Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						I
MIDVIKUDAGUR 25. JANUAR 1995
29
Tækni - tölvur

Vilhjálmur Þorsteinsson hjá Islenskri forritaþróun hf.
aö hverju heimili í landinu.
Hann hefur róttækar hugmyndir um að leggja Ijósleiðara
DV-mynd GVA
Vilhjálmur Þorsteinsson með róttækar hugmyndir:
Tölvan, síminn og sjón-
varpið tengt með alneti
- með ljósleiðara að hverju heimili
Vilhjálmur Þorsteinsson, kerfis-
fræöingur hjá íslenskri forritaþróun
hf., er meö. róttækar hugmyndir í
tölvumálum sem hann segir í raun
vera spursmál um atvinnumál fram-
tíöarinnar. Hér er átt viö aö koma
ljósleiðara aö öllum heimilum í land-
inu meö tengingu við svokallað alnet
sem í framtíðinni mun tengja saman
tölvuna, sjónvarpið og símann. Vil-
hjálmur telur að með lagningu slíks
ljósleiðara myndi skapast fjöldi
starfa og verðmætaaukning yrði
mikil.
„Internetið byrjaði sem samteng-
ing milli skóla og ríkisstofnana í
Bandaríkjunum. Síðan hefur þetta
smám saman undið upp á sig. Áð
stórum hluta til er Internetið keyrt
enn í gegnum símalínur en hryggim-
ir í því eru komnir á ljósleiðara í
Bandaríkjunum og víðar. Miklar
framfarir eru að verða í samskipta-
málum. Tilkoma ljósleiðaranna og
þróun á þeim hefur gjörbreytt stöð-
unni. Það er hægt að troða gríðarlegu
magni um þá og þeir eru líka mjög
áreiðanlegir. Margfalt færri villur
verða á sendingum um ljósleiöara
heldur en um koparþræði símkerf-
anna. Það mun gerast í framtíðinni
að dreifikerfum fyrir síma, sjónvarp
og tölvu verður slegið saman í eitt
alnet," segir Vilhjálmur.
Reykjavík tilvalin
í tilraunaskyni
- Hvernig mun þetta gerast?
„Þaö er verið að tala um að ljósleið-
ararnir Uggi upp aö húshlið. Þar
komi þeir inn í svartan kassa og úr
þeim kassa komi lagnir fyrir síma,
tölvu, sjónvarp og fleira. Öll merki
verða stafræn, að sjálfsögðu. Þetta
er ákveðin bylting. Internetið er hluti
af þessari þróun. Ég hef verið að
skjóta því að mönnum hvort Reykja-
vík sé ekki tilvalinn tilraunamarkað-
ur fyrir þessa tækni. Þetta er evrópsk
höfuðborg, ekkert alltof stór, vel
tæknivædd og fólk nýjungagjarnt.
Þrátt fyrir allt hefur Póstur og síma
staðið sig ágætlega. Þess vegna hefur
komiö upp sú hugmynd hvort ekki
væri möguleiki á samstöðu milli
Pósts og síma, atvinnulífs, Háskól-
ans, borgaryfirvalda og hugsanlega
erlendra aðila um átak til að gera
Reykjavík að ljósleiðaravæddri
borg."
Vilhjálmur segist líta á þetta sem
atvinnumál, líkt og verið væri að
leggja hundruð milljóna króna í
átaksverkefni.
„Af hverju ekki að nota peningana
til að grafa niður ljósleiðarastrengi?
Þetta er líka spurning um að gefa
íslenskum fyrirtækjum og Háskólan-
um færi á að þróa hugbúnað og stýr-
ingar í kringum þessa tækni í tíma.
Stóru síma- og samskiptafyrirtækin
í Bandaríkjunum eru komin í gang
með eitt og eitt bæjarfélag. Sem dæmi
er Time-Warner að fara í gang í Or-
lando á Flórída. En þessir staðir eru
teljandi á fingrum sér."
Vilhjálmur segist hafa þær upplýs:
ingar frá Pósti og síma að þar sé ver-
ið að kanna möguleika á að leggja
ljósleiðara að 250 húsa hverfi í
Reykjavík í tilraunaskyni. Vilhjálm-
ur segir tilvahð að fá fleiri aöUa að
Sound
BLASTER
Við gerum PC-tölvunni
þinni kleift að tala,
spila og syngja!
Sound Blaster 16 Value Edition
Langvinsælasta hljóðkortið fyrir PCtölvur í
dag. Hentugt í alla almenná hljóðnotkun,
leiki, hreyfimyndir, tal o.fl. Með því að
tengja kortið við geisladrif (CD-ROM)
opnast nýjar víddir í margmiðlun - og ein-
hæf tölvan breystist í undratæki sem flytur
bæði tal og myndir!
Sound Blaster AWE 32
Flaggskipið frá Creative Labs. Hér er á
ferðinni eitt öflugasta hljóðkortið fyrir PC
tölvur. AWE32 hljóðkortið býður upp á
mikla möguleika fyrir kröfuharða tölvu-
notendur og tónlistaráhugafólk. - Fyrir þá
sem vilja besta hljóminn á lægra verði
bjóðum við SB AWE32 Value Edition.
ÞOR HF
Armúla 11 - Síml 5BB-15QQ
málinu svo að hægt sé að gera viða-
meiri tilraun.
Hugmyndinni
vel tekið
Vilhjálmur hefur rætt lítillega um
þessa hugmynd við Atvinnumála-
nefnd og Aflvaka Reykjavíkur.
Næsta skref er að vinna greinargerð
fyrir þessa aðila. VUhjálmur segist
hafa fengið góð viðbrögð við hug-
myndinni. Ekki er farið að tala um
kostnað við lagningu ljósleiðara að
hverju heimili. í Bandaríkjunum er
kostnaður við uppsetningu um 70
þúsund krónur á hvert heimUi.
„Ljósleiðaratæknin er komin og
mun verða aUsráðandi á næstunni.
Þetta snýst um hvort við ætlum að
taka frumkvæðið eða að láta hlutina
bara gerast. Ef seinni kosturinn
verður tekinn munum við bara
kaupa allan búnaðinn erlendis frá,"
segir Vilhjálmur.
takaQdm
Hreintútsagtfrábærtæ
kl!
RT-155B
Sambyggt tæki sími og símsvari
Á vegg eða borð - Endurval -
10 skammvalsnúmer - Hátalari -
R-hnappur - Músik á bið -
Fjarstýranlegur - O.fl.
AT-55QI
Símsvari
Tími og dagsetning - Fjarstýranlegur
úr síma - Sýnir fjölda skilaboða -
Upptaka á símtölum - Raddstýrð
upptaka - O.fl
Síðumúla 37-108 Reykjavík - S. 687570
I      Tulip MARGMIÐLUN
OPNAR ÞÉR
| NÝJA VERÖLD !
Fræðsluefni
k
Margmiðlunarbúnaður midlar upplýsingum með
hljóði, myndum og texta. Nýttu þér nýjustu tækni til frædslu og
afþreyingar - það er góð fjárfesting!
Vinsælu Tulip margmiðlunártölviirnar
loksins komnar aftur !
Þú getur eignast Tulip
margmiðlunartölvu fyrir
aðeinsfn  kja\ á mánuoi (*>
(•) Miðað er við raðgreiðslur Eurocard og afborganlr 136 mánuði. Vextir (13.01.95), VSK og allur  r
kostnaður er innifalinn f verðinu. Staðgreiðsluverð er aðeins kr. 135.900
Að auki fylgir með í kaupunum:
TulipWare lafiS£EJ2r
£j    Geisladiskur fullur af hugbúnaði!
fj   Leikir - ClarísWorks - Gagnagrunnur
E   Töflureiknir - Teikniforrit - Ritvinnsia
<Ö>
NÝHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00
Alltafskrefl á undan
-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32