Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
MIDVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
Tækni - tölvur
Bókasöfn grunnskólanna á Akureyri:
Tölvutengd innan
fárra ára með Emblu
- bókasafnsforriti frá Soft Iink í Ástralíu
Þess verður vonandi ekki langt að
bíða að bókasöfn allra grunnskóla á
Akureyri verði tölvutengd í gegnum
bókasafnsforritið Emblu. í dag eru
nokkrir skólar farnir að nota forritið
í daglegu starfi en þeir skólar sem
lengst eru komnir í notkun þess eru
Síðuskóli og Glerárskóli. Elín Steph-
ensen kennari er umsjónarmaður
bókasafnsins í Síðuskóla. Hún segist
eiga sér þann draum að innan fimm
ára verði tölvutenging komin á milli
bókasafna allra grunnskóla á Akur-
eyri.
Haustið 1991 var ákveðiö að kaupa
tölvuforrit til nota í bókasöfnum
skólanna. Eftir að hafa skoðað nokk-
ur forrit varð Embla fyrir valinu sem
er ástralskt forrit með frumheitinu
Oasis.
„Forritið er upphaflega hannað
fyrir skólabókasöfn og býður upp á
mjög marga þætti. Ekki bara þessa
hefðbundnu leit og skráningu heldur
ýmsa skýrslugerð og samskipti við
önnur bókasöfh með sama kerfi. Við
höfum farið hægt af stað og ekki
keypt allan þann fylgibúnað sem
býðst. Einnig býður kerfið upp á
færslur á milli safna og frá Dobis
Libris sem Borgarbókasafnið er með.
Þetta er mjög vinnusparandi við
frumskráningu," segir Elín.
Auk Síðuskóla hófst notkun á
Emblu haustið 1991 í Glerárskóla og
Lundarskóla en aðstæður urðu
þannig að málin þróuðust hraðast í
Síðuskóla í upphafi. Núna er Embla
komin í alla grunnskóla Akureyrar,
þeir síðustu tóku forritið í nofkun sl.
haust.
„í framtíðinni er svo draumurinn
að tengja skólabókasöfnin saman.
Uppbygging tölvukosts í grunnsköl-
um er það stutt á veg komin hér að
það verða ónnur mál látin hafa for-
gang. Til dæmis er ennþá verið að
byggja upp tölvuver til beinnar
tölvukennslu. Þörfin fyrir tengingu
milli skólabókasafna er kannski ekki
svo mikil í dag en það verður auövit-
að gaman þegar hún er komin og
nemendur geta flett upp í hvaða
skólasafni sem er, beint í gegnum
tölvu."   -
Embla er ekki bara í notkun á
Akureyri heldur víða á bókasófnum
Elín Stephensen, umsjónarmaður bókasafns Síðuskóla á Akureyri, umkringd áhugasömum nemendum sem voru
komnir til að leita sér að bókum með aðstoð forritsins Emblu.                                     DV-mynd gk
um landið, hvort heldur sem er á
skólabókasöfhum eöa almennum
söfhum.
Aðgengileg leit
aðbókum
„Reynslan af Emblu er mjög góö.
Ég hef ennþá ekki rekið mig á van-
kanta í kerfinu nema hvað smá-
hnökrar eru á þýðingum sem lítið
mál er að laga. Kerfið er aðgengilegt,
sérstaklega leitarþátturinn. Nem-
endur geta afgreitt sig sjálfir með
útlán bóka og krakkarnir geta strax
ung að aldri farið að leita í tölvu,"
segir Elín.
Fyrirtækið Soft Link í Ástralíu
hannaði Emblu, eða Oasis á frum-
málinu. Nafnið fer eftir landinu sem
það er notað í. Á Englandi nefnist
það t.d. Annie. Umboðsaðili Emblu á
Islandi er Lindin hf. í Reykjavík.
Lindin hefur látið þýða forritið yfir
á íslensku fyrir almenna notendur
og megnið af því sem snýr að srjórn-
endum þess. Elín gat þess að skólarn-
ir fengju alltaf nýjustu útgáfuna af
Emblu frá Lindinni, þeim að kostn-
aðarlausu.
Notað í 30 söfnum
Hjá Lindinni fengust þær upplýs-
ingar að Embla væri í notkun í 30
bóka- og skjalasöfhum víðs vegar um
land. Frá því Embla kom fyrst fil ís-
lands árið 1991 hafa nokkrar nýjar
útgáfur bæst við. Sú nýjasta er vænt-
anleg í febrúar.
í nýju útgáfunni er verið að laga
forritið meira að sérfræðisöfnum.
Þar er þáttur sem snertir skjala-
srjórnun fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Embla var upphaflega samin fyrir
skólasöfn en hefur verið að breytast
í þá átt að passa fyrir alls konar söfn.
Einnig er verið að bæta við mögu-
leika á að skanna inn myndir á for-
ritið. Þannig verður hægt að skanna
inn myndir af fólki, efhisyfirht,
kaflaskipti í bókum eða heil ljóð. Síð-
an leitar forritið að bókum sem þessa
hluti er að finna í.
Forsagan að því að Embla kom til
íslands er svolítið skemmfileg. Fyrir
nokkrum árum var haldin sýning og
ráðstefha um tölvunotkun í bóka-
söfnum á vegum Háskólans. Erindi
var sent fil tölvuhönnuða fyrir bóka-
söfh um víða veröld og kannaður
áhugi þeirra á að taka þátt í sýning-
unni. Tvö svör bárust, bæði frá Ástr-
alíu. Annar aðilinn, Soft Link, fram-
leiðandi Emblu, bauðst til að búa til
íslenska útgáfu af forrifinu, íslend-
ingum að kostnaðarlausu.
ísland þátttakandi
í þróunarverkefni
Hönnuði Emblu, eða Oasis, hjá Soft
Link fannst að ef hann gæti leyst þau
vandamál sem tengdust íslenskunni
gæti hann aölagað forritið fleiri
tungumálum. ísland hefur því verið
þátttakandi í þróunarverkefhi Soft
Link.
Auk grunnskólanna á Akureyri
má nefna aðra notendur Emblu eins
og bókasöfnin í Borgarnesi, á Höfn
og Hólmavík, Landlæknisembættið,
Árbæjarskóla í Reykjavík, Hagstofu
íslands og bókasafh Hafrannsóknar-
stofhunar.
Ný tegund tölvuveira veldur ugg:
Getur fjölgað veirum
í 100 þúsund í árslok
- eru ríflega 6 þúsund í dag
Tölvuveirum hefur fjölgað ört
síðustu árin. Fyrsta veiran leit
dagsins ljós árið 1986. Þróunin var
hæg fram til ársins 1991 en þá varð
sprenging. Um 4 þúsund tölvuveir-
ur voru á markaðnum áramótin
1993/1994 og á síðasta ári fjölgaði
þeim um 2 þúsund. í dag er búið
að „framleiða" ríflega 6 þúsund
veirur. Aö sögn Friðriks Skúlason-
ar, tölvufræðings og veirubana, er
ógjörningur að spá í þróunina á
þessu ári sökum nýrrar tegundar
tölvuveiruforrita, svokallaðra
stökkbrigðaforrita (virus mutator).
Að öllu óbreyttu hefðu tölvuveir-
urnar verið um 9 þúsund í árslok
1995 en vegna stökkbrigðaforrits-
ins gætu veirurnar orðið allt að 100
þúsund talsins. Forritið fær eina
veiru sem getur skilað af sér allt
að 100 veirur í smærri útgáfu af
hinni upprunalegu. Friðrik sagði
að forritið væri ekki komið í alvar-
lega notkun en hætta væri á frek-
ari útbreiðslu.
Að sögn Friðriks hafa tölvuveir-
ur ekki verið ýkja algengar hér á
landi sl. ár. Þó náði ein, sem nefn-
ist J&M, að hrella íslenska banka-
kerfið. Hún er talin hafa borist
hingað til lands frá Austur-Evrópu
í ferðatölvu í eigu einnar banka-
stofnunar. Fyrr en varði var J&M
komin um allt bankakerfið og í
tölvufyrirtæki líka. Hins vegar er
um meinlausa veiru að ræða, að
sögn Friðriks, og búið að útrýma
henni.
Skaðlegasta tölvuveira sem hrellt
hefur íslenska tölvunotendur frá
upphafi er spænska símaveiran
svokallaða. Friðrik líkir henni við
rússneska rúllettu með 400 hólfum
og einu skoti. í hvert skipti sem
„sýkt" tölva er sett í gang eru lík-
urnar 1 á móti 400 að veiran rústi
gjörsamlega allt efni sem á tölv-
unni er. Þessi veira er ennþá að
valda skaða.
Friðrik og starfsfólk hans, um 10
manns, berst núna við heimsins
tölvuveirur í nýju húsnæði við
Þverholt í Reykjavík. Áður var
Friðrik með starfsemi sína í
Tæknigarði Háskólans. Það hús-
næði „sprakk" og flutt var í Þver-
holtið um mitt sl. sumar. Fyrirtæki
Friðriks er með fjölda erlenda sam-
starfsaðila í eyðingu tölvuveiranna
og fær um 250 nýjar veirur sendar
í mánuði hvaðanæva úr heiminum.
„Fólk er orðið þreytt á þessum
veirum. Þær voru fjölmiðlaefni fyr-
ir nokkrum misserum en núna er
hægt að líkja þessu við lítinn
árekstur bíla, svokallað nudd. Það
getur verið pirrandi fyrir þann sem
lendir í árekstrinum en er engin
frétt," segir Friðrik.
70 þúsund
mannsá
MacWorld
sýiiingurmi
Metaðsókn að tðlvusýningunni
MaeWorld í San Francisco á dög-
unum gaf forráðamönnum Apple
tilkynna um að þeir væru á réttri
leið. Talið er að um 70 þusund
manns hafi sótt sýninguna sem
stóð yfir í 3 daga. Alls voru það
540 fyrirtæki sem kynntu fram-
leiöslu sína fyrir eigehdur Mac-
intosh-tölva.
Á sýningunni mátti sjá yfir 200
nýjungar fyrir Macintosh, eink-
um PowerMac-tolvur. Til að auka
marksaðhlutdeild sína hafa for-
ráðamenn Apple ákveðið að taka
upp leyfisveitingu á Maeintosh-
stýrikerfum.
Japanir
gleyptu
tölvuleikina
Japanskir neytendur hreinlega
„gleyptu" nýja tölvuleiki á geisla-
diskum sem þeim var boðið upp
á um síðustu jól. Haft er eftir tals-
manni Sony að um 300 þúsund
leikir, Play Station, hafi selst á
nokkrum dögum. Þá seldi Sega
um 500 þúsund stykki af svipaöri
leikjategund, Saturn.
Bandarískir og japanskir tölvu-
leikjaframleiðendur horfa hýru
auga tii Japana sem virðast vera
reiðubúnir til að eyða meiri pen-
ingum í fuUkomnari og betri
tölvuleiki.
IntelogAMD
násáttum
Fyrirtækin Intel og Advanced
Micro Devices, AMD, settu á dög-
unum niður deilur sinar sem
staðið hafa yfir frá árinu 1987 um
framleiðslurétt á örgjörvum. Það
ár hófust deilur miUi fyrirtækj-
anna þar sem þau sökuðu hvort
annað um að brjóta samning sem
þau gerðu árið 1982 um örgjörva-
framleiðslu fyrir tölvuiðnaðinn.
Samkvæmt samkómulaginu
hefur AMD ótakmarkað fram-
leiðsluleyfi á 386 og 486 flaga ör-
gjörvum Intel. Jafnframt féllst
AMDá að afrita ekki fleiri Intel-
örgjörva, s.s, eins ogPentium, P6
og486ICE.
Applegirnist
hlut í Amer-
ican Online
Forráðamenn Apple 1 Banda-
ríkjunum létu nýlega hafa eftír
sér aö þeir hefðu áform uppi um
að auka hlut sinn i fyrirtækinu
American Online sem rekur
tölvunetkerfi í Bandarikjunum á
borð við Internet. Apple hefur átt
viðræður Þess efrás við helstu
ráðgjafa sína á sviði fjárfestmgar
ogfjármáia.
AT8Tmeð
tölvunetí
Evrópu
Töívufyrirtækið Europe Onlihe
og Interchange Online Network,
sem er í eigu simaryrirtækisins
AT&T í Bahdaríkjunum, hafa
haflð samstarf um að koma upp
stóra tölvunetkerfi í Evropu. Með;;
samstarfinu er ætlunin áð keppa
yið CompuServe um stööugt fieiri
evrópska tölvunotendur sem
nýta sér alþjóðleg upplýsinganet.
-Reuter
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32