Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIDVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
23
Tækni - tölvur

I
I
I
I

,,Bob''fýrir
viðvaninginn
Á tölvusýningu í Las Vegas
nýlega kynnti stiórnarformaður
Microsoft, Bill Gates, nýtt forrit
frá fyrirtækinu sem nefnt er
:„Bob" og kemur á markað í mars
nkr Bober hugsaðurfyrir tækni-
viövaninga og byrjendur i tölvu-
notkun. Forritið gefur 8 mismun-
andí möguleika á einkatölvunni,
s.s. tölvupóst, bréfaskrífar, al-
manak og dagbók. Töívan er per-
sónugerð og vinnslan verður Mk-
ari þvi að vinna með manneskju
envél.
Myndræn utfærsla á Bob þykír
nýstárfeg. Hver og einn á heimil-
inu getur útbúið sitt eigið „her-
bergi" i tölvunni þar sem verk-
færunum er söllt upp eftir eigin
smekk og nofkunarsviði. Með
Bob fylgja noténdaforrit fyrir rit-
vinnsluy dagbók; bankareikning,
hússtjórn, simaskrá, tölvupóst,
fjármál heimilisins og svo leikur-
inn Geo Safari.
Orðrómur
umyfirtöku
áAppIe
í kjölfar tímaritsgreínar í In-
formatioh Week í byrjun ársins
fór á kreik sterkur orðrómur
vestanhafs um að þrír stórir aðil-
ar væru að yfirtaka risafyrirtæk-
ið Apple. Hér var um að ræða
Oracle, Fhihps og Matsushita.
Fljótlega báru forráðamenn fyr-
irtækjanna fréttina til baká. Hún
varð engu að síður til þess að
hlutabréf í Apple hækkuðu tölu-
vert í verði þegar greuún birtist
og menn fóru að velta fyrir sér
stöðu Apple á nmrkaðnum.
Það „heitasta" í Macintosh-heiminum í dag:
PowerMac tölvurnar
hljóta góðar viðtökur
PowerMac tölvurnar frá Apple eru
líklega það „heitasta" í Macintosh-
heiminum í dag enda hafa þær hlotið
góðar viðtökur á markaðnum, bæði
hér heima og erlendis. Eins og menn
þekkja innihalda tölvurnar PowerPC
örgjörvann sem hannaður var sam-
eiginlega af Apple, IBM og Motorola
og gerir þær mjög öflugar. Sex gerðir
eru til af PowerMac tölvunum hjá
Apple-umboðinu á íslandi og hér á
eftir verður farið yfir helstu eigin-
leika þeirra.
PowerMac 6100/66
og6100/66AV
Þessar tölvur eru þær ódýrustu í
nýju Macintosh-fjölskyldunni sem
nota PowerPG tæknina. Hún tryggir
aukna vinnslugetu en heldur einfald-
leika Macintosh og móguleikunum á
því að nota hvaða forrit sem er. Á
báðum tólvunum er hægt að keyra
MS DOS og Windows-forrit með því
að nota hugbúnað sem nefnist Soft-
Windows.
Tölvurnar eru byggðar á 66 raega-
riða PowerPC 601 örgjörvanum frá
Apple, IBM og Motorola. Þær hafa
innbyggðan reikniörgjörva og 8
megabæta vinnsluminni sem auka
má í 72 megabæti. Þær hafa auk þess
innbyggt Ethernet-tengi. Báðar geta
notað flesta Apple-skjái auk skjáa frá
öðrum framleiðendum, þ.m.t. svart-
Iwíta, lita, VGA og SVGA-skjái. Pow-
erMac 6100/66 AV getur sýnt riflega
32 þúsund hti samtímis á öllum
Apple-litaskjám auk þess að geta
sýnt á PAL- og NTSC-skjám.
Báðar tölvurnar búa yfir miklum
stækkunarmöguleikum.  PowerMac
6100/66 hefur átta innbyggð tengi og
eina tengirauf. PowerMac 6100/66AV
hefur níu innbyggð tengi og mógu-
leika á því að tengja aukaskjá sam-
hliða hinum.
Með GeoPort eru síminn og tölvan
sameinuð í eitt tæki með möguleika
á því að bregðast við töluðum skip-
unum. Möguleiki á því að breyta
töluðu máli í texta er innbyggður í
báðar tölvurnar. í PowerMac
6100/66AV er ennfremur að finna „S-
video" og „composite" inn- og út-
ganga sem hægt er að nota við sjón-
vörp, myndbandstökuvélar og
myndbandstæki.
PowerMac 7100/80
og7100/80AV
Þessar tölvur eru 10-25% hraðvirk-
ari en PowerMac 6100/66 og
6100/66AV. Þær eru hannaðar með
hraða, stækkunarmöguleika og
tengimöguleika í huga sem notendur
þurfa fyrir ritvinnslu, útgáfustarf-
semi og vinnu við flóknar töflur og
gagnagrunna. Á báðum tölvunum er
hægt að keyra MS DOS og Windows-
forrit með því að nota SoftWindows.
Tölvurnar eru byggðar á 80 mega-
riða PowerPC 601 örgjörvanum með
innbyggðan reikniörgjörva og 8
megabæta vinnsluminni sem auka
má í 136 megabæti. Ethernet-tengi
fylgir að sjálfsögðu með. Þær geta
notað aúa skjái. PowerMac
7100/80AV getur sýnt yfir 32 þúsund
liti samtímis á Apple-litaskjám upp
að 17 tommum.
Báðar búa þær yfir miklum stækk-
unarmöguleikum með þremur Nu-
Bus-tengiraufum. Hægt er að tengja
PowerMac 6100/66.
tvo skjái samtímis við hvora tölvu.
PowerMac 7100/80 hefur níu inn-
byggð tengi, 7100/80AV hefur ellefu.
Að sjálfsögðu fylgir þeim GeoPort og
„S-video" og „composite" inn- og út-
gangur með 7100/80AV tölvnnni.
PowerMac 8100/100
og8100/100AV
Þá erum við komin að hraðvirk-
ustu og öflugustu PowerMac tölvun-
um og jafnframt öflugustu Mactin-
tosh tölvum sem framleiddar hafa
verið frá upphafi. Þær eru hannaðar
til að sinna þörfum kröfuhörðustu
notendanna. Tölvurnar eru 50-100%
hraðvirkari en PowerMac 6100/66 og
6100/66AV. Þær geta báðar keyrt MS
DOS og Windows-forrit með því aö
nota SoftWindows hugbúnaðinn.
Tölvurnar eru byggðar á 100 mega-
riða PowerPC 601 örgjórvanum með
innbyggðan reikniörgjörva og 8
megabæta vinnsluminni sem má
auka í 264 megabæti. Þær geta sýnt
16,7 milljónir lita samtímis á Apple-
htaskjám upp að 17 tommum. Með
auknu skjáminni getur PowerMac
8100/100 sýnt 16,7 milljónir hta á 20
PowerMac 8100/100.
og 21 tommu skjám.
Báðar tölvurnar eru með þremur
NuBus-tengiraufum og tengja má tvo
skjái samtímis við hvora tólvu. Pow-
erMac 8100/100 hefur níu innbyggð
tengi og 8100/lOOAV ellefu. GeoPort
fylgir og „S-video" og „composite"
með 8100/lOOAV tölvunni.
>

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32