Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22

MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995

Tækni - tölvur

Forsenda margmiðlunar:

Fjórhraða geisladiska-

drif hríðlækka í verði

Forsenda fyrir margmiölun á tölvu

er að hafa gott geisladiskadrif. Flest

drif í dag eru tveggja hraöa en þau

sem veita bestu myndgæðin eru fjór-

hraðadrif. Fyrir ári kostuðu slík drif

rúmlega 100 þúsund krónur en í dag

má fá fjórhraða geisladiskadrif á

tæpar 30 þúsund krónur.

Meðal söluaðila er Tæknibær við

Aðalstræti í Reykjavík. Maron

Brynjarsson hjá Tæknibæ sagði í

samtali við DV að fjórhraðadrifin

væru fullkomnari með svokölluðum

IDE-stjórnanda, þ.e. þau koma sem

annar eða þriðji harði diskur. Það

var IDE-tæknin sem lækkaöi drifin í

verði. Tæknibær þjónustar eingöngu

PC-tölvur.

„Tveggja hraða drifin verða í fullu

gildi vel fram á næsta ár en fjór-

hraðadrifin eru framtiðin. Meö þeim

er t.d. hægt að keyra upp kvikmynd-

ir á tölvum. Það er alveg eins og að

horfa á bíó, myndgæði eru fullkomin.

í dag má fá yfir 100 titla af kvikmynd-

um á geisladiski," segir Maron.

Fyrir ári voru það einkum fyrir-

tæki og stofnanir sem notuðu fjór-

hraðadrif. Sökum kostnaður gat

hinn almenni tölvunotandi ekki leyft

sér slíkan munað. í dag kosta algeng-

ustu drifin, tveggja hraöa, um 15

þúsund krónur, kostuðu um 40 þús-

und fyrir 1 ári. Maron telur að þau

muni ekki lækka meira í verði heldur

eigi fjórhraðadrif eftir að lækka enn

frekar.

Verðið fer reyndar eftir framleið-

andanum. NEC-drif eru dýrust en

ódýrust frá Mitsumi og Plextor, svo

helstu framleiðendur séu nefhdir.

Geisladiskadrif eru aukabúnaður

með tölvum í dag. Maron spáir því

að eftir aðeins sex mánuði verði ein-

göngu geisladiskadrif látin fylgja

með tölvum sem staðalbúnaður, eða

standard-búnaður. Dæmi um slíkt

má þegar finna í Bandaríkjunum.

„Fjórhraðadrifin eru mjög hag-

kvæm fyrir tölvunotandann. Hann

þarf ekki að vera með þessa stóru

hörðu diska heldur munu tiltölulega

lítil stýriforrit koma þar í staðinn.

Forritið sjálft mun keyra á geisla-

diskinum," segir Maron Brynjars-

son.

Fyrir eigendur Macintosh-tölva

skal þess getið að fjórhraðadrif eru

ekki komin á markaö hérlendis.

Valdimar Óskarsson hjá Apple-

umboðinu sagði að eins og staðan

væri í dag væri ekki þörf fyrir fjór-

hraðadrif þar sem fjöldi geisladiska

í slík drif væri takmarkaður. Þörfin

yrði ekki fyrir hendi fyrr en í fyrsta

lagi eftir hálft ár.

Tvíhraðadrif eru algengust í Mac-

intosh-tölvum í dag og sagði Valdi-

mar þau duga álíka vel og fjórhraða-

drifin miðað við algengasta hugbún-

aðinn í dag. Athuganir í fagtímarit-

um sýndu þá niðurstöðu.

Valdimar tók undir það að geisla-

diskadrif myndu lækka í verði í nán-

ustu framtíð.

„Þetta á eftir að lækka í verði bara

vegna allra tölvuleikjanna á diskl-

ingum. Þeir seljast meira því nú er

ekki hægt að afrita neitt. Verðið helst

niðri þar sem selst meira magn. Þá

kaupir fólk oftar geisladrif sem aftur

hefur í för með sér lækkandi verð,"

sagði Valdimar.

Ut er komiö nýtt forri! fyrir hasarblaðaunnendur. Forritió er framleitt af Berkeley Systems, þeirti hinum sömu og framleiddu After Dark forritið. Hér að ofan

má sjá skjámyndir (screen posters) úr forritinu frá Marvel Comics, hasarblaðaútgefandanum fræga í Bandarikjunum, sem gefur m.a. út Spider Man, Hulk

og X-Men. Myndirnar er hægt að nota sem bakgrunn í stað þess hefðbundna sem er á Macintosh eða PC-tölvum. Um er að ræða einar 20 mismun-

andi myndir. Aö ofan má sjá tvær þeirra, Hulk og hinn illræmda Sabertooth. Frýnilegir piltar, ekki satt!

EJFWB

Ncm

l&lr

TECHNOLOGY

ENGINEERED

SOFTWARE

T

MEMORYINTERNATIONAL

Hammer diskar hafa verib í fararbroddi frá upphafi

FWB diskarnir fást íýmsum útfærslun, alltfrá ódýrum og öruggum diskum fyrir almenn

einkanot, upp í 17,6 GB RAID stæbu með innbyggbu afritunarkerfi, snibib ab þungri

myndavinnslu, fyrir netstjóra og tryggir umfram allt hámarks gagnaöryggi.

FWB býbur upp á SCSI-1, SCSI-2, SCSI-Wide og Fast and Wide SCSI-2 lausnir sem sem

henta hverjum og einum. Einnig eru til skiptidiskar, Tape og DAT afritunarstöbvar.

Fró Num. bjóðast ýmsar uppfærslur fyrir Madntosh vélar, meðal annars:

• 80MHz hröðunarspjöld fyrir Power Macintosh 6100 og 7100:                   16.942,-

• 256KB skyndiminni fyrir Power Mac 6100 og 7100, gefur allt að 48% hrabaaukningu:  22.166,-

• Hröounarspjöld fyrir Macintosh Quadra og Centris:                          16.942,-

• Allt ao 50MHZ fyrir Macintosh llfx og 28MHz fyrir llsi.

Ashlar Vellum

CAD forrit í tvívíbu og þrívíbu umhverfi, fyrir Macintosh, Power Macintosh og

Windows umhverfi í PC.

PowerDraw

CAD forrit í tvívíbu umhverfi, fyrir Macintosh & Power Macintosh. PowerDraw gefur

þér öflugann og hagkvæmann valkost.

Minniseiningar meb lífstíbarábyrgb fyrir:

• Macintosh vélar, t.d. Power Mac, Quadra, Centris, LC, PowerBook & netstjóra.

• Einnig fyrir yfir 70 tegundir PC-véla.

• Ýmsar tegundir laserprentara fyrir bæbi PC vélar og Macintosh.

31 «/»

Kí p»

00 yv

Q O

Delrina komið

með Win-

FaxPRO4.0

Ðelrina Corp., einn stærsti

tölvufaxtækjaframleiðandi

heims, héfur sett á markað nýtt

tölvufaxtæki sem nefnist Win-

FaxPRO 4.0. Helstu kostír tækis-

ins eru að þaö er einfalt i notkun,

jafnt fyrir byrjendur sem vana

tölvunotendur. Allt viðmót mið-

ast við að gera faxsendingar ein-

faldari og öruggari en um leið

öflugri með möguleikum á send-

ingu á hópa og á ákveðnum tím-

ura.

Einnig eru möguleikar á að

senda skjöl, td. Word beint á

milli staða sem Word-skjal

(*.doc), lesa inn ASCI-texta, mót-

taka eða skanna inn skjöl og beita

síðan OCR-tækni við að lesa texta

inn tíl meðhöndlunar síðar. Um-

boðsaðili Delrina á íslandi er

Hugbúnaður hf. i Kópavogi.

Forritið Kap-

ellánfyrir

presta

Sr. Axel Árnason að Tröð í

Gnúpverjahreppi hefur í félagi

við bróður sinn Árna Árnason

tölvunarfræðing hannað forritið

Kapellán. Kapellán er ætlaður

fyrir sóknarpresta og gefur for-

ritið möguleika á að skrá helgi-

hald, prestsverk, prenta út

skýrslur til Hagstofunnar og

biskups. Auk þess fylgir með leg-

staðaskrá fyrir alla kirkjugarða

viðkomandi prestakalls. Forritið

vinnur bæði á Macintosh og PC-

tölvum.

Þeir bræður hafa stofnað sér-

stakt fyrirtæki, Ábótann sf., um

gerð og sölu Kapelláns. Forritið

er komið í notkun hjá um 40

prestum um allt land. Axel og

Árni hafa unniö fleiri forrit, m.a.

fyrir læknastofur og lítil bóka-

söfn.

Flaeðirit á Cor-

elFlOW

CorelFLOW er nýtt forrit frá

Corel Corp. til gerðar flæðirita,

skipurita, netteikninga, vinnu-

flæðirita o.fl. Meö pakkanum

fylgja rúmlega 2 þúsund „drag

and drop" tákn, 1 þúsund klippi-

myndir, 1 þúsund Ijósmyndir og

100 leturgerðir. Hugbúnaður hf. í

Kópavogi er umboðsaðili fyrir

Corel Corp.

Optical-driffrá

Fujitsu

Fujitsu mun í næsta mánuði

serja á márkaðinn nýtt utaná-

liggjandi Qptical-drif sem nefnist

DynaMO 230 en Fujitsu er braut-

ryðjandi í gerð 3,5 tomtnu Optic-

al-drifa. Um er að ræða eitt

minnsta og hraðvirkasta drif sem

skrifar og les i það óendanlega.

Disklingarnir sem notaðir eru í

drifln geta geymt allt að 230 Mb.

Þetta er kostur fyrir þá sem þurfa

að geyma plássfrekar skrár og

geta sött ög breytt þeim með lít-

iöi fyrirhöfn, t.d. auglýsingastof-

ur, tryggingafélög og lífeyrissjóð-

ir,

ÐynaMO 230 er tengjanlegt við

PC-tölvur, Apple, lítil Windows

fyrir Workgroup og sömuleiðis

Vmx vinnustoðvar. Uraboösaðili

Fujitsu á ísiandi er B.Ó.G. heild-

verslun.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32