Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						30
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
Tækni - tölvur
Landupplýsingakerfi frá ESRI:
ArcView 2 kynnt
á ráðstefnu Arcí S
- á Hótel Sögu 3. febrúar
! Arcís er félagsskapur þeirra aðila
á íslandi sem nota landupplýsinga-
kerfin Arclnfo, ArcCad og ArcView
frá ESRI, Environmentan System
Research Institute, í Bandaríkjun-
um. Félagiö var stofnað í október
1993 og heldur sína fyrstu notenda-
ráðstefnu á Hótel Sögu 3. febrúar nk.
Á ráöstefhunni verður m.a. kynnt
ný útgáfa af ArcView sem nefnist
ArcView 2. Reiknað er með á annað
hundrað þátttakendum á ráðstefn-
una.
Meðal þeirra aðila sem nota land-
upplýsingakerfi frá ESRI, og eru fé-
lagar í ArcíS, eru flestar stofnanir
Reykjavíkurborgar, Almannavarnir
ríkisins, Veðurstofa íslands, Umferð-
arráð, Póstur og sími, Orkustofhun,
Landmælingar ríkisins, Landsvirkj-
un og Landgræðsla ríkisins. Alls eru
rúmlega 100 aðilar skráðir í ArcíS.
Hugbúnaðurinn frá ESRI, sem
fyrst og fremst er fyrir Windows,
býður ekki aðeins upp á kortagerð
heldur að vinna fjölmargar upplýs-
ingar á kortin. Um ArcView 2 er það
helst að segja að það færir gögn frá
hinum venjulega notanda. Sem dæmi
er hægt að fá mannfjöldatölur frá
Hagstofunni og hreppakort frá Land-
mælingum og tengja þær upplýs-
ingar saman.
GEODATA AS. í Noregi er umboös-
aðih ESRI þar og á íslandi. Fulltrúi
Geodata á íslandi frá árinu 1990 er
Óskar J. Óskarsson. Svo má geta
þess að umboðsaðili ESRI í Litháen
er verkfræðistofan Hnit.
Tölvuvæðing
snjóflóðavarna
Á notendaráðstefnunni 3. febrúar
verða flutt nokkur fróðleg erindi.
Meðal fyrirlesara verða Magnús Már
Magnússon, snjóflóðasérfræðingur
Veðurstofunnar, sem mun fjalla um
tölvuvæðingu snjóflóðavarna. Sann-
arlega orð í tíma töluð.
Einnig verður sýnt hvernig tengja
má GPS-staðsetningarbúnaö við
ArcView 2. T.d. má setja upp kort af
Reykjavík sem sýnir hvar GPS-tæki
eru staðsett í borginni. Þá munu full-
trúar frá slökkviliðinu í Reykjavík,
umferðardeild borgarinnar og Orku-
stofnun flytja erindi á ráöstefnunni.
í tengslum við ráðstefnuna verður
efnt til samkeppni um bestu kort,
teikningar og/eða myndir sem unnin
hafa verið á Arclnfo, ArcCad eða
ArcView. Verðlaun verða svo veitt í
kvöldverðarboði ArcíS í Skíðaskál-
anum í Hveradölum að kvöldi 3. febr-
úar.

M AK'iMHJMWHh        dSPÍWIW
A þessum tveimur kortum af sama svæði í Reykjavík má sjá mismunandi upplýsingar. Þetta eru meðal þeirra kosta sem landupplýsingakerfin frá ESRI
bjóða upp á.
Notendur IBM AS/400 tölva:
Reflection-hugbúnaður
veitír nýja möguleika
Hugbúnaðarframleiöandihn WRQ,
sem hefur aðsetur í Seattle í Banda-
ríkjunum, hefur vakið athygli um
allan heim fyrir hugbúnaðinn
Reflection. Reflection opnar notend-
um PC- og Macintosh-tölva greiöa
leiö að HP/3000, Dec/VMS og Unix-
tölvum. Nú hefur WRQ sent frá sér
lausnir fyrir notendur AS/400-tölva
og IBM-stórtölva. Áð sögn Jónasar
R. Sigfússonar, sölu- og markaðs-
stjóra Boðeindar, munu þessar nýju
lausnir veita áður óþekkta mögu-
leika.
Tvenns konar lausnir koma frá
Reflection, annars vegar Reflection
AS/400 og Reflection 3270.
ReflectíonAS/400
Með Reflection AS/400 er skjá-
hermir fyrir alla IBM 5250 skjái og
hermi fyrir 3812 módel 1 prentara og
skráarflutningur með FTP,. PC-
Support, Drag and drop og SQL data
query. Tölvunet sem þessi lausn
styður eru PC-Support, Netware for
SAA, NS/Router, TCP/IP og DOS
^¦^-;^«UIWW.................................HM^^^raiHW.....BMIHBMWgBWaa
Skjámynd af Reflection 3270 hugbúnaði frá WRQ, Walker Richer & Quinn,
i Bandaríkjunum.
TELNET support. Kröfur sem a.m.k. 4Mb minni og VGA-Utaskjá,
Reflection AS/400 gerir til búnaðar MS Windows 3.1 eða nýrra og
eru 386/486 eða Pentium-tölva með     TCP/IP, PC-Support eða NS/Router.
Reflection3270
Með Reflection 3270 fylgir skjá-
hermir fyrir IBM 3270 skjái og herm-
ir fyrir 3287 módel 1 prentara og
skráarflutningur með IND$FILE,
FTP og Drag and drop. Tölvunet sem
lausnir styður eru WRQ TCP/IP og
flest önnur TCP/IP, ásamt öllum
TCP/IP sem styðjast við Windows
Socket.
Kröfur sem Reflection 3270 gerir til
búnaöar eru IBM-stórtölva með einu
af eftirtöldu: IBM TCP/IP fyrir MVS
(5735-FAL), IBM TCP/IP fyrir VM
(5735-HAL), Fibronics KNET og Int-
erlink's SNS/TCPaccess.
Sem dæmi um notkun á Reflection
má geta þess að með Reflection 3270
er hægt aö tengjast Skýrr um Inter-
netið. Einnig má nota Reflection til
að annast samskipti við tölvur Há-
skólans og flesta tölvubanka.
Reflection er nú í notkun hjá vel á
annað þúsund not'endum á íslandi.
Umboðsaðili er Boðeind á Seltjarnar-
nesi.
IBMstokk-
ar spilin
Forráðamenn Intemational
Business Machines, IBM, I
Bandarikjunum ákváöu nýlega
stortækar aðgerðir í ehdurskipu-
lagningu á rekstri og sölumálum
hugbúnaðardeildar fyrirtækis-
ins. Síðustu misseri hefur IBM
fækkað starfsfólki í höfuðstöðv-
unum og víðar. Jafnframt hafa
þónokkrar brey tingar verið gerð-
ar á „toppnum" og yfirmannalið-
ið yngt upp,
Verðlækkun
ábeinlínu-
þjónustu
Fyrirtækið CorapuServe í
Bandaríkjunum, sem hefur sér-
hæft sig í beinlínuþjónustu fyrir
tölvur (on-line service), tilkynnti
nýlega helmingsverðíækkun á
þjónustu sinni. Þykir mönnum
þetta vísbending um harðnandi
samkeppni um áskrifendur á
tölvunetkerfum.
Sem dæmi um kostnaöinn hjá
CompuServe lækkaði fyrirtækið
áskriftina úr 660 kr./klst. niður í
330 kr./klst. Mánaöargjald er um
680 krónur. Til samanburöar
kostar aðgangur að Interneti á
íslandi tæplega 2.000 krónur hjá
Miðheimum. Jafnhörð sam-
keppni og í Bandaríkjunum er
greinilega ekki komin til íslands,
enda tæknin á bemskuskeiði hér
álandi.
Stríðhjá
Sega og
Nintendo
Frá Bandarikj unum bár ust þær
fréttir nýlega að samkeppni
tölvuleikjaframleiðendanna Sega
og Nintendo myndi enda með
stríði á þessu ári. Ástæðan er sí-
fellt fullkomnari tækni við gerð
tölvuleikja og hörð samkeppni
við tæknina sem geisladiskarnir,
CD-ROM, bjóða upp á.
Sérfræðingar telja ekki fieiri
möguleika á gerð 16 bæta leikja
því framtíðin sé fólgin í 32 eða 64
bæta tölvuleikjum. Þegar eru
komnir fram leikir af þessari teg-
und. Þetta kom fram á stórri
tölvusýningu i Las Vegas í byrjun
janúar. Þar voru allir helstu
tölvuleikjaframleiðendur heims
með stóra sýningarbása. Auk
Sega og Nintehdo má nefna At-
ari, Sony, 3DO og Phllips.
Geisladisk-
ar auka sölu
átölvum
vestanliafs
Á sömu sýningu í Las Vegas
voru geisladiskar fyrirferðar-
miklir enda er talað um 1994 sem
ár geisladisksins í tölvuhejmin-
um. Á sýninguniú kora fram að
sala á eínkatölvum í Bandaríkj-
unura heföi í fyrsta sinn nálgast
sölu á ^jónvarpstækjum eða fyrir
550 milljarða árið 1994. Ástæðan
fyrír þessari aukningu er einkum
geisladiskarnir, að matí sérfræð-
inga.
Reiknað er með að fjöldi geisla-
diskatitla fyrir tölvur muni tvö-
faldast á næstu árum. Um leið er
búist við að sjónvarpið, mynd-
bandið og tölvan sameinist á einn
skjá. Þá er spurnittghvort mynd-
bandstæknin verði ekki að víkja
fyrir geisladiskunum eða jafnvel
einhverri annárri tölvutækni.
.,... -Reuter
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32