Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 23 Tækni - tölvur „Bob'' fyrir viðvaninginn Á tölvusýningu í Las Vegas nýlega kynnti stjórnarformaöur Microsoft, Bill Gates, nýtt forrit frá fyrirtækinu sem nefnt er „Bob“ og kemur á markað í mars nk. Bob er hugsaður fyrir tækni- wðvaninga og byrjendur í tölvu- notkun. Forritið gefur 8 mismun- andi möguleika á einkatölvunni, s.s. tölvupóst, bréfaskriftir, al- manak og dagbók. Tölvan er per- sónugerð og vinnslan veröur lík- ari því að vinna með manneskju en vél. Myndræn útfærsla á Bob þykír nýstárleg. Hver og einn á heimil- inu getur útbúið sitt eigið „her- bergi" í tölvunni þar sem verk- færunum er stillt upp eftir eigin smekk og notkunarsviði. Með Bob fylgja notendaforrit fyrir rit- vinnslu, dagbók, bankareikning, hússtjórn, símaskrá, tölvupóst, flármál heimilisins og svo leikur- inn Geo Safari. Orðrómur um yflrtöku áApple í kjölfar tímaritsgreinar i In- formation Week í byijun ársins fór á kreik sterkur orðrómur vestanhafs um að þrír stórir aðil- ar væru að yfirtaka risafyrirtæk- ið Apple. Hér var um að ræða Oracle, Philips og Matsushita. Fljótlega báru forráðamenn fyr- irtækjanna fréttina til baka. Hún varö engu að síður til þess aö hlutabréf í Apple hækkuðu tölu- vert í verði þegar greitún birtist og menn fóru aö velta fyrir sér stöðu Apple á markaðnum. Það „heitasta' í Macintosh-heiminum í dag: PowerMac tölvumar hljóta góðar viðtökur PowerMac 6100/66. PowerMac tölvumar frá Apple eru líklega það „heitasta" í Macintosh- heiminum í dag enda hafa þær hlotið góðar viðtökur á markaðnum, bæði hér heima og erlendis. Eins og menn þekkja innihalda tölvurnar PowerPC örgjörvann sem hannaður var sam- eiginlega af Apple, IBM og Motorola og gerir þær mjög öílugar. Sex geröir eru til af PowerMac tölvunum hjá Apple-umboðinu á íslandi og hér á eftir verður farið yfir helstu eigin- leika þeirra. PowerMac 6100/66 og6100/66AV Þessar tölvur em þær ódýrustu í nýju Macintosh-fjölskyldunni sem nota PowerPC tæknina. Hún tryggir aukna vinnslugetu en heldur einfald- leika Macintosh og möguleikunum á því að nota hvaða forrit sem er. Á báðum tölvunum er hægt að keyra MS DOS og Windows-forrit með því að nota hugbúnað sem nefnist Soft- Windows. Tölvurnar em byggðar á 66 mega- riða PowerPC 601 örgjörvanum frá Apple, IBM og Motorola. Þær hafa innbyggðan reikniörgjörva og 8 megabæta vinnsluminni sem auka má í 72 megabæti. Þær hafa auk þess innbyggt Ethernet-tengi. Báðar geta notað flesta Apple-skjái auk skjáa frá öðmm framleiðendum, þ.m.t. svart- hvíta, lita, VGA og SVGA-skjái. Pow- erMac 6100/66 AV getur sýnt ríflega 32 þúsund hti samtímis á öllum Apple-litaskjám auk þess að geta sýnt á PAL- og NTSC-skjám. Báðar tölvurnar búa yfir miklum stækkunarmöguleikum. PowerMac 6100/66 hefur átta innbyggð tengi og eina tengirauf. PowerMac 6100/66AV hefur níu innbyggð tengi og mögu- leika á því að tengja aukaskjá sam- hliða hinum. Með GeoPort eru síminn og tölvan sameinuð í eitt tæki með möguleika á þvi að bregðast við töluðum skip- unum. Möguleiki á því að breyta töluðu máli í texta er innbyggður í báðar tölvumar. í PowerMac 6100/66AV er ennfremur að finna „S- video“ og „composite" inn- og út- ganga sem hægt er að nota við sjón- vörp, myndbandstökuvélar og myndbandstæki. PowerMac 7100/80 og 7100/80AV Þessar tölvur eru 10-25% hraðvirk- ari en PowerMac 6100/66 og 6100/66AV. Þær eru hannaðar með hraða, stækkunarmöguleika og tengimöguleika í huga sem notendur þurfa fyrir ritvinnslu, útgáfustarf- semi og vinnu við flóknar töflur og gagnagrunna. Á báðum tölvunum er hægt að keyra MS DOS og Windows- forrit með því að nota SoftWindows. Tölvurnar eru byggðar á 80 mega- riða PowerPC 601 örgjörvanum með innbyggðan reikniörgjörva og 8 megabæta vinnsluminni sem auka má í 136 megabæti. Ethemet-tengi fylgir að sjálfsögöu meö. Þær geta notað alla skjái. PowerMac 7100/80AV getur sýnt yfir 32 þúsund liti samtímis á Apple-litaskjám upp að 17 tommum. Báðar búa þær yfir miklum stækk- unarmöguleikum með þremur Nu- Bus-tengiraufum. Hægt er að tengja tvo skjái samtímis við hvora tölvu. PowerMac 7100/80 hefur níu inn- byggð tengi, 7100/80AV hefur ellefu. Að sjálfsögðu fylgir þeim GeoPort og „S-video“ og „composite" inn- og út- gangur með 7100/80AV tölvunni. PowerMac 8100/100 og8100/100AV Þá erum við komin að hraðvirk- ustu og öflugustu PowerMac tölvun- um og jafnframt öflugustu Mactin- tosh tölvum sem framleiddar hafa verið frá upphafi. Þær eru hannaðar til að sinna þörfum kröfuhörðustu notendanna. Tölvurnar eru 50-100% hraðvirkari en PowerMac 6100/66 og 6100/66AV. Þær geta báðar keyrt MS DOS og Windows-forrit með því að nota SoftWindows hugbúnaðinn. Tölvurnar eru byggðar á 100 mega- riða PowerPC 601 örgjörvanum með innbyggðan reikniörgjörva og 8 megabæta vinnsluminni sem má auka í 264 megabæti. Þær geta sýnt 16,7 milljónir lita samtímis á Apple- litaskjám upp að 17 tommum. Með auknu skjáminni getur PowerMac 8100/100 sýnt 16,7 milljónir Uta á 20 PowerMac 8100/100. og 21 tommu skjám. Báðar tölvurnar eru með þremur NuBus-tengiraufum og tengja má tvo skjái samtímis við hvora tölvu. Pow- erMac 8100/100 hefur níu innbyggð tengi og 8100/100AV ellefu. GeoPort fylgir og „S-video“ og „composite" með 8100/100AV tölvunni. DAEW00 2800 1 66Mhz Intel 486DX2 ■ 128KB skyndiminni (mest 256KB) ■ 4MB vinnsluminni (mest 64MB) B 264MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ Overdrive sökkull, ZIF 32-bita VESA Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni (mest2MB) ■ VESA Local Bus og ISA tengibrautir ■ MS-D0S, Windows og mús Kr. 128.000 stgr. m/vsk DAEW00 5200 Pentium •1 60Mhz Intel Pentium 1 256KB skyndiminni (mest 1MB) ■ 8MB vinnsluminni (mest 128MB) ■ 264MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ Overdrive sökkull, ZIF237 pinna 32-bita PCI Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni (mest2MB) ■ PCI og ISAtengibrautir ■ MS-D0S, Windows og mús ■ FRÁBÆRTVERÐ Kr. 174.000 stgr. m/vsk Lykill; alhliba tölvulausn EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 563 3000 RA0GREIDSLUR MBfl E

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.