Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						2Q
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
Tölvur-tækni
Flugvélar
nettengdar
Um 50 flugvélar í eigu banda-
rísku öugfélaganna USAir, Cont-
inental, America West og Carni-
val eru komnar með svokallaðan
Fkghtlink II búnað sem inni-
heldur í eínu tæki m.a. síma, fax-
tæki og tölvu. Fyrirtækið sem
framleiðir FlightLink II stefnir
að því að buraðurinn verði kom-
inn j þúsund flugvélar í Banda-
ríkjunum á miðju næsta ári.
FUghtLink tengist töivunet-
kerfum á jörðu niðri í gegnum
gervihnött. Farþegar hafa tölv-
uskjá á sætisbaki fyrir framan sig
og geta dregið fram lyklaborð úr
sætisbríkinni auk þess að hafa
síma við höndina. Með þessum
búnaði hefur upplýsingahrað-
brautin (införmation superhigh-
way) náð til háloftanna.
40 prósenta
aukning
áskrifenda
Áskrifendum að tölvunetkerf-
um (on-line services) í Bandaríkj-
unura fjölgaði um 40 prósent á
síðasta ári. Samkvæmt könnun
Information and Interactive
Services Report í Washington
voru um 6,3 miiyónir manna
áskrífendur að þessum netkerf-
um.
Alls bjóða 55 aöilar þjónustu
sína í þessum efnum í Bandaríkj-
unum. Þar af eru 3 aðllar lang-
stærstír með um 5,2 mUljónir
áskrifenda. Þetta eru America
On-line,CompuServe ogProdigy.
Mlcrosoft
meðnetkerfí
Forráöamenn Microsoft-tölvu-
risans tilkynntu á dögunum að
síðar á þessu ári kæmi á markað-
inn tölvunetkerfi frá fyrirtækinu
sem gæfi fuilan aðgang að Inter-
netinu. í því skyni hefur Micro-
soft samið við UUNET Techno-
logíes um að þróa netkerflð en
Spyglass hefur heimiiað notkun
á Mosaik-hugbúnaðinum á kerf-
inu. Mosaik gefur möguleika á
myridrænu viðmóti við tengingu
við Intemet.
Netkerfi Mícrosoft er talið hafa
þann stóra kost að fylgja með
Windows 95 forritinu. Þannig
gefst samband við Internet með
einni ..músarhreyfjngu'' á tölv-
unnx. Haft er eftir stjórnarfor-
manni Mícrosoft, Bill Gates, að
hér sé gríöarleg fjárfesting á ferð-
inni sem gefi mðguleika á að sam-
einakostí Internets og hugbúnað-
ar Microsoft.
Frakkarótt-
astBanda-
ríkjamenn
Nýlega var haft eftir menning- .'i;
armálaráöherra  Frakka  að
franskur tðlvuiðnaður á sviðí
margmiölunar (multimedia ind- i
ustry) yrði að fá stuðning í sam-
keppni sinni við Bandaríkja-i
menn, annars myndi fara illa. í
því skyni hafa Frakkar haft
frumkvæði að stofnun vinnuhóps
sem ætlað er að skila skýrslu á
fundi sjö helstu iönríkja heims
um  upþlýsingaiönaöinn  sem
halda á í Brössel í lok februar nk.
Menningarmálaráðherra
Frakka sagðist ekkert hafa á|
móti samvinnu evrópskra og
bandarískra fyrirtækja í tölvu-
iðnaði en slíkt samstarf mættií
ekki snuast upp í einokun Banda-
ríkjamanna.
-Reuter
Nýherji kominn með nýtt stýrikerfi til sölu:
OS/2WarpfráIBM
fær goð viðbrogö
leysir MS-DOS af hólmi
Nýherji er um þessar mundir að
fá í sölu nýja tegund af OS/2 stýri-
kerfinu fyrir PC-tölvur frá IBM sem
nefnist OS/2 Warp. OS/2 Warp er 32-
bita og er þriðja tegundin af þessu
stýrikerfi á undanförnum 10 árum.
IBM kynnti kerfið í október sl. og
kom með það á markað erlendis í nóv-
ember. Að sögn Baldurs Johnsen hjá
Nýherja kom kerfið til íslands í des-
ember og hefur fyrirtækið varla haft
undan að afgreiða það til tölvunotenda.
„Fyrir hefðbundinn PC-notanda er
þetta geysilega mikil framfbr. Þú ert
laus við MS-DOS og alla annmarka
sem því fylgir. Þú hefur samt sem
áður möguleika á að keyra öll þín
DOS- og Windows-forrit undir OS/2
Warp. Kerfið hefur hlutbundin not-
endaskil sem þýðir það að allt sem
þú sérð á skjánum eru hlutir sem þú
getur framkvæmt á einhverjar að-
gerðir. Sem dæmi þá sérðu mynd af
disklingi. Þar getur þú t.d. forsniðið
Ffle  Edlt  Scrvicos  Mall  Sfiecial  Wlndow  Help
Ctmded
1«
JWPTiaiBIEHlBl B^
wfoi'-Tt;
: ¦  D   0
í.-:h::
WhafsNewThisWeek
Access Intwnei Newsgrcwps vie CIS
Acl Now ta CompuSeivoCO Specal Oífei
Got Newest Veisnn ol D0SOM
DownloadMacCIM2.«Or*»
Paittópato in 1AST CAU" TV Show
Guns N' Roses Gulafist in Conleience
New liviages in Reuteis Forum
OuvertuieduFoiunWiiidowSh«i»Fianc«
Gel Fuel-Economy Advice in Foium
Datioit Fiee Piess Vrfeos Availabte
IBM PC Pioducl Foiums Oníne
m
tJSGFoiuϒ
BaósSeníDtt     etutw™
li«ws      tí*ffwne  Cjgmuú lile  £onputers
Skjámynd af stýrikerfinu OS/Warp frá IBM.
disklinginn eða afritað hann. Þetta er
alfarið myndrænt forrit," segir Bald-
ur.
Unnið að
næstu útgáfu
Eins og áður segir hefur OS/2 Warp
verið vel tekið, bæði hér og í útlönd-
um. Nafnið Warp er vinnuheiti sem
hefur fylgt þessari tegund OS/2 stýri-
kerfis og er tekið úr Star Trek kvik-
myndunum. Að sögn Baldurs er þeg-
ar farið að vinna við næstu útgáfu á
OS/2 og verður hún sennilega komin
á markað í lok þessa árs.
„Með OS/2 stýrikerfinu fylgir tals-
vert af hugbúnaði. Þar á meðal ein-
hverjir bestu fylgihlutir fyrir Internet
sem fáanlegir eru. Keríið sér um fjöl-
vinnsluna en ekki eins og í Windows
þar sem forritið þarf að hugsa um fjöl-
vinnsluna," segir Baldur.
ÓpusAllt fyrir Windows frá íslenskri forritaþróun hf.:
Verkfæri stjómenda í daglegum rekstri
- í notkun hjá 1400 fyrirtækjum í landinu
Um 450 manns komu á tilþrifam-
ikla kynningu hjá íslenskri forrita-
þróun hf. á nýrri tegund af viðskipta-
hugbúnaðinum ÓpusAllt sem haldin
var í Þjóðleikhúsinu í lok nóvember
sl. Aö sögn Vilhjálms Þorsteinssonar
hjá íslenskri forritaþróun er Ópus-
Allt kominn í notkun hjá 1400 fyrir-
tækjum í landinu og næsta skref er
að markaðssetja búnaðinn erlendis.
„Undanfarin fjógur ár höfum við
varið miklúm tíma í að skrifa Ópus-
Allt frá grunni fyrir myndrænt um-
hverfi í Windows. í raun er þetta
varla lengur bara bókhaldshugbún-
aður heldur verkfæri stjórnenda til
að nota í daglegum rekstri, tæki til
að fylgjast með rekstrinum um leið
og hlutirnir gerast, ekki bara eftir
á. Við erum í harðri samkeppni við
erlendan viðskiptahugbúnaö sem
seldur er á íslandi og reynum að
skjóta honum ref fyrir rass," segir
Vilhjálmur.
Nýja útgáfan af ÓpusAllt fyrir
Windows sýnir kennitölur úr rekstri,
s.s. lausafjárstöðu fyrirtækisins,
stöðu bankareikninga, stöðu við-
|Tr| mmaa
Ný leglubundin vinnsla
Vcikfitii
i «
skiptamanna og sölu vörutegunda, á
myndrænan hátt. Hægt er að sækja
gögn úr ýmsum gagnagrunnum og
sameina þau í ÓpusAllt, auk þess
sem möguleikar gefast á pappírslaus-
um viðskiptum.
Útflutningur kannaður
Aöspurður segir Vilhjálmur að út-
flutningur á ÓpusAllt sé á byrjunar-
stigi, aðeins sé farið að kanna mark-
aðinn í Skotlandi og viðbrögðin þar
lofi góðu um framhaldið.
„Við höfum ekki viljað segja of
mikið frá því fyrr en málið er komið
á stöðugan rekspöl. Það er einfald-
lega búið að vera alltof algengt að
menn þykist hafa sigrað heiminn eft-
ir að hafa átt nokkur símtöl við út-
lendinga. Það er ýmislegt skemmtí-
legt í farvatninu hjá okkur sem er
of snemmt að tala um í dag. Það verð-
ur kynnt á komandi mánuðum," seg-
ir Vilhjálmur.
900 fyrirtæki með
þjónustusamning
íslensk forritaþróun hf. var stofnuð
árið 1983. Bókhaldshugbúnaður á
borð við ÓpusAUt hefur verið aðal-
framleiðsla fyrirtækisins frá upp-
hafi. Af þeim 1400 fyrirtækjum sem
nota ÓpusAllt eru um 900 þeirra með
þjónustusamning við íslenska for-
ritaþróun. Slíkur samningur þýðir í
raun áskrift að endurbótum hugbún-
aðarins. Um 30 manns starfa hjá fyr-
irtækinu sem veltir um 100 milljón-
um króna árlega.
Mímir Reynisson með nýtt forritunarumhverfi:
Visual EzC fyrir Macintosh tölvur
Mímir Reynisson, upphafsmaður
að Louis-forritinu, hefur hannað nýtt
forritunarumhverfi fyrir Macintosh
tölvur sem nefnist Visual EzC. For-
ritið er talið öflugra en t.d.
HyperCard og SuperCard en jafn
auðvelt í notkun. Það er hlutbundið,
atburðadrifið og með innbyggðan
„relational database" eins og 4ðu
kynslóðar forritunarmálið. Forritin
sem búin eru til með EzC eru u.þ.b.
jafn hraðvirk og lítil eins og þau
heföu verið samin frá grunni í MPW
eða með Think C.
EzC var í raun tilbúið sl. haust og
demó-útgáfa af því sett á Internetið
til að kanna áhuga og viðbrögð not-
enda. í stuttu máli sagt voru við-
brögðin mjög góð.
ÖU forritunarumhverfi fyrir Mac-
intosh til þessa hafa verið einhverj-
um annmörkum háð. Flest þeirra
hafa krafist mikillar forvinnu í formi
lestrar og æfinga og þekkingar á C
eða Pascal áður en unnt var að búa
til nokkur forrit svo heitið geti. Önn-
ur forritunarumhverfi, 4ðu kynslóð-
ar málin, hafa verið auðveldari í
meðfórum en skilað stórum eða hæg-
virkum forritum sem stundum hafa
líka verið minnisfrek.
Forritunarmáhð í Visual EzC er
C, eða ofurlítið einfaldað afbrigði af
því. Það er ekki lengra frá venjulegu
C en svo að menn geta lært að nota
það að mestu með því að kynna sér
venjulega kennslubók í C málinu.
EzC er með grafiskan útlitsteiknara
þar sem notendaumhverfið, þ.e.
hnappar, textasvæði og aðrar eining-
ar í gluggunum, eru teiknaðar upp.
Frá því EzC var kynnt á Internet-
inu í haust hefur verið lokið viö
handbækurnar fyrir forritið og ýms-
um nýjungum bætt við. Um þessar
mundir er verið að leita eftir fjárfest-
um erlendis sem hafa áhuga á og
bolmagn til að markaðssetja forritið.
Ný demó-útgáfa af EzC verður sett
út á Internetið á næstu vikum. Það
forrit verður m.a. upprunaleg Pow-
erMac útgáfa sem gerir kleift að
skrifa forrit sem nýta sér til fulls
hraða og sveigjanleika hinnar nýju
PowerMac tölvu.
Næsta verkefni Mímis Reynissonar
er að búa til Windows-útgáfu af EzC.
Fyrsta skrefið í þá átt hefur verið
stigið, þ.e. að gera það kleift að hanna
forrit á Macintosh sem síðan geta
keyrt undir Windows. Næsta skref
yrði að smíða hönnunarumhverfi
fyrir Windows. Það verk mun taka
upp undir 3 mánuði.
Námskeið í EzC
í ráði er að kennt verði á EzC forrit-
unarumhverfiö á hámskeiði á vegum
Endurmenntunar Háskólans í febrú-
ar nk. Námskeiðið hentar öllum
þeim sem áhuga hafa á að læra að
Mímir Reynisson.
búa tíl nytsamleg forrit með Macin-
tosh tölvunni. Nemendur fá eintak
af EzC ásamt handbókum til eignar
í lok námskeiðsins. Þeir geta því
haldið áfram sköpunarverkinu eftir
að námskeiðinu lýkur.
Námið miðar að því að nemendur
komist að jafnaði það vel af stað með
forritun Macintosh á þessu 20 tíma
námskeiði að þeir verði sjálfbjarga
og einfærir um að halda áfram.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32