Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Tækni - tölvur Mál málanna í íslenskum tölvuheimi í dag: Intemet sækir allt nema br agð og ly kt! - yfir 5 þúsund notendur á íslandi ná til 50 milljón tölva í heiminum Hluti starfsmanna Miðheima hf. i Tæknigarði. Róbert Bjarnason er annar frá vinstri en á myndina vantar m.a. Arnþór Jónsson framkvæmdastjóra. DV-mynd ÞÖK Internet - íjölþjóðlegt upplýsinga- tölvunetkerfi - er mál málanna í dag í tölvuheiminum. Menn tala vart um annað. Þeir hjá Miðheimum í Tækni- garði hafa áþreifanlega orðið varir við þetta undanfarið. Boðið var upp á námskeið í notkun Internets á dög- unum og komust færri að en vildu. Bæta þurfti við nokkrum námskeið- um og alls komu um 300 manns til að læra á Internetið. En Miðheimar eru sá aðili sem fyrstur varð til að bjóða almennum tölvunotendum að- gang að Interneti. Upphafiö í Pentagon En hver er saga Internetsins? Upp- hafið er rakið til Pentagon, höfuð- stööva bandaríska hersins. Árið 1969 kom varnarmálaráðuneytiö upp tölvuneti sem samskiptamiðli ef til stórátaka kæmi. Hugmyndin var að byggja upp dreift upplýsingakerfi þannig að þótt einn aöili í netinu dytti út myndi það halda áfram að virka. Háskólamenn komu upp netinu fyrir Pentagon og fljótlega varð það að háskólaverkefni í Bandaríkjun- um. Jafnt og þétt dreifðist netið til fleiri landa á áttunda og níunda ára- tugnum og árið 1985 voru flestir há- skólar heims tengdir við Internet. Hafró steig fyrstu skrefin á íslandi Um þetta leyti tengdist ísland við netið með þátttöku Hafrannsókna- stofnunar, eða árið 1986. í desember 1986 komst á tenging milli Reikni- stofnunar Háskólans og Hafró. Til varð hinn íslenski hluti Intemets, Isnet, sem Hafró rak fram til ársins 1989. Þá var rekstur netsins færður til Reiknistofnunar HÍ og Isnet sett undir stjóm SURÍS, Samtaka um upplýsinganet rannsóknaraðila á ís- landi. Sprenging á síðasta ári Það var síðan ekki fyrr en í byrjun síðasta árs sem hinn almenni tölvu- notandi gat komist í samband við Intemet. Með stofnun þjónustufyrir- tækisins Miðheima hf. í Tæknigarði Háskólans fóru hlutirnir að rúlla, ef svo má segja. Forsendan fyrir fjöl- tengingu við almenna tölvunotendur var og er forritið Mosaik sem býður upp á myndrænt notendaviömót. Miðheimar voru þar með búnir að koma Jóni Jónssyni tölvueiganda í byltingarkennt samband við um- heiminn. En hvernig kemst Jón Jónsson sem á tölvu í samband við Internet? Jú, hann byrjar á því að fá sér mótald að lágmarksstærð 28,8 Kb. og hefur svo samband viö þá Miðheimamenn. Engu skiptir hvort Jón á PC- eða Macintosh-tölvu. Miðheimar útvega honum notendanafn og númer og diskling með hugbúnaði sem til þarf, í þessu tilviki áður nefndan Mosaik. Innan skamms er Jón konúnn í sam- band við netiö. Ekki skemmir fyrir Jóni aö eiga hljóðkort við tölvuna sína því auk texta og mynda býður Internetið upp á að senda hljóð á milli tölva. Þannig gæti Jón fengið að hlusta á Bob Dylan eða ræður Johns Kennedys. Talið er að um 5 þúsund íslenskir tölvunotendur hafi aðgang að Inter- neti í dag en árið 1988 voru 10 tölvur tengdar netinu. Virkir notendur í dag eru á þriðja þúsund manns. í heimin- um er talið að um 50 milljónir tölva séu tengdar Interneti. Hvert er svo notagildið af Internet- inu? í fljótu bragöi má segja að hægt sé að sækja allar heimsins upplýs- ingar sem tölvunotendur vantar, eða eins og einn Miðheimamanna orðaði þaö: „Það er hægt að sækja allt nema bragð og lykt.“ Bréf heimshorna á milli á augabragði Hægt er að senda bréf (E-mail) heimsálfa á milli á örskotsstundu fyrir lítinn pening. Aðgangur er aö óteljandi gagnabönkum, bókasöfn- um, dagblöðum, tímaritum, laga- söfnum og fleiru. Algengt er að fag- fólk nýti sér upplýsingar á netinu. T.d. geta læknar fengið aðgang að skjölum um rannsóknir á sjúkdóm- um og skipst á upplýsingum. Auglýsingar fyrirtækja og stofnana verða æ algengari á Internetinu. Hægt er að versla með alls kyns hluti og þess vegna panta pitsu heim um netiö. Fyrirtæki eða einstaklingar geta komið sér upp svokölluðum heimasíðum á Internetinu. Heima- síða er í raun andlit viðkomandi út á við á netinu, nokkurs konar inn- gangur að þeim upplýsingum sem verið er að koma á framfæri. Hver heimasíða hefur ákveðið kenninúm- er sem notendur netsins geta kallað upp og fengið á skjáinn. Veraldarvefurinn Helsta nýjungin á Internetinu er Worldwide Web eða Veraldarvefur- inn. Hann er nokkurs konar heimur innan netsins þar sem lifa heimasíð- ur og skjöl sem eru tengd saman með tilvísunum. Frá einum stað má nálg- ast allar upplýsingar netsins með einni skipun. Eins og sjá má á með- fylgjandi grafi hefur notkun Verald- arvefsins aukist gífurlega síöustu tvö árin. Arnþór Jónsson og Róbert Bjarna- son hjá Miðheimum voru spurðir að því hvort hætta væri á misnotkun upplýsinga á Internetinu, þar sem í rauninni væri enginn sem stjórnaði því hvað færi inn á netiö. Þeir voru fljótir að svara því neitandi. Skýrar reglur virka „Reglur Internetsinseru í rauninni ákaflega skýrar og virka mjög vel. í fyrsta lagi er bannað að vera með dónaskap. Ef ég væri að senda klúr bréf á ákveðið heimilisfang gæti við- komandi kvartað við minn netstjóra, þaðan sem ég kemst inn á Internetiö. Netstjórinn getur þá einfaldlega lok- aö á sambandið viö mig. Það er ekki hægt aö villa á sér heimildir. Ef mað- ur sendir bréf sem enginn móttak- andi er fyrir, t.d. ef prentvilla er á netfanginu, þá fær hann bréfið aftur til baka,“ segir Arnþór. MICROSOFT WORD 6.0 GLUGGAPUKI3 o fylgir Islenska ritvillu- og orðasafnsforritih GluggaPúki 3.0 fylgir Microsoft Word 6.0 fyrir Windows á afar hagstæðu kynningarverbi. Orbasafn, samheitasafn og beyging orba Orbskiptaforrit samkvæmt íslenskum reglum 11 Verb abeins 24.900 kr. m. vsk EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 63 3000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.