Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 289. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						I
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
39
Leikarar nenna ekki
að koma í kuldann
Þótt Árna hafi tekist aö fá vin sinn,
Jon Voight, í heimsókn til íslands
virðast flestir þessara frægu leikara
vera því andsnúnir. „Þeir eru ekki
spenntir fyrir því að koma hingað.
Eg er fyrir löngu hættur að reyna
að fá þessa menn hingað. Flestir
hugsa að hér sé bara kuldi og djöfull
þó sumir viti nú meira um landið.
Þetta snýst ekki um svimandi pen-
ingakröfur af þeirra hálfu. Þeir ein-
faldlega nenna ekki að koma hingað.
Kannski breytist það þegar þeir upp-
götva hversu allt hér er heilnæmt,"
segir forstjórinn sem er sjálfur dug-
legur að ferðast um eigið land. „Á
sumrin er hvergi betra að vera en á
íslandi. Það er öruggt mál." Að-
spurður um vetrartímann hlær Árni
dátt og segir það vera annað mál en
á þeim árstíma væri hann ekki mjög
mótfalhnn því að búa í mekka kvik-
myndanna.
„Los Angeles er mjög yndisleg borg
þrátt fyrir að þar hafi gengið á ýmsu.
Mér hefur líkað dvöhn þar vel og það
er mjög gott að geta verið þar á með-
an kuldinn er hvað mestur hér." Bíó-
kóngurinn segir að stundum komi
það fyrir að hann mæti þekktum
leikurum þegar hann bregður sér út
í búð þar ytra. Allra þekktustu
stjörnurnar, þessar sem eru með hirð
lífvarða í kringum sig, hefur hann
þó ekki enn hitt í búðarápinu.
Útvarps- og sjón-
varpsrekstur
Þótt kvikmyndabransinn sé Árna
hugleikinn hefur fyrirtæki hans
fengist við fleira en að sýna kvik-
myndir eins og útgáfa hans á mynd-
böndum gefur til kynna. Sam-Mynd-
bönd er leiðandi fyrirtæki á mark-
aðnum í dag og gefur m.a. út vinsælt
efni úr smiðju Walts Disneys. Þar
má nefna ævintýrið um Mjallhvíti
og dvergana sjö en á forsíðu DV í dag
sést Árni einmitt í félagsskap þessara
frægu persóna. Eitt af því nýjasta í
rekstrinum er hins vegar útvarps-
stööin FM en aðstaða hennar er í
höfuðstöðvum fyrirtækisins í Mjódd-
inni. „Þessa útvarpsstöð rak á fjörur
okkar í sumar og ég ræddi það við
syni mína hvort þetta gæti verið
sniðugt. Við áttum reyndar eftir
pláss í húsinu sem var alveg rakið
fyrir útvarpsstöð og það hafði ekki
svo lítið að segja. Útvarpsstöðin kom
hingað inn í september. Við gerðum
ákveðnar breytingar og síðan hefur
hún bara verið á fljúgandi ferð upp."
Sjónvarpsmál hafa líka verið for-
srjóranum ofariega í huga en hann
hefur komið nálægt málefnum
Stöðvar 2. „Ég er búinn að vera svona
ýmist fyrir innan eða utan gluggann
í þvi sambandi. Og er núna svona
aðeins fyrir utan en ég seldi minn
hlut í Stöð 2 í sumar. Það veit hins
vegar enginn hvað gerist seinna.
Þetta voru ágætis tímar og það gæti
vel verið að ég kæmi nálaegt rekstri
sjónvarpsstöðvar síðar."
Fjölskyldan
hittist í vinnunni
Árni kveðst vera óhræddur að tak-
ast á við verkefni en best sé að halda
sig við hluti sem eru skyldir þeim
rekstri sem fyrir er. Óhætt er að
segja að hann sé umsvifamikill á sínu
sviði og þeir eru ekki margir íslend-
ingar, bíógestir eöa aðrir, sem ekki
þekkja nafn hans. Með öðrum orðum
má segja að hann sé þekktur í þjóölíf-
inu. Frá þessu berst talið að öfund
og slúðursögum en Árni segist láta
allt slíkt sem vind um eyru þjóta. „Ég
hef lagt mikið á mig og^þetta hefur
ekki verið fyrirhafnarlaust. Fjöl-
skyldan hefur staðið saman um að
ná þessu takmarki en ég héld að fólk
sé ekkert að öfundast." E^ginkona
Árna er Guðný Ásberg Björnsdóttir
og eiga þau þrjú börn, Björn Ásberg,
Alfreð Asfcerg og Elísabetu Ásberg.
Fjölskyldan er öll í þessum rekstri
af fullum krafti nema hvað Elísabet
er nú búsett í Bandaríkjunum.
Tengdadætur Árna starfa báðar í
fyrirtækinu og hann segir kíminn á
svip að hann bíði þess að barnabörn-
in nái aldri til að starfa þar einnig.
„Það héldu margir að ég væri bandbrjálaður þegar ég fór út í þessa framkvæmd. Þá var myndbandavæðingin að komast í hámark og mönnum þótti
ekki sniðugt að reisa enn eitt kvikmyndahúsið i Reykjavík," segir Árni Samúelsson, forstjóri i Sambíóunum, m.a. í viðtali við DV. Hann var á annarri
skoðun og reyndist hata rétt fyrir sér.                                                                                   DV-myndir GVA o.fl.
Forsenda þess að reka kvikmyndahús er að bjóða upp á nýjustu myndirn-
ar og helst þær stærstu, segir forstjórinn.
Árni segir líka að starfsfyrirkomu-
lagið sé þannig að fjölskyldan hittist
í vinnunni enda sé htið um frídaga.
Bíó verður
alltaf við lýði
Þrátt fyrir annríkið hefur aldrei
hvarflað að forstjóranum að hætta
þessu og fara að gera eitthvað allt
annað. „Nei, það hefur aldrei komið
til greina. Ég hef svo gaman af þessu
og þá sérstaklega að vinna með son-
um mínum og auðvitað öllu hinu
starfsfólkinu líka. Ég get verið harð-
ur húsbóndi en okkar samvinna hef-
ur verið mjög góð og það er líka nauð-
synlegt. Að vinna með fjólskyldunni
hefur sína kosti og galla en kostirnir
eru miklu fleiri."
Myndbandavæðing og aukið fram-
boð á sjónvarpsefni hefur síður en
svo dregið kjarkinn úr Árna og hann
er bjartsýnn á framtíð bíóhúsa. „Ég
held aö bíó verði alltaf við lýði. Það
er alveg sama hvaða samkeppni
kemur við bíóin, fólkið verður alltaf
að komast út til að vera innan um
hvað annað." Líkt og margir aðrir á
Arni sér uppáhaldsleikara og uppá-
haldsmyndir. Efstir á blaði hjá hon-
um eru Sean Connery og Harrison
Ford og af einstökum kvikmyndum
nefnir hann James Bond og segir að
góðar afþreyingarmyndir á borð við
þær finnist honum skemmtilegar.
Laxveiði og landsliðs-
maðuríhandbolta
Forstjórinn sér nær allar myndir
sem bíóhúsin hans taka til sýnúiga
en kvikmyndirnar eru bæði hans
vinna og áhugamál. Hann á þó líka
annað áhugamál sem hann reynir
að sinna. „Ég hef áhuga á laxveiði
og hef farið nokkrum sinnum. Ég
fylgist líka meö íþróttum en fer þó
ekki á völlinn, læt mér nægja að lesa
um þetta í blöðunum," segir Árni en
sjálfsagt eru ekki margir sem vita
að forstjórinn var vel liðtækur
íþróttamaður á sínum yngri árum
og lék m.a. handknattleik með Ár-
manni. Hann lék fyrir utan sem
skytta í sínu hði og náði þeim áfanga
að verða valinn í fyrsta unghnga-
landsliðið og síðan í sjálft A-landslið-
iö og lék meö því nokkra leiki. fþrótt-
ir voru honum mjög hugleiknar á
þessum tíma en hann gekk aldrei
með þann draum i maganum að reka
bíó. Tilviljun eða röð óvæntra atvika
hefur þar fremur komið við sögu.
Ekki er þó annað á Árna að heyra
en hann sé sáttur við hlutskipti sitt
í lífinu og hafi gaman af því sem
hann er að gera. Að öðrum kosti
væri hann sjálfsagt að fást við eitt-
hvað annað. Við Árna er þó ekki
hægt að skih'a án þess að spyrja hvort
íslendingar hegði sér vel í bíó og
hvort það sé gott að sýna fyrir þá.
„Já, íslendingar hegða sér mjög vel
í bíó. Ég get ekki sagt annað. Þeir
mættu kannski gera aðeins meira að
því að láta ruslið í ruslakörfurnar
en það er það eina. íslendingar eru
mjög gott bíó-fólk."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72