Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIDVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
27
Tækrú - tölvur
Nýherji þjónustar Internetsnotendur:
Leið til að minnka
samskiptakostnað
Nýherji hf. við Skaftahlíð býður upp
á tvenns konar þjónustu vegna Inter-
netsins, annars vegar fyrir einstakl-
inga og hins vegar fyrir fyrirtæki.
Baldur Johnsen, tölvunarfræðingur
hjá Nýherja, sagði í samtali við DV
að þessi þjónusta yrði sífelit viða-
meiri hjá fyrirtækinu.
„Við ýmist leyfum mönnum að
komast í samband með Unix-tölvu,
sem er tengd Interneti, og þar geta
menn unnið og notað allar þær auð-
lindir sem Internetið býður upp á,
eða menn geta tengst meö svokölluðu
slip-sambandi og fengið myndrænt
notendaviðmót á Internetið, svona
svipað og Mosaik-hugbúnaðurinn.
Það sem er frábrugðið okkar þjón-
ustu miðað við aðra er að við byggj-
um hana á föstu áskriftargjaldi pr.
mánuð. Þannig að gjaldið er óháð
notkun," segir Baldur.
Gátt að Interneti
Fyrirtækjaþjónusta Nýherja bygg-
ist á því að gera fyrirtækin að fullum
þátttakanda í Interneti. Baldur segir
að Nýherji virki því sem nokkurs
konar gátt að Interneti fyrir fyrir-
tækin.
„Þá geta fyrirtækin tekiö til sín
sjálf þá hluti sem þau vilja af netinu.
Við bjóðum fjölbreytta tengimögu-
leika, s.s. x-25, upphringisamband
eða jafnvel fastlínutengingu. Viö
sjáum um rekstur á þessu sambandi
og sjáum til þess að það gangi þokka-
lega. Vilji fyrirtæki tengjast Interneti
krefst það töluverðrar þekkingar
starfsmanna. Fjárfestingin getur því
verið mikil nema að fyrirtækin komi
sér í samband hjá okkur."
Aðspurður segir Baldur að við-
brögð við Internetsþjónustu Nýherja
hafi verið góðar. Fyrirtækið hafi far-
ið rólega af stað, byrjað fyrir ári í
tilraunaskyni en núna væru áform
uppi um að efla þjónustuna.
„Við ætlum að gera þjónustuna að
stærri og virkari þætti í okkar starf-
semi. Hátt í annað hundrað notendur
og þónokkur fyrirtæki hafa tengst
Internetinu í gegnum okkur."
- Hver er helsti kostur fyrir fyrir-
tæki við að tengjast Interneti?
„Fyrir þau er þetta leið til að
minnka samskiptakostnað til út-
landa. Þau fá lika greiðari leið til al-
mennra samskipta. Forráðamenn
eða starfsmenn fyrirtækja geta rætt
saman, skipst á gögnum og hleypt
mönnum að tölvukerfum hver ann-
ars."
Baldur segir það gríðarlega mikil-
vægtað fyrirtæki hugi að öryggis-
þættinum þegar tengjast eigi Inter-
neti.
„Internetið er ekki annað en þjóð-
vegur sem hver og einn'getur ferðast
um. Það eru alls konar menn sem
ferðast um þennan þjóðveg í öðrum
tilgangi en aðrir. Þeir eru kannski
að leita að viðkvæmum upplýsingum
í hagnaðarskyni. Því verða menn að
byggja upp svokallaða eldveggi eða
vörn gegn óboðnum gestum. Það er
hluti af þeirri þjónustu sem við bjóð-
um upp á, að sjá um öryggisþáttinn."
Baldur segir að viðskiptaleg hlið •
Internet og Apple-umboðið
Fyrir Macintosh-tölvueigendur
hefur Apple-umboðið verið í sam-
starfi við Miðheima i Tæknigarði
um tengingu við Internetið. Apple-
umboðiö býður almennum tölvu-
notendum tengingu við Miðheima
fyrir upphringisamband. Síðan er
Apple-umboðiö auðvitað tengt við
Internet um háhraöanet Pósts og
sima. Valdimar Óskarsson sagði
við DV að tölvunotendur gætu líka
komist í samband við Apple-
umboðið um Internetið.
„Þeir sem þekkja vei til i báðum
„tölvuheimunum" segja að hug-
búnaður eins og Mosaik sé
skemmtilegri á Macíntosh-tölvu en
PC-tðlvum. Hugbúnaðurmn sem
þarf til að komast í samband við
Internet fylgir stýrikerfi okkar eða
er ókeypis. Það sem Miðheimar
rukka fyrir er auðvitað leiðbein-
ingar, áskrift og notkun. Ef menn
ætla að vera í þessu myndræna
umhverfi þá parf öflugt mótald.
Það má ekki vera minna en 14.400
bita aö stærð. AJlar venjulegar
Macintosh-tölvur duga," sagði
Valdimar.
Valdimar sagðí aö mikill sparn-
aður væri fólginn í þvi fy rir Apple-
umboðið og viðskiptavini þess að
vera tengdir Interneti. Þarna væru
menn að greiða fast gjald, óháð
notkun, og auðveldara yrði að
sækja nýjar uppfærslur.
„Internet er tískuorðiö í dag. Það
era aílir að spá í þetta," sagði Valdi-
mar og bætti því við aö Apple-
umboöið væri að koma sér upp
heimasíðu á ínternetinu.
ÍS hefur haft með höndum. Á næstu
mánuðum verður fyrst fýsilegur
kostur að tengjast Interneti í við-
skiptalegum tilgangi. Þess verður
ekki langt að bíða að netfóng á Inter-
neti verði orðin jafn algeng og fax-
númer fyrirtækja. Sumir ganga jafn-
vel svo langt að spá því að ef fyrir-
tæki verði ekki tengd Interneti innan
ákveðins tíma þá hreinlega verði þau
ekki með í viðskiptum. Menn spá því
einnig að það að eiga Internets-net-
fang verði jafn dýrmætt og að eiga
kvóta í þorskinum," segir Baldur
Johnsen hjá Nýherja.
Baldur Johnsen hjá Nýherja sér um þá deild sem snýr að Internetsnotend-
um.                                                 DV-mynd GVA
Intemets sé stöðugt að aukast. Þetta
sé markaður tengdur 30-40 milljón-
um manna.
Netfang jafn dýr-
mætt og þorskkvóti
„íslensk fyrirtæki eru smám sam-
an að uppgötva þennan möguleika. í
dag eru ákveðnar takmarkanir á því
hvað menn mega gera hér innan-
lands. Viðskiptalegar takmarkanir
eru settar af þeim félagskap sem rek-
ur Internetið. En þessir hlutir eru í
mikilli gerjun nákvæmlega núna.
Upphaflega var Internetið notaö af
rannsóknaraðilum og menntastofn-
unum en núna stendur til að stofna
hlutafélag um þá starfsemi sem SUR-
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOW'S
LAUNAKERFI
Frá kr. 14.940.-
KERFISÞRÓUN HF.
FÁKAFENI 11 - SÍMI 568-8055
Vilt þú taka skref
inn í framtíðina?
l   Það eru viðurkennd Novell námskeið framundan.
Hafðu samband við okkur núna ef þú vilt
auka við menntun þína í Novell netkerfum.
Þinn er ávinningurinn!
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664
nashuaíec
* Mestseldu Ijósritunarvélar á íslandi!
* Faxtæki * Fjölritar • Kjölbinditæki
Vönduð þjónusta og traustar vélar tryggja vinninginn !
Verið velkomin í vinningslioio!
Umboð: Hljómver, Akureyri
' Póllinn, Isafirdi
Geisli, Vestmannaeyjum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32