Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28

MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1995

Tækni-tölvur

Ein 128 Kb lína fyrir Internetið til og frá íslandi:

Sett upp í fyrra en

þegar orðin of lítil

- spurning hver fjármagnar aukinn kostnað af betra sambandi

Internet-samband til og frá íslandi

fer um eina 128 Kb línu um gervi-

hnött til Stokkhólms í Svíþjóð. Þaðan

má ná sambandi um víða veröld.

Þegar fyrstu útlandalínunni var

komið á til Stokkhólms árið 1990 var

línan 9,6 Kb og var færð upp í 56 Kb

árið eftir. Þótt línan hafi verið upp-

færð í 128 Kb á síðasta ári er hún

þegar orðin of burðarlítil, þróunin

hefur verið svo gífurlega hröð á ís-

landi.

Hjá Pósti og síma, sem útvegar

sambandið við gervinnöttinn, feng-

ust þær upplýsingar að engir tækni-

legir hnökrar væru á því að auka

Internet-sambandið, þetta væri ein-

göngu spurning um hver væri tilbú-

inn að greiða meira fyrir betra sam-

band. Því meiri hraði á línunni því

meiri kostnaður.

Til stendur að koma Internet-

sambandi á nýja sæstrengsljósleiðar-

ann, CANTAT-3, sem nýlega var

lagður á milli Kanada og Evrópu uni

ísland. Um þessar mundir er verið

að tengja CANTAT-3 en strengurinn

nær ekki til Svíþjóðar.

Það er NORDUnet sem kaupir sam-

bandið af Pósti og síma en NORDU-

net er tölvunet í eigu landstölvuneta

á Norðurlöndum. SURÍS tók þátt í

stofnun NORDUnet árið 1989 en það

ár var Internet-sambandi komið á til

NORDUnet. NORDUnet leigir línur

sem tengja saman landsnetin á Norð-

urlöndum og til annarra landa.

Norðurlöndin greiða sinn skerf af

Hér eru tveir af frumkvöðlum tengingar Islands við Intemetið á sinum tíma. Frá vinstri Marius Ólafsson og Helgi

Jónsson. Maríus starf ar hjá Reiknistofnun Háskólans og Helgi er orðinn f ramkvæmdastjóri SURÍS.   D V-myndir GVA

heildarveltu Nordunet. Greiðslu-

hlutfalhð er samkvæmt landsfram-

leiðslu en línan til íslands er með-

höndluð öðruvísi. Línan er svo

kostnaðarsöm aö SURÍS hefur samið

við NORDUnet um að greiða helm-

inginn af kostnaði við sambandið til

íslands.

Eins og áður sagði er aðeins ár lið-

ið síðan Internet-sambandið við um-

heiminn var fært upp í 128 Kb. Samt

er þegar farið að tala um stækkun

línunnar.

Uppfærsla könnuð i 256

eða 512 Kb

Hjá Helga Jónssyni, framkvæmda-

stjóra SURÍS, fengust þær upplýs-

ingar að verið væri að kanna upp-

færslu línunnar í 256 eða 512 Kb.

„Sá kostnaður sem af því hlýst fell-

ur alfarið á okkur. Við hófum verið

að skoða tilboð sem hafa borist, bæði

erlendis frá og frá Pósti og síma. Með

betra sambandi eykst rekstrarkostn-

aðurinn að sjálfsögðu en stjórn SUR-

ÍS mun taka ákvörðun um næstu

uppfærslu mjög bráðlega," segir

Helgi. Á næstu mánuðum stendur til

að breyta SURÍS í hlutafélag til að

mæta breyttum aðstæðum. Mark-

miðin verða áfram þau sömu; að

leggja áherslu á mennta- og rann-

sóknargeirann.

„Næsta skref hjá okkur er að koma

upplýsingum á framfæri til stjórn-

málamanna og reyna að afla opin-

bers fjármagns. Peningarnir yrðu

notaðir í að efla innanlandsnetkerfið

og bæta sambandið við útlönd. Miðað

við aðrar samgönguleiðir er þetta

ekki svo dýrt. Stjórnmálamenn vita

hvað við erum að gera en ég held að

menn átti sig ekki á hvaða áhrif

breyttur samskiptamáti kemur til

með að hafa á þjóðfélagið þegar fram

í sækir. Hingað til hefur verið unnið

mikið brautryöjendastarf við að upp-

fræða fólk um notagildi svona tölvu-

samskipta. Við höfum ekki auglýst

þetta hingað til heldur látið áhuga

manna vera leiðarljós í útbreiðsl-

unni," segir Helgi Jónsson hjá SUR-

ÍS.

Námskeið Miðheima í notkun Internets vel sótt:

Allt frá unglingum

til alþingismanna

-góð þátttaka kom Þorsteini H. Gunnarssyni leiðbeinanda á óvart

Námskeið Miðheima í notkun Inter-

nets í byrjun janúar voru það vel

sótt að þau voru endurtekin um síð-

ustu helgi. Alls sóttu um 300 manns

námskeiðin. Leiðbeinandi var Þor-

steinn Högni Gunnarsson blaðamað-

ur sem starfar í Bandaríkjunum og

hefur sérhæft sig i kynningu Inter-

netsins fyrir einstaklinga og fyrir-

tæki. Þorsteinn sagði í samtali við

DV að aðsókn á námskeiðin hefði

verið langt umfram væntingar. Einn-

Hluti þátttakenda á einu af Internet-námskeiðum Miðheima sem fóru fram

í Tæknigarði.                                        DV-myndir ÞÖK

„Það lærist ekki bara I skóla að

nota Internetið," segir Þorsteinn

Högni Gunnarsson m.a. í viötali yið

DV. Hann var leiðbeinandi á nám-

skeiðum sem Miðheimar stóðu fyrir

á dögunum um notkun Internets.

ig kom honum á óvart hve breiður

hópur fólks úr þjóðfélaginu sótti

námskeiðin. „Þarna voru alþingis-

menn og unghngar og allt þar á

milli," sagði Þorsteinn.

Hann sagðist ekki hafa búist við

svona miklum áhuga íslendinga á

Internetinu. Úr viðskiptalífinu hefði

t.d. komið fjölbreyttur hópur.

„Þátttakendur voru eldri en ég

bjóst við. Fólk hefur greinilega vakn-

að til lífsins um þetta fyrirbæri og

hvað hægt er að nota það í. Umfjöllun

um Internet hefur líka aukist og

áhuginn er alveg gtíðarlegur. Þróun-

in erlendis er að Internet var vel fal-

ið leyndarmál hjá menntamönnum í

háskólum í mörg ár þar til einkageir-

inn tók við sér. Svipuð þróun hefur

átt sér stað á íslandi," sagði Þor-

steinn.

Mestur áhugi fyrir

Veraldarvefnum

Aðspurður sagði Þorsteinn að

mestur áhugi þátttakenda hefði

beinst að Veraldarvefnum, World

Wide Web; að geta stokkið út um all-

an heim á örskotsstundu með auð-

veldum hætti. Einnig hefði mikill

áhugi verið á tölvupósti (E-mail) og

þeim búnaði sem fylgir til að senda

myndir, teikningar og forrit.

„Ég notaði sem dæmi íslenska

verkfræðistofu sem er áskrifandi hjá

Miðheimum. Eigandi stofunnar býr

í Hollandi og fær verkefni þangað

um Internetið þótt framleiðslan fari

fram á íslandi. Hann á öll samskipti

við starfsmennina á íslandi með

tölvupósti. Þetta fannst mönnum

mjög merkilegt."

Til starfa í Bandaríkjunum

fyrir Miðheima

Þorsteinn Högni er að ljúka námi í

fjólmiðlafræðum við American há-

skólann í Washington. Sem sérgrein

hefur hann tekið alla áfanga sem

boöist hafa í kennslu á Interneti, auk

þess að hafa numið bókasafnsfræði

lítillega. Frá því Mosaik-hugbúnaður

kom til sögunnar í fyrra sagðist Þor-

steinn hafa legið yfir Internetinu.

Auk þess að ljúka námi í vor stendur

til að hann starfi í Bandaríkjunum

fyrir Miðheima. Fyrirtækið hyggur á

landvinninga þar og mun Þorsteinn

verða tengihður Miðheima vestan-

hafs. Þorsteinn ætlar einnig að starfa

sjálfstætt sem ráðgjafi um notkun

Internets fyrir fyrirtæki.

„Það lærist ekki eingöngu í skóla

að nota Internetið. Best er að vera

"að vinna á Internetinu og grufla sig

áfram þar. Þróunin er svo hröð á

þessu sviði að skólarnir ná vart að

halda í við hana," sagði Þorsteinn.

Guðmundur

Árni notfærir

sérlnternetið

Guðmundur Árni Stefánsson er

sennilega sá stjórnmálamaður

sem fyrstur nýtti sér möguleika

Internetsins með markvissum

hætti. Vegna prófkjörsins um síð-

ustu heigi var hann með heimas-

íðu á Internetinu og þar gátu

áhugasamir lesið um baráttumál

Guðmundar og lagt fram fyrir-

spurnir.

í samtah við DV sagði Guð-

mundur að ungir stuðningsmenn

úr hans hðpi hefðu stungið þeirri

hugmynd að sér að nota Internet-

ið. „Þetta er ekki kostnaðarsamt

og mér þótti þetta tilraunarinnar

virði. Ég sé það fyrir mér að sam-

skipti með þessum hætti munu

fara stórlega í vöxt á næstu árum.

Eftir því sem ég hef hugsað málið

betur sé ég>þarna ýmsa mögu-

leika á samskiptum almennings

og stjórnmálamanna þótt Inter-

netið komi að sjálfsögðu aldrei í

staðinn fyrir hin beinu sam-

skipti, augliti til auglitis," sagði

Guðmundur. Þegar þetta var rætt

við hann skömmu fyrir prófkjör-

ið var hann búinn að fá nokkrar

fyrirspurnir frá kjósendum úr

hópi Intemetsnotenda. Guð-

mundur taldi það líklegt að hann

myndi áfram nota Internetið fyrir

kosningarnar.

Auglýsingar

á Internetið

hjá Qlan

Fyrsti aðilinn tii að sameina

tengingu og útlitshönnun auglýs-

inga á Internetinu er auglýsinga-

stofan Qlan í Reykjavík. Qlan

býður viðskiptavinum sínum upp

á hönnun auglýsinga inni á Inter-

netinu aufc þess að veita ýmsa

sérhæfða þjónustu,

Eftir að Veraldarvefurinn,

World Wide Web, kom til sögunn-

ar hefur myndrænt útlit á Inter-

neti kallað á vinnu hönnuða og.

teikaara frekar en textasmiða.

Bóksalastúd-

entatengist

Interneti

Eins og kemur fram í samtali

við forráðamenn Miðheima á

öðrmn stað í blaðinu var Boksala

stúdenta fyrsta íslenska verslun-

ih til að nýta sér mðguleikalnter-

netsins. Bóksalan tengdist netinu

í byrjun janúar og geta viðsMpta-

vinir valið bækur um tölvur og

lögfræðL Fleiri faggréinum verð-

nr svo bætt við bókalistann.

Til að panta bækur á heimasíðu

Mernetsins þarf að veha bókar-

númer. Þá færast upplýsingar

um bókina yfir í pantanaform.

Þar bætir viðskiptavinurinn viö

upplýsingum um sig og sendir

síðan tölvupóst til Bóksölunnar.

Bóksalan sendir svo stáðfestingu

til baka um tölvupósL

Boðeind

stefnir á

Internetið

Boðeind hf- á Seltiarnarnesi

vinnur nú að því að bjóða við-

skiptavinum sínum upp á þjón-

ustu á Internetinu. Að sögn Jón-

asar R. Sigfússonar, sölu- og

markaðsstjóra Boðeindar, stefhir

fyrirtækið að því að koma á fót

upplýsingabanka sem viðsklpta-

vinír munu hafa aðgang að og

geta sótt sér þangað nytsamar

upprysingar og komiö skilaboð-

umáframfæri.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32