Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1995
Tækni - tölvur
Islenska menntanetið stendur í stórræðum:
Undirbýr kyrmingu
um Island á Intemeti
- í samstarfi við sérfræðinga á ýmsum sviðum
Fyrir tæplega þremur árum tóku
þrír kennarar og einn tölvunarfræð-
ingur sig til og stofnuðu íslenska
menntanetið. Fyrirtækið var stofnað
að frumkvæði Péturs Þorsteinsson-
ar, þáverandi skólastjóra Grunn-
skólans á Kópaskeri. Bakgrunnur
netsins var nefnilega tölvumiðstöðin
Imba sem Pétur haföi verið með í
þróun frá árinu 1988.
íslenska menntanetið er tölvunet
og tengir saman langflestar skóla-
stofnanir landsins auk þess að vera
einn þeirra aðila sem býður tengingu
við Internetið. Auk Péturs eru eig-
endur íslenska menntanetsins þau
Lára Stefánsdóttir, Jón Eyfjörð og
Björn Þór Jónsson tólvunarfræðing-
ur. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú
6 talsins við þrjár miðstöðvar í land-
inu; í Reykjavík og á Akureyri og
Kópaskeri.
Markmið íslenska menntanetsins
er að auka samskipti skóla á milli
og við umheiminn í gegnum Inter-
netið. Aö sögn Péturs hefur áhuginn
á Interneti aukist það mikið að ís-
lenska menntanetið er farið að bjóða
almennum tölvunotendum utan
skólakerfisins þjónustu sína.
Um 3000 notendur eru tengdir ís-
lenska menntanetinu og telur Pétur
að um 2000 þeirra séu virkir. Þar af
eru almennir notendur utan skóla-
kerfisins orðnir um 400 talsins.
Eins og áður sagði eru miðstöðvar
íslenska menntanetsins þrjár. í hús-
næði Kennaraháskólans í Reykjavík,
á Fræðsluskrifstofu Norðurlands
eystra á Akureyri og í vélasal
Menntanetsins á Kópaskeri.
Tengipunktum
fjölgað
Innanlandssamband íslenska
menntanetsins er rekið á háhraða-
neti Pósts og síma. Netið hefur 45
símalínur; 30 í Reykjavík, 10 á Akur-
eyri og 5 á Kópaskeri.
Menntanetið vinnur að því að
fjölga tengipunktun út um land
þannig að fleiri tölvunotendur eigj
þess kost að tengjast Internet á inn-
<
í
Eigendur og hluti starfsmanna Islenska menntanetsins velta fyrir sér nýjungum á Veraldarvefnum. Sitjandi er Lára Stefánsdóttir en fyrir aftan hana eru
Jón Eyfjöró, Pétur Þorsteinsson, Þorvaldur Arnarson og Linda Björk Bergsveinsdóttir.
anbæjarsímgjaldi. í því felst gríðar-
legur sparnaður fyrir landsbyggðar-
fólk, enda nær sjöfaldur kostnaðar-
munur á innanbæjarsímgjaldi og
langlínugjaldi. Á þessari stundu á
Menntanetið í viðræðum við aðila á
ísafirði, Héraði, Suðurnesjum, Vest-
urlandi og Vestmannaeyjum. Til að
allir landsmenn eigi þess kost að
tengjast Interneti á innanbæjarsím-
gjaldi þarf 15-20 tengipunkta og
Menntanetið er að leita að samstarfs-
aðilum á meðal heimamanna víðs-
vegar um land með lausnir á þessu
sviði. Auk þess leggur Menntanetið
áherslu á að þessir hlutir verði leyst-
ir í góðu samstarfi við Póst og síma
og SURÍS.
Upplýsingavefur
á 5 tungumálum
um ísland
Annað stórverkefni sem Mennta-
netið er að hleypa af stokkunum er
yfirgripsmikil og vönduð landkynn-
ing á hiternetinu. Hugmyndin er að
byggja upp upplýsingavef á 5 tungu-
málum um Island og íslensk mál-
efni; land, þjóð, tungu, menningu,
sögu og viðskiptalíf, og fá til verksins
sérfræðinga á ýmsum sviðum auk
ljósmyndara og útiitshönnuða. Hug-
myndin hefur þegar verið kynnt fyr-
ir allmörgum aðilum úr hópi emb-
ættismanna og fyrirtækja og hvar-
vetna hlotið góðar undirtektir. Þess
má geta að Hewlett Packard á íslandi
hefur nú þegar veitt hugmyndinni
öflugt brautargengi með því að leggja
til hluta þess vélbúnaðar sem til þarf.
„Ég tel að mikilvægi þess að ísland
sé kynnt á menningarlegan hátt á
Internetinu verði seint fullmetið. Á
næstu dögum mun Menntanetið
snúa sér til valinna samstarfsaðila
varðandi uppbyggingu og fram-
kvæmd þessa mikla verkefnis," segir
Pétur Þorsteinsson.
«
1
Islenska menntanetið
v fjsafjörður,
y vgentanleg miöstöö v
Kópasker,
mlöstö&
Vesturland,
væntanleg
miöstðö
Reykjavík,
mlöstoo
Internet
Suöurnes,
væntanleg
miðstðö
Egllsstaðh
væntanleg miöstöð
Vestmannaeyjar,
væntanleg miöstöð
IDV
Þorvaldur Arnarson og Jón Eyfjörö viA hluta innhringimótalda Menntanets-
ins i Kennaraháskólanum í Reykjavík.                    DV-myndír GVA
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32