skipti. Ég fer aðallega til
Bandaríkjanna og þá til Los Angeles
og eins mikið til London. Einnig fer
ég á ýmsar kvikmyndahátíðir í Evr-
ópu. Ekki er alltaf verið að kaupa
myndir en allar tengjast þessar ferð-
ir þó rekstrinum."
Árni og Guðný meö Sylvester Stallone í Stokkhólmi. Forstjórinn segir að
vöðvabúntið hafi verið rosalega svekkt yfir móttökunum í Svíþjóð.
Feðgarnir og Þorvaldur Arnason ásamt James Belushi en Árni lýsir þess-
um leikara sem skemmtilegum strák.
Gérard Depardieu er einn fjölmargra leikara sem bíókóngurinn hefur hitt.
Að sögn Árna virðist hann vera frekar feiminn.
Innsýn í Hollywood
Flest kvikmyndaáhugafólk sér
heimsfrægu kvikmyndastjörnurnar
bara á breiðtjaldinu í bíó en þessir
sömu leikarar og leikstjórar hafa oft
orðið á vegi Árna á ferðum hans er-
lendis og trúlega vildu margir vera
í sporum forstjórans á slíkum stund-
um. „Ég hef séð og rætt við sumt af
þessu fólki. Ég er búinn að vera í
þessum bransa í mörg ár og hef
kynnst mörgum og haft bara gaman
af því," segir Árni sem hefur, einn
fárra Islendinga, fengið ágætis inn-
sýn í Hollywood. En hvernig kemur
sá staður honum fyrir sjónir? „Mér
finnst hann ósköp venjulegur. Fyrst
var þetta rhjög spennandi þegar mað-
ur sá þessa frægu leikara berum
augum. John Travolta sá ég rétt eftir
aö hann lék í Grease og þá var þetta
eitthvað sem var alveg æðisgengið
að fá að ræða við þennan mann. í
dag finnst mér þetta hins vegar ósköp
venjulegt fólk og ég geri ekki nokk-
urn mun á því viö hvern ég tala.
Hvort viðkomandi er heimsfrægur
leikari eða ekki skiptir ekki nokkru
máh. Ég lít ekkert upp til þessa
fólks."
Þegar hér er komið sögu dregur
Árni fram boðskort sem hann fékk á
mannfagnað í kvikmyndaborginni
frægu. A gestalistanum eru m.a. nöfn
allra frægustu leikaranna í Holly-
wood (Robert De Niro og Michelle
Pfeiffer, til að nefna bara tvo). ís-
lenski forstjórinn komst þó ekki í
samkvæmið en virðist ekkert hafa
tekið það nærri sér. Arni hefur þó
áður verið í sams konar boði og ítrek-
ar að honum finnist þetta bara venju-
legt fólk og hann geri engan greinar-
mun á því og öðrum. Sjálfsagt eru
leikararnir eins misjafnir og þeir eru
margir og túlkun þeirra á stjörnu-
hlutverkinu í samræmi við það. Árni
sagði eina sögu af Sylvestur „Rocky"
StaUone í því sambandi.
„Ég var einu sinni ásamt fleiri í
Stokkhólmi um leið og Sylvester
Stallone. Leikarinn kom til borgar-
innar á einkaflugvél og bjó þar á fín-
asta hóteli. Þar var hvorki múgur
né margmenni að taka á móti honum
á hótelinu og hann átti ekki eitt ein-
asta orð yfir það. Hann var alveg
rosalega svekktur yfir því. Við löbb-
uðum nokkrir með honum á stað í
nágrenninu og það var alveg sama
sagan. Fólkið, sem við mættum,
pískraði eitthvað sín á milli en það
var allt og sumt og Stallone fannst
þetta allt saman voða skrýtið." Að
mati Árna eru Norðurlandabúar
engir stjörnudýrkendur. Það á við
um aðrar þjóðir og þá sérstaklega
Bandaríkjamenn. Hvað Stallone
varðar hefur hann iðulega verið
sagður ekki hár í loftinu og forstjór-
inn tók undir það. Vöðvabúnt er
hann samt og það fann Árni vel þeg-
ar hann tók utan um leikarann en
bakið á honum var eins og grjót við-
komu, slíkur var vöðvamassinn.
JonVoightog
pönnukökurnar
Alltof langt mál væri að, telja upp
alla þá leikara sem Árni hefur hitt
en nefna má til sögunnar annað
vöðvabúnt, Arnold Schwarzenegger,
sem forstjórinn hefur spjallað við.
Þá var hann einu sinni í matarboði
sem leik- og söngkonan Barbra Strei-
sand hélt en ekki náði hann tali af
gestgjafanum í það skiptið. Einn er
síðan sá leikari sem Árni telur til
sinna persónulegu vina. „Ég á einn
góðan kunningja sem hefur komið
til íslands og það er Jon Voight. Hann
kom heim til mín og át íslenskar
pönnukökur og hann talar ennþá um
það þegar við hittumst. Það er eini
leikarinn sem ég hef kynnst mjög vel
en við höldum alltaf sambandi."
Voight fékk óskarsverðlaunin fyrir
frammistöðu sína í kvikmyndinni
Coming Home en í umræddri mynd
lék hann á móti Jane Fonda. Síðan
hefur frægðarsól hans skinið mishátt
sem er kannski dæmigert fyrir það
hvernig hlutirnir geta gengið fyrir
sig í Hollywood. „Það er synd að
Voight skuh ekki hafa notið sín betur
í kvikmyndaleik. Hann var í sterkum
myndum hér áöur fyrr á borð við
Midnight Cowboys og seinna í
Runaway Train. Hann var útnefndur
til óskarsverðlauna fyrir þá síðar-
töldu en vann ekki. Ég man alltaf
eftir því þegar kastljósinu var beint
að honum eftir að úrshtin voru kunn
og hversu hrikalega svekktur hann
var. Eftir Runaway Train hvarf hann
og fór út í einhverja vitleysu. Síðan
hefur Voight ekki leikið í sterkri
mynd eins og hann er nú stórkostleg-
ur leikari." Forstjórinn segir óskars-
verðlaunin vera heilmikið „show"
og hann útilokar ekki að eitthvað
plott gæti átt sér stað hjá meðlimum
akademíunnar.' Hann segist hins
vegar vera spenntur að sjá hvort
Tom Hanks vinnur annað áriö í röð,
næst þegar verðlaunin verða afhent.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72